Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 4

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALDAMÓTABARN fæddist klukkan tvær mínútur yfir sex á nýársnótt á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi. Þetta fyrsta barn ársins er hraustur 14 marka og 52 senti- metra langur drengur. Foreldrar litla guttans eru þau Lára Elín Guðbrandsdóttir, 26 ára, og Gunnar Bergmann Stein- grímsson, 27 ára. Fyrir á Lára sex ára dóttur, Alexöndru Hlíf Jóels- dóttur, sem tekur nýfengnu hlut- verki stóru systur vel og hlakkar mikið til að fá litla bróður heim. „Þetta er mjög skemmtilegt en ekkert öðruvísi eða síðra en ef hann hefði fæðst 30. desember eins og hann átti að gera,“ sagði Lára spurð hvernig væri að hafa eignast aldamótabarn. Lára við- urkenndi reyndar að líklega ætti sonurinn eftir að vera þakklátur mömmu sinni seinna meir enda þætti mörgum leiðinlegt að eiga afmæli svo seint á árinu. Hún segir það ekki hafa verið neitt kappsmál að „fresta“ fæð- ingunni fram yfir nýár enda væri slíkt illmögulegt, börnin bara kæmu í heiminn þegar þeim þóknaðist sjálfum. Sú var enda raunin með aldamótadrenginn sem flýtti sér eins og mest hann mátti í heiminn og tók fæðingin aðeins 7 mínútur. Þrátt fyrir kappsemi þess stutta að komast í heiminn hefur hann verið sallarólegur síðan, „er alveg eins og ljós, hann bara drekkur og sefur,“ sagði Lára og móðurstoltið leyndi sér ekki. Fjölskyldan býr á Akranesi en Lára og Gunnar stunda bæði nám við Háskóla Íslands. Lára er á þriðja ári í félagsfræði og Gunnar á sínu fyrsta í tölvunarfræði. Hinn nýbakaði faðir er mennt- aður sjúkraliði og hegðaði sér af- ar fagmannlega við fæðinguna að sögn Láru. Fyrsta barn í Reykjavík mínútu síðar Fyrsta barn ársins í Reykjavík fæddist aðeins mínútu á eftir drengnum á Akranesi eða klukk- an 6:03. Það var stór sextán marka drengur sem kom í heim- inn á fæðingardeild Landspít- alans. „Það mætti halda að það hefði verið eitthvert kapphlaup í gangi,“ sagði aldamótabarnsmóð- irin um þennan örstutta mun á fæðingu fyrstu barna ársins. Morgunblaðið/JG Lára, Alexandra, Gunnar og aldamótadrengurinn sem hefur ekki verið nefndur. Fæðingin tók að- eins sjö mínútur VESTMANNAEYJAFERJAN Herj- ólfur sigldi fyrsta sinni milli Eyja og lands í gærmorgun undir merkjum Samskipa, sem tóku við rekstri ferjunnar um áramótin. Það var Guðjón Hjörleifsson bæj- arstjóri sem varð þess heiðurs að- njótandi að losa landfestar Herjólfs klukkan 8:15 í gærmorgun er skip- ið hélt til Þorlákshafnar. Björgvin Arnaldsson, rekstr- arstjóri skipsins, segir Sam- skipamenn bæði spennta og bjart- sýna á reksturinn. Hann segir að þeir hafi ýmsar hugmyndir um breytingar á honum, m.a. hafi þeir sótt um leyfi fyrir vínveitingum um borð í skipinu. Nánast sama áhöfn áfram Það eru Samskip og Flutninga- miðlun Vestmannaeyja, dótturfyr- irtæki Samskipa, sem standa að rekstri ferjunnar. Hefur nánast öll áhöfn skipsins verið ráðin áfram. Þá hefur hinn nýi rekstraraðili yf- irtekið byggingar Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum og notar áfram sömu símanúmer og áður svo Eyja- menn ættu að verða lítt varir við að annað fyrirtæki rekur nú ferjuna. Herjólfur siglir undir merkjum Samskipa Morgunblaðið/Sigurgeir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, losaði landfestarnar þegar Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð til Þorlákshafnar undir merkjum Samskipa. FJÖLMARGIR öryrkjar komu í þjónustumiðstöð Tryggingastofnun- ar ríkisins í gær eða höfðu samband símleiðis til að leita eftir leiðréttingu á bótum í samræmi við dóm Hæsta- réttar. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði að mikið álag hefði verið á stofnuninni. Marg- ir hefðu verið reiðir og sárir og það hefði bitnað á starfsfólki stofnunar- innar. Hins vegar væri ógerlegt að greiða óskertar bætur fyrr en nýjar reglur um bæturnar hefðu tekið gildi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmað- ur Öryrkjabandalagsins, hefur gagn- rýnt viðbrögð Tryggingastofnunar við dómi Hæstaréttar og sagt að dómurinn snúist um stofnunina en ekki stjórnvöld. Aðspurður um þetta segist Karl Steinar ekki líta þannig á málin. „Tryggingastofnun er ekki sjálf- stætt stjórnvald. Stofnunin hefur ekki úr eigin sjóðum að spila, heldur hefur hún aðeins aðgang að ríkis- sjóði eftir því sem markað er á fjár- lögum. Af þessum sökum er augljós- lega ekki hægt að greiða út bætur nema fyrir liggi skýrar og ákveðnar reglur um fyrirkomulag þess,“ sagði hann. Karl Steinar viðurkennir að Tryggingastofnun sé á milli steins og sleggju í þessu máli sem þjónustu- stofnun við almenning. Hann kveðst ekki vita hvenær ráðgjafanefnd rík- isstjórnarinnar um viðbrögð við dómi Hæstaréttar muni ljúka störf- um. „Ég veit að ráðherra vill að það verði sem fyrst. Það viljum við vit- anlega líka.“ Mikið álag í þjónustumið- stöð Tryggingastofnunar Framlögin eru skilyrt því að þau renni til greiðslu kennaralauna en tónlistarskólarnir eru sjálfseignar- stofnanir. Formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, Sigrún Magnúsdóttir, undrast þessa kvörtun skólans og bendir á að umsókn frá honum um styrk bíði afgreiðslu í fræðsluráði, auk þess sem skólinn taki þátt í til- raunaverkefni á vegum borgarinnar. Hún telur jafnframt mikilvægt að niðurstaða fáist í ágreiningnum með úrskurði Samkeppnisstofnunar eða umboðsmanns Alþingis. Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir frá því að skólinn tók til starfa hefðu borgaryfirvöld neitað honum um fjárframlög til jafns við sambæri- lega tónlistarskóla. Í Tónskóla Hörpunnar voru 70 nemendur á haustönn og að sögn Kjartans verða þeir fleiri á vorönn „þrátt fyrir bág- an efnahag“ eins og hann orðaði það. Fimm kennarar starfa við skólann. Hann sagði framlög borgarinnar skipta gríðarlegu máli fyrir skólana. Þeir fengju allt frá 100 upp í 300 þús- und kr. á ári fyrir hvern nemanda. Námsgjöld í skólunum væru á ári um 50–60 þúsund krónur. Unnið eftir stefnumörkun borgarinnar frá árinu 1999 „Kvörtun mín er tilraun til að láta kanna hvort þetta sé réttlætanlegt, lögum samkvæmt, að mismuna stofnunum og börnum í borginni á þennan hátt. Ég á engra annarra kosta völ. Ef úrskurðurinn verður mér neikvæður þá veit ég hvar ég stend,“ sagði Kjartan. Sigrún Magnúsdóttir sagði við Morgunblaðið að úttekt hefði farið fram á málefnum tónlistarskóla í borginni vorið 1999 og í kjölfarið hefði borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkt stefnumörkun sem unnið hef- ur verið eftir síðan. Þá hefði ekki ver- ið talið að hægt væri að auka framlögin og fjölga tónlistarskólum í Reykjavík heldur frekar að miðla framlögunum jafnar út í borgar- hverfin. Þar er miðað við að tónlist- arskólar starfi í öllum hverfum og að baki hverjum skóla séu 1.500-2.000 grunnskólanemendur eða um 10.000 íbúar. Sigrún minnti á að á fundi sínum um miðjan desember sl. hefði fræðsluráð samþykkt að láta fara fram tilraun í tveimur skólum í Breiðholti með því að veita nemend- um forskóla ókeypis tónlistarnám. Hún sagði Tónskóla Hörpunnar vera meðal þeirra sem tækju þátt í verk- efninu sem verktakar. Þá sagðist hún hafa gert skólastjóra Hörpunnar grein fyrir því á sínum tíma að hverj- um og einum gæti ekki dottið í hug að stofna tónlistarskóla sem þar með væri orðinn ávísun á styrk frá borg- inni, hlutirnir gengju ekki þannig fyrir sig. „Við erum öll af vilja gerð. Ég veit ekki betur en að Tónskóli Hörpunn- ar sé meðal umsækjenda um styrki þeirra sem ekki fá fast framlag en fræðsluráð ákveður styrkina í febrú- ar. Nýir skólar hafa fengið þessa styrki og hafa þurft að sanna sig áð- ur en þeir komast á fast framlag auk þess að hafa starfsleyfi frá mennta- málaráðuneytinu. Þetta er alveg eðli- legur farvegur,“ sagði Sigrún. Tónskóli kvartar við Samkeppnisstofnun og umboðsmann Alþingis Telur borgina mismuna tónlistarskólum í styrkjum TÓNSKÓLI Hörpunnar, sem starfað hefur í Grafarvogi í Reykjavík und- anfarið eitt og hálft ár, hefur sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar og um- boðsmanns Alþingis vegna þess sem skólastjóri skólans nefnir „háttalag Reykjavíkurborgar að mismuna tónlistarskólum í fjárhagsáætlun borgarinn- ar“. Tónskóli Hörpunnar er ekki meðal þeirra 15 tónlistarskóla í Reykjavík sem verið hafa á föstum fjárlögum undanfarin ár, sem fyrir árið 2001 nema alls 420 milljónum króna. Fyrsta barnið fæddist á Akranesi ÍSLANDSPÓSTUR hefur frest fram á föstudag til að greina frá því hvað fór úrskeiðis við dreif- ingu böggla hjá fyrirtækinu fyrir jólin. Gústav Arnar, forstöðu- maður Póst- og fjarskiptastofn- unar, sagði að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefði sent stofnuninni bréf í gærmorgun, þar sem farið hefði verið fram á rannsókn hennar í málinu. Gústav sagðist hafa sent bréf- ið áfram til Íslandspósts og að fyrirtækið hefði frest fram á föstudag til að svara því. Hann sagði að rannsóknin myndi því ekki hefjast formlega fyrr en svör hefðu borist. Farið yfir tölur og upplýsingar Tryggvi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri flutningamála hjá Íslandspósti, sagði að bréfinu yrði svarað og að nú væri verið að fara yfir tölur og upplýsingar sem sneru að þessu máli. Hann sagði að búið væri að taka saman um 20 mál þar sem sendingar hefðu eyðilagst og að fólki yrðu greiddar bætur í samræmi við tjón sitt. Hann sagði að enn væri ekki búið að greiða neinar bætur og því lægi ekki fyrir hversu tjónið væri mikið í peningum tal- ið. Að sögn Tryggva er þjónustan hjá Íslandspósti nú komin í jafn- vægi eftir miklar annir um hátíð- irnar. Samgöngu- ráðherra lætur rannsaka Íslandspóst Um 20 póstsend- ingar eyðilögðust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.