Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Síða 62

Frjáls verslun - 01.09.2000, Síða 62
Uþpsþretta hagnaðar. Um 83% afhagnaði Landssímans komu úr far- símakerfinu á jyrri hluta ársins, eða um 549 milljónir eftir skatta. Frjáls verslun áœtlar markaðsverð íslensku síma- fyrirtœkjanna fimm í kringum 69 milljarða um þessar mundir. Verð á erlendum símajyrirtækjum hefur hins vegar lækkað hratt á árinu. Eftir Jón G. Hauksson Myndir Geir Ölafsson Markaðsverð íslensku símafyrirtækjanna er líklegast í kringum 69 milljarðar um þessar mundir. Þetta er fremur gróft mat Frjálsrar verslunar og byggir á talsverðri óvissu þar sem engin viðskipti hafa verið með bréf í tveimur stærstu símafyrirtækjunum, Landssímanum og Tali. Hvorki símafyrir- tæki né önnur fyrirtæki eru meira virði en það sem ijárfestar vilja greiða fyrir þau. Þetta eru einföld sannindi - en öflug - og stand- ast allar kúnstir útreikninga og pælinga okkar um verðmæti fyr- irtækjanna. Við metum Landssímann á 50 milljarða, Tal á 10 milljarða, Is- landssíma á 6 milljarða, Halló-Frjáls ljarskipti á 1,5 milljarða og Títan á 1,3 milljarða. Samtals er þetta um 69 milljarðar. Eflaust væri hægt að reikna sig hærra upp og sömuleiðis að rökstyðja að Landssíminn væri 60 milljarða virði. Gamla og nýja hagkerfið Nýja og gamla hagkerfið mætast í öllu sínu veldi við verðmat á símafyrirtækjunum. Nýja hagkerfið byggir á byltingarkenndum spám um aukna símanotkun á næstu árum og að síminn, tölvan og Netið renni saman í eitt tæki sem verði allt í senn; sími, sjónvarp, útvarp, geislaspilari, tölva, greiðslukort, banki, vídeóleiga og svo mætti áfram telja. Hvers virði Með öðrum orðum; að sími og ijarskipti verði möndull alls dag- legs lífs fólks og fyrirtækja. Hvort tveggja í senn: Nystemi og skemmtun. Þess vegna veðja ijárfestar núna á síma- og fjat'- skiptafyrirtæki. Fyrstir koma, fyrstir fá. Flestir gera ráð fyrir að uppspretta hagnaðar á næstu árum verði fyrst og fremst úr far- símakerfinu, þráðlausum ijarskiptum. Þetta er framtíðarsýnin og hún þýðir að hátt verð á nýstofn- uðum símafyrirtækjum, sem eru tiltölulega skammt á veg kom- in í rekstri, byggir ekki á hefðbundnum lykiltölum úr rekstrar- og efnahagsreikningi heldur á væntingum um miklar tekjur í framtíðinni af rekstri, sérstaklega þráðlausum ijarskiptum, eða samruna við önnur símafyrirtæki. Það skekkir líka myndina um verðútreikninga á símaiýrir- tækjunum að mikil óvissa ríkir um það hvort stjórnvöld á íslandi fari í útboð á símarásum - en það er sama umræðan og um kvóta- kerfið - en við það drægi úr hagnaði símaiýrirtækjanna, hluthaf- ar fengju minna í vasann og verðmæti fyrirtækjanna minnkuðu. Sterk Staða Landssimans Símamarkaðurinn á íslandi einkennist af mjög sterkri stöðu Landssímans, risans á markaðnum. Hann er með flesta viðskiptavinina. Landssíminn er risinn sem spannar allt sviðið á síma- og Ij arski ptam arkaðn u m. Fastlínukerfið er nánast Landssímans og á markaði farsíma hefúr hann sömuleiðis yfir- burði. Hjá honum er 130 þúsund GSM-notendur og 26 þúsund NMT-notendur. Hann er líka mjög öflugur í netviðskiptum. Tal á 10 milljarða Tal hefur efdr tvö og hálft ár á markaðnum náð að byggja upp sterkan hóp viðskiptavina og er núna með 52 þúsund farsímanotendur - sem og netþjónustu, en Islandia Inter- net rann inn í fyrirtækið. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á að ná til ungs fólks í auglýsingum og með tilboðum. Viðskiptavinir Tals munu þó vera á öllum aldri. Afkoma Tals á þessu ári mun verða réttum megin við strikið en fyrirtækið hef- ur lagt út í mjög ijárfreka uppbyggingu farsímakerfis síns. Vart er hægt að segja að Tal hafi tekið viðskiptavini af Landssímanum á þessum tima heldur hafi Tal stækkað farsímamarkaðinn. í árs- byijun 1999 voru 77 þúsund GSM-notendur á íslandi. Núna eru þeir 182 þúsund hjá Landssímanum og Tali, auk 26 þúsund NMT-notenda Landssímans. Úr þessu hlýtur markaðurinn að fara að mettast. Erfitt er að átta sig á markaðsverðmæti Tals þar sem engin viðskipti hafa átt sér stað með bréf í fyrirtækinu. Eigendur Tals eru íýrst og fremst tveir. Western Wireless 57,7% og Norðurljós 41%. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður eiga svo afganginn, 1,3%. Hver farsímanotandi á 150 jlúsund. Erlendis er mjög misjafiit hvað hver farsímanotandi er metinn á. Hægt væri að nefna tölur frá 130 þúsund krónum upp í á þriðja hundrað þúsund. Við tök- um töluna 150 þúsund krónur og það gefur verðmæti farsíma- þjónustu Tals upp á um 8 milljarða. Við bætist netþjónusta Is- landia Internets sem við metum á 2 milljarða. Samtals er mark- aðsverð Tals því um 10 milljarðar. I stuttu máli lítur farsímamarkaðurinn þannig út á íslandi núna að Landssíminn ogTal hafa náð sér í góða stöðu þannig að 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.