Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 44

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 44
V VILHJÁLMUR S.V. SIGURJÓNSSON Jóla- stemmning Allt er við jólin vænting vafið vonir og trú til frelsarans. Það er svo gott að geta hafið gleði í hjarta sérhvers manns. Þegar á jólum ljósin ljóma lofgjörð er sungin hvar sem má. Klukknanna hljómar enduróma allir sem börn við fögnum þá. Nálgast fer óðum nóttin bjarta nýfædds vors bróður frelsarans. Bæn stígur hljóð frá hverju hjarta. Þökk fyrir góðu verkin hans. Höfundur er ökukennari. GUÐMUNDUR HERMANNSSON Kertaljós á leiði Kertaljós á leiði lífgar upp viðkvæmt hjarta það gerir dapra daga og dimma jafnvel bjarta. Birtu bregður á huga og ber á dökka skugga. Finndu hve litlu ljósi lánast að gleðja og hugga. Alltaf saknað Ást hafði vaknað, vini dreymt við þeim lífið brosti. Aiitaf saknað aldrei gleymt eins og rós í frosti. Enginn veit hver ævin er eða ber í skauti sér. Höfundur er fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. VALGERÐUR ÞÓRA Stýri- maðurinn Til Jesú sem stýrir bátnum á ánni og heima hjá mér. Heimilisfang: Allsstaðar þar sem ég er Ég fel ekki illsku í hjarta en hefi stöðuga þrá að vera þar sem hann stjórnar. Skyndilega verðum við hrædd af því bátnum er að hvolfa. Hann kemur um borð í bátinn gangandi á öldunum og ég fyllist ótta Hann segir: Vertu óhræddur héðan í frá skaltu menn veiða. Höfundur er bókasafnsfræðingur. Ljóðið er tileinkað sonarsyninum Ól- afi Erni. JÓNAS GÍSLASON Jorðm er þm / upphafi skapaði Guð himin og jörð, - skapaði karl og konu eftir sinni mynd, samverkafólk sitt. Og Guð sagði: Maður! Ég fel þér sköpunarverkið. Þér er fijálst að nýta þér jörðina, en gleymdu aldréi, að ábyrgðin á henni er þín. Stofna fjölskyldu, gjör þér bústað og skapa þér heimili. Afla þér fæðu og njóttu fegurðar, - allt er þitt! Ég fel þér húsbóndavald og ráðsmennsku yfir sköpunarverkinu. En gleymdu aldrei, að ég er eigandi alls. Þau ræktuðu jörðina, - felldu tré - reistu hús - veiddu fisk og fugl. Þau unnu í sveita síns andlitis fyrir daglegu brauði og könnuðu auðævi jarðar. Þau gjörðu sér jörðina undirgefna og könnuðu alla leyndardóma hennar. Aldir liðu og árþúsundir. Þekking þeirra óx sífellt, en græðgi þeirra og kröfur uxu enn hraðar. Jörðin var gjörnýtt - en allt hvarf í hítina miklu. Tækni vor og þekking fara dagvaxandi, eins og neyzla vor og eyðsla. Drottinn Guð! Höfum vér misnotað jörðina, - eyðilagt gjafir þínar? Höfum vér rofið hið rétta jafnvægi, er þú í upphafi settir sköpun þinni? Höfum vér reynzt harðstjórar, en ekki húsbændur, í látlausri eftirsókn eftir valdi og auð? Höfum vér gleymt, að vér eigum - sem ráðsmenn þínir - að standa þér lokaskil? Vísa oss veg, Drottinn, að vér eyðum ekki lífríki jarðar. Kenn oss að fara mjúkum höndum um sköpunarverk þitt, er tækniþekking vor gjörir oss kleift að breyta lögmálum lífsins. Frelsa oss frá græðginni - gef oss á ný gleðina yfir fegurð jarðarinnar - sköpunarverks þíns. Forða oss frá að traðka viðkvæman gróður, - kenn oss að virða allt, sem jifir. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Sem samverkafólk Guðs berum vér ábyrgð á handaverkum hans. Höfundur er vígslubiskup. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON Áramót Hljómkviða litadýrða skreytir himinhvolfið Ein bjarmastund við tímasafn liðinna ára snertir eintal sálarinnar Nýtt ár ræður för Ijóss og skugga manna Gamlárskvöld tekur almanakið með sér Svip- breytingar Út í buskann bláa bernskuljóminn fer. Hárið gamla, gráa, greiðan sýnir mér. Það er fljótt að falla, fá þó líði ár. Ungir eignast skalla eftir fagurt hár. Höfundur er skáld og gaf út Ijóðabók- ina „Sagði mér þö'gnin", 1994. KNUT HAMSUN Kveðið á jóium Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. Hvað vitum við börn um veg eða leið? Ó, börn, verum bljúg! í nótt mér óm fyrir eyru bar eins og sjöstjörnuklið um loftin hvar en burt bar þann söngvaseið. Nætursnæ hulið er hauður allt. Hvar sér vegi? Ó, böm! Oss fikrum þó áfram sem föng eru um sinn, einn formæling stoðar, þá bænin sveik hinn, því Undrið er ýmsum falt. Hvað vitum við um sjálfa lífsins leið? Ó, börn, verum bljúg! Nú ómurinn líður um loftsins göng, ég lít upp og hlýði’ á hann — stjörnunnar söng, en hann deyr mér í háloftin heið. Höfundurinn (1859-1952) er einn af kunnustu rithöfundum Norðmanna. Frægð hans hófst með sjálfsævisögulegu skáldsögunni Sulti. Síðustu árin var Hamsun i ónéð hjá þjóð sinni vegna afstöðu sinnar til Þjóðverja, en það hefur honum fyrir löngu veríö fyrirgefiö. RAGNAR RÖGNVALDSSON Jóladagur Augun opnast um hálf sjö, kaffitár renna í könnu upplýst jólatré og friður. Ekkert hljóð, bara hjartsláttur minn. í náttslopp og inniskóm einum klæða, geng ég út á tröppur, kanna veðurfarið. Þar blasir við mér blanka-logn, stilla og frost. Smáfuglarnir syngja svangir, lít til himins, heiðskírt og blokkin sefur, með bílana í fangi sér. Hér stend ég aleinn og setning rennur gegnum huga minn; „Lífið er yndislegt“. Geng síðan inn og undir sæng þar sem hjörtun slá í takt við hugsanir mínar. í móðurkviði finn ég örlitlar hreyfingar sem ég túlka; „Gleðileg jól, pabbi“ Höfundur er húsbóndi í Kópavogi. 44

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.