Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 28

Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 28
PIZZUMARKAÐURINN Samkeppni á pizzumarkaði Samkeppnin á pizzumarkaðnum er afar hörð á höfuðborgarsvœðinu og á eftir að harðna enn frekar. Nýi pizzu- staðurinn, Little Caesar’s, ætlar að hefja starfsemi á Esso stöðvum og Pizza Hut mun hasla sér enn frekar völl á heimsendingarmarkaði í haust. Eíitir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur. Myndin Geir Ólafsson. Gunnar Gylfason hjá Little Caesar’s. „Gæðastaðlarnir skiþta gífurlegu máli fyrir neytendur. Pizzurnar verða alltaf að vera Hver kannast ekki við auglýsing- arnar með tilboðum pizzustað- anna sem reglulega detta inn um bréfalúguna og koma börnum og unglingum í uppnám? Tvær á verði einnar, pizza, brauðstangir og kók og franskar í kaupbæti, lægra verð ef kaupandinn sækir og svo framvegis. Hljómar svo ótrúlega vel að foreldrarnir neyðast oft til að láta undan og leyfa pizzukynslóðinni að taka völdin. Pizzumarkaðurinn er stöðugt að stækka og samtöl Frjálsr- ar verslunar við helstu rekstraraðil- ana leiða í ljós að bjartsýni ríkir þó að samkeppnin sé hörð og eigi eftir að harðna enn frekar þegar líður á þetta ár og á því næsta. Pizzustaðirnir hyggja flestir á landvinninga á næstu misserum og telja að nóg sé til skiptanna, slík sé eft- irspurnin. Markaðurinn er stærstur í heimsendingarþjón- ustunni og þar mun hann fara ört vaxandi á næstu árum. Skapa Sér sérstöðu Pizzufyrirtækin eru líklega um eða yfir 25 talsins og eru þá veitingastaðirnir og útsölustaðirnir ekki reiknaðir með en þeir skipta tugum. I samkeppninni hafa staðirnir náð að skapa sér sérstöðu þannig að hver þeirra hefur sinn kima. Domino’s er langstærsta fyrirtækið á höf- uðborgarsvæðinu með níu staði og fer stöðugt stækkandi. Hrói höttur er talinn næststærstur en sá staður býður upp á að borðað sé á staðnum, pizzan sótt eða send heim. Sterkir eru einnig staðir á borð við Pizza 67, fjölskylduveitingastað- inn Pizza Hut, sem býður pizzur í sal, Pizzahúsið og Pizza- höllina. Pizza 67 hefur snúið sér fremur að veitingastöð- um og landsbyggðinni og rekur í dag 20 staði víðs vegar um landið auk fimm veitinga- staða erlendis. Nýburinn á markaðn- um er Little Caesar’s sem þegar hef- ur opnað tvo veitingastaði og hefur enn fleiri staði á prjónunum á nokkrum Esso stöðvum síðar á þessu ári þangað sem viðskiptavinir geta sótt pizzurnar sínar. Fyrirtækið leggur áherslu á gæði og gott verð en sérkenni íýrirtækisins er kallað pizzapizza, þ.e. viðskiptavinurinn fær alltaf tvær pizzur þegar hann kemur og sækir. Hann gerir því góð kaup. Domino’s er eina fýrirtækið af þeim stóru sem alfarið hefur einbeitt sér að viðskiptahugmyndinni um að senda eða sækja og hefur ekki gefið viðskiptavinum kost á að setjast í sal. „Samkeppnin er gríðarleg. Ný tilboð hafa komið fram en markaður- inn er samt stöðugri en fyrir nokkrum árum. Keppinautarnir eru færri og stærri. Markaður- inn hefur verið að stækka og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.