Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 22

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Chrome Mate frá Áhrifarík megrun Apótekin Reykholtsdal - Verslunarhúsnæði Hraðbúðar Esso í Reykholtsdal í Borgarfirði lætur ekki mikið yfir sér þegar komið er að því, en ferða- menn rekur oft í rogastans yfir vöruúrvalinu þegar inn er komið. Til að geta haldið úti miklu vöruúr- vali samfara aukinni þjónustu hefur þessa dagana sérstöku lagerhús- næði verið bætt við verslunina. En búast má við að hægt verði að kaupa þar heitar pylsur, samlokur o.fl. með vorinu. Hjónin Kristinn Hannesson og Ingunn Sveinsdóttir keyptu versl- unina, sem áður hét Bitinn, um ára- mót í fyrra og reka bensínafgreiðsl- una sem umboðsaðilar Esso. Þau komu austan frá Neskaupstað í Borgarnes fyrir fjórum árum og tóku fljótlega stefnuna á sveitir Borgarfjarðar og hafa einnig keypt íbúðarhús undir fjölskylduna stein- snar frá versluninni. Þau segjast kunna mjög vel við sig, viðtökur fólks hafi verið góðar í alla staði og velta verslunarinnar standi fyllilega undir væntingum þeirra. Í anda Esso-nestis Kristinn er bakarameistari að mennt og stefnir einnig á að vera með eigin brauðbakstur í verslun- inni. „Þetta er í anda Esso-nestis- stöðvanna,“ segir hann, „sem opn- aðar hafa verið á nokkrum stöðum á Reykjavíkursvæðinu, en þar er boð- ið upp á nýbakað brauð og bakk- elsi.“ Með reynslu sína af bakarís- rekstri í farteskinu fullyrðir Kristinn, að virk þjónusta sé undir- staðan í allri verslun. „Við lengdum afgreiðslutímann fram til kl. 20 alla daga vikunnar, sem gerir þetta að fullu starfi fyrir okkur bæði, auk þess sem við erum með sumarstarfsfólk.“ Kristinn segir það vera í bígerð hjá Esso að gera umbætur á plan- inu umhverfis bensínsöluna og hann sé sjálfur að velta fyrir sér ýmsum fleiri möguleikum í ferðaþjónustu- málum. Með Reykholt í næsta ná- grenni séu vaxtarmöguleikar nokkrir og því bjóði staðurinn upp á mikla möguleika. „Aðalundirstaða verslunarinnar er auðvitað heimafólkið,“ segir hann, „en almennir ferðamenn eru bónus. Við höfum auðvitað einungis eins árs reynslu, en verslun hefur verið rekin hér vel á annan áratug. Með bættum samgöngum um Hval- fjarðargöng og Borgarfjarðarbraut, sem er smám saman að verða greið- færari, virðist umferðin um svæðið vera að aukast. Mikið er um að fólk komi í sumarbústaðina yfir vetrar- tímann, en þó alltaf sé fært stjórn- ast þetta mikið af veðrinu. Megin- umferðin í fyrra má segja að hafi byrjað um páska,“ segir Kristinn. Hjónin Kristinn Hannesson og Ingunn Sveinsdóttir framan við versl- unina. Nýja lagerhúsnæðið er til vinstri. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Vöruúrvalið í þessu litla húsi kemur ferðamönnum oft á óvart. Ilmur af brauðbakstri væntanlegur í Reykholtsdal Hraðbúð Esso stækkar við sig Bolungarvík - Bæjarstjórn Bol- ungarvíkur bauð öllum íbúum Bol- ungarvíkur sem eru á atvinnuleys- isskrá til skötuveislu í samkomu- húsinu Víkurbæ á Þorláksmessu. Sem kunnugt er misstu um 90 manns atvinnu sína er Rækjuverk- smiðja Nasco varð gjaldþrota í byrjun desember. „Við höfum átt prýðilega stund hér og borðað saman sérlega góða skötu eins og hún best gerist“, sagði Ólafur Kristjánsson bæj- arstjóri ogsagði það að koma sam- an til skötuveislu að þessu sinni fyrst og fremst gert í þeim til- gangi eiga saman stund með þessu góðu fólki á óvissutíma, en staða atvinnumála í Bolungarvík væri bæjarbúum mikið áhyggjuefni. Allir vonast samt til að úr rætist fyrr en síðar, en þangað til er nauðsynlegt að halda haus og horfa bjartsýnn fram á veginn. Ólafur sagði að borist hefðu góðar kveðjur frá Páli Péturssyni félagsmálaráðherra sem hefði lýst áhuga sínum á að heimsækja íbúa Bolungarvíkur fljótlega á nýju ári. Svæðisráð svæðismiðlunar Vest- fjarða hefur sent frá sér ályktun þar sem ráðið lýsir ánægju sinni með viðbrögð bæjaryfirvalda í Bolungarvík sem ásamt skötu- veislunni gáfu öllum atvinnuleit- endum frí aðgangskort í Sundlaug Bolungarvíkur sem gilda til loka janúar 2001, og Samkaup/Spar- kaupsverslananna sem létu sig það varða að fólk í Bolungarvík og annarstaðar á norðanverðum Vestfjörðum missti atvinnu sína og gáfu fólkinu nú fyrir jólin 10% afslátt af þremur úttektum í versl- unum sínum. Þá er til þess tekið hversu vel og ákveðið Verkalýðs- og sjó- mannafélag Bolungarvíkur brást við og studdi sitt fólk er gjaldþrot Nasco dundi yfir. Boðið til skötuveislu Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Bæjarstjórn Bolungarvíkur bauð öllum íbúum Bolungarvíkur sem eru á atvinnuleysisskrá til skötuveislu í samkomuhúsinu Víkurbæ á Þorláksmessu. Hellnum - Jólin voru hvít í hluta af sunnanverðum Snæfellsbæ þetta árið. Aðfaranótt aðfanga- dags snjóaði á litlu svæði frá Hamraendum í Breiðuvík og vestur að Malarrifi og nutu því byggðakjarnarnir á Hellnum og Arnarstapa þess að hafa hvít jól. Miklar stillur voru bæði á aðfangadag og jóladag og vetr- arsólin baðaði landið geislum sínum yfir jólahátíðina. Skreytingar og ljós prýddu hús á Hellnum og Arnarstapa og leiði í Hellnakirkjugarði. Ekki var haldin guðsþjónusta í Hellnakirkju um jólin en boðið var upp á sameiginlega guðs- þjónustu með Staðastaðar- prestakalli í Búðakirkju á ann- an dag jóla. Margir nýttu sér góða veðrið til gönguferða yfir hátíðina og heimsóttu m.a. Maríulindina á Hellnum. Stytt- an af guðsmóðurinni var skrýdd snjókraga þar sem hún vakti þögul yfir lindinni, en yfirborð hennar var frosið þótt greina mætti að affallið frá henni sytr- aði áfram í litlum þröngum far- vegi. Smáfuglar sóttu heim til húsa um leið og fór að snjóa og fengu að sjálfsögðu jólaglaðn- inginn sinn, en frostið fór mest í 6,5 gráður yfir hátíðisdagana. Hvít jól undir Jökli Grindavík - Kvenfélag Grinda- víkur kom færandi hendi í Grunnskóla Grindavíkur nú á dögunum. Þær gáfu sjónvarp og myndbandstæki en þetta er ekki það eina því á dögunum gáfu þær þvottaspjöld og þvottaleiðbeiningar í heimilis- fræðina. Þá gáfu þær samskon- ar gjöf í Grindavíkurkirkju nú fyrir stuttu. „Já, við erum alltaf að reyna að láta gott af okkur leiða. Okk- ur er eiginlega ekkert óviðkom- andi en til þessa höfum við mik- ið verið að styðja skólann, heilsugæsluna, kirkjuna og félagsaðstöðuna í Víðihlíð. Fjár- aflanir hafa verið aðallega þrjár, þ.e. sjómannadagskaffið, jóla- kort og jóla- og páskabingó. Nú, við höfum líka stutt fjárhags- lega fjölskyldur um jólin. Það sem okkur vantar helst er að fá fleiri ungar konur til að starfa með okkur,“ sagði Birna Óla- dóttir, formaður kvenfélagsins. Ekkert óviðkom- andi Kvenfélagskonur komu færandi hendi Vestmannaeyjum - Árleg úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Spari- sjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var fyrir 13 árum til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fór fram á Þorláksmessu. Að þessu sinni voru þrír styrkir veittir til einstaklings og félagasamtaka. Blátindur VE 21, áhugamanna- félag fékk styrk vegna endurbygging- ar vélbátsins Blátinds VE 21 og koma honum í sýningar- og sjóhæft ástand. Mb. Blátindur var byggður í Vest- mannaeyjum árið 1947 úr eik og furu og er hann 45 smálestir. Blátindur var samfellt í útgerð til ársins 1992, en hefur síðan staðið uppi í slipp í Vest- mannaeyjum. Blátindur er óbreyttur frá því hann var smíðaður og er t.d. með upprunalegt stýrishús. Skipa- smíðameistari hans var Gunnar Mar- el Jónsson. Við úthlutun styrksins var tekið mið af því að hér er á ferðinni mikið menningarsögulegt mál fyrir framtíðina og ókomnar kynslóðir, að hafa aðgang að bát sem forfeður okk- ar sóttu á sjóinn á öldinni sem leið. Bára Grímsdóttir hlaut styrk úr Styrktar- og menningarsjóði SPV, en hún er tónmenntakennari og hefur verið búsett í Vestmannaeyjum um árabil og sett mikinn og sterkan svip á allt tónlistarlíf í bænum. Bára hefur verið stjórnandi Samkórs Vest- mannaeyja þar sem hún hefur skilað miklu starfi. Á þessu ári hefur Bára víða komið við, m.a. var frumflutt eftir hana tónverk í Skálholtskirkju í sum- ar. Bára hefur starfað með þjóðlaga- hópnum Emblu sem hefur kvatt sér hljóðs á erlendri grundu. Bára hlaut einnig starfslaun listamanna frá Al- þingi sl. ár. Mannfræðistofnun Háskóla Ís- lands hlaut styrk úr Styrktar- og minningarsjóði SPV á síðasta ári vegna vinnu við undirbúning að gerð sérstaks Eyjavefjar sem tengist Vest- mannaeyjum og þá aðallega byggð- arsafninu og Rannsóknarsetri Há- skólans í Vestmannaeyjum með margvíslegum hætti. Vefurinn var opnaður fyrr á þessu ári, en seinni hluti styrksins kom til greiðslu á þessu ári. Gísli Pálsson, prófessor og forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur umsjón með verkefninu. Við afhendinga á styrkjunum flutti Þór Í. Vilhjálmsson, stjórnarformað- ur Sparisjóðs Vestmannaeyja, stutta ræðu áður en hann afhenti fulltrúum styrkþega styrkina. Styrkur Spari- sjóðs Vestmannaeyja er gott innlegg í menningar- og þjóðþrifamál í Vest- mannaeyjum þar sem ávallt skortir fé til rekstrar eða framkvæmda. Spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja er Ólafur Elísson, fv. bæjarstjóri og löggiltur endurskoðandi. Sparisjóður Vest- mannaeyja styrkir menninguna Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Styrkþegar ásamt Ólafi Elíssyni sparisjóðsstjóra og Þór Í. Vilhjálmssyni stjórnarformanni SPV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.