Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 92

Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 92
HEIMSPEKI Tískuhugtök Aratugurinn sem nú var að líða var um margt merkileg- ur. Sjaldan, ef þá nokkurn tímann, hafa nýjar áherslur í at- vinnulífinu verið eins áberandi. Þetta var áratugurinn þegar ýmis gömul sannindi um skipan at- vinnureksturs gátu orðið úrelt yfir nótt. Hraðinn á breytingunum hef- ur verið slíkur að mörgum hefúr orðið nóg um. Sumir eru reyndar á móti öllum breytingum en aðrir beina gagnrýni sinni að einstökum þáttum. Hin nýja, eða breytta, hugtakanotkun, sem óhjákvæmilega fylgir svo hröðum breytingum, er dæmi um slíkan þátt sem mætti athuga nánar. Þekking, upplýsíngar og nýsköpun Ég vil nefna þrjú hugtök sem dæmi um hvernig nýbreytni í viðskiptalífinu hefur kallað fram nýjar áherslur í orðaforða þeirra sem hæst hafa um slíkar breytingar. Þetta eru hugtökin „þekking", „upplýsingar" og „ný- sköpun". Eftir því sem leið á síðasta áratug urðu þessi gamal- grónu hugtök slík tískuhugtök að varla virtist vera hægt að reka fyrirtæki, stofhun eða þjóðfélag án þess að þau fyrirbæri sem þessi hugtök tákna væru höfð í hávegum. I sjálfu sér ætla ég ekki að mæla gegn því. Það sem ég saknaði hins vegar sár- lega var einhvers konar heildstæð umíjöllun um hvers konar fyrirbæri þetta væru og þar með hvort menn ættu alltaf við sama hlutinn. Til dæmis fannst mér menn oft fara ákaflega frjálslega með muninn á þekkingu og upplýsingum og í mörg- um tilvikum rugla þessum tveimur skyldu, en þó gjörólíku, hugtökum saman. Við skulum því byija á að líta nánar á hvers þarf að gæta við beitingu þeirra. Upplýsingatljóðfélög Tengslin milli góðs upplýsingaflæðis og þekkingar eru augljós. Svo augljós eru þau að nú við aldamótin hafa jafnvel skammsýnustu menn slegist í hóp með kórnum sem kyrjar að best stöddu þjóðfélögin séu „þekkingarjfióðfélög þar sem upplýsingar séu mikilvægasta auðlindin“ eða „upplýs- ingaþjóðfélög þar sem þekking sé mikilvægasta auðlindin“. Ég hef þó sem betur fer ekki orðið var við annað en að flestir skyn- samir menn haldi sig við síðari útgáfuna og viðurkenni að þekk- ing sé mikilvægari auðlind en upplýsingar. Menn ræða til dæm- is hvernig hægt sé að meta þessa auðlind út frá þeim takmörk- uðu tækjum sem bókfærsla samtímans ræður yfir. Út í það efni verður að sjálfsögðu ekki farið hér. En þrátt fyrir að menn viðurkenni almennt þá auðlind sem þekking er þá rekst maður ennþá á rugl þar sem allir keppast við að koma sér sem best fyrir á svo- nefndri „upplýsingahraðbraut". Þar gera menn sér oft ekki grein fyrir þeim grundvallarmun sem er á milli upplýsinga, eða gagna, og þekkingar. Sem dæmi má nefha að svonefnd „gagnahögun" (sama hversu öflug, skýr og skipulögð hún er) getur aldrei gert þér kleift að afla þekkingar. Það „safnar" enginn þekkingu með góðri gagnahögun eins og því miður er oft gefið í skyn í ræðu og riti þeirra sem um þessi mál fjalla. Upplýsingar og þekking; óiik tyrirbæri Upplýsingar og þekk- ing eru í grundvallaratriðum ólík fyrirbæri. I fyrsta lagi þarf þekking alltaf að vera rétt til þess að geta talist þekking. Annars tölum við um vanþekkingu sem er gjörólíkur hlutur. Upplýsing- ar geta hins vegar hvort heldur verið réttar eða rangar. Rangar upplýsingar hætta ekki að vera upplýsingar. Það vill bara svo til að þær eru rangar. Þekking er með öðrum orðum verðmæti, en upplýsingar eru einskis virði. Ef hins vegar upplýsingar eiga að geta nýst verður að meta þær af þekkingu, aðeins þannig geta þær stuðlað að meiri þekkingu. Gildið liggur eftir sem áður þekkingarmegin, ef svo má að orði komast. Ný þekking felur í sér meiri verðmæti. Eðlileg spurning get- ur því verið hvort upplýsingar séu ekki gildishlaðnar í þeim skilningi að þær séu nauðsynlegar fyrir vöxt þekkingar. Ef svar- ið er neikvætt verður þó nauðsynlega að viðurkennast að án stöðugs, eða aukins, upplýsingaflæðis þróast þekking hægar, að svo miklu leyti sem hún þróastyfirleitt. Það skilar sérað sjálf- sögðu í minni verðmætum. Jákvætt svar krefst hins vegar ávallt þeirrar forsendu að næg þekking sé til staðar svo hægt sé að vinna úr upplýsingunum. Einnig verður að taka mið af þvi að þekking byggist raunar ekki einungis á áreiðanlegum upplýs- ingum; kolvitlausar upplýsingar geta einnig fært okkur þekk- ingu - ef nægjanleg þekking er til staðar fyrir. Nú kann einhver að spyrja hver sé tilgangurinn með þessari greiningu. Ég held að hún skipti máli. Spurningin, sem núna er efst á baugi, er ekki á hvaða akrein upplýsingahraðbrautarinn- ar menn eigi að koma sér fyrir. Þjóðfélag, sem hugsar um það eitt að útbúa tilvonandi þátttakendur í atvinnulífinu með sem öfl- ugust tæki á þeirri hraðbraut, verður ekki það farsælasta í fram- tíðinni. Ég er þess fullviss að upplýsingar fela hvorki réttnefhda þekkingu í sér né tryggja þær aukna þekkingu. Þekking kemur Þekking, upplýsingar og nýsköpun eru oröin slík tískuhugtök aö ekki viröist hœgt aö rekafyrirtæki án peirra. „Vita i raun allir hvaö pessi hugtök tákna?“spyr Henry Alexander Henrysson heimspekingur í pessari athyglisveröu grein. Eftir Henry Alexander Henrysson heimspeking. Mynd: Geir Ólafsson „Nú við aldamótin hafa jafnvel skammsýnustu menn slegist í hóp með kórnum sem kyrjar að best stöddu þjóðfélögin séu „þekkingarþjóðfélög þar sem upplýsingar sáu mikilvægasta auðlindin" eða „upplýsinga- þjóðfélög þar sem þekking sé mikilvægasta auðlindin“.“ 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.