Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 2
28 SÍÐUR
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Lokaundirbúningur hafinn
hjá landsliðinu í hand-
knattleik fyrir HM/ B4
4 SÍÐUR 4 SÍÐUR
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GRUNNSKÓLAKENNARAR og launanefnd
sveitarfélaganna náðu á gamlársdag samkomu-
lagi um alla meginþætti nýs kjarasamnings. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins felur kjara-
samningurinn í sér að byrjunarlaun kennara,
sem í dag eru um 110 þúsund krónur á mánuði,
verði um 160 þúsund krónur. Þetta þýðir að með-
allaun kennara verða nálægt 240 þúsund á mán-
uði í lok samningstímans, en þau eru 180 þúsund í
dag. Samningurinn felur einnig í sér verulegar
breytingar á vinnuskipulagi og innra starfi skóla.
Samningurinn hefur ekki formlega verið und-
irritaður vegna þess að enn hefur ekki náðst sam-
komulag milli sveitarfélaganna og skólastjóra, en
skólastjórar eiga aðild að samningi kennara. Að
forminu til semja kennarar og skólastjórar við
sveitarfélögin í einum samningi þótt skólastjórar
hafi mikla sérstöðu. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er verulegur munur á þeim
launakröfum sem skólastjórar hafa sett fram og
þeim sem sveitarfélögin hafa talið rúmast innan
ramma samningsins. Báðir aðilar stefna þó að því
að ljúka samningum um helgina. Takist það verð-
ur kjarasamningurinn formlega undirritaður og
fer í kynningu hjá kennurum á næstu vikum.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags
grunnskólakennara, sagði að samningur grunn-
skólakennara og sveitarfélaganna væri mjög
merkilegur. Vinnubrögð við gerð samningsins
væru ekki síður merkileg og til eftirbreytni.
Kennarar og sveitarfélögin hefðu einsett sér að
gera samning sem skilaði þeim árangri að bæta
skólastarfið og hún sagði að það væri mat sitt að
það hefði tekist. Guðrún Ebba sagðist telja fulla
ástæðu til að hæla sveitarfélögunum fyrir hvern-
ig þau hefðu staðið að þessari samningsgerð.
Guðrún Ebba sagði að þegar grunnskólinn var
fluttur til sveitarfélaganna árið 1996 hefðu verið
höfð uppi stór orð um að nú gæfist tækifæri til að
breyta kjörum kennara, skólastarfinu og vinnu-
tímanum. Það hefði ekki tekist í kjarasamningn-
um 1997 að gera þessar breytingar. Önnur til-
raun hefði verið gerð 1999 til að ná samkomulagi
um svokallaðan tilraunasamning sem átti að fela í
sér verulegar breytingar á skipulagi, vinnutíma
og kjörum kennara en það hefði mistekist. Báðir
aðilar hefðu verið ósáttir við þá niðurstöðu. Von-
brigði beggja aðila 1999 hefðu átt sinn þátt í að
kennarar og sveitarfélögin einsettu sér að láta
hlutina ganga upp að þessu sinni. Hún sagði að
því væri ekki að neita að aðilar hefðu verið sam-
mála um að nýta það sem menn töldu vera gott í
þessum tilraunasamningi.
Enn ósamið við skólastjóra
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launa-
nefndar sveitarfélaganna, sagðist telja að ef það
samkomulag sem nú lægi fyrir yrði vísbending
um samningsniðurstöðuna fæli það í sér mikil
tímamót. Það ætti hins vegar eftir að ljúka mál-
inu gagnvart skólastjórum og vonandi tækist það
á allra næstu dögum.
Birgir Björn sagði að það sem væri kannski
óvenjulegt við þessa samningsgerð væri að
launanefndin hefði sett sér margvísleg markmið
um hvernig sveitarfélögin vildu bæta grunnskól-
ann.
Launanefndin teldi að það samkomulag sem nú
lægi fyrir væri viðunandi hvað öll þessi meg-
inmarkmið varðaði. Hann sagðist telja að þessa
niðurstöðu mætti þakka hvernig báðir aðilar
stilltu upp markmiðum og unnu sig að lausn.
Þetta hefði verið afskaplega árangursríkur við-
ræðuferill og til fyrirmyndar varðandi viðræður
sem framundan eru fyrir aðra hópa.
Samkomulag um öll meginatriði nýs samnings grunnskólakennara
Verulegar breytingar
verða á grunnkaupi
ANNAR piltanna, sem komust
lífs af úr flugslysi í Skerjafirði
mánudagskvöldið 7. ágúst sl.,
er látinn. Hann hét Sturla Þór
Friðriksson, 17 ára, búsettur í
foreldrahúsum í Miðstræti 8a í
Reykjavík. Að sögn læknis á
Landspítalanum í Fossvogi
lést hann að kvöldi nýársdags
af völdum afleiðinga áverka
sem hann hlaut í slysinu.
Flugvélin sem fórst var af
gerðinni Cessna 210 og voru
fimm farþegar auk flugmanns í
henni. Hún lagði af stað frá
Vestmannaeyjum laust eftir
klukkan 20 en brotlenti í
Skerjafirði um hálfri stundu
síðar. Flugmaður og tveir far-
þegar fórust með vélinni og
þriðji farþeginn lést á sjúkra-
húsi skömmu eftir slysið. Tveir
ungir piltar komust lífs af og sá
sem eftir lifir núna hefur verið í
endurhæfingu á Grensásdeild.
Sturla Þór Friðriksson
Annar pilt-
anna látinn
Það gefst færi til að reyna sig á
skautum og sleðum af öllum gerð-
um í froststillunum á suðvest-
urlandinu. Þessir félagar voru
með nýstárlegan sleða á Rauða-
vatni sem knúinn er vindorkunni.
Á vindsleða á
Rauðavatni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Reiknað er með að þessum undir-
búningsframkvæmdum verði lokið í
mars á þessu ári en í apríl stendur til
að bjóða út sjálfa brúarsmíðina.
Lægsta tilboð í vinnuplanið kom frá
Héraðsverki ehf. á Egilsstöðum, eða
upp á 14,9 milljónir króna. Áætlun
Vegagerðarinnar var upp á 25,4 millj-
ónir þannig að lægsta boð reyndist
41% lægra en áætlunin. Önnur tilboð í
verkið voru frá tæpum 19 milljónum
til 22,5 milljóna og bárust frá verktök-
um af Norður- og Austurlandi.
Lægsta tilboð í framleiðslu
steyptra undirstöðustaura undir
brúna kom frá Sandi og stáli ehf. á
Húsavík, eða 12,9 milljónir króna. Það
er 13% lægra en áætlun Vegagerð-
arinnar, sem var upp á 14,9 milljónir
kr. Annað tilboð, upp á 14,1 milljón,
var undir áætluninni og kom frá Vild-
arverki ehf. frá Árbakka.
Síðan voru sex tilboð hærri en áætl-
unin, allt frá 16 að 24,6 milljónum kr.
Staurarnir, alls 120 að tölu, koma
undir 250 metra langa brú og eru 28
metra langir. Brúin verður því tölu-
vert mannvirki enda hátt frá gilbarmi
niður að sjálfri Jökulsánni við fyrir-
hugað brúarstæði.
Mörg tilboð í
undirbúnings-
framkvæmdir
FJÖLDI tilboða barst Vegagerðinni í undirbúningsframkvæmdir fyrir vega-
og brúargerð í Fljótsdal að stöðvarhúsi fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar.
Annars vegar bárust fimm tilboð í vinnuplan við Jökulsá í Fljótsdal, öll undir
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, og hins vegar átta tilboð í framleiðslu nið-
urreksstaura undir nýja brú yfir Jökulsá.
Brúargerð vegna Fljótsdalsvirkjunar
Flugslysið
í Skerjafirði
SKIPSTJÓRAR hjá Landhelgis-
gæslunni hafa vísað kjaradeilu sinni
við ríkið til ríkissáttasemjara.
Flugumferðarstjórar vísuðu sinni
kjaradeilu við ríkið einnig til sátta-
semjara fyrir nokkrum vikum.
Fundað hefur verið nokkuð reglu-
lega í þeirri deilu að undanförnu. Að
sögn sáttasemjara ber enn nokkuð á
milli deiluaðila.
Skipstjórar hjá
Gæslunni til
sáttasemjara
ALLT tiltækt lið lögreglunnar á Ak-
ureyri var kallað út í gærkvöld til
þess að smala saman tólf hrossum
sem sluppu úr hólfi skammt norðan
við bæinn. Hrossin sluppu út á Hörg-
árbrautina og fóru eftir henni áleiðis
til Akureyrar. Skapaðist töluvert
umferðaröngþveiti, að sögn lögreglu,
en enginn skaði hlaust af. Eftir nokk-
urn eltingarleik tókst lögreglunni,
með aðstoð góðra manna, að koma
hrossunum saman og snúa þeim við.
Er þetta í annað sinn á skömmum
tíma sem hross sleppa úr þessu hólfi.
Eltu uppi tólf hross
vikudagur
anúar 2001
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað E
aubyggðu
æinn
ð segir
nna 2
Eldhúsoglitir
Fyrsta
heimilið
Breytt og betrumbætt 16
Ingibjörg
Sólrún á
Bárugötu 30a 15
JÖRÐIN Langárfoss í Borgar-
byggð (áður Álftárneshrepppi í
Mýrarsýslu) er nú til sölu hjá Fast-
eignamiðstöðinni. Um er að ræða
landmikla jörð með ágætum bygg-
ingum, m. a. góðu íbúðarhúsi.
Þessi jörð er þekkt sem ein af
mestu laxveiðijörðum landsins, en
jörðin á land bæði að Langá og Ur-
riðaá. „Við Langá hefur verið byggt
glæsilegt veiðihús og hér er um ein-
stakt tækifæri að ræða til þess að
eignast landmikla jörð í fögru um-
hverfi með miklum hlunnindum,“
sagði Magnús Leópoldsson hjá
Fasteignamiðstöðinni.
Jörðin er um það bil 1170 hekt-
arar og á henni er íbúðarhús, sem
að sögn Magnúsar Leópoldssonar
er í mjög góðu ástandi. Útihúsum
er vel við haldið og mjög snyrtilega
um þau gengið og sama máli gegnir
um tún og girðingar.
Veiðitekjur af Langá og Urriðaá
eru umtalsverðar, en eignarhlut-
deild jarðarinnar í Langá er 19% og
36% í Urriðaá. Ekki er sett fast
verð á jörðina en óskað eftir til-
boðum.
Landnámsjörð
Langárfoss (eldra nafn Foss) á
sér mikla sögu, en þetta var land-
námsjörð. Jarðarinnar er getið í
Egilssögu, en þar segir að Skalla-
grímur hafi fengið Sæunni dóttur
sinni og Þorfinni stranga búsetu
þar.
Til er kirkjumáldagi á Langár-
fossi frá 1181. Að fornu mati var
jörðin 50 hundruð. Land jarðarinn-
ar skiptist í tún, mýrar og flóa með
dreifðum klapparásum. Sunnan og
vestan til í landinu, í svokallaðri
Fosstungu, er lítils háttar birki-
kjarr í ásunum og þar, sem þurr-
lendara er.
Að austan liggur landið að Langá
á móti landi Ánabrekku, en að
sunnan og vestan að Urriðaá, gegn
landi Leirulækjar, Smiðjuhóls, Ur
riðaár og Valshamars, en að norðan
eru merki á móti Háholti, þvert yfi
tunguna milli Urriðaár og Langár.
Langá hefur lengi verið eftirsót
sem stangveiðiá. Um 1880 va
byggt vandað veiðihús í túninu á
Langárfossi. Hús þetta komst síða
í eigu skosks herforingja, sem
keypti það ásamt veiðirétti í Langá
árið 1904. Frá þeim tíma og fram ti
ársins 1938 var veiðiréttur í Langá
í eigu brezkra manna, en féll þá aft
ur til jarðanna við ána.
Veiðihúsið stendur enn, en hefu
nú verið stækkað verulega með við
byggingu. Íbúðarhús jarðarinna
stendur skammt austan við Álfta
neshreppsveg, stutt fyrir sunnan
vegamótin móti Ólafsvíkurvegi, en
stóð áður nokkru austar, næ
Langá.
Langárfoss á
Mýrum til sölu
Eignarhlutur jarðarinnar í Langá er 19% en 36% í Urriðaá. Ekki er sett fast verð á jörðina en óskað eftir tilboðum. Jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.
Stjórnstöðvar
fyrir hitakerfi
sundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum allsstaðar á landinu
!!"
!! #
$
"
&'!
!
)!&%*!
(!
%+!&,%!
(!
,,!&,)!
(!
!!
/$
0
1 233 4 %--
% #
!
. #
!
5 #
!
%,! #
6
6
6
! "!!!
# $ "!!! $ "!!
2)' 4 %--
$$
(> 8$
$$
- 23, 23* 235 23) 2--
1!
;7 8 9 7 7 : <=
netið
GPRS
GPRS er ný tegund gagnaflutn-
ingsleiðar sem er viðbót við GSM-
farsímakerfið og er ætlað að brúa
bilið að þriðju kynslóð farsíma er
kallast UMTS. GPRS verður tekið í
almenna notkun hjá fjarskiptafyrir-
tækjunum þremur í upphafi árs.
Kerfið tryggir sítengingu við Netið og
meiri gagnaflutningshraða en áður
hefur þekkst. 4
Quake
Skotleikurinn Quake hefur notið
mikilla vinsælda á Netinu en hundr-
uð manna spila leikinn hér á landi
með þessum hætti. Einkum er
keppt í Quake III og Action Quake en
búið er að gefa út fjölmargar breytt-
ar útgáfur af leiknum. Spilendur
flokka sig eftir hópum og etja kappi
hver við annan yfir Netið. 6
Aibo
Sony hefur gefið út nýja útgáfu af
rafhundinum Aibo sem hefur slegið í
gegn í Bandaríkjunum og Japan en
hann seldist upp á fáeinum mín-
útum er hann kom fyrst á markað.
Hundurinn getur gert ýmsar hunda-
kúnstir og tekið upp hljóð og staf-
rænar myndir. 5
fl -
i l i i i -
f í fi l
ili i j l f í
ll . i í
l j fj i f i -
j í fi .
fi i í i i i
i i fl i
f .
l i i f i
i ill i l i -
il l i i l i
i. i
í III i
i f fj l -
f f l i . il
fl i f i j i
i fi i .
i j
f i i f l i í
í í j
l i i í -
i -
i i lj f-
i .
Ómar Ragnarsson flytur fréttir af liðinni öld. Pensúm – þáttur um háskólalífið á
Íslandi og Buffy vampírubani snýr aftur.
dagskráa
TALSVERT BAR Á TÖLVU-
ORMUM OG VÍRUSUM UM
JÓL OG ÁRAMÓT EN ÞEIR
ERU SAGÐIR HAFA VALD-
IÐ LITLUM SKEMMDUM
HJÁ TÖLVUNOTENDUM.
SÁ SKÆÐASTI VAR KRIZ,
EN HANN EYDDI SKRÁM Í
TÖLVUM. 3
-
Í
I
I -
I I
.
I I ,
I Í
.
Ingbjörg Sólrún segir frá sínu
fyrsta heimili Eldhúsið sam-
verustaður fjölskyldunnar Lit-
ið yfir fasteignamarkaðinn á
liðnu ári og margt fleira
8 SÍÐUR