Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 86

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 86
ENDURSKOÐUN greiddur. Hér hefur gjöldum verið frestað og þau ekki tilfærð á því tímabili sem þau tilheyra með þeim afleiðingum að af- koma sýnist betri en ella. Tvær aðferðir hafa verið í boði við sameiningu fýrirtækja. Samkvæmt annarri er litið svo á að um sameiningu hagsmuna tveggja eða fleiri fyrirtækja sé að ræða (e. poolings-of-interest method) og því eru reikningsskil fyrirtækjanna nánast lögð saman. Skiptir þá engu þó að ákvörðun um sameininguna hafi verið tekin undir lok árs, rekstrarreikningur hins sameinaða fyrirtækis er afturvirkur, ef svo má segja, og tekur tíl beggja fyr- irtækjanna allt árið. Þessi aðferð olli því að verulegur áhugi var á sameiningu hjá fyrirtækjum á sjöunda áratugnum, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Rannsóknir leiddu svo í ljós, að það var bókfærsluaðferðin fremur en hin svonefndu samlegðaráhrif sem olli sameiningarfárinu. Nú vill svo tíl að einmitt um þess- ar mundir er bandaríska reikningsskilanefndin að hugleiða, hvort ekki eigi að banna aðferðina og skylda fyrirtæki tíl þess að líta svo að eitt fyrirtæki í sameiningunni sé í raun að kaupa hin. Sú aðferð (e. purchase method) er þó ekki gallalaus held- ur, því samkvæmt henni hafa fyrirtæki orðið uppvís að því að kalla allt yfirverð viðskiptavild. Það kemur að góðu gagni, því þá er frestað gjaldfærslu yfirverðsins og afkoma eftir samein- ingu sýnist betri en ella væri. Raunar eru þess einnig dæmi að allt yfirverðið sé fært framhjá rekstrarreikningi en fært þess í stað tíl lækkunar á eigin fé. Sá háttur var heimilaður í Bretlandi um tíma en hefur nú verið bannaður vegna misnotkunar. Rekstrarleiga Til þess að hlífa efnahagsreikningi við skuldum hafa fyrirtæki gripið til þess ráðs að gera rekstrarleigusamn- inga sem eru ágætt dæmi um svonefnda fjármögnun utan efna- hags (e. off-balance sheet financing). Samkvæmt þessum samningum er leiga færð tíl gjalda við greiðslu en leiguskuld og samsvarandi leigueign ekki færð í bækur, en það væri þó ekki heimilt ef um kaupleigu- eða fjármögnunarleigusamning væri að ræða. Til þess að tryggja áframhaldandi afnotarétt er síðan sett inn ákvæði um einhvers konar afnota- eða kauprétt í lok leigutíma. Meiðingin af þessu er sú að peningaleg staða fyrir- tækis sýnist betri en hún er í raun og veru. Það þarf nú ekki að fara út fyrir landsteinana tíl þess að finna dæmi í þessa veru, svo nýleg í opinberri umræðu sem þau hafa verið. Makskipti á eignum Makaskiptí á eignum er ágætt innlent dæmi um skapandi reikningsskil. Þetta gæti t.d. tekið tíl kvóta. Tveir aðilar eiga kvóta en hann er annaðhvort ekki bókfærður eða langt undir markaðsverði hjá báðum. Ahugi stendur nú tíl þess að hækka bókfærða verðið tíl þess að geta sýnt betri eigna- og eiginfjárstöðu. Fyrirtækin hafa því makaskiptí á kvótum og bókfæra söluhagnað af þeim kvóta sem látínn er af hendi með þeim afleiðingum sem að er stefiit. Samkvæmt ákvæðum íslenskra laga er vafasamt að unnt sé að gera athugasemd við þessi viðskipti en þau standast hins vegar ekki skoðun ef miðað er t.d. við banda- rískar reglur. Þar er litið svo á að hér sé um sýndar- viðskiptí að ræða. Annað dæmi af svipuðu tagi varðar sölu á eignum rétt fyrir áramót í því skyni að færa söluhagnað. Fyr- irtæki gæti t.d. selt verðbréf undir lok árs en keypt þau aftur í byijun nýs árs. Þegar allt er skoðað hefur í raun ekkert gerst en sýndarviðskiptin leiða til þess að eigna- og eiginJjárstaða batnar og þá skiptír ekki minna máli fyrir seljandann að birt afkoma í rekstr- arreikningi batnar sem söluhagnaðinum nemur. Gjaldfærsla eða eignfærsla? Ef afkoma er ekki nógu góð en forráðamenn fyrirtækis hafa tröllatrú á framtíðarmöguleikum þess, gætí ein leið til að bæta afkomuna verið að fresta gjaldfærslu kostnað- ar. Rökin fyrir eignfærslu kostnaðar væru þau, að kostnaðurinn varði framtíðartekjur, sé nokkurs konar upphafskostnaður vegna nýrra verkefna eða framleiðsluvara sem komi á markað á næstu miss- erum. Þetta háttalag er varið með því að vísa til svonefndrar jöfnunarreglu reikningshalds en sam- kvæmt henni ber að jafna kostnaði á mótí tekjum. Samkvæmt íslenskum lögum og góðri reiknings- skilavenju er möguleiki á færslum af þessu tagi en hins vegar virðast Bandaríkjamenn hafa gefist upp fyrir misnotkuninni og krafist gjaldfærslu. Hér skal staðar numið en dæmin gætu verið miklu fleiri. Að lokum þó þetta. Semjandi reiknings- skila á auðvitað að veita allar nauðsynlegar upplýs- ingar um það hvernig þau eru samin en lesandi reikningsskila verður að átta sig á því að nokkurt svigrúm er tíl frásagnar. 33 Handbók fyrir stjórnendur og hluthafa disklingur ffylgir e i n k a '~f é I ö g 5.990 kr.| Almennt verð: Verð til félaga í klúbbnum: 4.790 kr. Bókin Einkahlutafélög - stofnun, réttindi og skyldur útskýrir lögin um einkahlutafélög á einföldu og skýru máli. Bókin er ætluð þeim sem koma að rekstri einkahlutafélaga: stjórnarmönnum, framkvæmdastjórum, hluthöfum og öðrum. ( bókinni erfjöldi uppsettra skjala og fylgja þau með á disklingi. Pöntunarsími: 535 1025 Bókaklúbbur atvinnulíffsins

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.