Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 60
Greinarhöfundur, Jónas Örn Jónasson, er lögfræðingur, búsettur í Danmörku, og starfrækir trygginga- miðlunina Den Danske Forsikringsmœgler. hendur seljanda þrátt fyrir að hann hafi ekki upplýst um nefnda galla. Slíkt yrði því á ábyrgð kaup- anda. Hér er átt við t.d. innstung- ur sem ekki virka, skemmd í hurð, o.s.frv., en oft á tíðum er þá einnig um atriði að ræða sem kaupandi hefði átt að koma auga á við skoð- un. Ekki er um neina fasta reglu að ræða hvað telst til „minnháttar“ galla, en e.t.v. væri eðlileg viðmið- un um 30.000. kr. að því er skaða- bætur varðar. Þegar um eldri eignir er að ræða eru gerðar aðrar kröfur en þegar um nýbyggingar er að ræða. Þetta hefur í för með sér að kaupandi getur ekki búist við því að eignin sé gallalaus. Hann hef- ur því takmarkaðan kröfurétt varðandi galla sem vanalega eru vegna slits og aldurs. varðar fasteignasala gæti hugsanlega verið um endurkröfu að ræða ef hann með ásetningi eða grófu gáleysi hefur vanrækt að koma upplýsingum áfram til kaupanda. Seljanda ber að upplýsa um „galla sem hala réttaráhrif" við- eigandi er að spyrja hvort eiginlegt gallahugtak gildi í tengsl- um við upplýsingaskylduna. Almennt er talið að í fasteigna- kaupum sé mat á galla háðara kringumstæðum en á við um lausafjárkaup. Meginreglan er sú að seljanda ber skylda til að veita kaupanda upplýsingar um alla „galla sem hafa réttará- hrif‘ (d. retlig relevant mangel). Talað er um almenna og sérstæða galla. Galli er almennur þegar fasteign hefur ekki það notagildi og verðmæti, sem almennt er að fasteignir hafi, hlut- lægt séð. Við athugun á göllum er fasteignin borin saman við venjulega sams konar eign en þess er ekki krafist að kaupandinn hafi gert að skilyrði að hluturinn hefði sama notagildi og verð- mæti og sams konar eign hefur. Galli er sérstæður ef fasteign hefur ekki þau einkenni eða eiginleika, sem ætla verð- ur að seljandi hafi ábyrgst að eignin hefði eða hefði ekki. Sama á við ef eignin er ekki í samræmi við það sem kaupandi mátti ætla, þ.e. sérstæðar og einstaklingsbundnar forsendur kaup- andans, sem seljandinn þekkir eða ætti að þekkja, bregðast. Seljandi þarf ekki að upplýsa um alla minniháttar galla sem hafa lítið verð- mæti í hlutfalli við verðmæti eignar í heild. Slíkir gallar eru almennt ekki taldir gallar sem hafa „áhrif að lögum“. Vegna slíkra „minniháttar" galla getur kaupandi þvi ekki haft uppi kröfu á Takmarkanir á Skyldunnl Hafa verður í huga að fasteignir þróast misjafnlega með tímanum og að eignir geta verið haldnar galla án þess að eigandi þurfi að uppgötva það. Ekki er heldur um rannsóknarskyldu seljanda að ræða. Varast ber því að láta seljanda bera ábyrgð á göllum í of víðtækum mæli. Víðtækar vanefndaheimildir vegna galla gagnvart seljanda, sem er i góðri trú, myndi skapa mjög óheppilega réttaróvissu sem kynni að vara í langan tíma þar sem gallar i fasteignum geta oft leynst lengi. Skoðunarskylda kaupanda takmarkar sem fyrr sagði upp- lýsingaskyldu seljanda, og snertir jafn- framt mat á því hvort fyrir liggi galli. Réttarframkvæmd hefur staðfest að fyrir hendi sé ákveðin skoðunarskylda, en hversu víðtæk hún er verður að meta í hverju tilfelli fyrir sig. Ohætt er þó að segja að ef kaupandi fasteignar hefur ekki skoðað eignina fyrir kaupin missi hann formlega heimild sína til gallakröfu vegna galla sem hann hefði uppgötvað við skoðun eignarinnar. Þegar kaupandi skoðar eign verður þó einnig að hafa í huga að oftast er um að ræða sýningu á eign í mjög takmarkað- an tíma, sem stjórnað er af fasteigna- sala eða seljanda. í ljósi þess er ekki hægt að leggja á kaupanda skyldu til mjög nákvæmrar skoðunar. Kröfur til nákvæmni skoðunarinnar verða þó meiri þegar kaupandi er faglærður á sviði húsasmíða, og einnig ef hann hef- ur sér til aðstoðar fagmann við skoðun eignarinnar. Velta má því fyrir sér hvort seljandi geti fyrrt sig ábyrgð á göllum með ákvæði þess efnis í samningi og þannig takmarkað upplýsingaskyldu sína. Al- „I því ástandi sem kaupandi hefur kynnt sér“ Algengt er að sjá í kaupsamning al- mennt fyrirvaraákvæði líkt og eftirfar- andi: „Eignin er seld í því ástandi sem kaupandi hefur kynnt sér við skoðun og sættir sig við að öllu leyti“. Af dóma- framkvæmd má þó álykta, að almennur fyrirvari af þessu tagi sá sjaldnast lát- inn hafa réttaráhrif. Slíkur fyrirvari hef- ur því að meginreglu til engin áhrif á upplýsingaskyldu seljanda. Vonbrigði miðað við væntingar Að hvaða leyti ber seljanda skylda til að gefa kaupanda upplýsingar um eign- ina, hvort sem er skriflega eða munn- lega. Vanræksla á upplýsingaskyldu getur leitt til skaðabótaábyrgðar hans. í flestum dómum um fasteignakaup er um það að ræða að kaupandi verður fyrir vonbrigðum miðað við væntingar. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.