Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 46

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ S amkvæmt skilgrein- ingu er í senn hag- felldara og skemmti- legra, svo ekki sé talað um áhrifameira, að vera í stjórn en stjórnarandstöðu. Að hafa völd í krafti meirihluta atkvæða er vitaskuld betra en að hafa þau ekki sakir minnihluta atkvæða. Í krafti valdsins fá menn einhverju áorkað – fram- kvæma hlutina. Úr fylgsnum minnihlutans fylgjast menn með úr fjarlægð, veita í besta falli að- hald. Eðli málsins samkvæmt eru sumir góðir í að ráða og aðrir góðir í að ráðast á þá sem ráða. Illu heilli fyrir þá sem eru röngu megin við strikið hafa valdhafar á Alþingi og í borgarstjórn náð giska mikilli leikni í að ráða án telj- andi vand- ræða meðan þeim valdalausu verður flest ef ekki allt að óláni og gengur illa að fóta sig á flughálum fjölmiðla- brautum. Tæplega sjö ár eru nú síðan hugmynd nokkurra athafna- manna af vinstri vængnum varð að veruleika með stofnun Reykja- víkurlistans. Undir stjórn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur tókst R-listanum að vinna meiri- hlutann í borginni af D-lista Sjálfstæðisflokks og síðan hefur hún stjórnað höfuðborginni af festu og öryggi og næsta áreynslulaust. Kosningarnar 1998 staðfestu trausta stöðu borg- arstjórans, en vörpuðu um leið ljósi á tilvistar- og forystukreppu minnihlutans. Fátt hefur breyst síðan þá. Enginn einn virðist njóta afgerandi trausts sem odd- viti minnihlutans heldur er talað út og suður um einstök mál og málaflokka og í hvert sinn styrk- ist staða þeirra sem sitja við kjöt- katlana. Fremst í flokki vitaskuld Ingibjörg Sólrún. Róleg og yf- irveguð. Algjörlega áhyggjulaus. Nákvæmlega hið sama má segja um landsstjórnina. Frá því Davíð Oddsson flutti sig á met- tíma úr borgarmálunum yfir í forystu á landsvísu hefur fátt það gerst sem bendir til valdamissis hans. Eiginlega ekkert. Á meðan hafa hins vegar flokkar í stjórn- arandstöðu gefið upp öndina og úr brotunum hefur tekist að tjasla saman öðrum flokkum, nokkurn veginn jafnveikum. Eftir stendur stjórnarsamstarfið giska öruggt og í brúnni forsætisráð- herrann Davíð Oddsson. Eftir níu, bráðum tíu ár á valdastóli enn rólegur og yfirvegaður. Al- gjörlega áhyggjulaus. Jafnmikilvægt og er hverjum meirihluta að eiga sér leiðtoga er minnihluta nauðsynlegt að eiga sér oddvita – herforingja. Ein- hvern sem jafnan svarar fullum hálsi, er kominn með gagnrýni hvenær sem færi gefst og hvikar hvergi í afstöðu sinni. Er þó ekki bara í á-móti-gírnum heldur bregður sér jafnhendis í leiðtoga- hlutverkið sjálfur, setur upp vís- an svip og bendir á lausnir. Hefur svörin á reiðum höndum. Myndi gera þetta allt svo öðruvísi. Er slíkur leiðtogi meðal minni- hlutans í borginni? Standa aðrir borgarfulltrúar ábúðarfullir álengdar meðan Inga Jóna lætur móðan mása um óstjórn R-listans og myrkraverk og styðja oddvita sinn? Er hver kannski í sínu horni að reyna að ná athyglinni og þar með forskoti á aðra í kapphlaupinu um forystuna í næstu kosningum? Er þessi leið- togi meðal stjórnarandstöðunnar á Alþingi? Er Össur að reyna að keppa við Steingrím J. eða kannski fremur eigin flokks- menn? Hver er leiðtogi stjórn- arandstöðunnar á Alþingi? Það er allt of snemmt að dæma Össur Skarphéðinsson úr leik sem leiðtoga stjórnarandstöð- unnar á Alþingi, en ýmsum hefur þótt hann fara brösuglega af stað. Kannski eru ekki allir liðsmenn hans tilbúnir að gefa eftir sviðs- ljósið. Allténd sýnist stjórn- armeirihlutinn fullkomlega áhyggjulaus. Fátt raskar ró hans, enda þótt klaufalega hafi verið staðið að málum á stundum. Það flögrar að manni að einhverjir aðrir hefðu brugðist skjótar til vopna og öðruvísi. En þá var líka eitthvað sem heitir pólitík á þingi. Síðan eru ár og dagar. Steingrímur J. hefur þó frekar átt sína spretti og látið valdhaf- ana finna rösklega til tevatnsins en flokkur hans þykir þó þeim þyrnum stráður að vera á-móti- flokkur í eiginlega öllu. Eða man einhver til þess að Vinstri-grænir hafi skýra stefnu í veigamiklum málum? Flest bendir til þess að þar fari aðeins gamaldags aft- urhald í stígvélum og lopapeysu sem sjái ekki til framtíðar af ótta við að missa takið á fortíðinni. Síðustu daga þingsins benti raunar sumt til þess að þeir kumpánar Össur og Steingrímur J. væru að vakna til lífsins. Von- andi hefur jólasteikin ekki dregið úr þeim allan mátt. Áhugamenn um pólitík eiga betra skilið en tíð- indalaust vorþing. Biðjum þá heldur um kröftuga andstöðu. Undan henni geta valdhafarnir varla kvartað, jafn áhyggjufullir og þeir virðast vera af deyfð stjórnarandstöðunnar. Forsætisráðherrann hefur látið uppi sína skilgreiningu á stjórn- arandstöðu í ágætri viðtalsbók bæjarstjórans í Garðabæ: „Sumir hafa sagt að ég yrði óhæfur í stjórnarandstöðu á Alþingi vegna þess að ég myndi ekki finna mig í því hlutverki. Vel getur verið að það tæki mig tíma að átta mig á þeirri stöðu en þó ég segi sjálfur frá þá stóð ég mig ekki illa í stjórnarandstöðu í borginni áður en ég varð borgarstjóri. Ég þótti jafnvel ósvífinn og kosningabar- áttan sem stóð frá 1980 til 1982 var mjög hörð. Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu sam- þykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Var einhver að tala um á-móti- flokk? Í stjórnar- andstöðu Eftir stendur stjórnarsamstarfið giska öruggt og í brúnni forsætisráðherrann Davíð Oddsson. Eftir níu, bráðum tíu ár á valdastóli enn rólegur og yfirveg- aður. Algjörlega áhyggjulaus. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson ✝ Sigurbjörg ÓlöfGuðjónsdóttir, Grýtubakka 10, Reykjavík, fæddist á Stóra-Hofi í Gnúp- verjahreppi, 28. maí 1930. Hún lést á Landspítala, Landa- koti, 22. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðjón Ólafsson, bóndi Stóra-Hofi, f. 1. ágúst 1903, d. 24. desember 1985, og Björg Árnadóttir, f. 3. apríl 1906, d. 29. september 1988. Sigurbjörg Ólöf var elst fimm systkina, þau eru, Hreiðar Ólafur, húsasmiður, Reykjavík, f. 8. maí 1933; Guð- mar, fyrrum bóndi Stóra-Hofi, nú búsettur í Reykjavík, f. 6. júní 1937; Árni Björn, húsgagnasmið- ur, Reykjavík, f. 6. apríl 1939; Sól- rún, skrifstofumaður og með- hjálpari, Selfossi, f. 5. mars 1945, gift Sighvati Eiríkssyni, tækni- fræðingi. Uppeldisbróðir þeirra er Hreiðar Bergur Hreiðarsson, leigubílstjóri í Reykjavík, f. 31. október 1946. Sigurbjörg Ólöf var fimm barna móðir, fyrri maður hennar var Micael Franzis, veðurfræð- ingur, f. 24. apríl 1922, hann lést í um- ferðarslysi í Banda- ríkjunum, þau áttu saman fjögur börn, þau eru, Jón Óli, Reykjavík, f. 3. júní 1952, Sævar Marinó, Reykjavík, f. 6. júlí 1955, Anna Björg, leikskólakennari og sjúkraliði, Reykjavík, f. 21. ágúst 1957, Edna María, búsett í Dan- mörku, f. 18. júlí 1958. Eftirlif- andi eiginmaður Sigurbjargar Ólafar er Jósep Matthíasson, bak- ari, f. 19. febrúar 1939, sonur þeirra er Jósep Matthías, sjómað- ur, f. 21. júní 1969. Barnabörn Sigurbjargar eru tíu og barna- barnabörnin þrjú. Útför Sigurbjargar Ólafar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Mín elskulega systir er dáin, farin yfir móðuna miklu, allt of snemma, því hún sagðist ætla að verða 90 ára. Hún var afskaplega falleg og ungleg kona. Það var mikið áfall er ég fékk upphringingu hinn 22. desember sl. kl. 11.20, og mér tilkynnt andlát henn- ar, ég trúði því ekki í fyrstu, hún sem var svo hress og kát fáum dögum áð- ur, er ég var hjá henni. Ég fór strax suður á Landakot, þar var hún búin að vera í endurhæfingu í nokkra mán- uði, mér var strax sagt að hún hefði fengið blóðtappa í lungun. Kvöldið fyrir andlátið bað hún manninn sinn um að koma með ákveðinn kjól að heiman, sem hún ætlaði að vera í um jólin, hún ætlaði að dubba sig upp, og var orðin sátt við að halda jólin á spít- alanum, með mann sinn sér við hlið og son. Hún varð fyrir því hræðilega óhappi í janúar 2000 að falla ofan af stól heima hjá sér og hryggbrotna. Hún var sterk og dugleg kona og vildi ekki heyra það nefnt að leggjast inn á spítala, sagðist bara geta legið heima, þetta átti allt að lagast með tímanum. Þau hjónin skruppu meira að segja upp í sveitina sína. Svo í febrúar fóru bakverkir að ágerast dag frá degi, svo fór að hún var lögð inn á Landspít- alann við Hringbraut í byrjun mars- mánaðar, framan af var hún mikið veik og gat sig hvergi hreyft. Í 30 ár hefur hún verið með sykursýki og Addison því meðfylgjandi, alla tíð var hún passasöm með sitt mataræði og sprautaði sig tvisvar á dag, en það er mjög erfitt að meðhöndla slíka sjúk- linga ef eitthvað annað kemur fyrir, eins og gerðist með hana. Þegar kom- ið var fram á mitt sumar fóru dag- arnir að verða bjartari, enda var hún með sterkt hjarta, og hugurinn allur að láta sér batna til að komast í sveit- ina. Svo kom sá tími að hún var flutt á endurhæfingardeild á Landakoti, var í æfingum af fullum krafti og var farin að ganga þrisvar á dag í göngugrind, hún var alltaf að sýna okkur hvað hún væri dugleg að hífa sig upp í rúminu, sjáið bara hvað ég er dugleg, og brosti um leið sínu fallega spékoppabrosi. Það var aðdáunarvert hversu sterk og dugmikil hún var, miðað við þessa löngu og ströngu sjúkrahúslegu. Sigga og Jósep áttu sumarbústað í landi því sem við systkinin erum frá, en þangað komst hún aldrei sl. sumar. Hún hlakkaði til vorsins 2001, þá ætl- aði hún að fara í sveitina sína og sagði við mig, nú ef ég get ekki gengið þar, þá bara skríð ég á fjórum fótum, ekki málið bætti hún við, hún var svo dug- mikil og sterk kona, aðdáunarvert. Sigga og Jósep voru búin að koma sér upp miklum trjálundi, fjölda tegunda, mestallt voru litlir sprotar sem hún fann á vorin og kom til í fötu úti á svöl- um heima hjá þeim, hún elskaði sveit- ina sína, enda gullfallegt þar, Hekla blasti við í austri tignarleg eins og venjulega. Ég dáðist að þeim hjónum, hve dugleg þau voru og natin við plönturnar. Jósep var byrjaður að stækka litla húsið þar, Sigga hlakkaði svo til þegar það væri búið, því þá gæti hún haft barnabörnin meira hjá sér í sveitinni. Ég og Hreiðar bróðir okkar eigum líka bústaði þarna, okk- ur leið svo vel er við vorum þarna saman og að vita hvert af öðru. Oft var það þannig er ég skreið fram úr rúminu á morgnana og kíkti út um eldhúsgluggann, að ég sá hvar þau hjónin voru á rölti um lóðina sína kíkja eftir plöntunum og hlúa að þeim. Oft fór ég út á pallinn hjá mér og vinkaði til þeirra. Í gegnum árin áttum við systurnar mörg símtöl sam- an, stundum hringdi hún áður en ég fór til vinnu, þá hafði hana dreymt eitthvað merkilegt, svo við réðum fram úr því í sameiningu, við trúðum báðar á drauma, oft kom það fram sem okkur dreymdi, þá varð henni að orði, ja, ekki skrökva draumarnir. Systir mín hafði marga góða kosti, hún var afskaplega umhyggjusöm gagnvart fjölskyldunni sinni, hún elskaði manninn sinn heitt, dáðist að barnabörnunum sínum. Jósep reynd- ist henni góður eiginmaður, allan þennan tíma fór hann á hverjum degi til hennar á spítalann, og ef ég var komin á undan honum sagði Sigga, hann Jósep hlýtur að fara að koma, hún bar mikla umhyggju fyrir honum. Systir mín var listræn kona af lífi og sál, hún var meðfæddur snilldar- kokkur, bjó til mikinn mat úr svo litu að það var undravert. Ef við komum óvænt í heimsókn, hvort sem það var heim til hennar eða í sumarbústaðinn, þá bar hún fram fulla diska af góð- gætis mat, það mátti enginn vera svangur, það var líka aðdáunarvert hve vel hún passaði upp á sjálfa sig, því hún mátti ekki borða hvað sem var. Henni varð oft að orði, nei ég má ekki borða þetta. Í mörg ár stundaði hún námskeið í tréútskurði, lengi vel með sama hópnum, allt sem hún bjó til er stórkostleg listaverk. Hún batt inn gamlar bækur, henni tókst það vel eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Faðir okkar átti tæki og tól til þess arna, sem hún fékk til að geta bundið inn gömlu bækurnar sínar. Ég man eftir fyrir mörgum árum þá tíndi hún blóm og jurtir úti í náttúrunni, þurrkaði og límdi svo smekklega á karton og rammaði inn – sérstaklega skemmtilegt og fallegt. Hún var dug- leg við að hreyfa sig, gekk eða fór með strætó í bæinn, eins og hún orðaði það, oft til að sýna sig og sjá aðra. Þetta stytti henni stundirnar meðan maður hennar var í vinnu, hún var hlaupandi og gekk hratt eins og móðir okkar heitin gerði. Ég og fjölskylda mín þökkum syst- ur minni fyrir öll árin. Elsku Jósep, börn og barnabörn, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Guð geymi þig, elskan mín. Sólrún og fjölskylda, Selfossi. Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt í fang og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín, og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðarvang. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku amma Sigga! Við sjáum þig fyrir okkur með foreldrum þínum og ástvinum í himnesku landi innan um fagurlimuð tré og ilmandi gróður. Við minnumst þín einnig á sólríkum sum- ardögum á blettinum þínum í sveit- inni þar sem þú ræktaðir óteljandi tegundir trjáa, runna og plantna, en síðast en ekki síst ræktaðir þú á blett- inum þínum þann innri frið sálar og huga sem þú þráðir svo mjög. Örlög lífs þíns skópu þér oft svo örðuga för og köldu andaði í fang þitt þá. En vit- und lífsins gaf þér óbilandi staðfestu, hugrekki og trú til að halda áfram og deila með okkur hinum bjartri sólar- sýn þinni. Það fór þér svo vel að vera glöð, deila hugðarefnum þínum með öðrum og geisla frá þér kærleika og velvild. Þú hafðir svo ótal margt skemmtilegt að tala um og margt til lista lagt. Allur tréskurðurinn, vatns- litamyndirnar, glerlistaverkin og vefnaðurinn sem þú bjóst til í frí- stundum gæti fyllt heilu salina. Elsku amma Sigga, við vitum að þú heldur áfram að skapa og hlúa að með þínum listrænu fingrum, og við erum hug- hraust því við vitum að kærleikurinn sem breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt og fellur aldrei úr gildi hann fylgir þér áfram að eilífu. Guð búi þér hamingjuríka daga í himna- sölum, og við biðjum Drottin að blessa Jósep, systkini þín og börn sem eiga um sárt að binda. Þórdís, Hafþór, Sigurþór og Daníel. Mig langar með fátæklegum orð- um að minnast móðursystur minnar, Sigurbjargar Ólafar, en heima var hún alltaf kölluð Sigga systir. Sigga var mjög fríð kona, dugleg og listræn. Hún undi sér vel úti í náttúrunni og var oft í sumarbústað þeirra hjóna, sem var í landi Stóra-Hofs þar sem hún var fædd og uppalin. Þar gróð- ursetti hún ásamt manni sínum og kom upp trjálundi með aðferðum sem fáir hefðu getað leikið eftir. Þetta tókst með miklum dugnaði hennar og natni. Þau hjónin voru samhent í því að rækta og fegra í kringum bústað- inn, eins voru þau byrjuð að byggja við húsið. Þau fóru eins oft og þau gátu í sveitina sína en vegna bak- meiðsla hennar sl. vetur komst hún aldrei þangað í sumar sem leið en hún var með allan hugann þar því hún elskaði þennan stað. Ég veit að Sigga heldur áfram að hlúa að trjám og blómum hjá Guði. Ég vil þakka Siggu frænku minni fyrir umhyggju þá sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Ég bið góðan Guð um að styrkja Jósep, börn og barnabörn í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Björg Sighvatsdóttir og fjölskylda. Sigga frænka mín er dáin. Ég varð sorgmæddur þegar mamma mín sagði mér að Sigga frænka væri dáin og ég vildi strax vita af hverju hún dó svo snöggt. Sigga var alltaf góð við mig, talaði mikið við mig, en hún heyrði illa þegar ég kom í heimsókn í sumarbústaðinn hennar með ömmu og afa. Þar höfðu Sigga og Jósep búið sér til fallegan garð. Þegar ég kom til hennar var hún vön að ganga með mig um lóðina og segja mér hvað trén hétu. Því miður komst Sigga ekki þangað síðastliðið sumar til að sjá trjálundinn sinn og hlusta á fuglana syngja. Ég gleymi heldur aldrei þeg- ar bíllinn hjá ömmu bilaði rétt fyrir neðan Árnes í svarta þoku, við feng- um far með bíl að veginum sem liggur til Siggu og Jóseps, svo urðum við að ganga, en sáum ekkert fyrir þessari svörtu þoku. Þá fórum við að kalla og kalla Sigga, Sigga, afi, afi, margoft en enginn heyrði neitt. Elsku frænka mín, ég tala um þig og Jósep á hverju kvöldi og hverjum morgni. Ég bið Guð að geyma þig. Þinn frændi, Sighvatur. SIGURBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.