Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 38

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 38
LISTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári. Sýnum varkárni og fækkum slysum. Starfsfólk slysa- og bráðamóttöku á Landspítala-háskólasjúkrahúsi ÆFINGAR eru hafnar hjá Söng- sveitinni Fílharmóníu á C-moll messu Mozarts og verður hún flutt í Langholtskirkju í Langholtskirkju 17. og 18. mars nk. „Þessa messu samdi Mozart á ár- unum 1782-1783 og var hún frum- flutt í Péturskirkjunni í Salzburg í ágúst 1783. Messan er samin við hefðbundinn kaþólskan messutexta en þó vantar í síðari hluta Credo- kaflans og Agnus Dei-kaflann og svo virðist sem tónskáldið hafi ekki lokið við samningu verksins að fullu fyrir frumflutninginn. Messan er engu að síður talin eitt af stórfenglegustu kirkjuverkum Mozarts og gerir miklar kröfur til flytjenda,“ segir Lilja Árnadóttir, formaður Söng- sveitarinnar. Laus pláss eru í öllum röddum. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fíl- harmoníu er Bernharður Wilkinson, píanóleikari Guðríður St. Sigurðar- dóttir og raddþjálfari Elísabet Er- lingsdóttir. Í júní leggur Söngsveitin í söng- ferðalag til Ungverjalands, Austur- ríkis og Slóveníu og heldur tónleika víða og við margs konar tækifæri. Söngsveitin Fílharmónía Æfingar á C-moll messu Mozarts hafnar VEGNA skattaívilnana hafa er- lendir kvikmyndagerðarmenn komið til Írlands til að taka þar kvikmyndir í stórbrotnu landslagi vesturstrand- arinnar. Innifalið í samningum er að hluti heimamanna fær starf við kvik- myndina. Um þetta fjallar leikrit Marie Jones, Með fulla vasa af grjóti, og er hér í raun fjallað um klassískt efni eða það sem gerist þegar ólíkir menningarheimar mæt- ast; þegar lítið rótgróið bæjarfélag verður fyrir „innrás“ afla sem eru framandi og heillandi í senn, en geta einnig haft ógnvekjandi áhrif á þorpslífið og þá einstaklinga sem þar búa. Það sem gerir þetta leikrit sér- stakt er að öll hlutverk þess eru í höndum tveggja leikara og fer hvor þeirra með sjö hlutverk. Þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stef- ánsson fara með hlutverkin fjórtán og í stuttu máli sagt þá fara þeir báð- ir á kostum og skapa eftirminnilega sýningu með fjölda ólíkra karaktera. Hér er um að ræða leikrit í fullri lengd og verður það að teljast mikið afrek hjá þeim Hilmi Snæ og Stefáni Karli að þeir sýna aldrei nein þreytu- merki heldur leika á fullum dampi sýninguna út í gegn og halda áhorf- endum bergnumdum frá upphafi til enda. Það er þó tvær persónur, heima- maðurinn Jake Quinn (Stefán Karl) og Norður-Írinn Charlie Conlon (Hilmir Snær), sem eru í miðju þeirrar frásagnar sem fram fer í verkinu og í samskiptum þeirra mætast allir þræðir verksins. Þeir félagar eru ólíkir en eiga sameigin- legan draum um að komast burt úr fátækt, atvinnuleysi og vonleysi heiman fyrir og jafnvel komast til frama innan draumaverksmiðjunnar amerísku. Heimamaðurinn Jake Quinn er alvarlegri og þyngri týpa en þær sem Stefán Karl hefur áður túlkað á sviði síðan hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands fyrir einu og hálfu ári síðan. Stefán Karl hefur á stuttum en farsælum ferli sýnt að honum lætur einkar vel að fara með skoplegar rullur en hér sýnir hann að hann veldur ekki síður drama- tísku hlutverki. Stefán Karl er greinilega leikari sem gera má mikl- ar kröfur til í framtíðinni og í að sjálfsögðu var hann frábær í minni og skoplegri hlutverkum þessa verks. Hann var til dæmis frábær í hlutverki aðstoðarleikstýrunnar Aisling, hins gamla aukaleikara Mickeys og framburðarkennarans Johns. Fáir leikarar af yngri kynslóðinni hafa slegið eins rækilega í gegn og Hilmir Snær á síðustu árum. Hann hefur sýnt að hann er jafnvígur á dramatík og skop og frammistaða hans hér er öll á sömu bókina. Hilmir Snær nær góðum tökum á galgopa- legum Charlie Colon sem hefur sína djöfla að draga þótt hann flíki þeim ekki. Hilmir Snær var yndislega pempíulegur í hlutverki stjörnunnar Caroline Giovanni; röggsamur í hlut- verki Clem Curtis leikstjóra og bráð- fyndinn sem öryggisvörður stjörn- unnar Jock Campbell. Í stuttu máli fataðist þeim Hilmi Snæ og Stefáni Karli hvergi flugið í túlkun sinni á ólíkum persónum verksins. Eins og áður er sagt héldu þeir óskiptri at- hygli áhorfenda frá upphafi til enda og uppskáru mikil fagnaðarlæti að lokum. Leikstjórinn Ian McElhinney hef- ur leikstýrt þessu verki á Írlandi, Bretlandi og Svíþjóð og nú á Íslandi. Það liggur í hlutarins eðli að hann gjörþekkir alla innviði verksins, enda einkennast öll atriði uppfærsl- unnar af hnitmiðun og öryggi. Þetta sést glöggt á úthugsuðum skiptum leikaranna úr einu hlutverki í annað; á stöðum þeirra, hreyfingum og ná- kvæmum færslum á milli karaktera. Aðstoðarleikstjórinn, Björn Gunn- laugsson, á einnig stóran þátt í þjálf- un leikaranna og á einnig heiður skil- inn. Leikmyndin, sem útfærð er af Elínu Eddu Árnadóttur, er einföld og sniðug. Í bakgrunni er landslag á stórum filmubúti og röð af skópörum stendur sem tákn fyrir hinar mis- munandi persónur leiksins. Þótt aðall þessarar sýningar sé frábær frammistaða leikaranna tveggja og mikla skemmtun megi hafa af túlkun þeirra og hárnákvæm- um hreyfingum er verkið sjálft einn- ig allrar athygli vert. Hér er fjallað á athyglisverðan hátt um árekstra draums og veruleika og gerviheimi kvikmyndanna er stillt upp á móti harðri lífsbaráttu alþýðufólks. Í verkinu má finna mörg athyglisverð lög, t.a.m. felst skemmtileg paródía í efni kvikmyndarinnar sem verið er að taka í verkinu. Þýðing Guðna Kol- beinssonar á verkinu er einnig af- bragðsgóð. Það er því vissulega hægt að mæla heilshugar með þessari sýningu, í henni sameinast allir bestu þættir góðrar leiklistar. Þessi síðasta leik- sýning aldarinnar ber íslensku leik- húsi gott vitni. Draumur og veruleiki Morgunblaðið/Árni Sæberg „Í henni sameinast allir bestu þættir góðrar leiklistar,“ segir m.a. í um- fjöllun Soffíu Auðar Birgisdóttir. LEIKLIST Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Höfundur: Marie Jones. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. Leik- stjóri: Ian McElhinney. Aðstoð- arleikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. Útfærsla leikmyndar og búninga: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið 30. desember MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Soff ía Auður Birgisdótt ir ● JÓN á Bægisá – tímarit þýðenda 5. hefti er komið út. Þar er farið um víðan völl, svipað og gert var í fyrsta heftinu sem kom út 1994, en venjulega er hvert hefti helgað einu meginþema, segir í fréttatilkynn- ingu. Uppistaðan í þessu tölublaði er þýddar smásögur og ljóð, en þar fyrir utan er umfjöllun Brynju Þor- geirsdóttur um þýðingar tveggja manna á þremur sögum eftir Paul Auster. Greinin nefnist Rýnt í ís- lensku þýðinguna á The New York Trilogy. Eyjardæmi nefnist ljóð eft- ir Seamus Heaney í þýðingu Karls Guðmundssonar. Þetta er í annað skipti sem tímaritið birtir þýðingar Karls á ljóðum Heaneys, en árið áð- ur en hann hlaut Nóbelsverðlaunin (1995) birti Karl þýðingar sínar á nokkrum ljóða hans í Jóni á Bæg- isá. Aðrar ljóðaþýðingar að þessu sinni eru eftir Sigurð A. Magnús- son, en hann kynnir íslenskum les- endum þrjú indversk ljóðskáld. Gyrðir Elíasson á tvær þýðingar í heftinu, Kafarann eftir Karen Blix- en og Sögumanninn Naftalí og hestinn hans eftir Isaac Bashevis Singer. Atli Magnússon birtir hluta úr nýútkominni þýðingu sinni á Breakfast at Tiffany’s eftir Truman Capote. Hans W. Haraldsson þýðir úr þýsku tvær sögur, Eldhúsklukk- una eftir Wolfgang Borchert og Leiðsögumanninn eftir Svisslend- inginn Georg Trottmann. Helgi Haraldsson kynnir hinn rússneska Mikhail Weller með einni af „munn- mælasögum“ hans þar sem Salvad- or Dali leikur eitt aðalhlutverkið og sagan föðurást eftir indverska rit- höfundinn Bharati Mukherjee, í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Að síðustu eru svo tvær sögur eftir kanadíska höfunda af íslenskum ættum, Dansararnir eftir Maureen Arnason og Reimleikar í Warrens- vík eftir Kristine Kristofferson, báðar í þýðingu Sólveigar Jóns- dóttur. Forsíðuna prýðir mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Í ritnefnd tímaritsins sitja Franz Gíslason, Guðrún Dís Jónatans- dóttir og Sigurður A. Magnússon. Útgefandi er Ormstunga. Jón á Bægisá er 105 blaðsíður. Verð í lausasölu er 1.300 kr., áskriftarverð er 990 kr. Tímarit STJÖRNUKÓRSTÓNLEIKAR voru haldnir á Ingólfstorgi á laugardag og mörkuðu tónleik- arnir lok menningarborgarársins í Reykjavík. Þar sameinuðust í söng rúmlega 600 raddir úr 17 kórum frá Reykjavík og ná- grannabyggðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjörnukór við áramót Í MINNINGU Björns Stein- grímssonar verður haldin sýn- ing á málverkum hans í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn 9. janúar kl. 16–19. Björn Steingrímsson, f. 1953, var fulltrúi ákveðinnar kynslóð- ar Íslendinga í Kaupmanna- höfn síðastliðna þrjá áratugi. Verk hans endurspegla þessa kynslóð, rótleysi, leitun og heimspeki, segir í fréttatil- kynningu. Minning- arsýning í Jónshúsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.