Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 57

Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 57
VIÐTflL Kaupréttur á hlutabráfum „Kaupráttur á hlutabréfum er mikilvægur hluti þeirrar umbunar sem fyrirtækin bjóða upp á. Launin fara í daglegan rekstur, húsnæðis- og bílakaup, en ef vel gengur er það kauprétturinn sem skilar arði og sparnaði." ekki allt of langan tíma að komast yfir tungumálahjallann." Ögrunin fólst einkum í að Steinunn kaus sér stjórnmálafræði sem annað aðalfag og lauk prófi í „International business and politics". „Eg vissi frá upphafi að ég ætlaði í MBA-nám og vildi því ekki einskorða mig við viðskiptafögin,“ segir Steinunn um þetta val. „Mér fannst gott að hafa eitthvert sambland, enda hef ég alltaf haft áhuga á stjórnmálum, sem auðvitað hafa heilmikil áhrif á viðskiptalífið." Stjórnmálunum kynntist hún síðan ögn af eigin reynslu það eina og hálfa árið sem hún var heima á milli þess að hún lauk prófi frá University of South Carolina og fór síðan aftur út í MBA nám. Að það blundi í henni stjórnmálamaður þvertekur Stein- unn ekki alveg fyrir en bætir hlæjandi við að hún stoppi svo stutt á hverjum stað að henni gefist lítill tími til að blanda sér í samfélagið. „En ef ég hefði lengri viðdvöl gæti ég ekki ann- að en verið virk í því samfélagi sem ég bý í því mér finnst það skipta miklu máli,“ bælir hún við hugsi. Kynnin af íslenskri pólitík fannst henni bæði skemmtileg og mjög lærdómsrík. Að festast ekki i viðjum vanans Það reynist mörgum erfitt að koma heim úr námi og drífa sig svo aftur út. Akveðin lil- hneiging er til að festast í viðjum vanans þegar farið er að vinna fyrir föstum tekjum. En Steinunn hafði það fastlega í huga að slíkt ætti ekki að henda hana. Hún gerði samning við nokkra félaga um að þau mundu sparka hvort öðru út í nám innan tveggja ára, en hvernig sem á því stóð var Steinunn sú eina sem dreif sig út eftir að hafa unnið í Islandsbanka og VÍB. „Nei, það var ekkert erfitt að drífa sig út í MBA nám,“ segir hún og bætir við að hún hafi tekið það skýrt fram við ráðningu að hún væri á leiðinni út aftur. I þetta sinn varð fyrir valinu skóli, sem ár eflir ár hefur verið valinn besti skólinn í alþjóðaviðskipt- um, Thunderbird, eða Tlie American Graduate School of International Management í Arizona. Skólinn var stofnaður fyr- ir um fimmtíu árum og er til húsa í gamalli flugstöð, sem Stein- unn segir að gefi skólanum sérstakan sjarma. Kaffihúsið er í flugturninum og flugskýlið er samkomusalur skólans. Kostir skólans eru jafnvægi bandarískra og erlendra nem- enda og að hlutfall karla og kvenna er jafnara en víðast ann- ars staðar í sambærilegum skólum. Og ekki síst var það sveigjanleiki skólans sem enn og aftur var lykilhugtakið fyrir Steinunni. „Það var hægt að byrja jafnt að hausti sem vori. Skólinn bauð upp á að dvalið væri um tíma í Kína, Mexíkó eða Frakklandi og það var hægt að ljúka honum á 1-2 árum eftir því hvort maður vildi vinna með eða ekki.“ Steinunn nýtti sér þessa möguleika með því að taka eina önn í Frakklandi og vinna síðan eina önn í höfuðstöðvum þýska flugfélagsins Lufthansa í Frankfurt, en til Frankfurt átti leiðin síðan eftir að liggja aftur. Ofan á námið var þetta hvort fveggja ómetanleg reynsla, segir hún. MBA eða ekki MBA? MBA eða ekki MBA er spurning, sem margir viðskiptafræðinemar velta fyrir sér, en Steinunn er ekki í vafa um sitt svar. „MBA virðist skipta meira máli er- lendis en á íslandi," svarar hún að bragði. „Kröfurnar eru alltaf að aukast og ég vildi ekki lenda í þeirri stöðu að sækja um starf, sem ég teldi mig hafa reynslu og hæfni til, og þurfa svo að horfa upp á einhvern með MBA og enga reynslu vera tekinn fram yfir mig. Eg var því alltaf ákveðin í að fara í MBA og finnst það hafi opnað mér mörg góð tækifæri." Tækifærin liggja ekki síst í því að bestu skólarnir hafa góð tengsl við atvinnulífið. Þegar kemur að lok- um MBA-námsins er hver nemandi með allt á milli 1-30 atvinnutilboð. Steinunn er á því að landar hennar átti sig á gildi MBA- náms, en nýti sér ekki alltaf þá möguleika sem það opni. „Tilhneigingin hefur verið að fara strax heim eftir nám, þótt ég haldi reyndar að þetta sé að breytast," segir hún. „Nú eru menn farnir að átta sig á gildi þess að vinna áfram erlendis í 1-2 ár eítir að námi lýkur. Sjálfri fannst mér ekki annað koma lil greina en að nota tækifærið og vinna áfram í Bandaríkjunum eftir að hafa lokið námi við bandarískan háskóla," og bætir við að reynslan sem því fylgi sé gífurleg. „Fyrsta árið mitt hjá Enron var á við þrjár MBA- gráður. En auðvitað er erfitt að vera áfram úti, því allir sakna Islands, Jjölskyldu og vina.“ Listin að velja rétta braut eftir nám Sá á kvölina sem á völ- ina og það getur gilt um námsmenn með nýbakaða MBA- gráðu í handraðanum. Mörg tilboð gera kvölina ekki minni og Steinunn stóð einnig frammi fyrir vandasömu vali. Eins og aðrir „Þrumufuglar" fór hún í nokkur viðtöl, en eftir að hafa fengið tilboð frá Enron fannst henni allt blikna í samanburði endalausa Ekki skapa sér sérstöðu sem kvenmaður „Það er mikilvægt að skapa sér ekki sérstöðu sem kvenmaður heldur vera ein at hópnum. Það eru ekki aðeins viðhorf annarra í þinn garð sem skipta máli, heldur einnig þín eigin viðhorf.“ 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.