Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.11.1999, Qupperneq 23
Ekki abeins virkjanir, stíflur, brýr og álver heldur jarðgöng líka. Hvaljjarðargöngin eru eitt af stórvirkjum Istaks. Fyrirtækið kom einnig að gerð Vestfjarðaganga fyrir nokkrum árum. Mynd: Vigfús ístak hefur ekld aðeins „lifað af“ heldur hef- ur fyrirtækið notið mikillar velgengni, ekki síst á síðustu árum. Fyrir utan þá stefnu að standa ætíð vel að verld hvaða lyldll er þá öðrum fremri að velgengninni? „Gott starfsfólk, það er nú ekki flóknara en það. Sumum kann að finnast þetta svar mitt vera gamall frasi, en fyrirtækið gæti ekki sinnt mörg- um stórverkefnum í einu, víða um land, án starfs- manna sem leggja sig fram, axla ábyrgð og eru sjálfstæðir í vinnubrögðum. Eg leiði hópinn - en velgengni Istaks er verk allra starfsmanna. Þetta getur aldrei verið eins manns verk! Valdi er dreift hér sem frekast er kostur. Öðru vísi væri þetta ekki hægt. Við höfum frá fyrstu tíð byggt á tækni- menntuðum mönnum. Eg hef stundum haft á orði að við séum verkfræðilegt verktakafyrirtæki, að sá væri bragurinn í fyrirtækinu. Hins vegar er ekki nóg að hafa tæknimenntaða menn, bygging- ar rísa ekki upp af sjálfu sér; það verða að vera góðir verkstjórar, iðnaðarmenn og verkamenn úti á vinnusvæðunum. Þetta byggist allt á samstarfi, samræmingu og góðu skipulagi, að allir leggi hönd á plóginn." I stjórnun þinni færir þú bæði völd og ábyrgð til milli- stjórnenda. Eftir hvers konar eiginleikum sækist þú þegar þú ræður stjórnendur í vinnu? ,^Etli ég horfi ekki til þess hvort þeir séu vel menntaðir, geti unnið sjálfstætt og þori að taka ákvarðanir. Eg held að framhaldsnám erlendis sé líka gott, hvort sem þeir hafa lokið prófi þaðan eða ekki. Nám og búseta erlendis þroskar fólk - og gerir það sjálfstætt. Ég tel þetta góðan grunn að byggja á. Ekkert af þessu dugir þó hafi þeir ekki rétta persónuleikann, réttu skapgerðina. Þeir verða að vera stjórnendur að upplagi og vilja stjórna. Þegar á reynir er það þó hæfileikinn í mann- legum samskiptum sem líklegast skiptir mestu, hvernig við- komandi sé í umgengni. Stjórnendur verða að geta umgeng- ist annað fólk. Ég minnist þess, þegar ég var ungur verkfræð- ingur hjá flughernum á Keflavíkurflugvelli og óskað var eftir meðmælum, að spurt var sérstaklega um það hvernig við- komandi væri í umgengni. A þessa spurningu var lögð rík áhersla. Stjórnendur verða að vera þægilegir og kurteisir en ákveðnir og metnaðargjarnir. Erfitt getur hins vegar verið að draga upp harða og ákveðna línu um eiginleika stjórnenda, dæma og útiloka fólk fyrirfram, því enginn verður góður stjórnandi nema hann fái að reyna sig, fái tækifæri til að stjórna og axla ábyrgð. Reynslan sýnir að margir hafa sprungið út í starfi og staðið sig vonum framar sem stjórn- endur, þegar þeir hafa fengið að spreyta sig en aðrir hafa ekki staðið undir væntingum." islendingar leysa hlutina Páll er raunar ekki sá fyrsti sem nefn- ir það sem góðan grunn fyrir stjórnendur að hafa dvalið erlendis við nám, Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sem útnelhd- ur var maður ársins í viðskiptalífinu í fyrra, nefndi þetta líka í við- tali við Fijálsa verslun. Fyiir ungt fólk er þetta því ákveðin vís- bending um að flytjast út um tíma. En það er ekki aðeins að fólk þroskist, verði sjálfstætt og öðlist góða kunnáttu í ákveðnu tungu- máli, Páll er með skemmtilega kenningu um að dvöl erlendis dragi úr minnimáttarkennd Islendinga gagnvart útlendingum. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi búið einhvern tíma erlendis, hafi kynnst öðrum þjóðum. Kannski ekki síst til að yf- irvinna minnimáttarkenndina gagnvart útlendingum. Við Is- lendingar þuríúm alls ekki að hafa hana. Þvert á móti! Ég ráð- legg öllum stjórnendum, sem eru í viðskiptum eriendis, að hafa þetta í huga fái þeir það á tilfinninguna að litið sé niður á þá vegna fámennis okkar. Það hefur sýnt sig að við Islendingar leysum lilutina! Kannski það skýri hvers vegna við höfum lifað af hér í þessu harðbýla landi. Það er í eðli okkar að leysa hlut- ina. Ég tel t.d. að ástæða þess hve margir af lykilmönnum Pihl vtða um heim eru Islendingar sé ekki síst sú að þeir leysa mál- in. Islendingar klára sig af hlutunum. Það er mikill styrkur fyr- ir Istak hve víða tæknimenntaðir menn okkar hafa sótt mennt- un og starfsreynslu. Hér eru verkfræðingar með menntun frá Islandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og víðar. Fyrir vikið verður menntunin alhliða og sjónar- miðin sömuleiðis við lausnir á verkefnum.“ Kambarnir ruddu brautina Fæstir gera sér grein fyrir þvt þeg- ar þeir aka austur fyrir tjall, á þjóðvegi nr. 1, að sá vegur var eitt af fyrstu verkum Istaks og það sem kom fyrirtækinu eiginlega af stað, ruddi brautina. Fyrsta verk Istaks var raunar við Búr- fellsvirkjun þegar virkjunin var stækkuð og þremur vélum bætt þar við. Síðan komu miðlunarframkvæmdir við Þórisvatn, svo- nefnd Vatnsfellsveita. En eftir það kom undirvinna og lagning slitlags á veginn austur, fyrst frá Arbænum og upp að Lögbergi, síðan yfir Hellisheiðina og niður Kambana. Þessi vinna gaf vind í seglin. Næsta verkefnið var stækkun hafnarinnar í Þoriáks- höfn í kjölfar eldsumbrotanna í Vestmannaeyjum. Fyrsta verkið í Reykjavík var gerð verkstæðis og lagers fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Armúlann. Síðan er listinn orðinn langur og óvenju glæsilegur; verkin tala. Sex mánaða dauðakúrfa Fyi-irtækið hefur nokkrum sinnum orðið að hægja á ferðinni vegna minnkandi verkelha. Þetta er sveitlukenndur markaður. En hefur Páll einhvern tímann farið að sofa á kvöldin og haft áhyggjur af því að fyrirtækið yrði alger- lega verkefnalaust eftir þijá til sex mánuði? „Ekki nýlega," segir hann. „Við höfum þó gengið í gegnum erfiða tíma og þurft að 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.