Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 3
;ta lióði heimsins Það var eitt sinn borg á bökkum Efrats sem Shurrupak var nefnd. Hún var forn og margir voru guðirnir í þeirri borg. Þeir ólu með sér þá hugmynd í margslungnum hugarheimi sínum að skapa Flóðið mikla. Þarna var Anú, veiklundaður og aldurhniginn faðir þeirra og haukurinn Enlil ráðgjafi hans. Ishtar sem alltaf krafðist nýrra leikja og allir hinir. Ea sem setið hafði með þeim á rökstólum óttaðist hina ofsafengnu vinda sem fylltu loftið. Hann kom að húsi mínu og sagði mér frá orðum þeirra og ráðagjörðum. Hann sagði við mig. Rífðu niður hús þitt og byggðu þér skip. Yfirgefðu eigur þínar og verkin sem þér finnast svo fögur ojg þig langar til að eiga. I stað þeirra skaitu bjarga þínu eigin lífi. Þú skalt flytja um borð í skipið tvennt af öllum skepnum sem lifa á jörðinni. Það þyrmdi yfir mig. Ég varð ringlaður og að lokum hryggur. Ég ákvað að gera það sem Ea bað mig um. En ég mótmælti því. Hvað á ég að segja við borgina?, við fólkið? við foringjana? Segðu þeim, sagði Ea, að þú hafír heyrt að Enlil stríðsguðinn fyrirlíti ykkur og vilji ekki leyfa ykkur að byggja þessa borg lengur. Segðu þeim að Ea muni af þessum sökum opna flóðgáttir himinsins. Það er þannig sem guðir hugsa, sagði Utnapishtím og hló. Kaldhæðnin í rödd hans fyllti Gilgamesh ótta en hann naut hennar jafnframt þar sem þeir voru vinir. Þeir þekkja ekkert nema samkeppni og eftirlíkingar. En ekki ferst mér sjálfum að segja margt. Hann andvarpaði eins og hann væri ósáttur við sjálfan sig. Ég gerði það sem guðinn skipaði mér að gera. Ég talaði við fólkið í borginni. Sumir komu og hjálpuðu mér við að smíða Örkina. Hún var traustlega byggð, eins og teningur í laginu. Sjö hæða há og á hverri hæð voru níu salir. I Örkina bar ég mat og vín og dýrmæta málma og tvennt af öllum lifandi dýrum. Að lokum fór þjölskylda mín um borð og allt það fólk sem vildi koma með okkur. Þangað fór veiðibráð og geitur sléttunnar. Iðnaðarmenn úr borginni og siglingafræðingur. Þá skipaði Ea mér að loka dyrunum. Tími hins mikla úrfellis var kominn. | Já, vinur minn. iÞað vantaði ekki að ég væri varaður við. En samt var þetta skelfílegt. Vindarnir feyktu húsunum burt eins og þau væru sprek á eyðisandi. Fólkið hélt dauðahaldi í greinar trjánna . þar til þau voru rifín upp með rótum. Nýjar byggingar flutu eins og brak á vatninu með þessum sérstaka dauða tómleika. Vatnið flæddi yfír fljótsbakkana. Jafnvel guðirnir fóru í felur eins og hundar vegna þess sem þeir höfðu gert. íshtar hágrét eins og kona í fæðingarhríðum og hrópaði. Hvernig í ósköpunum gat ég gert þetta, mínu eigin fólki? Hún átti fólkið, taktu eftir því, hún var eigingjörn, jafnvel í sorg sinni. Þetta var hennar afsprengi sem hún hafði drepið of snemma. Það er skelfilegt að horfa á gamla guði þegar þeir gráta. Þeir verða skáldaðir eins og rotinn fískur. Maður efast um að þeir skilji það nokkurn tímann að þeir hafa sjálfír skapað sorg sína. Þegar sjöundi dagurinn kom sjatnaði þetta grimmdarlega flóð. Það var einna líkast því að hár væri greitt hægt frá hijáðu andliti. Ég horfði á jörðina og þar ríkti dauðaþögn. Lík manna lágu eins og dauðir fiskar f leirnum. Ég féll niður á þilfar Arkarinnar og grét. Hvers vegna? Hvers vegna þurftu þau að dejja? Það gat ég ekki skilið. Ég spurði spurninga sem ekki er hægt að svara. Þær voru eins og spurningar sem barn spyr þegar það sér foreldra sína deyja til einskis. Þegar ég hafði legið þarna langa stund, vaknaði í bijósti mínu trú eða von um að einhver blessunarrík hönd gæti tínt þessi brot saman og gefið þeim líf á ný. En mín hönd var of smá til að tína þau saman. Frá þeirri stund er ég horfði yfír haf dauðans hef ég þekkt þessa tilfinningu. Hið smáa sem er hið innra með mér, sem er ég sjálfur í leit að æðri handleiðslu. Já, já, dúfan, svalan og hrafninn fundu sitt land og fólkið yfírgaf Örkina. Sjálfur var ég lengi í Örkinni. Eg gat ekki horfst í augu við dauðann sem ég vissi að var þarna úti. Loks kom Enlil til mín því að Ea hafði útvalið mig. Stríðsguðinn snart enni mitt. Hann blessaði fjölskyldu mína og sagði: Áður varst þú aðeins maður en nú verður þú og kona þín guðum lík. Þú skalt reisa þér bústað í fíaríægð við ósa fljótsins. Ég leyfði honum að fara með mig langt í burtu frá öllu sem ég hafði séð. Jafnvel ástfangnir menn þrá stundum að hverfa úr mannheimi. Aðeins einsemd hins eina, sem aldrei hegðar sér eins og guðir, er þolandi. Ég er fullur trega vegna alls þess sem ég hef séð. Ekki vegna hins sem ég hef ennþá von um. Eftirmáli þýðanda Þetta er litið brot Or óumdeilanlega elsta skráða Ijóði veraldar. Það hefur fundist viða um heim á fornum leirtöflum úr ýmsum tungumálum. Elstu gerðir Ijóðsins eru á babýlónsku og sú- mersku. Hin síöarnefnda er talin vera frá 3. árþúsundinu f.Kr. og því um 1.500 árum eldri en Hómerskviður. Þetta Ijóð sýnist hafa verið alþekkt um allan hinn gamla heim, en týndist eftir að Gamlatestamentið og Hómerskviður urðu heimsbókmenntir. Það fannst ekki aftur fyrr en á 19. öld. Það varð uþþi fótur og fit meðal breskra menntamanna þegar sá kafli Ijóösins sem hér birtist, var fyrst lesinn í British Muse- um. Menn þóttust sjá hér hina elztu gerð af frásögninni um flóð- ið sem allir þekkja Or Gamlatestamentinu. Þetta Ijóð er i heild um 100 blaðsíður og er það væntanlegt óstytt í bók á næsta ári. GUNNAR DAL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.