Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MATTHÍAS OG
MORGUNBLAÐIÐ
Mikil þáttaskil urðu í söguMorgunblaðsins um áramót-in, þegar Matthías Johannes-
sen lét af starfi ritstjóra Morgunblaðs-
ins eftir að hafa gegnt því í rúmlega 41
ár en hann kom fyrst til starfa á
blaðinu árið 1951. Á þessum fjórum
áratugum hefur Matthías Johannessen
verið lífið og sálin í Morgunblaðinu.
Hann hefur ekki einungis mótað blaðið
sjálft, efni þess og hugmyndir heldur
alið upp margar kynslóðir blaðamanna,
sem bera nú uppi ritstjórn blaðsins.
Sjálfur starfaði Matthías fyrstu ár
sín á Morgunblaðinu undir handarjaðri
Valtýs Stefánssonar, sem var ráðinn
ritstjóri að blaðinu árið 1924 og gegndi
því til dauðadags, árið 1963. Sameig-
inlegur starfstími Valtýs og Matthías-
ar sem ritstjóra Morgunblaðsins nær
yfir 76 ár af 87 ára sögu blaðsins og má
fullyrða að slíkt samhengi í sögu fyr-
irtækis sé sjaldgæft.
Valtýr Stefánsson byggði Morgun-
blaðið upp í að verða stórveldi á ís-
lenzkan mælikvarða á blaðamarkaðn-
um. Matthías tók við arfleifð Valtýs og
skilar nú sameiginlegri arfleifð þeirra
beggja í hendur gamalla og nýrra sam-
starfsmanna sinna á Morgunblaðinu á
þann veg, að staða blaðsins hefur aldr-
ei verið sterkari.
Í ritstjóratíð Matthíasar Johannes-
sens hefur Morgunblaðið orðið eitt
helzta vígi þeirra, sem barizt hafa fyrir
varðveizlu og eflingu íslenzkrar tungu
og menningar. Sársauki hans yfir
vondri meðferð íslenzks máls á síðum
Morgunblaðsins hefur rist djúpt og
orðið sterk aðvörun til starfsmanna
ritstjórnar um að vanda vinnubrögð
sín.
Á dimmum dögum kalda stríðsins
átti Matthías Johannessen manna
mestan þátt í að opna Morgunblaðið
fyrir skáldum og rithöfundum, sem
voru ekki allir tilbúnir til að láta draga
sig í dilka. Kalda stríðið var ekki síður
háð á vettvangi menningarlífsins en
stjórnmálanna. Þegar Morgunblaðið
birtist sem öflugur málsvari frjálsrar
menningar beindu andstæðingarnir
ekki sízt spjótum sínum að hinum unga
ritstjóra, sem hafði rekið fleyg í raðir
þeirra. Það voru erfiðir tímar fyrir
skáld, sem um skeið var ekki dæmdur
af verkum sínum heldur á pólitískum
forsendum.
Samt var það svo við lok kalda
stríðsins, þegar yngri samstarfsmenn
Matthíasar höfðu tilhneigingu til að
láta kné fylgja kviði, að hann hvatti til
umburðarlyndis og sátta gagnvart
þeim, sem höfðu hvað harðast vegið að
honum sjálfum á vettvangi menningar-
lífsins.
Þegar ljóst var orðið um og upp úr
miðjum viðreisnaráratugnum, að rit-
stjórar Morgunblaðsins stefndu að því
að rjúfa þau nánu tengsl, sem skapazt
höfðu á milli blaðsins og Sjálfstæðis-
flokksins við allt aðrar og erfiðari að-
stæður, töldu einstaka blaðamenn
Morgunblaðsins á þeim tíma, að þetta
verk væri hægt að vinna á einni nóttu.
Það var mikill misskilningur.
Slík tengsl voru ekkert séríslenzkt
fyrirbæri. Á flestum dagblöðum í ná-
lægum löndum var á svipuðum tíma
unnið að áþekkum breytingum í sam-
skiptum dagblaða og stjórnmála-
flokka.
Nú heyra þessi ágreiningsefni sög-
unni til og samskipti Morgunblaðsins
við alla stjórnmálaflokka í eðlilegum
farvegi.
Átökin á milli kommúnista og lýð-
ræðissinna mótuðu Morgunblaðið
mjög í ritstjóratíð Matthíasar Johann-
essens. Þau voru hörð og miskunnar-
laus. Morgunblaðið stóð dyggan vörð
um aðild Íslands að Atlantshafsbanda-
laginu og varnarsamninginn við
Bandaríkin. Og stóð fast gegn kröfum
um, að Ísland gengi úr Atlantshafs-
bandalaginu og segði varnarsamningn-
um upp, þegar verst gekk í þorska-
stríðunum. Þá var Morgunblaðið
skrifað þvert á almenningsálitið í land-
inu.
Matthías Johannessen er höfundur
að stefnu Morgunblaðsins í fiskveiði-
stjórnarmálum. Fljótlega eftir að
kvótakerfið kom til sögunnar fór hann
að tala við samstarfsmenn sína um þá
vankanta á kerfinu, sem síðar urðu al-
mennt viðurkenndir. Hann mætti
litlum skilningi innan ritstjórnarinnar
í fyrstu en síðar komu aðrir til sög-
unnar og tóku þátt í þeirri baráttu, sem
hann hafði hafið.
Í ritstjóratíð Matthíasar Johannes-
sens hefur Morgunblaðið orðið blað
fólksins í landinu. Hann hefur verið
óþreytandi í að hvetja blaðamenn
Morgunblaðsins til þess að tala við al-
þýðu manna í stað þess að leita stöðugt
á sömu mið og aðrir fjölmiðlar og
hampa þeim, sem hafa nánast gert það
að atvinnu sinni, að vera í sviðsljósi
fjölmiðlanna.
Sjálfur sýndi hann þennan áhuga í
verki með ógleymanlegum viðtölum,
sem hann skrifaði fyrr á árum við al-
þýðufólk og listamenn, samtöl, sem eru
merkileg heimild um mannlíf á Íslandi
fram eftir tuttugustu öldinni.
Matthías Johannessen lagði áherzlu
á það í ritstjórastarfi sínu, að Morg-
unblaðið ætti að vera jákvætt blað en
ekki neikvætt. Að blaðið ætti að byggja
upp en ekki rífa niður. Að blaðið ætti að
vera opið en ekki lokað. Að blaðið ætti
að sýna umburðarlyndi og virðingu
gagnvart fólki en ekki vega fólk með
orðum. Í þessari jákvæðu afstöðu
gagnvart umhverfi sínu felst ekki sízt
velgengni Morgunblaðsins.
Samstarfsfólki sínu á Morgun-
blaðinu hefur Matthías sýnt meira til-
finningalegt örlæti en hægt er að gera
kröfu um til nokkurs manns. Þeir eru
ófáir blaðamenn Morgunblaðsins, sem
á undanförnum áratugum hafa fundið,
að þeim leið betur eftir samtöl við
Matthías á erfiðum stundum í lífi
þeirra. Á slíkum tímum hafa þeir sótt
kjark í samtöl við Matthías til þess að
takast á við þá erfiðleika, sem að flest-
um steðja einhvern tíma á lífsleiðinni.
Þessi persónulegu samskipti ásamt
hugmyndaauðgi Matthíasar og stund-
um hreinni snilld í meðferð daglegra
viðfangsefna, hafa skapað það jákvæða
andrúm á ritstjórn Morgunblaðsins,
sem er ein mikilvægasta arfleifð
Matthíasar.
Í brjósti samstarfsmanna Matthías-
ar Johannessens og þá ekki sízt þeirra,
sem átt hafa við hann nánast samstarf
á liðnum áratugum, býr djúpur sökn-
uður á þessum tímamótum.
En jafnframt fylgja honum hlýjar
óskir um, að hann geti nú í fyrsta sinn í
hálfa öld notið þess frelsis að einbeita
sér að skáldskap og öðrum ritstörfum.
Um áramót tóku gildiviðamiklar skipulags-breytingar á ritstjórnMorgunblaðsins í kjöl-
far þess að Matthías Johannes-
sen lét af starfi ritstjóra á gaml-
ársdag eftir rúmlega 41 árs starf
sem ritstjóri.
Jafnframt var verulegur hluti
framleiðsludeildar Morgunblaðs-
ins sameinaður ritstjórn. Sú
breyting er komin til vegna örrar
tækniþróunar og nýs ritstjórnar-
og framleiðslukerfis sem Morg-
unblaðið tók í notkun haustið
1999 og góð reynsla hefur fengizt
af.
Stjórn Árvakurs hf., útgáfu-
félags Morgunblaðsins, mun taka
skipulagsbreytingar þessar til
endurskoðunar að ári liðnu í ljósi
fenginnar reynslu.
Fréttaritstjóri og tveir
aðstoðarritstjórar
Björn Vignir Sigurpálsson,
sem verið hefur ritstjórnar-
fulltrúi Morgunblaðsins og haft
umsjón með sunnudagsútgáfu
þess og áður með Viðskiptablaði
Morgunblaðsins, hefur verið ráð-
inn fréttaritstjóri blaðsins og tek-
ur við yfirstjórn allra fréttadeilda
blaðsins.
Karl Blöndal blaðamaður og
Ólafur Þ. Stephensen, sem síð-
ustu mánuði hefur starfað hjá
Samtökum atvinnulífsins en
starfaði áður árum saman sem
blaðamaður við Morgunblaðið,
hafa verið ráðnir aðstoðarrit-
stjórar Morgunblaðsins.
Þeir þrír munu taka þátt í
stefnumörkun Morgunblaðsins
ásamt ritstjóra blaðsins og jafn-
framt er þeim ætlað að fylgja eft-
ir hinu nýja skipulagi ritstjórnar.
Karl Blöndal mun jafnframt
taka að sér umsjón með sunnu-
dagsútgáfu Morgunblaðsins og
yfirumsjón með öðrum sérblöðum
sem Morgunblaðið gefur út.
Ólafur Þ. Stephensen mun
jafnframt sjá um rekstrarstjórn
ritstjórnar en í því felst umsjón
með starfsmannamálum í sam-
vinnu við starfsmannahald blaðs-
ins og umsjón og eftirlit með
rekstrarkostnaði ritstjórnar.
Aðstoðarfréttaritstjórar
– ný verkefni
Tveir þeirra fréttastjóra Morg-
unblaðsins sem eiga lengstan
starfsaldur að baki, þeir Sig-
tryggur Sigtryggsson og Ágúst
Ingi Jónsson, munu
fréttastjórastörfum geg
um aðstoðarfréttaritstjó
verða staðgenglar frétta
og taka að sér önnur v
samvinnu við hann.
Þriðji innlendi frétta
Agnes Bragadóttir, sem
var einn helzti stjórnm
andi Morgunblaðsins, m
fréttastjórastarfa taka a
irstjórn frétta frá Alþ
koma jafnframt sérstak
umfjöllun blaðsins um þj
Breytingar á
viðskiptaritstjór
Guðrún Hálfdánardót
verið fréttastjóri viðski
anfarin ár. Í kjölfar auk
svifa viðskiptaritstjórnar
hefur Hallur Þorsteinss
verið hefur blaðamaður
unblaðinu í allmörg ár o
bæði við skrif innlendra
viðskiptafrétta, verið
fréttastjóri viðskipta
starfa við hlið Guðrúnar
ardóttur.
"
#
$
$-
!
./
0
% 1$
2 3 ,
'
'
'(
2
2 $
*
45
- 6
7
!"
# $( !
$ 8 " 8
%
) ( #
9
+
9
*
) :
# $( !
#& $( 6,
5
4 6( Nýtt skipulag
ar Morgunb
Sigtryggur
Sigtryggsson
fréttastjóri, sem
tekur nú jafn-
framt við stöðu
aðstoð-
arfréttarit-
stjóra, er fimm-
tugur að aldri.
Hann hóf störf
sem blaðamað-
ur á Morg-
unblaðinu 1974. Hann var ráðinn
fréttastjóri á innlendri fréttadeild 1.
febrúar 1981. Sambýliskona hans er
Hallgerður Gunnarsdóttir og eiga
þau fjögur börn.
Ágúst Ingi
Jónsson
fréttastjóri, sem
jafnframt tekur
nú við starfi að-
stoðarfréttarrit-
stjóra, er 49 ára
gamall. Hann
hóf störf á Morg-
unblaðinu 1. júlí
1972. Hann
stundaði nám
við norska blaðamannaháskólann
veturinn 1974–75 og var ráðinn
fréttastjóri 1. janúar 1984. Hann á
tvö börn en eiginkona Ágústs, Ingi-
leif Ólafsdóttir, lést árið 1999.
Agnes
Bragadóttir
fréttastjóri hef-
ur jafnframt tek-
ið við nýjum
verkefnum sem
tengjast umfjöll-
un blaðsins um
Alþingi og þjóð-
mál. Agnes er 48
ára gömul. Hún
lauk BA-prófi í
ensku og þýzku frá Háskóla Íslands
árið 1980 og stundaði framhaldsnám
í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum
veturinn 1987–88 í þjóðfélagsmálum
og stjórnmálafræði. Hún hóf störf
sem blaðamaður á Morgunblaðinu
árið 1984 en áður starfaði hún á
Tímanum í fjögur ár. Hún var ráðin
fréttastjóri menningarmála 1.
febrúar 1995, en í maí 1996 var hún
ráðin fréttastjóri
innlendra frétta.
Agnes á tvö
börn.
Hallur
Þorsteinsson
hefur verið ráð-
inn nýr frétta-
stjóri viðskipta
og mun starfa
við hlið Guð-
rúnar Hálfdán-
ardóttur fréttastjóra. Hall
ára gamall. Hann nam ísle
bókmenntafræði við Hásk
lands og starfaði um árabi
rannsóknastofnun áður en
ráðinn blaðamaður á Morg
unblaðinu vorið 1988. Hall
blaðamaður í innlendum fr
þar til í ársbyrjun 1999 er
störf á viðskiptaritstjórn.
Eiginkona Halls er Þóra L
Friðleifsdóttir og eiga þau
uppkominn son.
Orri P
Ormar
hefur t
starfi r
arfulltr
ingar. O
er 29 á
Hann l
prófi í s
málafr
Háskó
1993 og
hagnýtri fjölmiðlun árið ef
hóf störf sem blaðamaður
unblaðinu 1. júní 1994. Orr
kvæntur Halldóru Önnu R
arsdóttur og eiga þau fimm
Þröstur Helgason hefur te
starfi umsjónarmanns Les
Gísla Sigurðssyni sem lét
á Morgunblaðinu um áram
Til nýrra ábyrgðars
Sigtryggur
Sigtryggsson
Ágúst Ingi
Jónsson
Agnes
Bragadóttir
Hallur
Þorsteinsson
Orri Páll
Ormarsson