Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Side 69

Frjáls verslun - 01.05.2000, Side 69
ENDURSKOÐUN iðrétt reikningsskil hagsreikningi geta verið stórlega vantaldar, enda miðast birgða- mat við fyrsta innkaupsverð (e. first-in, still-here eða fish). Við skilyrði verðbólgu sýnist afkoma fyrirtækja, sam- kvæmt hefðbundnum útreikningum, vera betri en hún er í raun og veru. Það skýrist af vantöldu kostnaðarverði seldra vara, vantöldum afskriftum og fleiri liðum, sem of langt mál væri að rekja hér. Niðurstaðan af öllu þessu er sú að verð- bólga skemmir fyrir hefðbundnum útreikningum á afkomu og vilji menn vita hver raunveruleg afkoma var við slíkar að- stæður er nauðsynlegt að leiðrétta tiltekna rekstrarliði. Hið sama gildir um efnahagsreikninginn, eigið fé í honum sýn- ist lægra en það ætti að vera. Og af þessu má draga þá álykt- un að einn meginkosturinn við að halda áfram verðleiðrétt- ingum á íslandi sé einmitt sá að þrátt fýrir að verðbólga sé lág er islenska módelið við útreikninga á afkomu- og efna- hag fýrirtækja betra en það módel sem aðrar þjóðir nota og notað yrði í staðinn. Spurningin er aðeins: Hversu há þarf verðbólgan að vera til þess að leiðréttinga sé þörf? Eins og kom fram hér að framan var verðbólgan á átt- unda og níunda áratugnum á Islandi talvert hærri en óða- verðbólgumörk Alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar sögðu til um. Enginn vafi leikur því á nauðsyn þeirra leið- réttinga sem innleiddar voru í íslensk reikningsskil á árinu 1979. Þær hefðu raunar átt að koma miklu fyrr, en það er önnur saga. Fræðimenn halda því fram að alvarlegar skekkj- ur geti verið í reikningsskilum jafnvel þótt verðbólga sé lág vegna samsöfnunaráhrifa hennar. Þau áhrif skipta auðvitað mestu máli hjá fyrirtækjum í rekstri sem í eðli sínu er til langs tíma. Mörkin sem nefnd hafa verið í þessu sambandi eru einmitt á því róli sem verðbólgan á Islandi er um þessar mundir, eða 3-4%. Meiri verðbólga en það getur haft mjög villandi áhrif á afkomumælingar, eins og fram kemur í eftir- farandi dæmi, þar sem verðbólgan er þó aðeins 10%. Stofnfé fyrirtækis var 1200 en því fé var ráðstafað til að kaupa vél fyrir 1000 og birgðir fyrir 200. Reksturinn stóð í fimm ár og hér á eftir kemur rekstrarreikningur, saminn eft- ir hefðbundnum reglum, ásamt arðgreiðslum en verðbólga var 10% á ári og hækkuðu rekstrarliðir í samræmi við það aðrir en afskriftir: Tafla 2 Ár 1 Ár2 Ár3 Ár4 Ár5 Sala ................. 1-000 1.100 1.210 1.331 1.464 Kostn.verð seldra vara........... (500) (550) (605) (666) (732) Ýmis rekstrargj............ (100) (110) (121) (133) (146) Afskriftir............ (200) (200) (200) (200) (200) Skattar............... (100) (120) (142) (166) (193) Hagnaður................ 100 120 142 166 193 Arður................. (10°) H00) (10°) (100) (100) Eftirstæður hagnaður.................. 0 20 42 66 93 Samkvæmt þessum reikningsskilum var hagnaður sam- tals 721 og samtals nam greiddur arður 500, þannig að óráð- stafaður hagnaður nam 221 í lok árs 5. Eigendur máttu sam- kvæmt þessum reikningsskilum vera í góðri trú um að reksturinn stæði undir þessum arðgreiðslum. Til samræm- is við þennan rekstur fylgir hér efnahagsreikningur fyrir- tækisins í lok hvers árs fyrir árin 5: Tafla 3 Ár 1 Ár 2 Ár 3 Ár 4 Ár 5 Handbært fé.......... 200 420 662 928 1.221 Birgðir................. 200 200 200 200 200 Vél..................... 800 600 400 200 0 1.200 1.220 1.262 1.328 1.421 Hlutafé............... 1.200 1.200 1.200 1.200 1.200 Óráðstafaður hagnaður.................. 0 20 62 128 221 1.200 Þ22Ö h262 028 142? En þessi reikningsskil eru röng. Samsafnaður hagnaður eft- ir verðleiðréttingar er ekki 721 heldur 100 (útreikningar ekki sýndir en þá geta lesendur fengið hjá greinarhöfundi). Og þá er samsafnaður greiddur arður á verðlagi í lok árs 5 samtals 610. Fyrirtækið hefur því greitt arð umfram raunverulegan hagnað sem nemur 510 og af því má ráða að framreiknað verð- mæti hlutafjár var 1931 í árslok 5 en eignir þá námu alls 1421. I þessu dæmi var verðbólgan 10% og samt eru þessi alvar- legu mistök gerð í fyrirtækinu, þ.e. arður er greiddur langt um- fram raunverulega afkomu (segja má að það sé efnislega lög- brot en er það þó ekki formlega enda farið að lögum um gerð reikningsskila). Sú arðgreiðsla er því í raun endurgreiðsla á upphaflegu fjármagni frá eigendum en ekki arður. Dæmið sýn- ir að nauðsynlegt er að leiðrétta fyrir áhrifum 10% verðbólgu jafnvel þótt um skammtímarekstur sé að ræða. Hér munar mikið um hvert prósentustig og það er mál þeirra manna sem til þekkja að skekkjur af völdum 3% verðbólgu séu ekki alvar- lega misvísandi um raunverulega afkomu. Það væri því til þess fallið að greiða fyrir aðgangi íslenskra fyrirtækja að erlendum mörkuðum að þau hætti verðleiðréttingum, enda væri þá samræmi við erlend reikningsskil aukið til mikilla muna. En snúum okkur þá að rökunum á móti verðleiðréttingum, við þær aðstæður að verðbólga sé lág, en þau eru af ýmsum toga. I fyrsta lagi eru íslensk reikningsskil ekki samanburðar- hæf við reikningsskil fyrirtækja hjá öðrum þjóðum. í annan stað má halda því fram að ekki sé fullur skilningur hjá lesend- um og ýmsum öðrum notendum reikningsskila á efni verðleið- réttra reikningsskila. Og loks má nefna að í framkvæmd hefur 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.