Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 43

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 43 Samanburðarkönnun semVegagerðin hefur gert áumferðaröryggi á Vestur-landsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut á tímabilinu 1992–98 leiðir í ljós að Vestur- landsvegur kemur verst út hvað umferðaröryggi varðar en Reykja- nesbraut best. Gerður var samanburður á svo- nefndri óhappatíðni á tilteknum köflum á Suðurlandsvegi, Vestur- landsvegi og Reykjanesbraut á þessu tímabili og voru upplýsing- arnar fengnar úr skýrslum lög- reglu um umferðarslys. Með óhappatíðni er átt við fjölda óhappa á hverja milljón ekinna kílómetra. Samkvæmt niðurstöðum saman- burðarins var óhappatíðni hæst á Vesturlandsvegi öll árin að árinu 1993 undanskildu en það ár var óhappatíðnin hæst á Reykjanes- braut. Þegar meðaltal óhappatíðni á tímabilinu 1992–1998 er skoðað kemur í ljós að óhappatíðnin er langhæst á Vesturlandsvegi eða 1,05 óhöpp á hverja milljón ekinna km en lægst á Reykjanesbraut eða 0,60 óhöpp á hverja milljón ekinna km. Meðalóhappatíðni á Suður- landsvegi var 0,73 óhöpp á um- ræddu tímabili. Meðalóhappatíðni á öllum þjóðvegum landsins á þessu tímabili var 1,00. Hæst tíðni óhappa með meiðslum á Vesturlandsvegi Ef eingöngu er litið til tíðni óhappa í umferðinni þar sem slys urðu á fólki var tíðni slysa 0,34 á Suðurlandsvegi á umræddu 7 ára tímabili, 0,39 á Vesturlandsvegi og 0,22 á Reykjanesbraut á hverja milljón ekinna km, skv. athugun- inni. Á sama tímabili var tíðni um- ferðarslysa þar sem meiðsl urðu á fólki 0,39 að meðaltali á öllum veg- um landsins. Við samanburðinn voru eftirtald- ir vegir skoðaðir sérstaklega: Suð- urlandsvegur frá Þorlákshafnar- vegi við Hveragerði að Hafravatnsvegi. Vesturlandsveg- ur frá Úlfarsfellsvegi að Hafra- vatnsvegi og Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi að Víknavegi. Flest dauðaslys á Suðurlandsvegi á samanburðartímanum Skv. gögnum Vegagerðarinnar voru skráð að meðaltali 36 slys eða óhöpp á ári á þeim hluta Suð- urlandsvegar sem athugaður var sérstaklega á þessu tímabili, þar af 17 þar sem fólk varð fyrir meiðslum. Á Reykjanesbraut urðu á sama tímabili 36 slys og óhöpp á ári og þar af urðu meiðsli á fólki í 13 tilvikum. Á umrædd- um kafla Vesturlandsvegar voru skráð að meðaltali 20 slys á ári, þar af 7 þar sem meiðsl urðu á fólki. Á tímabilinu 1992–1998 urðu þrjú dauðaslys á Suður- landsvegi, eitt á Vesturlandsvegi og eitt á Reykjanesbraut. Á öllu þjóðvegakerfi landsins urðu 78 dauðaslys á þessu tímabili. Þegar könnuð var tíðni slysa og óhappa eftir alvarleika slysanna á umræddu tímabili kemur í ljós að tíðni eignatjónsóhappa var lang- hæst á Vesturlandsvegi eða 0,66 óhöpp á hverja milljón ekinna km. „Vesturlandsvegur á milli Úlfars- fellsvegar og Hafravatnsvegar liggur innan höfuðborgarsvæðisins og hefur umferð á honum mikil ein- kenni innanbæjarumferðar. Há tíðni eignatjónsóhappa þarf því ekki að koma á óvart. Tíðni eigna- tjónsóhappa á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut er nánast jöfn, 0,39 og 0,38, í þeirri röð. Tíðni óhappa með litlum meiðslum á fólki er nánast sú sama á Suðurlands- vegi og Vesturlandsvegi, 0,28 og 0,29, í þeirri röð, en allnokkru lægri á Reykjanesbraut eða 0,17. Tíðni óhappa með miklum meiðslum á fólki er hæst á Vesturlandsvegi, 0,09, en jafnhá á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, 0,05,“ segir í skýrslu Vegagerðarinnar. „Þegar á heildina er litið virðist Vesturlandsvegur koma verst út hvað umferðaröryggi varðar en Reykjanesbraut best,“ segir í loka- niðurstöðum skýrslunnar. Könnun Vegagerðarinnar á óhappatíðni á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut                                            ! " !   #$ !  %     &     !  ''(  '')  * (  )  * (          Umferðaröryggið er minnst á Vesturlandsvegi Morgunblaðið/Kristinn Radarmælingar á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Lögreglumenn við radarmælingar. jafnhliða na störf- ra. Þeir aritstjóra verkefni í astjórinn, um skeið málaskýr- mun auk að sér yf- þingi og klega að jóðmál. rn tir hefur ipta und- kinna um- r blaðsins son, sem á Morg- og starfað frétta og ráðinn og mun Hálfdán- Menningarritstjórn Um áramót lét Freysteinn Jó- hannsson, sem verið hefur frétta- stjóri menningarmála síðustu ár, af því starfi að eigin ósk og mun einbeita sér að skrifum í stað stjórnunarstarfa. Jafnframt lét Gísli Sigurðsson af umsjón Les- bókar Morgunblaðsins eins og fram kom í blaðinu á gamlársdag. Orri Páll Ormarsson, sem verið hefur blaðamaður á menningar- ritstjórn Morgunblaðsins nokkur undanfarin ár, hefur verið ráðinn ritstjórnarfulltrúi við Morgun- blaðið og veitir hann menning- arritstjórn blaðsins forstöðu. Þröstur Helgason, sem einnig hefur starfað á menningarrit- stjórn blaðsins undanfarin ár, hefur tekið við umsjón Lesbókar. Hávar Sigurjónsson hefur tekið við umsjón með gagnrýni á sviði bókmennta og leiklistar. Framleiðslustjóri ritstjórnar Með sameiningu ritstjórnar og framleiðsludeildar verður Guð- brandur Magnússon, sem verið hefur framleiðslustjóri Morgun- blaðsins undanfarin ár, einnig framleiðslustjóri ritstjórnar og einn af yfirmönnum ritstjórnar blaðsins. Hann ber jafnframt ábyrgð á rekstri prentsmiðju Morgunblaðsins og tæknideildum sem tengjast framleiðslu blaðs- ins. Aðrir yfirmenn ritstjórnar Aðrir yfirmenn á ritstjórn Morgunblaðsins eru í sömu stöð- um og verið hefur undanfarin ár. Steingrímur Sigurgeirsson er fréttastjóri erlendra frétta. Hjörtur Gíslason er fréttastjóri sjávarútvegsmála. Sigmundur Ó. Steinarsson er fréttastjóri íþrótta. Einar Falur Ingólfsson er myndstjóri Morgunblaðsins. Fulltrúar ritstjóra eru þrír, þeir Björn Jóhannsson, Magnús Finnsson og Árni Jörgensen, sem jafnframt er aðalhönnuður Morg- unblaðsins og hefur forystu um breytingar og þróun á nýjum út- gáfum. Guðmundur Sv. Hermannsson er fréttastjóri mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins. Eftir sameiningu framleiðslu- deildar og ritstjórnar eru starfs- menn ritstjórnar Morgunblaðsins nú um 150 talsins.     !          %  & '  & (!  )             * +     +   ! + ,       & 5  '(  )& * & 4 6( #    9  *  * 2   +   :    !,    (  !, g ritstjórn- blaðsins lur er 48 ensku og kóla Ís- il hjá Haf- n hann var g- lur var réttum hann hóf Lovísa u einn áll rsson tekið við ritstjórn- rúa menn- Orri Páll ra gamall. lauk BA- stjórn- ræði frá la Íslands g prófi í ftir. Hann á Morg- ri er Ragn- m börn. ekið við- sbókar, af af störfum mót fyrir aldurs sakir. Þröstur er 33 ára gamall. Hann lauk MA- prófi í íslenskum bókmenntun frá Háskóla Ís- lands. Hann hóf störf á Morg- unblaðinu í maí 1995 sem blaða- maður og gagn- rýnandi á menningarritstjórn, en áður starfaði hann á Bókmennta- fræðistofnun HÍ og sem gagnrýn- andi á Ríkissjónvarpinu. Sambýlis- kona Þrastar er Hrönn Marinósdóttir og eiga þau eitt barn. Hávar Sigurjónsson hefur tekið við starfi umsjón- armanns gagn- rýni á sviði bók- mennta og leiklistar. Hávar er 42 ára gamall. Hann lauk BA-námi frá háskólanum í Manchester í leikhúsfræðum og MA-prófi frá háskólanum í Leeds í sömu grein. Hávar starfaði á Morg- unblaðinu árin 1988–1992 sem blaðamaður og gagnrýnandi. Frá 1992–1997 var hann leiklist- arráðunautur við Þjóðleikhúsið, en hann hóf aftur störf á Morg- unblaðinu 1997 og hefur m.a. skrifað sjónvarps- og bókmenntagagnrýni. Eiginkona Hávars er Hlín Svein- björnsdóttir og eiga þau fjögur börn. Guðbrandur Magnússon hefur tekið við starfi fram- leiðslustjóra rit- stjórnar. Hann er 45 ára gamall og prentsmiður að mennt. Hann lauk námi frá Gautaborgarhá- skóla í stjórnun í prentiðnaði árið 1979 og viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla Íslands árið 1991. Guðbrandur starfaði á Morg- unblaðinu á árunum 1985–1990 sem verkstjóri á framleiðsludeild blaðs- ins. Árið 1990 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Prent- tæknistofnunar. Í ársbyrjun 1996 var hann ráðinn framleiðslustjóri Morgunblaðsins. Guðbrandur er kvæntur Sigríði M. Örnólfsdóttur og eiga þau þrjú börn. starfa á ritstjórn Guðbrandur Magnússon Hávar Sigurjónsson Þröstur Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.