Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Qupperneq 25
arar og drekkur í sig lærdóm þeirra sem
hann dáði hvað mest eins og Poussin,
Delacroix, Courbet, Daumier og Feneyja-
málarana. Einnig las hann Baudelaire og
Flaubert.
Það eru frekar fá verk á sýningunni frá
þessu tímabili, en mjög vel valin svo það
kemur strax í ljós hve frábær málari Céz-
anne er, þó vissulega skíni í gegnum verk-
in áhrif meistaranna. Það er samt eins og
hann viti hvert hann ætlar sér og eru við-
fangsefnin sem hann á eftir að þróa síðar
flest þegar komin eins og t.d. mannamynd-
irnar, baðmyndimar, landslagið, höfuðkúp-
urnar og uppstillingarnar. Ahugi hans á
holdlegum nautnum, óbeisluðum losta og
ofbeldi eins og sést í verkunum Morðið
(1860), Veislan eða Orgían (1867-1877)
og Brottnámið (1867), er eftirtektarverður.
Verkin eru flest dökkleit, harmþrungin,
tjáningarrík, jafnvel expressjónísk og sýna
að Cézanne á í mikilli baráttu við sjálfan
sig. Áhrif Delacroix sem var honum „upp-
haf nýrrar endurreisnar" em mjög sterk
enda hangir teiknimynd af honum frá 1870
í einum af fyrstu sölunum. Cézanne var
yfír sig hrifinn af Alsírkonum Delacroix og
eitt sinn þegar hann var að skoða þær með
Casquet vini sínum sagði hann: „Þegar ég
tala um gleði litanna þá er það þetta sem
ég meina.“ Cézanne átti eftir að ná ótrúleg-
um árangri í blæbrigðasamsetningum lit-
anna og nota þá til að móta hið fullkomna
form, samanber það sem hann skrifar í
bréfi til Emile Bemards þegar hann segir:
„Teikingin og liturinn eru ekki aðgreind;
jafnóðum og maður málar þá teiknar mað-
ur, eftir því sem liturinn samræmist verður
teikningin nákvæmari. Þegar liturinn er
auðugastur er formið fullkomið. Leyndar-
mál teikningarinnr og formsins er einmitt
fólgið í andstæðum og tengslum litatón-
anna.“ Cézanne fullyrti líka að liturinn
væri sá punktur þar sem heilinn og alheim-
urinn mættust og það væri þess vegna sem
hann væri svona átakamikill fyrir sanna
málara.
AUVERS-SUR-OISE
Cézanne kynnist Camille Pissarro (1830-
1903) þegar hann sækir tíma í Svissnesku
akademíunni og eiga þau kynni eftir að
verða mikilvæg, ekki bara fyrir Cézanne
heldur alla listasögu tuttugustu aldarinnar.
Pissarro hefur mjög skarpa sýn á samtíðar-
listina og var manna meðvitaðastur um
mikilvægi þess sem var að gerast. Hann
var líka fyrstur til að koma auga á hæfi-
leika Cézanne og uppgötva hvað duldist á
bak við þessi dökku harmþrungnu verk. Það
þurfti líka ljúfmennsku Pissarro til að um-
bera þennan Miðjarðarhafsbúa, sem var
annálaður fyrir að vera maður mikilla and-
stæðna, ögrandi og geðstirður. Árið 1872
þegar Cézanne á í persónulegum erfiðleik-
um býður Pissarro honum að koma með sér
til Pontoise og Auvers-sur-Oise, sem var
einn af uppáhaldsstöðum impressjónistanna
og þar sem listunnandinn dr. Gachet bjó.
Upp frá þessu verða algjör tímahvörf á lista-
ferli Cézanne og þegar komið er inn í 3.
sal sýningarinnar er eins og birti upp.
Dramatísku viðfangsefnin eru horfin, lita-
spjaldið orðið bjartara og áferðin yfirveg-
aðri. Það er ekki nokkur vafi að Cézanne
hefur fylgt ráðleggingum Pissarro, sem
fékk hann til að koma með sér út í náttúr-
una, réð honum að nota bjartari liti og
kenndi honum m.a. aðferðir impressjónist-
anna.
Meistaraverkið, Hús hengda mannsins í
Auvers-sur-Oise (1873), er þekktasta verk-
ið frá þessu tímabili og markar tímamót
bæði hvað varðar tækni og litameðferð,
einnig hefur þessi undarlegi titill vakið upp
spurningar. Skapofsinn sem kom greinilega
í gegn í fyrstu verkunum virðist nú hamd-
ari, þó spenna ríki á bak við þetta látlausa
yfirbragð. Hér sést vel hvaða lærdóm Céz-
anne dró af samverunni við Pissarro og
impressjónistana og einnig hveiju hann
hafnaði. Andstætt við Monet, Renoir eða
Pissarro beindist áhugi hans ekki að hinum
skammvinnu blæbrigðum andrúmsloftsins
og hinni „móðukenndu“ tækni þeirra heldur
vildi hann leggja áherslu á rökræna mynd-
byggingu, agaða formmótun og litabeit-
ingu. A meðan impressjónistarnir máluðu
ljúf og yndisleg áhrif náttúrunnar leitaðist
Cézanne við að draga fram innsta eðli henn-
ar, og sýna að hún gat líka verið erfið viður-
eignar. Hann vildi halda viðfangsefninu í
ákveðinni fjarlægð og setti t.d. aldrei mann-
verur í landslagsmyndir sínar. Afstaða Céz-
anne til impressjónismans lýsir sér vel þeg-
ar hann segir við Monet, „að hann sé bara
eitt auga, en þvílíkt auga“. Cézanne vildi
láta hugsunina og röktfísina vísa leiðina til
sköpunar listaverksins, „ég vildi gera im-
pressjónismann að einhverju traustu og
NÚTÍMA Ólympía, 1873.
FJALLIÐ Sainte-Victoire. Myndefni sem var Cézanne afar kært. Af þessu fjalli málaði hann fjölda mynda. Eigandi:
National Gallery, London.
HIN eilífa kvenímynd, um 1877. Olía á striga.
Eigandi: Paul Getty-safnið íMalibu.
varanlegu eins og listina á söfnunum", sagði
hann við Maurice Denis skömmu áður en
hann dó.
Þó Cézanne teljist ekki impressjónisti þá
tengdist hann hópnum og sýndi með þeim
tvívegis, árin 1874 og 1877. Á fyrstu sýn-
ingunni sýndi hann Hús hengda mannsins,
sem fékk mjög slæma umfjöllun og Nútíma
Ólympíu (1873), sem varð algjör skandall.
Tilvitnunin i Ólympíu, sem Manet málaði
árið 1865 og hafði valdið miklu hneyksli,
fór ekki á milli mála. Cézanne tók ekki
bara upp sama viðfangsefni, heldur málaði
hann það af slíkum ofsa að hann gekk enn
lengra en Manet. Þetta er einskonar sjálfs-
mynd þar sem hann málar sig í hlutverki
skoðandans, sem er jafnframt þátttakandi
í atburðinum og þá um leið viðloðandi
hneykslismálið sjálft. Er hann ekki bara
að sýna fram á að það var ekki hið siðferði-
lega mat viðfangsefnisins sem orsakaði
hneykslið heldur málaralistin sjálf?
mannamyndir Og
Uppstillingar
Cézanne málaði mikið af sjálfsmyndum
og portrett-myndum af vinum og fjöl-
skyldu, og ein af sterku hliðum sýningarinn-
ar eru sjálfsmyndirnar vegna þess hve
margar þeirra hafa sjaldan sést áður. Á
einum stað hanga t.d. þijár sjálfsmyndir
hlið við hlið frá mismunandi tímabilum. Það
er eitthvað sláandi við þessar portrett-
myndir og sérkennileg tilfinning að standa
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 25