Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 40
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR 75 ÁRA
40 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KARLAKÓRReykjavík-ur var stofn-aður 3. janú-
ar 1926 og fagnar því í
dag 75 ára afmæli kórs-
ins. Stofnandi hans var
Sigurður Þórðarson
sem jafnframt var
fyrsti stjórnandi kórs-
ins. Þótt Karlakór
Reykjavíkur eigi orðið
langa sögu, verður ekki
sagt að honum hafi
haldist illa á stjórnend-
um, því Sigurður
stjórnaði honum í 36 ár.
Á eftir honum kom Páll
P. Pálsson sem stjórn-
aði í 26 ár og núverandi stjórnandi,
Friðrik S. Kristinsson, hefur stjórn-
að í ellefu ár. Allt frá stofnun hefur
Karlakór Reykjavíkur verið einn af
hornsteinum íslenskrar tónlistar,
einkum fyrstu áratugina þar sem
hann lagði sitt af mörkum í barátt-
unni fyrir sjálfstæði landsins með því
að flytja lög eftir íslensk tónskáld
sem samin voru við ættjarðarljóð
skáldanna. Frá upphafi hafa kór-
félagar verið áhugasöngvarar en
metnaður hefur verið lagður í að ráða
fyrsta flokks söngstjóra, raddþjálf-
ara og einsöngvara og ekki einasta
hefur kórinn sungið sig inn í hug og
hjörtu landsmanna með tónleikum í
Reykjavík og víða um land, heldur
hefur hann gert garðinn frægan með
tónleikaferðum, allt frá 1935, til Nor-
egs, Svíþjóðar, Danmerkur, Rúss-
lands, Þýskalands, Austurríkis,
Tékkóslóvakíu, Ítalíu, Frakkalands,
Spánar, Portúgal, Ísraels og Kína,
auk þess sem hann hefur fimm sinum
farið í söngferðalög til Bandaríkj-
anna og Kanada, nú síðast haustið
2000.
Karlakór Reykjavíkur hefur gefið
út fjóra hljómdiska og í janúar árið
2000 vígði kórinn tónlistarhús sitt,
Ými, í Reykjavík. Fyrir setti kórinn á
stofn listráð í tengslum við húsið, og
má því segja að starfsemi hans sé að
taka á sig stærri og fjölbreyttari
mynd en áður.
Núverandi formaður kórsins er
Guðmundur Sigþórsson og tekur
hann undir það að starfsemin hafi
breyst í áranna rás. „Upphaflega var
öll starfsemi kórsins rekin með sjálf-
boðastarfi. Þetta var hugsjón og
áhugamál fyrsta stjórnandans, sem
og allra kórfélaganna. Smám saman
breyttist þetta, því annar stjórnand-
inn fékk einhverja þóknun en núna er
þetta meira í samræmi við það sem
gengur og gerist á hinum almenna
vinnumarkaði. Söngstjórinn okkar er
í launuðu starfi, sem og þeir sem sjá
um raddþjálfun og aðrir sem koma að
starfinu, það er að segja fyrir utan
söngvarana. Fyrir okkur er kórstarf-
ið að sjálfsögðu ennþá áhugamál og
unnið í sjálfboðavinnu.“
Guðmundur hefur verið formaður
kórsins síðastliðin tvö ár en segir
enga reglu á því hversu lengi for-
menn hafa setið. „Formaður er kos-
inn hjá okkur á hverju ári og það hef-
ur verið algengt undanfarin ár að
starfstími hvers formanns sé tvö ár,
en það hafa verið miklar fram-
kvæmdir hjá okkur á þessum tveim-
ur árum og þær standa ennþá yfir.
Það er líklegt að ég gefi kost á því að
vera í þessu í eitt ár í viðbót til að
fylgja þeim eftir,“ segir hann. Með
því að ljúka við tónlistarhúsið Ými er
kórinn að ganga í gegnum vissar
breytingar sem hafa haft áhrif á
starfsemi hans.
„Við erum komnir með starfsemi í
hendurnar sem við tókum í arf frá
fortíðinni og það er mikilvægt að vel
takist til. Við höfum fengið rausnar-
lega styrki frá ríki og Reykjavíkur-
borg og höfum skyldur til að reka
þetta hús af myndarskap og láta það
þjóna tónlistarlífinu í landinu. En við
erum komnir langt frá upphaflegu
hlutverki kórsins, jafnframt því að
efla hann talsvert með söngkennslu
og auknu tónleikahaldi. Við ætlum
okkur að nýta þá aðstöðu sem við höf-
um fengið hér í Ými til þess að efla
kórinn og kórstarfið enn frekar.“
Þarf kórinn ekki að hafa mun meiri
tekjur en áður fyrst hann er farinn að
reka tónlistarhús?
„Jú, og við erum með leigjendur í
húsinu, sem eru Kvennakór Reykja-
víkur og Nýi söngskólinn, Hjartans
mál. Síðan höfum við markaðssett
húsið sem tónleika- og ráðstefnuhús.
Hér hafa líka verið haldnar móttökur
og veislur, enda er húsið hannað sem
fjölnotahús. Engu að síður reynum
við að halda starfsemi hússins og
starfsemi kórsins aðskildum eins og
hægt er, til þess að rekstur hússins
komi ekki niður á starfsemi kórsins
sem kórs.“
Samkeppni um tíma fólks
En hefur starfsemi kórsins sem
kórs breyst á seinustu áratugum?
„Nei, það myndi ég ekki segja.
Hann þarf að vísu að taka mið af því
hvernig þjóðfélagið hefur breyst. Það
er orðin svo mikil samkeppni um
tíma fólks og við getum ekki lengur
kallað saman svo og svo stóran hluta
kórsins – eins og áður var – til þess að
koma fram við ýmis tækifæri, eða til
þess að sinna ýmsum sjálfboðastörf-
um. Hin harða barátta um tíma fólks
leyfir það einfaldlega ekki. Það er
helsta breytingin sem við höfum ver-
ið að sjá.“
Í dag eru félagar í Karlakór
Reykjavíkur um sjötíu talsins. Kór-
inn æfir tvisvar í viku, á þriðjudögum
og fimmtudögum og hefur frá upp-
hafi byggt tilvist sína á styrktarfélög-
um. „Það er stór hópur fólks hér í
Reykjavík sem borgar tvö þúsund og
fimm hundruð krónur á ári til kórs-
ins,“ segir Guðmundur, „og það
tryggir honum áheyrendur á tónleik-
um; áheyrendur sem eru orðnir hluti
af stórfjölskyldu okkar.“
Á hverju vori heldur Karlakór
Reykjavíkur sína árlegu vortónleika
fyrir styrktarmeðlimina, auk þess
sem kórinn hefur tekið upp þá hefð
að halda einnig jólatónleika og núna
fyrir jólin voru haldnir þrennir tón-
leikar í Hallgrímskirkju. En hvers
vegna ekki í Ými?
„Hallgrímskirkja hefur mikið og
gott orgel og okkur fannst orgelleik-
ur hæfa jólalögunum. Kirkjan er líka
stórt hús sem hæfir kórnum vel og
það er mjög hátíðlegt að syngja þar.
Við viljum heldur ekki einangra okk-
ur hér í Ými.“
Kórinn og eldri félagar
Þótt félagar í Karlakór Reykjavík-
ur sé á öllum aldri, er óhætt að segja
að kórinn sé að yngjast. Guðmundur
segir menn oft hætta að starfa með
kórnum af líffræðilegum ástæðum
þegar aldurinn færist yfir en aðrir
vegna þess að þeir hafa minni tíma.
Margir þeirra fara þó ekki langt,
heldur færa sig yfir í eldri kórinn þar
sem starfa menn allt niður í fimm-
tugt. Sá kór æfir einu sinni í viku og
er með eina tónleika á hverju vori.
Stjórnandi þeirra er Kjartan Sigur-
jónsson og eru félagar þar á milli
fjörutíu og fimmtíu.
„Í Karlakór Reykjavíkur eru bara
félagar kórsins og þeir standa bæði
fyrir starfsemi kórsins og rekstri
hússins. Síðan ákváðum við, þegar
húsið var opnað, að stofna listráð til
þess að styrkja ungt afburðafólk í
tónlist. Styrkþegarnir sem valdir eru
fá að halda tvenna tónleika í húsinu á
þriggja ára tímabili. Við sjáum um
alla kynningu sem því fylgir en styrk-
Þar sem
sálin kemst
í jafnvægi
Karlakór Reykjavíkur á 75 ára starfsafmæli
í dag. Súsanna Svavarsdóttir fór í heim-
sókn til kórsins í tónlistarhúsið Ými,
ræddi við formann kórsins, Guðmund Sig-
þórsson, og aðra félaga um starfsemi hans
í gegnum farsæla áratugi.
Karlakór Reykjavíkur á fyrsta starfsárinu, í apríl 1926.
Sigurður
Þórðarson
Guðmundur
Sigþórsson
þeginn fær allan aðgangseyri.“ Í list-
ráði Ýmis eru Þórunn Sigurðardóttir,
sem er formaður, Baldvin Tryggva-
son, Bernharð Wilkinson, Björn Th.
Árnason, Elín Ósk Óskarsdóttir,
Guðmundur Sigþórsson, Hjálmar H.
Ragnarsson, Rut Ingólfsdóttir,
Signý Pálsdóttir, Ingimundur Sigur-
pálsson og Ólafur B. Thors.
„Við erum þessu fólki mjög þakk-
látir fyrir að koma til liðs við okkur.
Þau tóku öll bón okkar mjög vel og
samþykktu strax að taka þetta að
sér,“ segir Guðmundur og þegar
hann er spurður um markmiðið með
styrkveitingunni segir hann hana
verið leið kórsins til þess að gefa frá
sér út í listalífið.
„Sá félagsskapur sem Karlakór
Reykjavíkur er á sér langa og far-
sæla hefð.
Okkur finnst það orðið hans hlut-
verk að byggja undir þá sem vilja
leggja sitt af mörkum í framtíðinni.
En þótt hefðin sé orðin löng er kórinn
síungur og í stöðugri endurnýjun og
á seinustu árum hafa margir ungir
félagar komið til starfa við hann.“
Hvers vegna sækja ungir menn í
að syngja í karlakór?
„Kórinn samanstendur af um sjö-
tíu söngvurum og einum söngstjóra
sem allir eru að vinna að sama mark-
miði. Það syngur hver með sínu nefi,
sinni rödd – en eiga að mynda einn
samhljóm. Annað sem er sérstakt við
kórstarf er hversu endurnærandi það
er. Æfingarnar eru haldnar á kvöldin
að loknum vinnudegi.
Við komum þreyttir og illa fyrir
kallaðir á æfingar en förum alltaf út-
hvíldir heim að þeim loknum. Það er
eins og söngurinn komi mönnum í
jafnvægi – enda er ekki hægt að
syngja nema sálin sé í jafnvægi. Það
finna áhugamenn í kórum rétt eins
og söngvarar sem hafa lært að syngja
og við leggjum áherslu á að kórfélag-
ar bæti sig stöðugt sem sögnvarar og
haldi sér við.“
FORMAÐUR hins nýskipaða list-
ráðs Karlakórs Reykjavíkur er
Þórunn Sigurðardóttir og segir
hún það hlutverk listráðsins að
velja ungt afburðafólk í tónlist,
hvort heldur er söngvara eða
hljóðfæraleikara, sem hljóta eigi
styrk til tónleikahalds í Ými. En
hvers vegna listráð? „Karlakórs-
menn tóku ákvörðun um að skipa
listráð og höfðu samband við
okkur sem skipum þetta ráð til
þess að aðstoða sig við val á
styrkþegum.
Mér þótti mjög vænt um að
þeir skyldu bjóða mér að leiða
ráðið,“ segir Þórunn.
Þegar blaðamann bar að garði
í Ými á milli jóla og nýárs, sat
listráðið á fundi, þar sem verið
var að undirbúa val á fyrsta
styrkþega kórsins.
„Við erum að gera okkur vonir
um að við getum tilkynnt um
fyrsta styrkþegann strax á af-
mælisdeginum, 3. janúar og til
þess að einfalda vinnuna ákváð-
um við í dag að búa til lítinn fag-
hóp sem mun athuga nánar þau
nöfn sem við erum með í skoð-
un.“
Það má til gamans geta þess að
faghópinn skipa þrjár konur, þær
Rut Ingólfsdóttir, Elín Ósk Ósk-
arsdóttir og Þórunn Sigurð-
ardóttir.
Morgunblaði/Þorkell
Nýskipað Listráð Ýmis að loknum fyrsta fundi sínum.
Listráð og þriggja
kvenna faghópur