Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 1
1. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. JANÚAR 2001 BILL Clinton Bandaríkjaforseti átti í gær fund í Hvíta húsinu með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að ræða málamiðlunartillögur Clin- tons að friðarsamkomulagi milli Pal- estínumanna og Ísraela. Fóru við- ræðurnar fram í skugga áframhaldandi ofbeldisverka fyrir botni Miðjarðarhafs og ísraelskir ráðamenn lýstu efasemdum um að nokkur von væri á samkomulagi í nánustu framtíð. Stóð fundur þeirra Clintons og Arafats í nærri tvo tíma en hvorugur þeirra ávarpaði fjölmiðla eftir að hon- um lauk í gærkvöldi. Sögðu banda- rískir stjórnarerindrekar að litlar lík- ur virtust á að samkomulag næðist áður en Clinton lætur af embætti síð- ar í þessum mánuði. Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í gær ekki lengur hafa trú á því að mögulegt væri að koma samkomulagi við Palestínumenn í höfn áður en Ísraelar ganga til for- sætisráðherrakosninga hinn 6. febrú- ar næstkomandi. Hann muni nú ein- beita sér frekar að því að bæla niður óeirðir Palestínumanna. Ísraelskir hermenn skutu í gær til bana palestínskan bónda á Gaza- svæðinu eftir að sprengja sprakk í nærliggjandi landnemaþorpi Ísraela og særði einn ísraelskan hermann. Tveir hermenn særðust enn fremur í götuátökum við Palestínumenn, ann- ars vegar á sjálfstjórnarsvæði Palest- ínumanna á Gaza og hins vegar í hinni skiptu borg Hebron á Vesturbakkan- um. Clinton og Arafat ákváðu að hittast eftir að sá fyrrnefndi átti 45 mínútna símtöl bæði við Barak og Arafat á ný- ársdag. Clinton hefur verið að reyna að þrýsta leiðtogunum tveimur til að fallast á tillögur sem gætu þjónað sem grundvöllur að endanlegu sam- komulagi sem tryggði frið til fram- búðar í Mið-Austurlöndum og byndi enda á 52 ára átök Ísraela og Palest- ínumanna og ófrið sl. þriggja mánaða sem skilið hefur að minnsta kosti 355 manns eftir í valnum. Ísraelar hafa í stórum dráttum lýst sig reiðubúna að gangast inn á sam- komulag á þeim grundvelli sem til- lögur Clintons ganga út á en leiðtogar Palestínumanna hafa ekki tekið þeim eins vel og viljað fá frekari útlistanir á ákveðnum atriðum. Clinton sagði fyr- ir áramótin að hann sæi engan tilgang í að halda viðræðum áfram ef báðir aðilar lýstu sig ekki tilbúna til að samþykkja lykilatriði tillagna sinna. Barak berorður Í nokkrum fjölmiðlaviðtölum í gær lýsti Barak þeirri skoðun sinni, að hann sæi ekki lengur að mögulegt væri að koma á rammasamkomulagi við Palestínumenn fyrir kosningarn- ar 6. febrúar. Fram að þessu var al- mennt álitið, að möguleikar Baraks á að ná endurkjöri stæðu og féllu með því að honum auðnaðist að undirrita samkomulag á síðustu stundu fyrir kosningarnar og fyrir lok forsetatíðar Clintons 20. janúar. Barak sagði Ara- fat bera ábyrgð á því að nýjasta mála- miðlunartilraunin af hálfu Banda- ríkjamanna virtist ætla að verða árangurslaus. Yasser Arafat og Bill Clinton ræddu friðartillögur í Hvíta húsinu Hverfandi von sögð um samkomulag í bráð Washington, Jerúsalem. Reuters, AP. Reuters Þungt var yfir Yasser Arafat Palestínuleiðtoga er hann fór af fundi Clintons í gærkvöldi. GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, reyndi í gær að efna fyrirheit sitt um að skipa í ríkisstjórn sína fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa þegar hann tilkynnti þrjú síðustu ráðherraefni sín. Eitt þeirra er demókrati af japansk- bandarískum uppruna, eitt er kona af rómansk-amerískum uppruna og eitt er af arabísk-bandarískum uppruna. Sem orkumálaráðherra í væntan- legri ríkisstjórn sinni tilnefndi Bush Spencer Abraham, öldungadeildar- þingmann repúblikana sem missti þingsæti sitt í kosningunum í nóvem- ber eftir sex ára kjörtímabil en hann var eini maðurinn af arabískum ætt- um sem átti sæti í þingdeildinni. Til þess að fylgja eftir fyrri yfirlýs- ingum um að vilja starfa bæði með flokksmönnum sínum og demókröt- um tilnefndi Bush Norman Mineta, fráfarandi viðskiptaráðherra í ríkis- stjórn Clintons og fyrrverandi full- trúadeildarþingmann demókrata, í embætti samgönguráðherra. Linda Chavez, íhaldssamur sér- fræðingur í innflytjendamálum sem átti sæti í borgararéttindanefnd rík- isstjórnar Ronalds Reagan á sínum tíma, verður atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Bush yngri sem tekur við völdum 20. janúar næstkomandi. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings, þar sem jafnmargir fulltrúar repúblikana og demókrata sitja, verður að sam- þykkja ráðherratilnefningarnar. Bush ánægður „Ég get ekki ímyndað mér betri byrjun á nýju ári en að ljúka skipun nýrrar ríkisstjórnar; stjórnar sem ég tel að sé ein sú sterkasta liðsheild sem nokkrum forseta hefur auðnast að ná saman,“ sagði Bush á blaðamanna- fundi í Austin í Texas. Með því að tilnefna Mineta batt Bush loks enda á vangaveltur í Wash- ington um það hvort honum tækist að finna heppilegan demókrata til að taka sæti í ríkisstjórn sinni. Þrjú síðustu ráðherraefni Bush Fyrsti demó- kratinn tilnefndur Austin. Reuters. Spencer Abraham Linda Chavez Norman Mineta TAÍVÖNSK skólabörn fagna því að siglingar hafa verið heimilaðar milli tveggja eyja á Taívan og meg- inlands Kína í fyrsta sinn í rúma hálfa öld. Taívanar vonast til þess að siglingarnar dragi úr spennunni milli Kína og Taívans og lýsa þeim sem fyrsta skrefinu í átt að afnámi banns við beinum flutningum milli Taívans og meginlandsins. Reuters Taívanar afnema siglingabann  Taívanar heimila/30 KATHRIN Meth, átján ára sjálf- boðaliði í þýzka hernum, fær hér leiðbeiningar hjá höfuðsmanninum Sören Haack er hún mætti til her- búða stórskotaliðssveitar í Dülmen skammt frá Münster í Vestur- Þýzkalandi í gærmorgun. Í fyrsta sinn í sögu þýzka hersins hafa raðir framlínusveita hans verið opnaðar konum. Alls gengu í gær 244 konur til liðs við hinar ýmsu deildir hers- ins, flestar þó í sveitir landhersins. Harald Kujat, æðsti hershöfðingi Þýzkalands, sagðist í gær vænta þess að tilkoma kvennanna í fram- línusveitirnar muni hafa jákvæð áhrif. Þýzkir ráðamenn höfðu lengi staðið gegn því að brugðið yrði út af þeirri hefð að konum yrði haldið utan við þjónustu í hersveitum sem þjálfaðar væru til að taka þátt í bar- dögum. En fyrir rétt tæpu ári úr- skurðaði Evrópudómstóllinn þýzk- um kvenhermanni í vil, sem taldi sér mismunað með því að vera meinaður aðgangur að framlínu- sveitum en þessi dómur knúði yf- irvöld í Þýzkalandi til að breyta reglunum. „Eitt síðasta vígi kynbundinnar starfsskiptingar er fallið,“ sagði Rainer Brüderle, talsmaður frjálsra demókrata (FDP). Hann lagði áherzlu á að kvenhermenn yrðu að sæta alveg sömu aðstæðum í herþjónustu og karlhermenn. AP Konur í herinn Enn eitt karlavígið fellur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.