Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 47

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 47
Blómsturkarfan Örstutt saga af sögu YRIR nokkru var mér sem oftar, gengið inn á fornbókaverslun eina í miðbænum. Sem ég var þar að gramsa í gömlum skræðum, rakst ég á litla bók, gamla og snjáða. Blómsturkarfan, nefnist hún og er eftir Cristoph von Schmid. Sigríður Einarsdóttir sem þýddi Blómsturkörfuna 1869 byggði húsið Vinaminni í Grjótaþorpinu. Þar stofnaði hún kvennaskóia 1891. VINAMINNI, Mjóstræti 3 í Gzjóta- þorpi. Myndin er tekin 1885, eða 6 árum áður en Sigríður hóf rekstur kvennaskólans. Eftir PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Hún er í íslenskri þýðingu Sigríðar Einars- dóttur, sem þýtt hefur úr ensku. Útgáfuár er 1869. Ekki er útgefenda getið, og má því ætla, að þýðandi hafi sjálfur annast útgáf- una. Hvað fjármögnun útgáfunnar varðar, þá segir í formála Sigríðar. „En vinum og vinkonum mínum á Englandi er það að miklu leyti að þakka, að ég hefi klofið kostnaðinn, er leiddi af útgáfu bókarinnar". Bókin er prentuð hjá Spottiswoode í Lundúnum. Á tit- ilsíðu kemur fram, að upplag hennar sé gjöf til presteknasjóðsins á Islandi. Til gamans má geta þess, að sjóður sá var stofnaður að undirlagi Jóns Guðmundssonar ritstjóra, með lögum frá Alþingi árið 1858. Bókin er 141 blaðsíða að stærð og í litlu broti. Einnig rakst ég þarna á aðra útgáfu þess- arar sömu bókar. Hún er sýnilega mörgum áratugum yngri en sú fyrri, gæti verið frá árunum eftir fyrri heimsstyijöld. Útgáfuártal hefur ekki verið prentað á þessa útgáfu, né heldur nöfn höfundar og þýðenda. Ekki dylst, að um er að ræða endurútgáfu þýðingar Sig- ríðar Einarsdóttur frá árinu 1869. Bókin er prentuð í nokkuð stærra letri en eldri útgáfan, enda brotið stærra en blaðsíðu- fjöldinn er sá sami. Fróðir menn telja senni- legt, að þessi önnur útgáfa Blómsturkörfunn- ar, sé frá íslendingabyggðum vestan hafs. Loks er þess að geta, að sagan kom út hjá Bókaútgáfunni Norðra árið 1944. Var sú útgáfa prentuð í Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri. í þessari útgáfu hefur nafn sög unnar tekið lítilsháttar breytingum og heitir hún nú Blómakarfan en ekki Blómsturkarfan. Höfundar er getið á titilsíðu, en ekki þýð- anda. Aðeins er sagt, að um sé að ræða laus- lega þýðingu fyrir böm og unglinga. Við lest- ur sögunnar í þessari útgáfu Norðra, kemur þó í ljós, að hér er á ferðinni lausleg endur- sögn á þýðingu Sigríðar Einarsdóttur en ekki lausleg þýðing á sögunni sjálfri. Endursögn þessi frá árinu 1944, skiptist í tuttugu og tvo kafla, en fyrri útgáfumar tvær eru tuttugu og þrír kaflar. Hver Var Sigríður ElNARSDÓTTIR? Sigríður Einarsdðttir (1831-1915) var frá Brekkubæ í Gijótaþorpi, þar sem nú stendur húsið Vinaminni (Mjóstræti 3). Hún kom nokkuð við sögu Reykjavíkur. Benedikt Gröndal segist svo frá í bók sinni Dægra- dvöl: „Einar Sæmundsson bjó í Brekkubæ: hann var lítill maður vexti, en þrekinn, drykkjumaður og hægur, allvel gáfaður, og gerði ekkert, en Guðrún kona hans gerði allt og vann fyrir búinu; böm þeirra vora Sigríð- ur, sem átti Eirík Magnússon og fór til Eng- ÞRJÁR útgáfur af Blómsturkörfunni. . SIGRÍÐUR Einarsdóttir frá Brekkubæ í Gijótaþorpi, þýðandi Blómsturkörfunnar og stofnandi kvennaskóla í Vinaminni 1891. Ljjósm.: Þjóðminjasafn Islands/Myndadeild. lands; Soffía, sem átti Sigurð- Gunnarsson prest og varð fyrirtaks kona eins og bóndinn; Einar féll í drykkjuskap og fór til Ameríku og dó þar. Sigríður var þá fyrir þeim öllum, íjörag og gáfuð, lék mæta vel á gítar og söng vel“. Einnig kemur fram í Dægradvöl, að á æskuárum Sigríðar, var Brekkubær einn helsti samkomustaður reykvískra ungmenna. M.a. var þar sýndur gamanleikurinn Pat eftir Overskou í þýðingu Gröndals og fleiri. Jón Guðmundsson ritstjóri „stóð fyrir leiknum eins og Benedikt Gröndal orðar það, og á væntanlega við, að hann hafi verið leikstjóri. Af framansögðu má ljóst vera, að þótt óregla hafi sett mark sitt á uppvaxtarár Sig- ríðar Einarsdótturí Brekkubæ, þá ríkti oftar gleði en sút í þessu lágreista koti. Eins og fram kemur í því sem að framan er tínt til úr Dægradvöl Gröndals, þá giftist Sigríður Eiríki Magnússyni (1833%ol913) magister í Cambridge. Það var árið 1857. Fæddist þeim hjónum aðeins eitt barn, og var það andvana. Sigríður var mikill dugnaðarforkur. Til marks um það, er m.a. að hún lét rífa Brekkubæ og reisti þess í stað húsið Vina- minni, þar á spildunni. Mun hún þar, sem við útgáfu Blómsturkörfunnar, hafa notið örlætis enskra vina sinna. í Vinaminni stofnaði Sigríður kvennaskóla, árið 1891. Að vísu var slíkur skóli fyrir Reylq'avík, sá sami sem enn starfár, en Sig- ríði þótti of mikill yfírstéttarbragur á honum. Vildi hún því stofna skóla, sem sinnti meir hagnýtum þörfum kvenna, ekki síst til sveita, en henni þótti gert í Kvennaskólanum. Ekki átti skóli Sigríðar langa lífdaga í vændum, því hann starfaði aðeins einn vetur (1891-1892). í því sambandi er vert að benda á grein eftir Sigríði, sem birtist í ísafold, 2, febrúar árið 1910. Af orðum Sigríðar í grein þessari, er helst að skilja, að einhveijir úr hópi svokallaðra „betri borgara“ í Reykjavík, hafi hreinlega gengið af skólanum dauðum, með rógburði vítt og breitt um lönd og álfur. EFNIOGÞRÁÐUR Blómsturkörfunnar Áður en sagt er frá höfundi Blómsturkörf- unnar, Christoph von Schmid, langar mig til að gera í stuttu máli, grein fyrir efni því og þráðum, sem hann óf þessa körfu sína úr. Hér er á ferðinni unglingasaga, þar sem rakin er þroskasaga ungrar stúlku. Þegar sagan hefst, er faðir stúlkunnar, Jakob, orð- inn ekkill, og hefur ekki aðra munna að metta, en sinn eigin og dótturinnar, Maríu. Nokkuð er Jakob kominn til ára sinna. Sagan hefst á því, að sagt er frá alþýðlegum upp- runa hans, sem og því, að á unga aldri, hafi hann numið garðyrkju. Þá iðn lærði hann hjá garðyrkjumanni, sem var í þjónustu jarls nokkurs. Er ekki að orðlengja það, að Jakob var hvers manns hugljúfi og fékk því vinnu hjá jarli, að námi loknu. Þegar sagan hefst, er garðyrkjumaðurinn Jakob kominn svo til ára sinna, að hann er hættur að þjóna jarli. Sá hefur hins vegar launað honum dygga þjónustu, með því að gefa honum hús í þorpi nærri höllinni, svo og nægilegt land, til að brauðfæða þau feðgin- in. Það fer því ekkert milli mála, að báðir era þeir dyggðum prýddir, jarlinn og þjónn hans, garðyrkjumaðurinn. María elst upp við mikla elsku föður síns, og um leið strangt kristilegt siðgæðismat. Eins og faðirinn, er hún hvers manns hugljúfi. Meðal vina Maríu er Amalía, dóttir jarls. Einhveiju sinni, þegar halda skal afmælis- veislu þeirrar síðamefndu, hafði Jakob riðið Maríu foriáta blómsturkörfu. Bað hún föður sinn leyfis, að fá að gefa Amalíu körfuna í afmælisgjöf. Var það auðsótt mál. Tíndi nú María blóm í körfuna og hélt til hallar jarls með gjöf sína. Þegar María gekk á fund Amalíu, var sú síðamefnda að búa sig undir afmælisveisl- una. Hafði hún klæðst hinum fegursta skartkjöl. Er ekki að orðlengja það, að svo mjög hreifst hún af gjöf vinkonu sinnar, að hún endurgalt henni körfuna með kjólnum. Þetta sá ein af þjónustupíum jarlsseturs- ms. Vakti það henni slíka öfund, að þegar demantshringur einn hvarf úr eigu jarlsfrú- arinnar, þá þjófkenndi hún Maríu. Var sú leikflétta ekki síður listilega ofin en karfan, sem kjóllinn var goldinn fyrir. Hröktust þau feðginin, Jakob og María nú í útlegð. Er af þeirri ferð nokkur saga, sem ekki skal rakin hér, utan hvað Jakob átti ekki afturkvæmt úr henni, en María, hlaut uppreisn æra og sæla endurfundi með Amal- íu og hennar fólki. Iðraðist það sáran, að hafa iátið blekkja sig til þess að trúa illu upp á svo hákristilega stúlku sem Maríu. Þjón- ustupían, sem með lygum sínum, hafði steypt Maríu og Jakobi í öll þessi vandræði, hlaut grimmileg örlög og kom fyrir ekki, þótt Mar- ía reyndi, að rétta henni hjálparhönd. Af framansögðu má ljóst vera, að saga Christophs von Scmid, Blómsturkarfan, er mjög í kristilegum anda síns tíma. Fyrirfólk er góðviljað, en framkvæmd réttlætis þess er þó háð mismiklum vitsmunum. Alþýðufólki vegnar vel, a.m.k. að lokum, svo fremi sem það glati ekki kristilegum dyggðum sínum. En vei þeim, sem víkja af réttum vegi. Um Höfund Blómsturkörfunnar Svo sem þegar er komið fram, hét höfund- ur Blómsturkörfunnar Christoph von Schmid. Hann var Þjóðveiji, nánar tiltekið Bæjari, fæddur í Dinkelbuhl árið 1768. Hann lést í Ausburg árið 1854. Ungur að árum (1785) missti von Schmid föður sinn, en með því að taka nemendur í einkakennslu, tókst honum að halda áfram námi. Hann nam guðfræði við háskólann í Dilingen. Þar var hann undir sterkum áhrifum frá Johanni Michael Sailer, síðar biskup í Regensburg. Sá síðarnefndi aðhylltist upplýs- ingastefnuna, svo sem títt var um mennta- menn samtíðar hans. Sér þess víða merki í verkum lærisveinsins. Von Schmid var vígður til prests rómversk- kaþólsku kirlq'unnar árið 1791. Hann átti þó í hálfgerðu basli, þar til Lúðvík konungur I settist í hásæti Bæjara, árið 1825. Konungur sá var mikill aðdáandi Sailers og fékk nú von Schmid notið meistara síns. Hlaut hann væna stöðu. Síðustu tuttugu árin sem hann lifði, rak hann til hliðar við störf sín á vegum kirkj- unnar, skóla í Tannhausen við Mindel. Á þessum áram byijaði hann að skrifa sögur fyrir börn og unglinga. Hann var af- kastamikill rithöfundur og samdi jafnt sögur sem kennslubækur. Var hann virtur vel á sinni tíð, þótt nú muni nafn hans flestum gleymt. Lokaorð Eins og sagt er frá í upphafi þessarar grein- ar, var það fyrir tilviljun, að ég rakst á bók- ina Blómsturkarfan. Tilurð sögunnar og end- urtekin útgáfa hennar á íslensku, var mér fram að því, með öllu ókunnug. Á því herrans ári 1982, gaf Mál og menn- ing út bókina íslenskar bamabækur 1780- 1979, eftir Silju Aðalsteinsdóttur. Er mér ekki kunnugt um, að aðrar bækur hafi komið út um þetta efni. En þrátt fyrir, að í riti þessu sé sérstakur kafli um þýddar bamabæk- ur á 18. og 19. öld, (bls. 40 til 49), þá er Blómsturkörfunnar þar að engu getið, né heldur höfundar hennar eða þýðanda. Er leitt til þess að vita, þegar um er að ræða bók, sem komið hefur út á íslensku, a.m.k. þrisvar sinnum og auk þess að öllum líkindum, bæði hér heima og í byggðum íslendinga í Vestur- heimi. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.