Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 36
ALDAMÓT
36 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SIGLINGASKÓLINN
Námskeið til 30 rúml. réttinda
10. jan. til 12. mars á mánudags- og
miðvikudagskvöldum kl. 7-11.
Námskeið til hafsiglinga
(Yachtmaster Offshore)
11. jan. til 6. mars á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum kl. 7-11.
Inntökuskilyrði 30 rúml. próf.
Námskeið til úthafssiglinga
(Yachtmaster Ocean)
Inntökuskilyrði hafsiglingapróf.
Innritun á skútusiglinganámskeið
sumarsins hafin.
Upplýsingar og innritun í
síma 588 3092 og 898 0599.
Netfang: bha@centrum.is
Veffang: www.centrum.is/siglingaskólinn
SIGLINGASKÓLINN
Vatnsholti 8, kennsla, Austurbugt 3.
Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla.
Náð sé með yður og friður frá honum
sem er og var og kemur, hinum al-
valda. Amen. Guð gefi gleðilegt nýtt
ár í Jesú nafni.
„Jesús Kristur er í gær og í dag
hinn sami og um aldir.“ (Hebr.13.8)
Dagur rann úr skauti nætur með
nýtt ár og nýja öld í faðmi sér. Árið
tvöþúsund og eitt frá hingaðburði
Drottins vors Jesú Krists. Ár og ald-
ir eru talin frá honum. En hann er
ekki aðeins viðmiðun í fjarlægri for-
tíð, hulinn firðarmistri. Jesús Krist-
ur er í gær og í dag hinn sami og um
aldir. Trúin á hann horfir fram í von
og bæn: Tilkomi þitt ríki, verði þinn
vilji svo á jörðu sem á himni! Ríkið
hans og vilji er veldi ljóssins og dags-
ins, hið góða, fagra og fullkomna, þar
sem líkn hans og náð hefur læknað
og ummyndað þennan heim. Það sem
hann hefur þerrað hvert tár af
hvörmum og lætur ljósið sitt og lífið
ríkja. Við skulum leggja okkur fram
um að svo verði. Með bæn okkar, lífi
og verkum.
Árið kvaddi, hátíðaárið mikla, með
þær vonir og væntingar sem við það
voru bundnar. Áramót og aldaskil
bera engar lausnir undir vængjum
sínum. Vegna þess að manneskjan
breytist ekki, hún er söm við sig og
stendur æ í sömu fangbrögðum
syndar og náðar, lífs og dauða. En
Kristur mætir okkur með sama orð
og hvatningu: „Tíminn er fullnaður
og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og
trúið fagnaðarerindinu!“ Að iðrast er
að breyta um stefnu, og snúa sér til
Guðs, snúa sér til ljóssins og gleðinn-
ar sönnu. Að trúa fagnaðarerindinu.
Í því er lausnin og lífið fólgið.
Saga er sögð af rabbía einum sem
var spurður hver væri
mesta sekt mannsins.
Og hann svaraði:
„Mesta sekt mannsins
er ekki syndirnar sem
hann drýgir, freisting-
arnar eru miklar og
máttur mannsins lítill.
En mesta sekt manns-
ins er að á hverju and-
artaki getur hann iðr-
ast, en hann gerir það
ekki.“
Hvað ber öldin nýja í
skauti sér? Tuttugasta
öldin var hamingjuöld
Íslendinga, öld fram-
fara og frelsis. Hátíða-
árið 2000 var ár mikils
láns og mildi yfir landi, árgæsku og
hlífðar. En það var líka ár hörmu-
legra slysa. Svar okkar við því er
ekki aðeins fólgið í tæknilausnum.
Við megum ekki gleyma mannlega
þættinum og hinu siðferðilega. Þeirri
ábyrgð sem við hvert og eitt berum á
þeim lífstakti sem við temjum okkur.
Biðjum fyrir þeim sem eiga um sárt
að binda og leitumst sjálf við að
verða fólk sem lætur umhyggju og
virðingu móta dagfar og lífsmáta.
Þetta var ár hins unga afreksfólks á
Íslandi. Við gleðjumst yfir því. Biðj-
um fyrir þeim ungu og að okkur
auðnist að efla hér mennt og menn-
ingu sem laði fram hið besta hjá upp-
vaxandi kynslóð. Biðjum fyrir friði,
að óvinir sættist, að valdbeiting linni
og lönd og lýðir njóti friðar. Biðjum
fyrir og vinnum að lækningu kirkj-
unnar, að sár hennar grói, hún sam-
einist í eining andans sem afl náðar
og sáttargjörðar. Biðjum fyrir og
vinnum að lækningu
sköpunarinnar sem líð-
ur undan yfirgangi
okkar kynslóðar,
græðgi og sóun. Temj-
um okkur lotningu fyrir
lífi, hófsemi og hóg-
værð, örlæti og hjálp-
semi. Váboðana má svo
víða sjá. Vaxandi bilið
milli auðs og örbirgðar
er alvarlegasta ógnunin
við frið og stöðugleika á
okkar tímum. Við get-
um seint útrýmt allri
fátækt og örbirgð úr
veröldinni. En við get-
um hvert og eitt satt
svangan, svalað þyrst-
um, lagt fram okkar skerf til að leysa
viðjar og lækna mein. Þökk sé þeim
mörgu sem að því stuðla með einum
eða öðrum hætti. Og þeim sem af ör-
læti hafa lagt hjálparstarfi og líkn-
arsamtökum lið. Þeim ótal mörgu
sem með gleði lögðu fram fé til að
kaupa þrælabörn úr ánauð á s.l. ári.
Nú um þessar mundir sér fjöldi ind-
verskra barna og fjölskyldna fram á
lausn úr viðjum vegna þessa fram-
lags Íslendinga. Með því að sýna
góðvild og örlæti erum við að rita
fangamark Krists á heiminn. Jesús
Kristur er í gær og í dag hinn sami
og um aldir.
Þegar horft er yfir farinn veg
fagnaðarársins 2000 leita á hugann
margvíslegar myndir og minningar.
Kristnihátíðir um land allt báru vitni
um gleði og samhug. Þökk sé öllum
þeim sem að þeim stóðu og lögðu sitt
af mörkum. Hátíðin mikla á Þingvöll-
um stendur upp úr vegna ólýsanlegr-
ar fegurðar landsins og viðmóts
fólksins sem þar var. Sú birta, hlýja
og gleði var bros Guðs yfir landi og
lýð. Barnaskarinn sem björtum
röddum söng þar Kristi lof gleymist
ekki og gefur vonir um framtíð lof-
söngs og trúar í landinu okkar. Vor-
boði og vonar. Sama má líka segja
um hin margvíslegu þemaverkefni
sem grunnskólar landsins hafa stað-
ið fyrir varðandi kristnitöku. Sú alúð
og einlægni sem kennarar og nem-
endur sýndu í þeim verkefnum er
ómetanleg. Þetta allt vil ég þakka
hér úr stóli Dómkirkjunnar.
Kristnihátíð hefur vakið nærgöng-
ular spurningar um stöðu kirkjunnar
í íslensku þjóðlífi og framtíð hennar.
Um hana hefur blásið býsna hart.
Það reynist jafnan auðvelt að draga
dár að henni, rangfæra, hæða og
smá. Ofdramb og heimsins hroka-
geip er samt við sig. Og virðingar-
leysið gagnvart því sem heilagt er
veður uppi. Jesús Kristur verður
jafnan táknið sem í móti verður
mælt, og orð krossins hneyksli og
heimska heiminum, og þau sem
Kristi unna sverði níst í sálu sinni –
eins og guðsmóðir forðum. Og þegar
þau kveinka sér þá líðst það ekki,
rétttrúnaður samtímans umber nán-
ast allt, nema það.
Kirkja Krists er í senn sýnileg og
ósýnileg. Hún er sýnileg þegar hún
safnast saman í helgidómunum á
helgum og hátíðum árið um kring og
helgar iðkanir á krossgötum ævinn-
ar, gleði og sorgum. Ósýnileg er
kirkjan í fólki sem andi Krists notar
sem verkfæri sín, mál og róm á vett-
vangi hversdagsins, hvort sem því er
það ljóst eða ekki. Þar er reyndar
mikill meirihluti þjóðarinnar, sem
biður í Jesú nafni, signir börnin sín
og kennir þeim að elska Guð og biðja,
og leitast við að vera öðrum til góðs
og gleði á vettvangi dagsins. Það fólk
er salt jarðar sem heiminn ver og líf-
ið bætir. Guði sé lof fyrir það. Víst er
að sjaldan hefur kirkjan verið sýni-
legri en nú, og sjaldan eða aldrei hef-
ur hún verið sterkari hvað varðar
fjölda sem tekur þátt í starfi hennar.
Ég minntist á barnasönginn á Þing-
völlum. Mikill fjöldi barna tekur þátt
í barna-, æskulýðs- og tónlistarstarfi
kirkjunnar af mikilli trúfesti. Þar er
unnið ómetanlegt uppeldis og rækt-
unarstarf. Það er gleðilegt að sjá hve
þeim foreldrum fjölgar sem fylgja
börnum sínum eftir í þessum störf-
um. Þarna sjáum við gróðrarmerki
og vaxtarsprota sem munu skila ís-
lenskri þjóð dýrmætum ávöxtum á
nýrri öld. Þúsund ára kristni Íslands
getur því þrátt fyrir allt horft með
vongleði mót öðru árþúsundi sínu.
Kristur á enn erindi við íslenska
þjóð, sérhverja nýja kynslóð í þessu
landi, með fagnaðarerindi sitt. Hann
er í gær og í dag hinn sami og um
aldir.
Við höfum byggt á grundvelli
kristins siðar í þúsund ár. Það sem
mestu varðar um framtíð íslensku
þjóðarinnar er siðgæðisþroski fólks-
ins, hvort hið kristna siðgæði nær að
móta hugsun, vilja og verk einstak-
linga og samfélags. Menning er ekki
aðeins listir og ljóð, menning er sið-
gæði, virðing fyrir dýpri og æðri
gildum, og menning er þjóðernisleg
sjálfsmynd. Þjóð sem gleymir sögu
sinni og uppruna og hefðum verður
aldrei menningarþjóð til lengdar.
Það er staðreynd samtímans að í iðu-
köstum hnattvæðingar og fjölþjóða-
menningar eiga smáar þjóðir í vök að
verjast, fámenn málsamfélög standa
afar höllum fæti. Þar á meðal eru Ís-
lendingar. Við verðum að halda vöku
okkar að tunga okkar og menningar-
arfur glatist ekki. Við þurfum að
taka höndum saman um varðveislu
og þroska hins dýrmætasta sem
þjóðararfur okkar geymir jafnframt
því sem við tileinkum okkur hið
besta sem alþjóðlegt samfélag hefur
upp á að bjóða.
Hinir ýmsu atburðir á vegum
Reykjavíkur, Menningarborgar
Evrópu, og kristnihátíðar, hafa
minnt okkur á að íslensk menning
hefur ætíð notið góðs af gagnkvæm-
um samskiptum við aðrar þjóðir.
Hingað berast jafnan nærandi
straumar sem auðga íslenska menn-
ingu. Hitt hlýtur að valda okkur
áhyggjum hvernig hin ágengi af-
þreyingariðnaður dælir æ meira
magni óþverra yfir okkur í sívaxandi
flaumi. Það ógnar ekki aðeins tungu
og sjálfsmynd, heldur og siðgæðis-
grundvelli okkar. Hvað er til varnar?
Umfram allt að byggja upp með okk-
ur sjálfum og börnum okkar innri
mótstöðu með því að játast hinu góða
og fagra, iðka það og rækta. Enn
sem fyrr er kirkjunni ætlað að stuðla
að því á vettvangi sókna sinna og
safnaða, með bæn og iðkun, og trú-
festi við helgar venjur. Og því er
brýnna en nokkru sinni að styrkja
heimilin og stórefla menntun og
skólastarf.
Jesús Kristur er í gær og í dag
hinn sami og um aldir. Þjóðkirkjan
vill sækja fram með málstað hans
minnug orða postulans: „Ekki svo að
skilja að vér vildum drottna yfir trú
yðar, heldur erum vér samverka-
menn að gleði yðar.“ Sú gleði er
fagnaðarerindi náðarinnar. Varnar-
laus kom Kristur í þennan heim.
Fagnaðarerindi hans leggur engar
hömlur á frelsi mannsins og ákvörð-
unarrétt. Kristur leitaði vina, hann
leitaði barna, en ekki þýja og sam-
sinnunga. Af því að hann er kærleik-
ur. Kærleikurinn getur allt, nema
eitt, kærleikur getur aldrei þvingað
annan til að elska. Það á við um kær-
leikann eins og systur hans sem
Snorri Hjartarson ljóðar um: „Feg-
urð og góðvild, þetta tvennt og eitt/
hvað er umkomulausara/ í rang-
snúnum heimi / Og þó mest af öllu /
og mun lifa allt/“ Þeim kærleika, feg-
urð og góðvild erum við helguð í heil-
agri skírn. Jesú Kristi. Og kirkjan
hans: „Hún vill aðeins laða og leiða
lýð en ei með valdi neyða.“
Hver er staða kirkju Krists um
aldamót? Hver er framtíð hennar?
Það verður seint mælt og vegið á
mælikvörðum skoðanamótenda og
viðhorfskannana. Manstu þegar Jó-
hannes skírari var í fangelsinu, og ef-
inn nagaði hann? Þá sendi hann til
Jesú og spurði: Ert þú sá sem koma
á eða eigum vér að vænta annars? Og
Jesús svaraði: Farið og segið Jó-
hannesi: Blindir fá sýn, haltir ganga,
daufir heyra, dauðir upprísa og fá-
tækum er boðað fagnaðarerindið. Og
sæll er sá sem hneykslast ekki á
mér.“
Tökum eftir þessu, höfum þetta til
marks, því svona er það einatt: Hirð-
unum var bent á það umkomulaus-
asta alls, barn í fjárhúsjötu. Jóhann-
esi var bent á hina smáu og snauðu
þessa heims. Kristur kom til að
lækna og frelsa. Heilbrigðir þurfa
ekki læknis við, frjálsir þurfa ekki
lausn. Aðeins hinir sjúku, særðu,
bundnu, og börnin. Þeirra er himna-
ríki. Því er tákn návistar Jesú Krists
og staðfesting boðskapar hans ekki
að finna hjá þeim sterku og máttugu,
það er ekki að finna í sigursöng sigr-
andi leiðtoga og öflugrar stofnunar
og sjálfbirging þeirra sem einskis er
vant. Ekki í almannasamsinni, ekki
glæstum umbúðum, hátíðaþröng eða
umsigslætti auglýsinga. Heldur í því
sem gerist í lífi hinna blindu, utan-
garðs, snauðu, fjötruðu, og barn-
anna, sem biðja og vona, trúa, elska,
og hneykslast ekki á Kristi. Þar er
Drottin Krist að finna. Ekki þeim
megin sem valdið er, heldur þar sem
veikasti hlekkurinn liggur. Þar sem
máttvana fær róm og friðvana frið,
þar sem fólk tekur á sig sársaukann
vegna þess sem brást, og er tilbúið
að bera hvert annars byrðar og láta
umhyggju og náð stýra vilja og verki.
Þar skín birta náðarinnar yfir lífsveg
manns og framtíðin lýkst upp; hjá
þeim veiku og lágu, og hjá þeim sem
hafa hugrekki til að standa við hlið
þeirra. Og þar ber kirkjunni hans að
vera. Í för með Jesú Kristi, hinum
krossfesta og upprisna sem er í gær
og í dag hinn sami og um aldir.
Nýársprédikun biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar, í Dómkirkjunni
Vaxandi bilið milli auðs og örbirgð-
ar er alvarlegasta ógnunin við frið
og stöðugleika á okkar tímum
Karl
Sigurbjörnsson
Með prentara og án prentara
Fyrir rafhlöðu og 220 V AC
RÖKRÁS EHF.
Kirkjulundi 19, sími 565 9393
Hágæða vogir á góðu verði
www.mbl.is