Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTING á svonefnduhauggasi,lofttegund semmyndast í urðuðumsorphaugum, hófst hér á landi á þessu ári. Úr hauggasinu er hreinsað metangas sem m.a. má nota til að knýja bílvélar í stað bens- íns og dísilolíu. Hauggas og metan eru vel þekktir orkugjafar víða erlendis en á Ítalíu ganga nú t.d. um 300.000 bílar fyrir metani. Í sumar voru fluttir hingað til lands 20 bílar sem ganga jafnt fyrir metani og bensíni en miðað við framleiðslugetu á metani í dag væri hægt að knýja um 1.400 bíla með metani og reiknað er með að hægt verði að sjá allt að 3.000 fólksbílum fyrir þessu innlenda eldsneyti árið 2012. Á urðunarstöðum Sorpu bs. í Álfs- nesi myndast um 500 rúmmetrar á klukkustund af hauggasi og má bú- ast við að þetta magn tvöfaldist á næstu fimm til sjö árum. Hauggasið skiptist efnafræðilega í metan, sem er u.þ.b. 55% af hauggasinu, og kol- díoxíð sem er um 45% af hauggas- inu. Sé ekkert aðhafst gufar haug- gasið smám saman upp úr sorphaugnum og út í andrúmsloftið, þar sem að gasið veldur talsverðum gróðurhúsaáhrifum. Hreint metan er ekki umhverfis- vænt og eru gróðurhúsaáhrif þess allt að 25 sinnum verri en áhrif af völdum koldíoxíðs. Því er nauðsyn- legt að brenna hauggasið, til þess að minnka gróðurhúsaáhrif. Sorpa hef- ur því safnað hauggasinu frá urðun- arstað á Álfsnesi til þess að brenna það. Gassöfnunarkerfið nær yfir svæði þar sem urðað hefur verið um 500 þúsund tonnum af úrgangi og dælir kerfið um 500 rúmmetrum af hauggasi á klukkustund. Orkugildi þess er sambærilegt við orku úr 315 lítrum af bensíni á klukkustund, eða 2,7 milljónum lítra á ári. Með því að brenna hauggasið er komið er í veg fyrir talsverð gróð- urhúsaáhrif en jafnframt er ljóst að talsverð verðmæti fara í súginn. Í ágúst 1999 stofnuðu Sorpa og Afl- vaki hf. því fyrirtækið Metan hf en því er ætlað að hreinsa og sjá um dreifingu og sölu á hauggasi og met- ani, framleiða orku úr metani og þróa umhverfisvæna orkugjafa. Helstu nýtingarmöguleikar haug- gassins og metans eru ferns konar. Í fyrsta lagi má nota óhreinsað haug- gas til hitunar á vatni, í öðru lagi má nota hauggas til raforkuframleiðslu og í þriðja lagi má nota metan sem orkugjafa á bifreiðar. Þá er í fjórða lagi sá möguleiki fyrir hendi að nota óhreinsað eða hreinsað hauggas í stóriðnaði. Metanvélar menga minna og eru hljóðlátari Metan hf hefur aðallega stefnt að því að hreinsa og selja metan á bif- Metan hf. vinnur að framleiðslu og notkun á metani sem aflgjafa í bíla Gas af rusla- haugunum gert vistvænt Morgunblaðið/Ásdís Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., og Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra fylltu í fyrsta skipti á metanbíl hérlendis þegar fyrsta metanáfyllingarstöðin var tekin í notkun í júní sl. Hauggas og metan eru vel þekktir orkugjafar víða erlendis en gasið verður til úr lífrænu sorpi á urðunarstöðum og veldur talsverðum gróðurhúsaáhrifum í andrúmsloftinu. Síðustu árin hefur hins vegar verið unnið að því hér á landi að breyta skaðlegu gasinu í vistvænt elds- neyti. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið og ræddi við stjórnarformann Metans hf.                         !       "    #      $     %#  &  &      '    ( ) * + )   '    ) RAGNAR Aðalsteinsson, lögfræð- ingur Öryrkjabandalagsins, segir að forseti Íslands eigi að beita sér í mikilvægum málum sem varða undirstöðuhagsmuni almennings og fordæmi séu fyrir slíku í tíð fyrri forseta. Hann nefnir sem dæmi afskipti Ásgeirs Ásgeirsson- ar af ríkisstjórnarmyndun árið 1956 og mikil samskipti hans við sendiherra Bandaríkjanna og Bretlands vegna ákvörðunar þingsins að segja upp hervarnar- samningnum sama ár. Þá hafi for- setinn óskað þess að ekki yrði ráð- ist harkalega á Ísland ef á þyrfti að halda. Að sögn Ragnars hafði Ásgeir einnig mikil áhrif á það hver yrði utanríkisráðherra í þeirri stjórn sem Hermann Jón- asson myndaði árið 1956 og enn- fremur lagðist forsetinn alfarið gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu þegar stjórn Her- manns féll í árslok 1958. „Þá má enn nefna að í áramótaávörpum, t.d. í áramótaávarpinu 1957/58, tók hann hreina og klára afstöðu til mála eins og hlutleysisstefnunnar. Hann lagðist algerlega gegn henni og tók klára pólitíska afstöðu eins og það væri kallað í dag.“ For- ystumenn Öryrkjabandalagsins gengu nýverið á fund forseta Ís- lands þar sem óskað var eftir að forsetinn beitti áhrifavaldi sínu í deilum Öryrkjabandalagsins og ríkisstjórnarinnar vegna dóms Hæstaréttar um tekjutengingu ör- orkubóta. Ragnar telur að séu al- varlegir atburðir yfirvofandi sé gert ráð fyrir því lagalega að for- setinn blandi sér í þá. Að sögn Ragnars hefur Sigurður Líndal lagaprófessor líklega gengið lengst í að skilgreina þetta, en eldri fræðimenn segja slíkt hið sama. „Það virðast allir ganga út frá því að forsetinn eigi að grípa til þeirra aðgerða sem hann getur. Þannig hefur forsetinn líklega álitið það svo hættulegt að hafa Alþýðu- bandalagið í stjórn að það yrði að vinna gegn því og það væri svo hættulegt að vera hlutlaus að það yrði að vinna gegn því. Og það gerði hann opinberlega.“ Vegið að mannréttindum Ragnar segist líta þannig á að mál Öryrkjabandalagsins vegna dóms Hæstaréttar og viðbragða ríkisstjórnarinnar við honum sé mjög alvarlegt mál vegna þess að verið sé að storka stjórnarskránni. „Það er látið að því liggja að það sé ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort dómar Hæstaréttar séu góð- ir eða vondir. Síðan er gengið enn lengra með því að segja, að ef dómar ganga á þann hátt að rík- isstjórninni líkar ekki sé lögum bara breytt. Ég býst við að í alvörulandi yrði það talin bylting- aryfirlýsing frá ríkisstjórninni ef hún segði að dómur Hæstaréttar væri mistök.“ Að sögn Ragnars gerir það málið alvarlegt að rík- isstjórnin vilji breyta niðurstöðu Hæstaréttar í kjölfar þess að mannréttindi almennings aukast en ekki vegna þess að þau minnka. „Þannig að ég tel þetta vera svo alvarlega atburði að forsetinn eigi að blanda sér í þá vegna þess að þarna er virkilega vegið að und- irstöðunum.“ Lögfræðingur Öryrkjabandalagsins segir fordæmi fyrir afskiptum forseta Forsetinn beiti sér í málum er varða undirstöðuréttindi KRISTÍN A. Árnadóttir, aðstoðar- kona borgarstjóra, tekur við stöðu framkvæmdastjóra þróunar- og fjöl- skyldusviðs Reykjavíkurborgar 1. febrúar næstkomandi. Kristín sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hlakkaði til að takast á við nýja starfið enda væru mörg spennandi verkefni framundan á þróunarsviðinu. Þar bæri hæst samstarf við erlendar borgir um leit að lífsgæðamælikvörð- um sem hefst á næsta ári. Þetta felur að sögn Kristínar í sér að Reykjavíkurborg fer í formlegt samstarf við borgir sem allar eru við- urkenndar fyrir framúrskarandi stjórnsýslu eða að standa vel að þró- unarmálum. Borgir sem taka þátt í verkefninu er að finna um allan heim, m.a. í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Englandi, Danmörku og Finnlandi. Spurð hvort miklar breytingar myndu koma í kjölfar mannabreyt- inganna sagðist Kristín ekki telja það enda hefði hún verið í ágætu sam- starfi við þróunarsvið og þá forstöðu- menn sem hlut eiga að máli. „Ég held að við höfum stigið mjög vel í takt hingað til og munum gera það áfram,“ sagði Kristín og minnti á annað verk- efni þróunarsviðs sem nú er í burð- arliðnum og á vafalaust eftir að vekja athygli og áhuga borgarbúa. Það verkefni verður í anda nýsamþykkt- rar upplýsingastefnu borgarinnar sem felur í sér gagnvirkni borgar- kerfisins, þ.e. beint samstarf við borg- arbúa. Kristín lætur af störfum aðstoðar- konu borgarstjóra um næstu mánaða- mót en ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfi hennar. Spennandi verk- efni framundan hjá þróunarsviði ATKVÆÐI verða greidd í dag um nýjan kjarasamning kenn- ara við Verslunarskóla Ís- lands, sem var undirritaður með fyrirvara 22. desember síðastliðinn. Samningurinn verður formlega kynntur fyrir kennurum skólann á fundi í dag og greidd atkvæði að hon- um loknum. Stefnt er að því að kennsla hefjist við skólann samkvæmt stundaskrá á morgun. Kjarasamningurinn sem gerður var við VÍ felur í sér mikla hækkun grunnlauna strax um áramót vegna stór- tækra tilfærslna milli yfir- vinnu og dagvinnu og vegna þess að kennarar skipta nú með sér ábyrgð á störfum, svo sem deildarstjórn og umsjón með nemendum, auk þess sem sérstakar greiðslur á prófa- tíma fara nú inn í grunnlaun en kennarar hafa eftir sem áð- ur tryggingu á sömu launa- greiðslur á kennslutíma og prófatíma. Breyting á greiðslum fyrir próf leiðir til umtalsverðrar upphafshækk- unar á launum kennara skól- ans. Kjarasamningurinn gildir frá 22. desember 2000 til 30. apríl 2004 og kemur síðasta áfangahækkun hans til fram- kvæmda 1. desember 2003 og er hún 9%. Verslunarskólinn Kennsla hefst á morgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.