Frjáls verslun - 01.11.1999, Qupperneq 37
áramóí?
Hvað einkenndi árið 1999
í þinni atvinnugrein?
Hvernig meturðu
horfurnar á árinu 2000?
Ágústa Johnson, líkamsrœktarstöðinni Hreyfingu:
Jafnari og reglulegri líkamsþjálfun
Að mínu mati einkenndist árið 1999 af jafnvægi og stöðug-
leika hvað heilsurækt varðar. Á undanförnum 3-4 árum
hefur hugarfar íslendinga breyst mikið gagnvart líkams-
þjálfun. Fólk er farið að gera sér grein fyrir mikilvægi reglu-
legrar heilsuræktar. Þessi breyting kemur mjög skýrt fram í
jafnari ástundun fólks í líkamsræktarstöðvunum alla mánuði
ársins 1999,“ segir Ágústa Johnson hjá líkamsræktarstöðinni
Hreyfingu.
-Horfiirnar á árinu 2000?
,Árið 2000 tel ég að aukinn kippur muni koma í heilsurækt-
arvakninguna þar sem enn fleiri láta verða af því að tileinka sér
reglubundna hreyfingu. Heilsuvakningin mun verða víðtækari
nú því menn munu í auknum mæli huga að frekari fyrirbyggj-
andi aðgerðum tíl að bæta heilsuna, meðal annars því að bæta
neysluvenjur sínar.“ S3
Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF:
Samþjöppun og samruni
Það sem einkenndi ástandið í minni atvinnugrein á árinu 1999 er eftir-
farandi: Efnahagsþrengingar í Brasilíu í byrjun árs 1999 höfðu þau
áhrif að eftirspurn eftir saltfiskafurðum hefur minnkað, en Brasilía er
næststærsti markaðurinn fyrir saltfiskafurðir," segir Gunnar Örn Krist-
jánsson, forstjóri SÍF en við sameiningu SÍF og ÍS á árinu varð SÍF stærsta
fyrirtæki landsins. „Þá hefur mjög hátt hráefnisverð í Noregi meginhluta
ársins haft þau áhrif að rekstrarskilyrði landvinnslunnar þar hafa verið erf-
ið. Einnig hefur stöðug lækkun á gengi evrunnar á árinu 1999 gagnvart ís-
lensku krónunni haft áhrif á rekstrarumhverfið í heild sinni. Að lokum hef-
ur árið 1999, eins og nokkur undanfarin ár, einkennst af samruna og sam-
þjöppun, bæði hjá framleiðendum hérlendis og erlendis, ásamt verulegri
samþjöppun hjá kaupendum."
-Horfurnar á árinu 2000?
„Árið 2000 mun áfram einkennast af mikilli samkeppni og áframhaldandi
samruna og samþjöppun meðal viðskiptavina okkar. Ef sameining SÍF
og ÍS verður samþykkt endanlega á hluthafafundum félaganna hinn
29. desember munu bæði þessi félög styrkjast. Þessi sameining
mun hafa í för með sér aukin tækifæri og aukna nýtingu á því
sölu-, markaðs- og dreifingarkerfi, sem félögin hafa þegar
ijárfest í, tíl hagsbóta fýrir viðskiptavini okkar." gg , Gunnar