Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 59

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 59
nda í fasteignakaupum vita við sölu. Ganga verður út frá því að seljandi, sem búið hefur i eign um lengri tíma, búi yfir ákveðinni vitneskju um eign- ina, þ.e. hversu mikilvægir kostir/ókostir eru. í dómsmálum varðandi galla kemur til mats dómarans að meta hversu mikil þessi vitneskja er. Upplýsingaskyldan fær þannig meiri þýðingu þeim mun lengur sem seljandi hefur búið í eigninni. Ef fast- eign er seld strax eftir kaup, eða seljandi hefur af einhverjum ástæðum ekki búið í eigninni, er ekki hægt að búast við því að hann þekki hana í smáatriðum. Seljanda ber þá skylda til að upplýsa kaupanda um vanþekkingu sína. Ef hann hefur fengið upplýsingar frá fyrri seljanda er honum einnig skylt að koma þeim á framfæri til kaupanda. Meginreglan er sú, að hegðun seljanda er metin eftir meðalmælikvarða, sem kenndur er við „gegnan og skynsam- an mann“. Þannig er ekki einungis um sönnunarmat að ræða, enda er sönnun í flestum tilfellum erfið eða nánast ógerleg. Hvort seljandi hafi vanrækt upplýsinga- skyldu sína fellur undir mat dómara á sönnunargögnum og kringumstæðum. Á það hefur verið bent að óæskilegt sé á þennan hátt að meta hvað seljandi vissi eða átti að vita eftir á, þ.e. vera vitur eftir á. Þó verður að álíta að vegna erfiðrar sönnunaraðstöðu kaupanda sé þetta eðli- legt. Ekki er það einungis seljandi sjálfur sem getur á þennan hátt verið ábyrgur fyr- ir að gefa kaupanda ekki fullnægjandi upp- lýsingar, heldur getur ábyrgð hans verið víkkuð út til þriðja aðila. Fasteignasali eða maki seljanda, sem standa að sölu fyrir hönd seljanda og vanrækja upplýsinga- skylduna, geta þannig leitt til ábyrgðar seljanda. Að því er Deilum um ástand seldra eigna hefur fjölgað samfara stóraukn- um fasteignaviðskiptum á und- anfórnum tveimur árum - en eignirfyrir tugi milljarða hafa skipt um eigendur. Verð á fast- eignum á höfuðborgarsvœðinu hejur hækkað um 20 til 25% á rúmu ári. En hver er upplýs- ingaskylda seljenda í fasteigna- kaupum? Eldri eignir Þegar um eldri eignir er að ræða eru gerðar aðrar kröfur en þegar um nýbyggingar er að ræða. Þetta hefur í för með sér að kaupandi getur ekki búist við því að eignin sé gallalaus. Hann hefur því takmarkaðan kröfurrétt varðandi galla sem vanalega eru vegna slits og aldurs. 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.