Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.09.2000, Qupperneq 58
Steinunn fyrir utan kauphöllina í Frankjurt. við það. „Og það var sannarlega ekki af því það var orkufyrir- tæki í Houston," segir hún hlæjandi og bætir við að auðvitað hafi hún stefnt á New York eða San Francisco eins og allir. Enron veltir árlega fjörtíu milljörðum Bandaríkjadala, eignir þess eru metnar á rúmlega þrjátlu milljarða dala, starfsmenn þess eru um tuttugu þúsund og það hefur hvað eftir annað verið kosið vænsta fyrirtækið á sviði nýjunga. Steinunn segir einnig að komið sé mjög vel fram við starfs- fólkið. „Það felst meðal annars í góðum launum," áréttar hún. Launin eru árangurstengd og kaupréttur á hlutabréfum fyrir- tækisins („options") er í boði. Þar við bætist að flest banda- rísk fyrirtæki bjóða upp á tveggja vikna frí á ári, sem ekki þyk- ir mikið á evrópskan mælikvarða, en Enron býður þrjár vikur. „Sem Evrópubúa fínnst mér tveggja vikna frí nánast eins og refsing," segir hún með glettnisbros á vör. „Það eru einnig ótrúlegir atvinnumöguleikar innan Enron á sviði fjármála og stjórnunar," bætir hún við „og andstætt því sem halda mætti um stórfyrirtæki þá er þetta frumkvöðlaumhverfi, þar sem stöðugt er verið að stofna ný fyrirtæki innan Enron.“ MÖgulBÍkar á frama Það er greinilega ánægður starfsmað- ur sem talar þegar Steinunn er annars vegar. Hún er lýsandi dæmi um að ánægður starfsmaður sé besta auglýsingin og það skilar sér væntanlega nú þegar hún stendur sjálf í því að ráða starfsfólk. „Auðvitað segja allir í ráðningarviðtölum að þeir tali fyrir hönd besta fýrirtækins, en það er einfaldlega ekki alltaf trúverðugt. Annað, sem skipti mig máli þegar ég valdi Enron, var að ég var sannfærð um að í þessu umhverfi ætti ég eftir að ná framgangi." Hlutirnir hafa líka gerst hratt í lífi Steinunnar undanfarin ár. Hún hefur gegnt tveimur stöðum í tveimur heimsálfum á vegum Enron og er nú á leiðinni yfir hafið í þriðja sinn. Fyrst starfaði hún við nýstofnað vatnsveitufyrirtæki Enron, Azurix í Houston, sem gerði tilboð í alþjóða vatnsveituverkefni og á vegum þess starfaði hún að verkefnum í Berlín, Marokkó og í Argentínu. En Azurix gekk ekki nógu vel að hasla sér völl á alþjóðamarkaði og í lok liðins árs kaus Steinunn að starfa hjá Enron í Evrópu. Það varð úr að hún tók tilboði Enron Energy Services, EES, dótturfýrirtækis Enron, í Frankfurt. Enron Energy Services hefur gengið mjög vel í Bandaríkjunum og er nú að hefja um- svif í Evrópu, en Steinunn vann ásamt fjórum samstarfsmönn- um við uppbyggingu EES í þýskumælandi löndum. EES sér- hæfir sig í fjárfestingum og rekstri orkutengdra eigna stórra fyrirtækja og verksmiðja. Fyrirtæki, sem árlega eyðir milljón- um í orkukostnað, getur séð sér hag í að fá sérhæfða aðila eins og EES til að sjá um þá hlið rekstursins. „Eg var verkefnastjóri hjá Enron Energy Services og vann með fólki frá mismunandi deildum Enron. Starfið var mjög fjöl- breytt og fólst meðal annars í finna markhóp fyrirtækja og kynna þjónustu EES fyrir honum, þetta krafðist auðvitað mikilla ferðalaga. Einnig greindi ég upplýsingar tengdar vænlanlegum fjárfestingum og bjó til fjármálamódel sem sýndu fram á hvort verkefnin væru hagkvæm fýrir Enron eða ekki,“ segir Steinunn. Nú liggur leiðin hins vegar aftur til Houston, þar sem Steinunn hefur tekið tilboði um starf innan Enron Cor- poration, sem er móðurfyrirtæki Enron. Þar mun hún starfa í deild sem metur allar stærri fjárfestingar fyrirtækisins. „Starfið felst meðal annars í greiningu og áhættustýringu og verður örugglega ómetanleg reynsla," segir Steinunn. „Deild- in metur yfir tvö þúsund verkefni á ári og þetta er síðasti hjall- inn áður en stjórnin samþykkir eða hafnar væntanlegum fjár- festingum." Svigrúm fyrír frumkvöðla Steinunn hefur gert samning um að vera ekki lengi í þessu starfi og álítur það fullkomlega eðli- legan hlut. „Það er kannski einhver undrandi að heyra um þessi öru skipti, en það má líta á þetta sem virkt ráðningar- ferli. Fyrirtækið leggur áherslu á víðtæka reynslu þannig að það getur borgað sig fyrir bæði mig og fyrirtækið að ég sé ekki of lengi við sömu störf. í þessu umhverfi er nauðsynlegt að vilja breyta til og vera tilbúinn til þess með stuttum fyrir- vara,“ útskýrir hún og bætir við að hún hafi augun á ákveðn- um sviðum í framtíðinni. „Eftir reynsluna á sviði áhættustýringar vil ég aftur í eldlín- una,“ segir Steinunn og stefnir að starfi við breiðbands- og netviðskipti sem eru ný svið innan Enron. „Enron er með stærstu netviðskiptasíðu í heimi og rétt eins og fyrirtækið miðlar nú olíu og gasi er það á hraðri leið í uppbyggingu breiðbandsmiðlunar." I hugum margra er stórfyrirtæki óhjákvæmilega þungt í vöf- um og frumkvöðlahugsunarhátturinn víðs fjarri, en Steinunn segir að þetta gildi ekki um Enron. „Enron skiptist niður í mörg dótturfyrirtæki, sem hvert um sig verður að sýna fram á góða aíkomu. Það starfsfólk innan Enron, sem er snöggt að grípa ný tækifæri og sanna arðsemi þeirra fyrir stjórninni, fær fullan stuðning til að stofna nýja deild sem oft þróast yfir í nýtt dóttur- fyrirtæki. Það er því hægt að vera írumkvöðull innan Enron.“ MBA-laun á Við íslensk forstjóralaun Þegar nýbakaðir MBA- stúdentar koma frá prófborðinu bíður þeirra ekki aðeins að 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.