Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 19
ÁSTFANGIN skessa og mennskur maður. Eftir Katrínu Björgvinsdóttur, 9 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. Stórkonur fyrri alda íslenskum þjóðsögum er fjallað um baráttu mannsins við óblíð náttúruöfl, þar á meðal þau öfl sem búa innra með honum sjálfum og brjótast fram í einsemd hans og ótta. Þar takast á tveir heimar: Mannheim- ar og vættaheimar eða maður og náttúra. / mann- I tröllasögunum - líkt og öllum öðrum íslenskum þjóðsögum - er að verki hugmyndafræði hins kristna karlveldis, ótti mannsins við náttúruna og öfl hennar, þrá hans eftir skiljanlegum og skorðuðum heimi og löngun til valds. Eftir ÓLÍNU ÞORYARÐARDÓTTUR heimi er lífið í föstum skorðum, þar er ör- yggið í skjóli laga og mannasetninga, þar ráða karlar ríkjum. / vættaheimi, úti í nátt- úrunni brenglast allar skorður, þar eru ráð- andi óbeisluð náttúruöfl og duldir kraftar orðlausra raka - þar ríkja konur, einkan- lega tröllkonur. Það er því ljóst að stór hluti íslenskra þjóðsagna fjallar um átök og ótta karla við konur, þar sem karleðlið birtist okkur í mannsmynd en kveneðlið er sveipað búningi tröllsmyndar. Tröllskapur, Fjölkynngi Og Heiðni Flest þau tröllsheiti sem íslensk tunga hefur á hraðbergi, fela í sér eitthvað hrika- legt, risavaxið og um leið skelfilegt. Tröll eru sögð tákna ... allar þær verur sem meiri eru en menn að einhverju og sem eru meir eða minna illviljaðar, t.d. drauga og jafnvel galdramenn (JÁ 1:136). Er því ljóst að íröWs-hugtakið lýsir bæði útliti og eigin- leikum, einkum ófreskum eiginleikum á borð við fjölkynngi. í fornum íslenskum lögum er að finna viðurlög við því að viðhafa tröllskap og ennfremur að vekja upp tröll eða landvættir í fossum eða haugum eins óg segir í Jóns- bók (ísl.fbrs-2:224). Tröllskapur tengist þannig ófreskigáfum og göldrum sem í þjóð- sögum nefnast hin fornu fræði. Fjölkynngin - eins og þessi vísindi hafa verið kölluð - hefur frá örófí verið hluti af þekkingarforða kvenna, enda bendir flest til þess að seiður- inn sem framinn var í heiðni hafi verið kvennaíþrótt. Fylgdi honum svo mikil ergi, að ekki þótti karlmönnum skammlaust við að fara, eins og segir í Ynglingasögu (19). Það var Freyja sem kenndi ásum seið. Fyr- ir vikið kallar Loki Laufeyjarson hana ford- æðu í Lokasennu (Ekv:207) en Snorri Stur- luson segir á öðrum stað að hún sé ágæt- ust af ásynjum (SnE:43). Fordæðuskapur, öðru nafni tröllskapur hefur því frá alda öðli haft tvíþætta skírskotun til bæði samfé- lagslegs og kynferðislegs hlutverks kvenna. Þarf því ekki að koma á óvart þó ástleitni sé ríkur þáttur í fari íslenskra tröllkvenna eins og síðar verður komið að. ÓGN ÓBYGGÐANNA Það er táknræn staðreynd, að sögusvið tröllasagna er yfirleitt utan samfélags eða í útjaðri þess, uppi á heiðum eða öræfum. Um leið og menn eru komnir að endimörkum byggðar - eða útfyrir þau - steðjar váin að í líki herfilegrar tröllskessu sem þrammar fram á fjallabrún og grípur ferðalanginn í hramm sinn. Hvernig manninum farnast eftir að hafa lent í tröllahöndum, fer eftir viðbrögðum hans og ráðsnilld: Oft enda samskiptin með þeim ósköpum að tröllið er drepið eða maðurinn étinn. Stundum tekst þó góður vinskapur með tröllum og fólki, jafnvel ástir og hjónabönd. En hverjar svo sem málalyktir verða er óttinn ævinlega til staðar við þessar náttúrumiklu stórkonur sem birtast eins og frumkraftur: Hams- lausar og hrikalegar; seiðandi og skelfilegar í senn. Fordæðan Samsömun konu og náttúru er þekkt fyrirbæri í bókmenntasögunni. Það er sömu- leiðis þekkt, að sjálfstæðisviðleitni kvenna er oft myndgerð sem óskapnaður. Hin sjálf- stæða, gerandi kona birtist þá sem nokkurs- konar skrímsli eða óvættur, eins og við sjáum í fjölmörgum stjúpusögum ævintýra þar sem stjúpan - sú sem leitast við að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi - er ford- æða. Á sama hátt má líta á tröllkonur þjóð- sagnanna sem táknmyndir sjálfstæðra kvenna. Sú sjálfstæðisviðleitni getur stafað af skapsmunum þeirra eða ytri aðstæðum sem þær fá ekki ráðið við. í mörgum trölla- sögum verðum við vitni að harðri og harm- þrunginni lífsbaráttu einstæðrar tröllamóð- ur, og fýllumst samúð með nefblárri skessu sem horfír á krakkakrógann sinn veslast uppi í sulti og seyru, því hún getur ekki brauðfætt hann eftir að karlinn hennar dó. Þar sjáum við e.t.v. hlutskipti einstæðra kvenna sem fyrr á öldum lentu sumar á vergangi - fóru m.ö.o. út úr samfélagi manna, eða að endimörkum þess. Vafalítið hafa einhverjar þeirra misst börn sín úr sjúk- dómum sem fylgja vosbúð og hungri, og þessar konur hafa þurft að beijast eins og tröllskessur fyrir eigin tilvist og barna sinna. Skapsmunir Stórkvenna í íslendingasögum er einatt talað um skapsmuni og skaplyndi í sambandi við tröllamóð, og margar þjóðsögur draga óljós skil milli manns og trölls. Mennskar konur eiga það nefnilega til, ef þeim rennur í skap, að ummyndast í tröll. Þannig var óvætturin Jóra í Jórukleif venjuleg bóndadóttir í Þykkvabæ áður en hún trylltist í bókstaf- legri merkingu, þegar hestur hennar beið lægri hlut í hestaati. Varð hún svo æf að hún reif lærið undan hestinum og steðjaði með það heldur stórstíg sem leið lá yfir Ölfusá, upp Ingólfsfjall og alla leið í Heng- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.