Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 66

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 66
NÆRMYND ð- Eftir Isak Orn Sigurðsson öxtur fataverslana á vegum Margrétar Jónsdóttur hefur verið með ólíkindum á undanförnum árum. Aðeins 6 ár eru síðan Vero Moda kom til sögunnar hér á Iandi, en síðan hafa verið opnaðar verslanirnar Jack & Jones, Only og Exit á vegum Margrétar og íjölskyldu. I mars árið 1993 opnaði Margrét Jónsdóttir fyrstu Vero Moda verslunina hér á landi á Laugaveginum í samvinnu við dönsku verslanakeðjuna Bestseller. Aðeins þremur mánuðum síðar var önnur Vero Moda verslun opnuð í Kringlunni, í húsnæði sem verslunin Taxi hafði verið í áður, en hún var einnig rekin af Margréti. Ari síðar opnaði fjölskyldan Jack & Jones tískuverslun fyrir karlmenn. Jack & Jones varð einnig mjög vinsælt merki, eins og Vero Moda, enda verðlag í þeim verslunum lægra en Islendingar áttu að venjast. Síðan hefur Margrét og fjölskylda hennar opnað tvær aðrar verslanir sem einnig eru reknar í samvinnu við Bestseller: Tískuvöruverslunina Only og barnafataverslunina Exit. Verslanir Margrétar og Ijölskyldu eru nú fjórar í Kringlunni og fjórar við Laugaveg 95-97. Margrét hefur mikla reynslu af verslunarstörfum; rak um árabil snyrtivöru- og fataverslun á Akranesi og einnig tískuverslunina Sonju í Reykjavík. Upprunínn: Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 28. nóvember árið 1934. Fyrstu árum ævinnar eyddi Margrét á höfúðborgarsvæðinu en fluttist 9 ára gömul til Akureyrar og bjó þar um sjö ára skeið. Foreldrar: Jón Lárusson, vélstjóri í Reykjavík, fæddur 14. september 1908, d. 12. apríi 1983 og kona hans, Marta Hannesdóttir frá Vestmannaeyjum, fædd. 28. júlí 1913. Systkini: Margrét er eist 5 systkina. Næst henni kemur Gunnar, þá Lárus, síðan Agúst og Guðrún er yngst þeirra systkina. YND fluttist ásamt eiginmanni sínum til Svíþjóðar. Hún bjó þar á árunum 1961-69 á meðan Árni var við nám í sérgrein sinni. Margrét var heimavinnandi húsmóðir í Svíþjóð. Þau hjónin voru alltaf ákveðin í því að koma aftur heim til Islands og er heim kom tók Árni að sér störf á Akranesi þar sem fjölskyldan bjó frá 1969-1981. Margréti fór fljótt að leiðast aðgerðarleysið á Akranesi. Fljótlega losnaði þar verslunarpláss og Margrét ákvað að stofna verslun og byrjaði að versla með snyrtivörur og fatnað. Margrét færði fljótlega út kvíarnar og stofnaði með mágkonu sinni, Sonju Egiisdóttur, verslunina Sonju í Suðurveri. Margrét hóf að skipta við dönsku verslanakeðjuna Bestsellers árið 1985 sem var þá nýstofnað fyrirtæki. Bestseller fyrirtækið óx mjög hratt á fyrstu árum sínum. Árið 1991 hóf Bestseller rekstur keðjubúða og hið þekkta Vero Moda kvenfatamerki kom á markaðinn. Margrét, ásamt dætrum sínum, tók fljótlega ákvörðun um að versla eingöngu við Bestseller og hætti í kjölfarið með rekstur verslunarinnar Sonju. Margrét Jónsdóttir, kaupmaóur í Vero Moda, hefur verið aðsópsmikil undanfarin ár ásamt / dætrum sínum, Mörtu og Helgu. Aður rak hún verslunina Sonju um árabil! Menntun og ferill: Margrét fluttist aftur til Reykjavíkur frá Akureyri 16 ára gömul og fór þá í Austurbæjarskóla (Ingimarsskóla) og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Að loknu skólanámi fór Margrét út á vinnumarkaðinn og vann í Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustígnum þar til hún gekk í hjónaband. Margrét giftist Árna Ingólfssyni lækni og Áhugamál: Áhugamál Margrétar snúast að miklu leyti um rekstur verslananna. Meginhluti tíma hennar fer í rekstur þeirra, en Margrét játar þó að hún hafi mikinn áhuga á antík- húsmunum og myndlist. Hún hefur einnig mjög gaman af ferðalögum. Fjölskyldan er mjög samrýnd og dætur hennar tvær, Marta og Helga, eru nú rekstrarstjórar verslananna. Nýtt kynslóðatímabil er hafið og þær teknar að mestu leyti við daglega rekstrinum. Fjölskyldan: Eiginmaður Margrétar er Árni Ingólfsson læknir, en sérgreinar hans eru kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Hann er fæddur þann 31. júlí 1929 í Fagrahvammi í Skutulsfirði og er uppalinn á Isafirði. Margrét og Árni eiga 4 börn; 2 dætur og tvo syni. Ingólfur, tæknifræðingur á Akranesi, er elstur þeirra, fæddur 18. janúar 1958. Næstur er Jón, fæddur 7. janúar 1960, en hann er rekstrarstjóri á Akranesi. Marta, rekstrarstjóri verslananna Vero Moda og Only, er næst í röðinni, fædd 31. mars 1963, og yngst er Helga, rekstarsljóri J ack & Jones og Exit, fædd 22. maí 1973. Dœtur Margrétar, Helga og Marta, eru affullum krafti með móður sinni í rekstri verslananna. FV-myndir: Geir Olafsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.