Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 22

Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 22
FORSÍÐUGREIN Hvað hangir á spýtunni hiá EFA? Hvað hangirá spýtunnihjá EFA? Félagið ætlarsérað náKEA (Matbæhf.) ogKaupfélagi Suðumesja (Samkaupum hf.) inn íKaupás í næstu umferð og búa til risa sem veltir umog yfir 20 milljörðum króna. Velta Baugs á síðasta ári varum 25 milljarðar króna, en inni í þeirri tölu er sala á sérvöru, eins ogfatnaði. Kaupverð Eignarhaldsfélagsins Al- þýðubankans, EFA, á öllum hluta- bréfum í Kaupási hf. nam um 3,5 milljörðum króna, samkvæmt heimild- um Frjálsrar verslunar. Sú upphæð hef- ur hins vegar hvorki fengist staðfest af forráðamönnum EFA né Kaupási hf. Nafnverð aHs hlutafjár í Kaupási hf. er um 723 milljónir og samkvæmt heim- ildum Frjálsrar verslunar var það selt á genginu í kringum 5,0. Um er að ræða kaup á rekstrinum en ekki fasteignum. Skrifað var undir kaupsamninginn sl. föstudagskvöld, 16. júní, eftír um fimm klukkustunda samningafund í höfuð- stöðvum Íslandsbanka-FBA við Kirkjusand. Það var þó gert með fyrirvara og var reiknað með því að þau yrðu endanlega í höfn um kvöldmatarleytið sl. mánudag. En svo reyndist ekki vera heldur 20 voru fyrirvararnir enn í athugun sl. þriðjudag. Þá gekk heldur ekki saman. Það var svo ekki fyrr en um miðja vik- una sem kaupin komust á hreint. End- urskoðunarstofan KPMG með Ólaf Nilsson, löggiltan endurskoðanda í far- arbroddi, veittí EFA ráðgjöf við gerð samningsins. Velta Kaupáss hf. er áætíuð um 12 til 13 milljarðar á þessu ári. Það sem hangir á spýtunni hjá EFA er að stækka Kaupás og gera hann verðmætari með því að fella mat- vöruverslun KEA, þ.e. Matbæ hf., og Kaupfélags Suðurnesja, þ.e. Samkaup hf., inn í Kaupás og ná upp yfir 20 millj- arða veltu áður en félagið verður skráð á Verðbréfaþingi íslands einhvern tíma á næsta ári. EFA hefur myndað hóp fagfjárfesta um kaupin en í honum eru nokkrir þekktír lífeyrissjóðir. EFA greiðir um 3,5 milljarða jyrir öll hlutabréfin í Kaupási og eru þetta sjöundu stærstu hlutabréfavið- skipti í íslenskri atvinnusögu. EFA ætlar sér að fella matvöruverslun KEA og Kaupfélags Suðurnesja inn í Kaupás og mynda risa með yfir 20 milljarða veltu. Fréttaskýring eftir Jón G. Hauksson. Myndin Geir Ólafsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.