Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Síða 93

Frjáls verslun - 01.05.2000, Síða 93
HEIMSPEKI ekki til með einhveijum búnaði eða patentlausn sem skal tryggja sem mestar upplýsingar og sem besta tilhögun þeirra. Þekking getur aðeins búið í einstaklingi sem metur hana sem skynsamlegustu afstöðu sína miðað við ákveðinn tíma. Tilvon- andi þátttakendur í atvinnulífi eru því betur settír ef þeim er tryggð menntun sem gerir þeim kleift að taka afstöðu í þeirri sí- bylju sem upplýsingatækni 21. aldarinnar mun bjóða upp á. Nýsköpun Hugtakið „nýsköpun" hefur aldrei verið eins áber- andi og á þessum áratug sem nú var að líða. Dæmi um slíkt eru þeir tveir nýsköpunarsjóðir sem settir voru á fót, þ.e. Nýsköp- unarsjóður námsmanna og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Ekkert hugtak hefur verið eins mikið notað upp á síðkastið þeg- ar hefur komið að því að styrkja hugvit eða dásama mannauð. Frá hvorugum sjóðnum hef ég þó rekist á heildstæða um- flöllun um það hvað „nýsköpun" sé í raun og veru. Það er að segja, hvað þeir eru að styrkja. Ég hef heldur ekki rekist á út- skýringu frá fyrirtækjum sem stæra sig af nýsköpun, hvað sé svona frábært við hana. Nýsköpunarhugtakið má skilja á marga vegu eins og öll góð hugtök. Samhengið sem það er notað í verður hins vegar að vera á hreinu. Svo sýnist mér ekki vera í öllu því umtali um nýsköpun sem verið hefur áberandi. Nýskopun eða uppfinniny? Sjóður, sem vill kenna sig við ákveðið fýrirbæri, vill láta taka sig alvarlega og er þar að auki styrktur að einhverju leyti af opinberu fé, hlýtur að hafa ákveðn- um skyldum að gegna sem tryggja að hann sinni hlutverki sínu. I því tílviki sem hér um ræðir skal nýsköpunarsjóður væntan- lega kreijast þess að styrkhæft verkefni muni að lokum enda í „nýju sköpunarverki", þ.e. frumlegri sköpun sem hafi sjálfstætt gildi til að bera. Ég vil hins vegar ganga svo langt að segja að eitt- hvað sé bogið við hugmyndina um að styrkja ólokin verkefni á þeim grundvelli að þar sé um nýsköpun að ræða. Ef nýsköpun verkefnis er það sem gerir það fyrst og fremst frambærilegt til þess að hljóta styrk, eins og nafn sjóðanna gefur tíl kynna, þá hljótum við að skilja hug- takið svo þröngt að það feli í sér frumleika í vinnubrögðum, efriisvali og í raun öllum þeim þáttum sem gera ákveðið verkefni að sjálf- stæðu verkefni. Við erum þá í raun og veru að tala um það sem hingað til hefur verið kallað „uppfinningar". Nú tel ég að það verði að setja fyrirvara á allt tal um að frumleiki verks getí leg- ið í hugmyndinni að þvi. Ég held að frumleg hugmynd sé ein- ungis frumleg huginynd. Að sá frumleiki skili sér alltaf í útkom- unni er með öllu óvíst. Frumleiki sköpunarverks getur aldrei komið fram fyrr en að því loknu. I besta falli eftír að verkið er komið vel á veg. I raun og veru held ég að í dæminu um þá tvo áberandi ný- sköpunarsjóði, sem komu fram á síðasta áratug, sé aðeins um að ræða það gamla bragð að grípa tíl ferskra hugtaka, sem hafa jákvætt yfirbragð við fyrstu sýn, tíl þess að styrkja gamla hug- mynd um rannsókna- og þróunarsjóði. Hvað almenn fyrirtæki varðar finnst mér stundum verið að taka nýsköpunarhugtakið fram yfir það sem alltaf hefur verið kallað að vinna vinnuna sína. Eru orð mín smámunasemi? Nú veit ég að mörgum kann að finnast þessi orð mín dæmi um verstu tegund smámunasemi. Ég tel svo ekki vera - ég held satt best að segja að þetta skiptí máli. Við byggjum heimsmynd okkar meðal annars, og kannski fyrst og fremst, á þeim hugtökum sem mest eru í umræðunni á hverjum tima. Hér að ofan hef ég nefnt þrjú slík hugtök. Ovar- kár notkun þessara hugtaka getur haft víðtækar afleiðingar. Til dæmis held ég að hrifningin af nýsköpunarhugtakinu getí staðið eðlilegu rannsókna- og þróunarstarfi í landinu fyrir þrifum. Sjóðir sem styrkja slíka starfsemi eiga ekki að byggjast á óraunhæfum markmiðum, eins og þeim að dæma frumleika verkefnis út frá hugmyndunum sem koma fram á umsóknar- eyðublaði eða jafnvel í samræðum. Einnig getur óvarkár að- greining milli upplýsinga og þekkingar haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér fyrir skólakerfið ef menn kynnu að gleyma þeirri forgangsröðun sem á að vera milli þess að geta aflað upp- lýsinga og að öðlast þekkingu. Þegar hraðinn verður Of mikill Nú er ég kannski ekki endi- lega að tala um að þær afleiðingar komi fram strax í dag. Og líklega geri ég of mikið úr svo óvarkárri aðgreiningu sem hún nú er. Það sem getur hins vegar gerst er að illa ígrunduð hug- takanotkun í opinberri umræðu skaði út frá sér tíl lengri tíma litið. Ef menn láta sig einfaldlega berast með þeim hröðu breyt- ingum sem við verðum vitni að á hveijum degi er hætt við að menn missi fótanna þegar hraðinn er orðinn of mikill. Það er á þeim forsendum sem ég hef sett þessar hugleiðingar á blað. Þetta á fyrst og fremst að vera hugvekja fyrir þá sem hafa mest að segja um þær breytingar sem eiga sér stað á hverjum degi í atvinnu- og þjóðlífinu. Það að tíleinka sér nýja hlutí og hugsunarhátt er virðingarverð viðleitni. Varkárni og gagnrýnin hugsun þarf að ekki að draga þar úr.SH Greinarhöfundur, Henry Alexa?ider Henrysson, er rnaster í heimspeki ogstmidar nú doktorsnám í heim- sþeki við háskólann í Reading í Englandi. FV-mynd: Geir Olafsson. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.