Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Side 41

Frjáls verslun - 01.05.2000, Side 41
KONURNAR fl GÓLFINU Hvetjandi starfsmannastefna Arið 1989 þegar ég byrjaði í þess- ari atvinnugrein vorum við svo fá að konurnar voru í rauninni ekkert svo fáar hlutfallslega. Þegar ég var að byrja var ekkert gólf held- ur vorum við á skrifstofum og þá voru allir í öllu. Það var ekki fyrr en um 1994 sem viðskiptagólfið kom og sérhæfingin byrjaði og þá fannst mér eiga sér stað ákveðin þáttaskil þannig að konur vildu ekki koma inn á gólfið. Smám saman jókst þessi starfsemi og þá fannst mér konur sækja síður í miðlun en í önnur störf, til dæmis bakvinnslu eða sjóðstjórn," segir Katrín Sverrisdóttir, verðbréfamiðlari hjá Landsbanka ís- lands. Katrín byrjaði sem sumarmaður hjá Fjárfestingarfélagi ís- lands hf., síðar Fjárfestingarfélagi Skandia, og hélt þar áfram eftir útskrift úr viðskiptafræði frá Háskóla íslands. Frá 1989 hefur hún fyrst og fremst starfað við verðbréfamiðlun hjá ýmsum fyrirtækjum fyrir utan nokkur ár sem útibússtjóri fyr- ir Skandia. Um síðustu áramót fiutti hún sig aðeins um set innan Landsbankans þegar hún fór að vinna sem tengill við stærstu fyrirtækin á viðskiptagólfinu. Hlutfallið breytist „Þegar fram í sækir hugsa ég að hlutfall kynja muni breytast þannig að konum fjölgi," segir hún. - Af hverju hafa konur ekki viljað koma inn á gólfið? „Þar er ys og þys, stress og álag. Það er ekki hægt að stytta vinnutím- ann og vera í hálfsdagsstöðu. Þær vilja frekar sleppa þessu og sjálfsagt koma barneignir einnig við sögu. Ég hef verið svo lánsöm eignast börn þó að ég sé í þessu starfi. Konur hafa einfaldlega ekki sóst eftir að komast á viðskiptagólfið,“ svarar hún. „Ung- ar konur sem eru að koma úr námi núna eru eldklárar. Ef þær vilja tækifæri þá fá þær þau þannig að við verðum að vona að konum ljölgi því að þetta er mikil karlastétt. Ungt fólk í dag er svo öruggt með sjálft sig að ég er viss um að þær koma til í auknum mæli. Sumir bankar hafa líka leynt og ljóst stefnt að því að fjölga konum; haft jafnrétt- isstefnu og viljað hafa ákveðið hlutfall af konum á móti körl- um. Þannig er þetta rekið sums staðar og ég held að slík starfsmannastefna geti skipt máli.“ Katrín er giít viðskiptafræðingi og á þrjá stráka, 8 og 5 ára og svo 15 mánaða. „Við hjónin fáum heimilisaðstoð. Öðruvísi væri þetta ekki hægt. Við þessar aðstæður reynir maður að skipu- leggja tímann og vera heima þegar fd er. Ég reyni til dæmis að vinna ekki um helgar. Það væri í sjálfu sér hægt að vera í vinn- unni allar helgar en það eru ákveðin takmörk fyrir því hvað maður getur verið mikið ijarri ijölskyldu og heimili.“S!] Katrín Sverrisdóttir verdbréfamidl- ari telur að fiölgun kvenna í verð- bréfamiðlun sé að hluta til háð starfsmannastefnu ífyrirtækjunum þannig að konur séu hvattar og studdar til þess að takast á við hefð- bundin karlastörfá viðskiþtagólfinu. n É' _ fl ■ * 1 1 11 mwrn 1 —- ■ BiLlj iW’gJl L| / fi II / l1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.