Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 30
ERLENT
30 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TVÖ taívönsk farþegaskip lögðust
að bryggju í Fujian-héraði í Kína í
gær eftir sögulega siglingu frá
tveimur eyjum á Taívan, Quemoy og
Matsu. Er þetta í fyrsta sinn í rúma
hálfa öld sem skip sigla milli Taívans
og Kína með löglegum hætti án þess
að hafa viðkomu í Hong Kong eða á
öðrum stöðum.
Taívanar bönnuðu bein viðskipti,
ferðir og póstflutninga milli Taívans
og Kína árið 1949 en hafa nú heim-
ilað takmörkuð viðskipti og siglingar
milli eyjanna tveggja og Fujian-hér-
aðs. Aðeins íbúum Quemoy og Matsu
er heimilt að ferðast beint til Fujian
og aðrir Taívanar þurfa enn að fara
fyrst til Hong Kong eða annarra
staða til að ferðast til meginlands
Kína.
Taívanar vona að beinar siglingar
og takmörkuð viðskiptatengsl dragi
úr spennunni milli Kína og Taívans
og sigling skipanna tveggja varð til
þess að gengi hlutabréfa í taívönsk-
um fyrirtækjum hækkaði um 4% í
gær.
Vilja að bannið verði
afnumið algerlega
Kínversk stjórnvöld samþykktu
siglingarnar með semingi og gagn-
rýndu Taívana fyrir að afnema ekki
ferða- og viðskiptabannið algerlega.
Fjölmiðlar í Hong Kong segja að
Kínverjar óttist að Taívanar noti
takmarkað afnám bannsins sem af-
sökun til að slá samningaviðræðum
um sameiningu Kína og Taívans á
frest.
Taívanska farþegaskipið Taima
kom til Fuzhou, höfuðstaðar Fujian,
með um 498 ferðamenn og 16 frétta-
menn. Skömmu síðar lagðist annað
farþegaskip, Dawu, að bryggju í
Xiamen með 192 manna sendinefnd
frá Quemoy, sem hefur einnig verið
nefnd Kinmen. Kínverjar gerðu
harðar sprengjuárásir á eyjuna í
ágúst 1958 og héldu þeim áfram öðru
hvoru til ársins 1979.
„Þetta er eins og að koma aftur til
föðurlandsins,“ sagði Chen Shui-ts-
ai, héraðsstjóri Quemoy, sem var á
meðal farþega Dawu. „Aðeins 6.000
metrar skilja Quemoy og Xiamen að
en ferðin tók 52 ár.“
Sigling skipanna tveggja hefur
einkum táknræna þýðingu því flutn-
ingaskip hafa siglt á milli taívönsku
eyjanna tveggja og Fujian í tæpan
áratug. Taívönsk stjórnvöld hafa lýst
þessum flutningum sem smygli en
hafa nú heimilað þá.
Taívanar
heimila sigl-
ingar til Kína
Xiamen. Reuters, AP.
AP
Taívanskir íbúar Xiamen í Kína bjóða taívanska ferðamenn velkomna
eftir að skip þeirra lagðist að bryggju í gær. Er þetta í fyrsta sinn í rúm
50 ár sem skipum hefur verið heimilað að sigla frá Taívan til Fujian-
héraðs í Kína án þess að hafa viðkomu í Hong Kong eða öðrum stöðum.
TALA látinna í einu mesta fer-
juslysi í Bangladesh var komin
í 176 í gær og var þá meira en
70 manns saknað. Varð slysið
síðastliðinn föstudag þegar
tvær ferjur rákust á í dimmri
þoku á Meghna-fljóti. Slapp
önnur án nokkurs skaða en hin,
sem var með tvö þilför og um
400 manns um borð, klofnaði í
tvennt og sökk. Ferjuslys eru
mjög tíð í Bangladesh en þar
hvolfdi þeim að minnsta kosti
sjö á síðasta ári.
Stór vatns-
orkuver úrelt
TÍMI stórra vatnsaflsvirkjana í
Noregi er liðinn. Kom þetta
fram í nýársræðu Jens Stolten-
bergs, forsætisráðherra Nor-
egs, en hann tilkynnti jafn-
framt, að ríkisstjórnin hefði
hætt við fyrirhugaða stækkun
vatnsaflsvirkjananna í Bjøll-
åga, Melfjord og Beiarn í Norð-
landi. Kvaðst hann vita, að ekki
væru allir sammála þeirri
ákvörðun en hagurinn af
stækkun væri ekki nógu mikill
til að unnt væri að réttlæta
þann skaða sem náttúran yrði
fyrir vegna framkvæmdanna.
Sagði Stoltenberg, að verðmæti
óspilltrar náttúru ykist stöð-
ugt.
Neita
ábyrgð á
sprengingum
TALSMAÐUR einnar skæru-
liðahreyfingar múslima á Fil-
ippseyjum neitaði í gær, að
hreyfingin bæri ábyrgð á fimm
sprengingum í Manila, höfuð-
borg landsins, síðastliðinn laug-
ardag. Urðu þær á ýmsum
stöðum og urðu 16 manns að
bana og slösuðu meira en 100.
Abu Cantada, talsmaður Abu
Sayyaf-skæruliðahreyfingar-
innar, sagði, að þeir, sem raun-
verulega bæru ábyrgð á
hryðjuverkunum, notuðu músl-
ímsku skæruliðana sem skálka-
skjól.
Rafmagns-
leysi í
Svíþjóð
UM 30.000 heimili voru enn þá
rafmagnslaus í Svíþjóð í gær,
nokkrum dögum eftir mikla
snjókomu sem sligaði raf-
magnslínur. Um 25.000 heimili í
suðvesturhluta landsins hafa
verið án rafmagns frá því á
laugardag og um 5.000 heimili í
Vestur-Svíþjóð.
Samgöngur gengu einnig að
miklu leyti úr skorðum vegna
snjókomunnar.
N-Indland
rafmagns-
laust
ALLUR norðurhluti Indlands
var rafmagnslaus í gær en þá
hrundi allt kerfið á þessum
slóðum. Byrjaði það með því, að
bilun kom upp í einni stöð í Utt-
ar Pradesh og það olli aftur bil-
unum í næstu ríkjum og höf-
uðborginni, Nýju-Delhi. Hefur
verið fyrirskipuð opinber rann-
sókn á uppákomunni.
STUTT
Ferjuslys
í Bangla-
desh
KAFARAR og björgunarflokkar
tyrknesku strandgæslunnar leituðu
í gær að 40 til 50 manns, sem sakn-
að er eftir að flutningaskip skráð í
Georgíu sökk skammt frá hafnar-
bænum Antalya á Miðjarðarhafs-
strönd Tyrklands sl. mánudag.
Fannst einn maður á lífi í sjónum í
gær en þeir, sem saknað er, er fólk,
sem ætlaði að komast ólöglega til
Grikklands.
Í áhöfn skipsins, sem heitir Pati,
voru aðeins 10 menn en talið er, að
um borð hafi verið 80 manns að
auki, ólöglegir innflytjendur frá
Indlandi, Pakistan, Íran, Afganist-
an, Marokkó og Bangladesh. Kom
skipið við í Antalya í Tyrklandi en
skömmu eftir brottför þaðan bilaði
vélin í mjög slæmu veðri. Rak skipið
þar til það tók niðri á skeri við
ströndina þar sem það brotnaði í
tvennt. Varð aftari hlutinn eftir á
skerinu en framskipið allt, þar á
meðal lestarrýmið þar sem ólöglegu
innflytjendurnir voru faldir, sökk í
sæ. Á mánudag tókst að bjarga 32
mönnum af aftari skipshlutanum og
þá fundust lík sjö manna í sjónum.
Tyrkneska lögreglan hefur kyrr-
sett grískan skipstjóra skipsins og
hafið rannsókn á slysinu. Skipið fór
frá Ashdod í Ísrael 27. desember sl.
og ætlaði að taka sement í Antalya.
Mikil snjóþyngsl í Tyrklandi og frí-
dagar vegna loka föstumánaðarins
komu þó í veg fyrir það og skip-
stjórinn ákvað þá að sigla skipinu til
Piraeus í Grikklandi.
Tyrkneskir björgunarmenn komu
auga á einn mann á sundi í sjónum
skammt frá skipinu í gær og gekk
greiðlega að ná honum upp. Var um
að ræða 27 ára gamlan mann frá
Bangladesh. Litlar vonir eru um, að
aðrir finnist lifandi. Haft var eftir
manninum, sem bjargaðist í gær, að
fólkið, ólöglegu innflytjendurnir,
hefði farið um borð í Pati rétt við
Antalya.
AP
Helmingur skipsins sat eftir á skeri eða klettum við ströndina. Óttast er,
að allt að 50 ólöglegir innflytjendur hafi farist.
Flutningaskip brotnaði
á skeri við Tyrkland
Ankara, Antalya. AFP, AP, Reuters.
40 til 50 ólöglegir innflytjendur taldir af eftir sjóslys
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, losnaði úr heldur óþægi-
legri stöðu í gær þegar breski út-
gefandinn Paul Hamlyn, lávarður
og stuðningsmaður Verkamanna-
flokksins til margra ára, tilkynnti
að hann væri hinn nafnlausi styrkt-
araðili Verkamannaflokksins sem
deilt hefur verið um undanfarna
daga í Bretlandi.
Breska blaðið The Sunday Tele-
graph upplýsti nú um helgina að
flokknum hefði borist tveggja millj-
óna punda framlag í kosningasjóð
eða um 252 milljónir ísl. króna.
Blair var strax hvattur til að upp-
lýsa hver stæði að baki því. Stjórn-
arandstaðan og sumir háttsettir
einstaklingar úr Verkamanna-
flokknum voru meðal þeirra sem
harðast gengu fram í því að krefj-
ast þess að málið yrði upplýst.
Hátt framlag gæti dregið
úr trausti kjósenda
Þeir síðarnefndu óttuðust mjög
að svona hátt framlag myndi vekja
grunsemdir meðal kjósenda um að
ríkisstjórnin hefði hagsmuni auð-
kýfinga að leiðarljósi í stað lands-
manna allra. Samkvæmt núgildandi
lögum ber Verkamannaflokknum
ekki að upplýsa um hverjir leggja
fram fé í kosningasjóði hans en ný
lög um þetta taka gildi í febrúar.
Hamlyn sagði í yfirlýsingu sinni
að hann hefði tekið þá ákvörðun
eftir að hafa fylgst með umræðunni
í breskum fjölmiðlum að gefa sig
fram.
Charlie Falconer, ráðherra í rík-
isstjórninni og náinn sam-
verkamaður Blair, var greinilega
létt þegar hann ræddi um nafn-
greininguna í sjónvarpsviðtali í
gær. Hann sagði ósanngjarnt að
gagnrýna Hamlyn fyrir að hafa
ekki komið fram í sviðsljósið fyrr,
en Hamlyn er bæði með parkinson-
veiki og krabbamein.
Blair getur verið ánægður með
að betur rættist úr þessu máli en
síðasta rifrildi í kringum fjármál
flokksins sem tengdist háu fram-
lagi skipuleggjanda Formúlu eitt
kappakstursins.
Verkamannaflokkurinn komst til
valda á sínum tíma m.a. vegna
hneykslismála í Íhaldsflokknum og
er flokknum mikið í mun að flækj-
ast ekki í hneykslisvef sem gæti
haft sigur í komandi kosningum af
honum.
Blair slepp-
ur með
skrekkinn
London. AFP.
ÍRSKA stjórnin lagði á ráðin um
það 1970 að ráðast inn í Norður-
Írland í því skyni að vernda kaþ-
ólskt fólk þar og búa það vopnum til
að það gæti varist sjálft. Kemur
þetta fram í stjórnarskjölum, sem
nú hafa verið gerð opinber.
Sagnfræðingar telja sig hafa vitað
það lengi, að áætlanir af þessu tagi
hafi verið gerðar, en það hefur ekki
verið staðfest opinberlega fyrr en
nú.
Á þessum tíma var mikil ókyrrð á
N-Írlandi. Í Belfast höfðu mótmæl-
endur ráðist á heimili kaþólskra
manna og breska stjórnin sendi her-
lið til héraðsins til að reyna að kveða
niður óöldina. Jack Lynch, forsætis-
ráðherra Írlands, sagði í ávarpi 13.
ágúst 1969, að írska stjórnin gæti
ekki horft aðgerðalaus upp á, að
saklausu fólki væri misþyrmt eða
leikið enn verr, en opinberlega gekk
hann þó aldrei lengra en að hvetja
til, að Sameinuðu þjóðirnar sendu
gæslulið til héraðsins.
Það var síðan 6. febrúar 1970, að
Lynch skipaði yfirmanni írska her-
ráðsins að þjálfa herinn með innrás í
Norður-Írland fyrir augum. Þá
skyldi séð til þess, að kaþólskt fólk á
N-Írlandi fengi vopn í hendur til að
verja sig með.
Í júní þetta sama ár tilkynnti yf-
irmaður herráðsins, Sean McKeown
hershöfðingi, að herinn gæti aðeins
sent 800 manns inn í Newry á N-
Írlandi í sólarhring og yrði þó að
gera ráð fyrir allmiklu mannfalli.
Þessum áætlunum var aldrei
hrint í framkvæmd en síðar voru
þeir Charles Haughey fjármálaráð-
herra og Neil Blaney landbúnaðar-
ráðherra reknir úr stjórninni og
sakaðir um að hafa ætlað að senda
IRA, Írska lýðveldishernum á N-
Írlandi, vopn. Voru þeir báðir sýkn-
aðir af því og Haughey varð for-
sætisráðherra 1979. Blaney hafði
hins vegar lagt til í stjórninni, að
írski herinn reyndi að leggja undir
sig Londonderry á N-Írlandi, en þar
voru mikil átök milli kaþólskra
manna og mótmælenda.
Áætlun um innrás í N-Írland
Dyflinni. AP.
Þrjátíu ára gömul írsk stjórnarskjöl gerð opinber