Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Qupperneq 27

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Qupperneq 27
um kaffihúsum. Og þegar haldið var heim var ekið í lystikerrum og vagnstjórarnir voru yfirmáta hjálpsamir og vingjarnlegir. Hún lagði af miklum ákafa og forvitni stund á sígild tungumál í skóla fyrir dætur betri borgara, og fór seinna að þýða bókmenntir úr þeim, sér í lagi bundið mál. En eins og stormsveipur komu bolsjevik- arnir og allt breyttist, þeir fóru án tafar að rífa niður og eyðileggja flest sem í þeirra augum var tákn gamla Rússlands. Lokuðu stórverslunum og einkaskólum, ráku fólk úr húsum sínum og létu hjarðir af fulltrúum öreigastéttarinnar yfirtaka þau. Óttinn var mikill og spurningin hvort gamla yfirstéttin lifði af var þrúgandi. Fjölskylda hennar fékk að, lifa, en varð að yfírgefa fallega húsið í Arbat. Seinna þynntist um ættarmeiðinn í borgarstríðinu er fylgdi, og einn af bræðrum hennar varð fórnardýr hreinsana Stalíns 1930. Þrátt fyrir að Davydovna líti með sökn- uði til fyrri tíma, viðurkenndi hún sitthvað nytsamt sem byltingin leiddi af sér, eins og baráttuna gegn ólæsi, en hún og nokkrir námsfélagar hennar voru sótt í skólann til að leggja sitt af mörkum í því skyni, og það þótti henni mikilsvert. Samtímis gaf hún einkatíma, stundaði þýðingar og orti ljóð. í október 1919 varð hún meðlimur rithöf- undasamtakanna. í því tilefni bauð hún nokkrum vinkonum sínum á Dóminó, sem var í senn kaffíhús og skáldaklúbbur á Tverskaja, einni af aðalgötum Moskvuborg- ar. Þetta kvöld átti sjálfur Serge Jesenin að lesa upp úr ljóðum sínum, elskaður og virtur af lesendum og gagnrýnendum, dýrk- aður af kvenþjóðinni. Davydovna dáði hann einnig og kunni ljóð hans utanbókar, en þegar hún kom á staðinn hafði Jesenin ein- hverra hluta vegna hætt við að troða upp. Það tók á hana, sem ákvað að tala um fyr- ir skáldinu, fékk bróðir sinn sem var kunn- ugur því til að fylgja sér til hans og kynna þau. Við skáldmögurinn sagði hún, og lagði í róminn, að hann gæti einfaldlega ekki verið þekktur fyrir að valda samkomunni slíkum vonbrigðum. Jesenin horfði um stund á hana, stökk svo upp á sviðið og fór með nokkur af sínum stórbrotnu ljóðum. Og þá var það skeð með hana, og hann einnig, að því er skáldið sagði seinna. Munurinn var, að hjá henni var það fyrir allt lífið ... Þetta kvöld fylgdi Jesenin henni heim, einnig næstu kvöld og þarnæstu. Árin sem fylgdu lifðu þau „hérumbil" saman í her- bergi sem Davydovna leigði í Arbat, en skáldið átti eiginkonu og börn, skildi, giftist á ný, og nú amerísku danskonunni Isadoru Duncan - en sneri alltaf aftur til Davydovnu sinnar. Er hér var komið sögu, varð hann stöð- ugt háðari áfengi, og því fylgdu hatrömm þunglyndisköst. „Það var ekki auðvelt að lifa með Sergej, en ég hef aldrei iðrast eina mínútu,“ sagði Davydovna. Hún varð þung- uð árið 1923 og ákvað að eignast barnið, þótt það væri mikið mál í Rússlandi þeirra tíma að vera einstæð móðir, en hvorki Jesen- in né foreldramir gátu talið henni hug- hvarf. Jesenin reyndist góður faðir og heim- sótti Alik oft, færði honum gjafir og las fyrir hann ljóð. í hönd fóru ógnþrungnir tímar og í desem- ber 1925 framdi Sergej Jesenin sjálfsvíg, vegna yfirþyrmandi vonbrigða með bylting- una. Undir sterkum áhrifum áfengis skaut hann sig í höfuðið á hótelherbergi í St. Pétursborg, rétt þrítugur að aldri. Hann lét eftir sig ljóð, skrifað með eigin blóði og þar koma fram ljóðlínurnar: „Að deyja, nú ég veit, er naumast nýtt; / og þó, lífið var einn- ig til fyrir löngu.“ Byltingarskáldið Serge Jesenin, var rödd allra þeirra sem fundu sig svikna og útskúf- aða, og þeir voru ófáir sem fylgdu dæmi hans. Þeim var einfaldlega um megn að horfa upp á ómenntaðan öreigalýðinn rífa niður menningarverðmæti aldanna, og hvernig ráðamenn sviku ftjálsa hugsun, hnepptu listir í fjötra. Vinsældir Serge Jesenins náðu út yfir gröf og dauða, og ollu því að ráðamenn fordæmdu þessa dýrkun á skáldinu, nefndu hana Jesenerí, sögðu hana „óæskilegt sam- bland iðjuleysis og sjúklegrar einstaklings- hyggju“, brennimerktu um leið. Stalín reyndi svo einnig að hindra endurútgáfu bóka hans. En orð og andagift skáldsins lifðu blóð- hunda einræðisins, og með vaxandi vinsæld- um ljóða hans síðustu áratugi, einkum þar sem hann tekur afstöðu gegn ruddalegri aðför að búskaparháttum dreifbýlisins, varð hann aftur fremsta skáld Rússlands, sem hann stefndi alltaf að. Ástsælasta skáld Rússlands á þessari öld, Serge Alexandrowitsch Jesenin, var í heim- inn borinn 3. október 1895 í þorpinu Konst- antinowo við Rajsan, sem í dag nefnist Jes- TOVE Engilberts. Myndin er tekin á fullorðinsárum hennar og birtist í ævi- sögu hennar, „Eins manns kona“, sem Jónína Michaelsdóttir skráði. ræni spuruli og hugsandi svipur, stafaði frekar ljúfu mildi frá ásjónu Tove, og stutt var í eirilægt bros er uppljómaðri birtu brá á. Undarlegt er svo til þess að hugsa, þegar aðrar konur héldu aftur til síns heima, því þær sættu sig hvorki við hið kaldhamraða framandi land, néfólkið sem margt dró dám af hráslaganum, svo ekki sé minnst á skilningsleysið og fátæktina. Að það reyndist yfírstéttarkonan Tove, sem ótrauð stóð við hlið manns síns þar til yfir lauk, og hugsaði um hann af fá- gætri ósérhlífni. Líf hans var þó áveðurs, og var að auki ekki auðvelt að lifa með þessum skapmikla og órólega persónu- leika, þannig að hann var trúlega erfiðari í sambúð en hinir, hafi þær sögur sem fóru af honum einhvern sannleiksneista. Þeir miklu og fjölþættu hæfileikar sem Jón var gæddur, féllu að-auki í grýttan jarðveg í heimalandi listamannsins, og þar fyrir utan var hvorki skilningur né aðstaða til ýmissa þeirra athafna sem helst lágu fyrir listgáfu hans. Tilveran var Jóni þann- ig mótdræg, jafnframt því sem slíkir eru undir smásjá fjöldans og stutt í baktalið, eins og verða vill um stórhuga afburða- menn í litlu landi. Mun honum réttilega hafa fundist hann vera sem útlagi á út- skeri, sem hann hafði raunar oftar en ekki orð á við vini sína. Jón var heimsmað- ur og kunni að umgangast konur, þar með talið freyju sína, og þó breyskur væri eins og margur eirðarlaus listamaðurinn, var hann hér oftar en ekki tillitssamari höfð- DAVYDOVNA með soninn Alek (1925.) enino. Þegar bóndasonurinn kom til Péturs- borgar árið 1915, aðeins tvítugur að aldri, var hann hylltur sem,hið sanna skáld almúg- ans. Hann orti ljóð til hjarðanna og náttúr- unnar, rússnesku þorpanna og landslagsins í Miðrússlandi, og ljóð hans, magnþrungin og döpur, skáru 5 merg og bein. Hróður hans barst til keisarans, sem kallaði hann á sinn fund og spurði hversu það sætti, að ljóð hans hefðu yfir sér þennan angurværa blæ? Sonur þeirra Davydovnu, Alexander Jes- enin Volpin, hlaut ástríkt og vandað upp- eldi. Er tímar liðu var gagnrýnin afstaða hans til kerfisins vel þekkt í hópi mennta- manna Moskvuborgar. Brésjnefstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar 1974, annað tveggja fangelsi eða útlegð. Hann valdi seinni kostinn og hélt til Bandaríkjanna, þar sem hann er virtur stærðfræðingur, og í fremstu röð. Eftir þíðuna og Gorbatsjov opnuðust landamærin, og hann heimsækir móður sína reglulega. Davydovna vill þó ekki flytjast til hans, því hún er samgróin landi forfeðranna og mannsins, sem ný og endurskrifuð uppsláttarrit segja, að hafi verið einn af mestu persónuleikum rúss- neskrar bókmenntasögu. Davydovna þakkar guði fyrir að hafa fengið að vera nálægt þessum manni og fylginautur um stund, því þar með varð hún einnig hluti rússneskrar sögu. Hún var eitt með skáldinu, lifði með honum í reisn og niðurlægingu, - eins manns kona. -o- SNJÓR OG SLÉTTUR BREÐl, BLEIKUR MÁNI SKÍN, BREITT ER YFIR LANDIÐ NAPURT GRAFARLÍN. DRÚPIR BJÖRK AF HARMI, HVÍT VIÐ FENNTAN VEG. HVER ER TÝNDUR? DÁINN? ER ÞAÐ KANNSKIÉG? Serge Jesenin (I925)/Geir Kristjánsson Á björtum og litríkum veturnóttum, sem borið hafa með sér meiri mannskaða en í langan tíma hér á landi, hefur umtalsvert lið náinna samferðamanna kvatt þessa jarðvist, meðal þeirra hin danskfædda Tove Fugman, sem varð freyja málarans Jóns Engilberts (1908-1972). Þeir eru nokkrir íslenzku málararnir, sem sótt hafa sér kvonfang til útlanda, en engin róðan held ég að hafí verið betur ættuð en Tove. Faðir hennar var virtur húsasmíðameistari og verktaki í Kaup- mannahöfn, er reisti margar nafnkenndar byggingar, sem standa sem minnisvarðar mikilhæfs og hámenntaðs fagmanns. JÓN Engilberts. Myndin er tekin þegar málarinn var að störfum í Múlakoti 1953. ingi og nærfærnari ástmaður, en margur er minni sögur fara af. Enn einu sinni gefst tilefni til að minnast spakmælisins frá Frans, „heyrir þú mikils manns getið, spurðu þá hvað konan hans heitir“, A það naumast betur við annan íslenzkan lista- mann listamann en Jón Engilberts, og aðra konu sem orðið hefur á vegi mínum, eða ég hef spurnir af, en Tove Engilberts. Það voru með fyrstu og hátíðlegustu bernskuminningum Tove, að móðir hennar fór með þau systkini á söfn og listsýning- ar, einkum Glyptotekið, sem var í næsta nágrenni. Þeirri venju hélt hún að sjálf- sögðu áfram er hún nam við listaskóla og trúlega enn frekar eftir að þau Jón gift- ust, en hann fylgdist vel með hræringum í myndlist. Það sópaði að þeim hjónum á mannamótum hér í borg og var upplit á ungum listspírum er þau bar að garði við opnun sýninga þeirra, þótti vísast meiri virkt en margir litríkir blómvendir. Og til hins síðasta mátti sjá Tove bregða fyrir á listsýningum og þótt aldurinn væri mjög farinn að segja til sín var stutt í fallega brosið sem yljað hafði svo mörgum um dagana. Örlögin vefa einstaklingum sér- stæð og svipmikil örlög, jafnt í austri og vestri; þótt ólíku sé saman að jafna um litla Island og óravíddir Rússlands. Hér má minnast orða skáldjöfursins Rainer Marie Rilke; „Hið smáa er jafnlítið smátt, og hið stóra er stórt. Það gengur mikil fegurð í gegnum veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti.“ Með einstakri fómfýsi og mannkærleika gaf Tove Engilberts okkur hlutdeild í mannlegri reisn og fegurð, eiginmanni sín- um líf sitt og ást. Mikil manneskja, - eins manns kona. Serge Jesenin. Heimili Frederiks Fugmanns var menning- arsetur og gegnir nokkurri furðu, að bláfá- tæk listaspíra ofan af Fróni, skyldi um- svifalaust vera boðin velkomin í húsið, og ber vott um verðmæta innviði húsráðenda. Eftir fyrstu kynni af Jóni, á Fugmann að hafa sagt við dóttur sína; „mér likar mun betur við þennan fátæka pilt, en þessa ríku vini þína.“ Ef reisn og manngildi skulu metin í djúpri jarðbundinni ást til lífs og gróandi, trúnni á hugsjónir og sannfæringu sína, svo sem fram kemur í undangengnu skrifi um Nadezjdu Davydovnu og Serge Jesen- in, var það í nokkru jafnvægi við lífshlaup Tove Fugman og Jóns Engilberts. Ætt- menni Tove voru gyðingar og lýsingin á lyndiseinkunn og útliti Davydovnu gat allt eins átt við Tove, sem var lítil og hnellin, en þegar Davydovnu einkennir þessi fjar- l-ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.