Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 22
ÁNING á Unastöðum. Með birtu í bijósti og í geislum síðsumarsólar. Fr.v.: Erling, Kári, Hallfríður og Sigurbjörn. Ljósmyndirnar tók greinarhöfundurinn. UPP Heljarbrekkur, Erling teymir, Káriríður. í fótspor feðranna Sumarið 1986 var ég staddur á Sauðárkróki og komst þá á snoðir um þá fyrirætlun nokkurra Sauðkrækinga að fara ríðandi yfir Heljardals- heiði, sem er gömul þjóðleið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Nánar tiltekið úr Kolbeinsdal í Skagafirði yfir í Svarfaðardal í Eyjafírði. Þeir sem hugðu á ferð þessa voru: Maron Pétursson, þáverandi starfsmaður Búnaðar- sambands Skagafjarðar, oft kenndur við Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, ísak Árna- son, smiður og þáv. bæjarstarfsmaður á Sauðárkróki, Kári Steinsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal, íþróttakennari og þáv. sundlaug- arvörður á Sauðárkróki og eina konan í förinni, Hallfríður Kolbeinsdóttir frá Skriðu- landi í Kolbeinsdal, nú bankastarfsmaður á Akureyri. Ég átti þess kost að slást í för með þessu fólki og þrátt fyrir óhetjulegan viðskilnað minn við hestamennsku hér um árið, er sá brúni hans afa míns þeytti mér ofan af Nöfum lengst niður í Gijótklauf við Sauðárkrók, ákvað ég að slást í hópinn. Þeir félagarnir höfðu alllengi ráðgert þessa ferð sem skemmtiferð til að hitta frændur sína og vini í Svarfaðardal. Fleira bar þó Sagt frá ferð sem farin var á hestum frá Sauðárkróki um Hjaltadal og upp á Heljardalsheiði, sem var seinfarinn og hættulegur Qallvegur milli Hjaltadals og Svarfaðardals. Eftir STEIN KÁRASON ÁFANGA fagnað við Stóruvörðu. Greinarhöfundur, Maron, Kári, Hallfríður, ísak. Útsýni til Svarfaðardals. til eins og seinna kom í ljós, því öll vorum við að feta í fótspor feðranna. Tvö HRAUSTMENNI Ferðin hófst frá hesthúsabyggð Sauð- krækinga þar sem reiðskjótarnir, 9 talsins, höfðu verið sveltir nóttina áður. Riðið var sem leið lá austur sandinn og yfir gömlu brúna á Héraðsvötnum vestari. Þar má sjá í grennd við austari brúarsporðinn rústir, Ieifarnar af skýli ferjumanna. Þar sinnti lengi erfíðu og erilsömu starfí feijumanns hraustmennið Jón Ósmann Magnússon, sem að lokum gekk í ósinn „í Jesú nafni“ og lét þar líf sitt. Þegar yfír brúna var komið og upp á Nesið var áð skamma stund. Hrossin gripu niður og ferðafélagamir virtu fyrir sér út- sýnið út Skagafjörð, en þar blasir við hin mikilfenglega og sögufræga Drangey, mat- arkista Skagfirðinga að fornu og nýju. Aust- ar eru Málmey og Þórðarhöfði og loks má sjá litla eyju eða hólma rétt austan við Hegranesið er Lundey nefnist. Áfram var haldið niður á sandinn við austari Vötnin skammt frá hinu forna Hegranesþingi. Þar kom kappinn Grettir Ásmundsson dulbúinn og þá sekur skógarmaður og glímdi við bændur eins og frægt er orðið af sögum. Leiðin sóttist vel austur sandinn enda hest- arnir léttir í spori. Var nú haldið með vegin- um og yfír brúna á austari Vötnunum skammt neðan við bæinrí Lón. Síðan sem leið liggur með þjóðveginum um Viðvíkur- sveit austur að Hjaltadalsá og yfir hana á Galgabrú. Frá brúnni er skammt að Neðra -Ási í Hjaltadal. Þar voru hrossin geymd um nóttina og eftir að hafa þegið góðgerð- ir hjá húsbændum í Neðra-Ási morguninn eftir var lagt á fákana og búist til ferðar. Þar bættust í hópinn bræðumir í Ási, Erling- ur bóndi og Björn Garðarssynir, með fimm reiðskjóta sína. Var nú haldið yfir lágan Ásinn sem aðskilur Hjaltadal og Kolbeins- dal. Þar má sjá á hægri hönd svokallað Bænhús, nú peningshús, en þar mun hafa staðið eitt af fyrstu Guðshúsum hér á landi. Umhverfís Bænhúsið er forn grafreitur og em þessar minjar nú friðaðar. UNDIR Heljarhrekkum íágúst 1995, Heljardalsheiði að baki. Erling bóndi í Neðra-Ási býst til að ferja hópinn yfir Kolbeinsdalsá. í Kolbeinsdal Þegar yfir Ásinn er komið blasir við jörð- in Sviðningur austan árinnar Kolku sem fellur um Kolbeinsdal. Bærinn stóð undir Hnjúkum, háum fjöllum sem eru útverðir Tröllaskaga að vestan. Þar gerðist sá hörmulegi atburður árið 1925 að snjóflóð féll úr fjallinu yfir bæinn og fórust þar þijár manneskjur. Næsti bær innan við Sviðning var Saurbær, en þar er grösugt land og kostamikið. Þá er næst Skriðuland, en þar bjuggu síðast heiðurshjónin Kolbeinn Krist- insson fræðimaður og Kristín Guðmunds- dóttir, foreldrar Hallfríðar. Á Skriðulandi var oft gestkvæmt áður og fyrrum þegar heiðin var fjölfarin, enda var bærinn næsta byggða ból við Heljardalsheiði að vestan. Þeir feðgar Kolbeinn og Kristinn sáu um viðhald á símalínum yfír heiðina auk þess sem þeir fylgdu ferðamönnum oftsinnis þar um. Var margur fótlúinn ferðamaður feginn góðum beina við ferðalok og við upphaf ferðar á Skriðulandi. Talinn var röskur fjög- urra stunda gangur frá Skriðulandi að Atla- stöðum í Svarfaðardal. Hópurinn hélt nú gamlar kúagötur, fram Kolbeinsdal vestan ár, uns komið var að Unastöðum en þar var áð í sólskini og dreypt á bijóstbirtu úr ferðapelum. Bæjarhús úr timbri standa uppi á Unastöðum og hafa verið sæmilega reisuleg, en nú opin fyrir öllum veðrum og skepnum í dalnum. Gegnt okkur handan ár eru brattar hlíðar og hamr-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.