Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 47 ✝ Sigurður Guð-mundsson var fæddur að Langstöð- um í Hraungerðis- hreppi hinn 24. júní 1950. Hann lést á heimili sínu hinn 18. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Guðmundur Guð- leifsson, lengst af bóndi á Langstöðum, f. 22 ágúst 1907, og Hildergard Guðleifs- son húsfreyja, f. 2. júlí 1927, d. 18. ágúst 1988. Systur Sigurð- ar eru Ingibjörg, f. 8. júní 1953, hún á fjögur börn, og Sonja, f. 28. maí 1956, hún á tvö börn. Eftirlif- andi eiginkona Sigurðar er Hrönn Sverrisdóttir, f. 6. apríl 1955. Son- ur þeirra er Gunnar Bjarni, f. 22. september 1994. Dætur Sigurðar og Önnu Kristínar Kjartansdóttur eru Íris Erla, f. 18. júní 1975, sonur hennar er Sindri Steinn, f. 11. febrúar 2000; og Magný Rós, f. 18. október 1979, dóttir hennar er Steinunn Alexandra, f. 7. des- ember 1997. Fóstur- börn Sigurðar eru: 1) Sesselja Sumarrós, f. 10. febrúar 1977, maki Davíð Örn Guð- mundsson, sonur þeirra er Alexander Bjarki. 2) Jónína Eirný, f. 2. júní 1981, maki Gunnar Krist- insson, synir þeirra eru Sigurður Vigfús og Kristinn Gamal- íel. 3) Árný Ösp, f. 24. ágúst 1982, maki Þorsteinn Jóns- son. 4) Vigfús Snær, f. 24. ágúst 1982, maki Katrín Kristjónsdóttir. Sigurður vann lengst af sem smiður nú síðast hjá SG-hús á Sel- fossi og tók sveinsprófið 1997 en vann einnig ýmis önnur störf til lands og sjávar. Útför Sigurðar fór fram frá Sel- fosskirkju fimmtudaginn 28 des- ember. Hjartans Siggi minn. „Kallið er komið, komin er nú stundin,“ og ég hlýt að spyrja sjálfa mig hvers vegna. Af hverju ertu hrifinn frá okkur svo langt fyrir aldur fram? Síðustu dagar hafa verið þeir sárustu sem ég hef lif- að. Stundum hefur mig langað til að verða óskaplega reið en ég get það ekki því ég er svo rosalega þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig í þennan alltof stutta tíma. Ég man þegar ég hitti þig fyrst. Ég var að koma heim úr dansskólanum og sá ókunnugan bíl í heimkeyrslunni og þegar ég kom inn þá sast þú inni í stofu hjá mömmu og þið horfðuð á sjónvarpið. Ég held að ég hafi strax áttað mig á að mamma hafði eignast vin og svo varstu að koma í heimsókn á hverju kvöldi og hafðir alltaf með þér kókflösku handa mér. Ég átti lengi vel erfitt með að sætti mig við að það var einhver kominn á heimilið sem vildi fá að ráða meiru en ég, enda var ég bara unglingur á mótþróa- skeiði og var vön að vera næstráðandi á eftir mömmu. Það kom þó að því að ég áttaði mig á því hversu gott var að hafa þig, því þú varst alltaf svo góður við mömmu og góð föðurímynd fyrir litlu systkini mín en ég hélt að ég þyrfti nú ekki á því að halda því ég átti mig sko sjálf. Það er svo margs að minnast, kæri vinur, og ég á enga slæma minningu um þig en kannski man ég bara það góða. Þú og mamma voruð ein heild og fyrir sex árum eignuðust þið sól- argeislann ykkar, hann Gunnar Bjarna. Hann hefur misst mikið því að þið voruð svo miklir mátar og hann svo mikill pabbastrákur og hann mun eiga minningarnar um þig og þá ekki síst um allar stundirnar í litlu para- dísinni ykkar í Þjórsárdalnum þar sem mikið var smíðað og allt gert svo vel og vandlega því þú varst svo mikill smekkmaður og vildir gera allt vel og almennilega. Það var mikill áfangi hjá þér að fara í sveinsprófið, á gamals aldri eins og við sögðum, eftir að hafa ekki sest á skólabekk í nokkra tugi ára, og auðvitað stóðstu þig glæsilega þrátt fyrir stressið og ég var virkilega stolt af þér. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn eftir að ég flutti að heiman og setjast niður og spjalla og þræta svolítið í leiðinni. Við áttum okkur lítinn leik og það var að snapa svolitla þrætu og halda henni út sem lengst og svara sem best fyrir sig en það varð allt að vera í gamni og með grínið í fyrirrúmi. Mikið óskaplega mun ég sakna þín. Þetta ár er búið að vera viðburða- ríkt í lífi ykkar mömmu. Þið eignuð- ust fjögur barnabörn, og allt stráka, og fóruð í fyrsta skiptið saman til sól- arstranda. Þegar þú fékkst blóðtapp- ann í lok október varð ég mjög hrædd um að missa þig en þér var gefinn að- eins lengri tími í faðmi fjölskyldunn- ar. Það er erfitt að halda jól núna og helst vildi ég fresta þeim um nokkra mánuði. Hver mun nú horfa á ann- álana með mér á gamlárskvöld og hlæja með mér og skammast þegar við á? Kannski geri ég það bara ein og ímynda mér að þú sért hjá mér því ég vil engan annan. Mér finnst ég geta haldið endalaust áfram að skrifa en einhversstaðar verður að láta staðar numið. Mér er þó efst í huga þakklæti til þín fyrir að vera mér og systkinum mínum ynd- islegur fósturfaðir og mömmu ljúfur og elskandi eiginmaður og þú gerðir hana svo sannarlega hamingjusama. Eins og ég hvíslaði að þér þennan ör- lagaríka dag þá mun ég passa hana og Gunnar Bjarna fyrir þig. Ég vil að þú vitir að mér þykir mjög vænt um þig og seinna munum við hittast aftur. Þá höldum við áfram þrætunum okkar. Sofðu vært, ljúfi vinur. Þín fósturdóttir, Sesselja. Það hriktir í að fá fréttir um snöggt andlát vinar. Þegar sárasta höggið er liðið hjá er maður farinn að rifja upp allar góðu stundirnar. Góður vinur og æskufélagi er fall- inn frá í blóma lífsins. Enginn ræður sínum næturstað, mannsævin flýgur sem fugl. Við sem lifum verðum að sætta okkur við þá staðreynd að skörð koma í raðir samferðamann- anna. Dauðinn er ferðafélagi lífsins og andstaða þess. Við Siggi vorum sveitungar, skólabræður og félagar sem áttum margar skemmtilegar minningar ekki síst frá morgni lífs okkar. Ég minnist þess fyrst af Sigga að faðir minn sagði af honum afreks- sögur á mínu æskuheimili en hann átti stundum erindi að Langsstöðum að hitta Guðmund bónda. Það sem gladdi föður minn var að sjá hversu mikill verkmaður Siggi var strax sem barn að aldri og hvernig hann bráð- ungur handlék vélarnar,sló og rakaði saman á traktornum. Það varð að setja kubb á kúplingu og bremsu svo sá stutti næði niður og gæti skipt um gír og stöðvað vélina. Í þá daga voru engar Evrópureglur og strákar urðu að mönnum með því að vinna með fullorðnum og takast á við stór verk- efni af ábyrgð. Í þá daga voru heldur engar reglur um að strákar mættu ekki lyfta nema tólf kílóum eins og nú mun gilda enda töldum við það karl- mennsku um fermingu að hlaupa með fimmtíu kílóa áburðarpoka af pallin- um hjá Bjarna í Túni og jafnhatta pokann upp í stæðuna. Við Siggi kynntumst svo í barnaskólanum í Þingborg, fylgdumst þar nokkurn veginn að þótt árið skildi okkur að í aldri. Við gengum í ungmennafélagið og störfuðum saman á allmörgum vinnustöðum. Snemma kom í ljós að hæfileikar og áhugi hans var við vélar og smíðar, hann var handlaginn vand- virkur og kappsamur við öll störf. Ég hygg að Siggi hafi ekki verið deginum eldri en sautján ára þegar bílprófið var í höfn og hann hafði sparað og lagt fyrir peninga til að kaupa sér jeppa Austin Gipsy hvítan glæsivagn og nú var minn maður riddaralegur á götum Selfossbæjar svo ekki sé minnst á stærstu atburði þess tíma sveitaböllin. Jeppinn fékk að snúast og var troðfullur af ungu og glöðu æskufólki, enginn naut sín betur en bílstjórinn sem hafði unun af að gleðja aðra og skemmta sér. Við Siggi urðum engir afreksmenn í íþróttum í Einbúa en við áttum saman áhugamál sem var leiklistin, hún heillaði okkur og upp úr fermingunni fórum við að spreyta okkur á leiksviðinu. Hann þótti sérlega efnilegur leikari, fór vel með sín hlutverk bæði í framsögn og túlkun, ég man að ég var smáöfund- sjúkur út í vin minn hversu góða dóma hann fékk. Við urðum báðir það frægir að við lékum í leikhúsi Eyvind- ar Erlendssonar þegar hann gerði Þjórsárver að leikhúsi og setti upp Nýársnóttina fyrir ungmennafélögin og þótti takast vel, sýningarnar urðu ellefu talsins fyrir troðfullu húsi, mig minnir að Þjóðleikhúsið hafi fundið til afbrýðisemi, svo listræn var upp- færsla Eyvindar. Árið eftir lékum við persónur í Hreppstjóranum á Hraun- hamri undir stjórn Margrétar á Neistastöðum og fórum með það verk víða um héruð. Það þýðir ekki að segja neinum frá því sem ekki hefur reynt hvernig æfingar og undirbún- ingur að því að sýna leikverk skapar samstöðu og stemningu í litlum hóp, slík vinátta varir að eilífu. Við fluttum um svipað leyti á Selfoss og stofnuð- um heimili í sitt hvorri götunni, byggðum okkur einbýlishús með eig- in handafli og nutum að vísu aðstoðar vina okkar, í þá daga var ekki hikað við að vaka eina vornótt. Við fórum að takast á við barnauppeldi og alvöru lífsins. Samgangur var mikill á milli heimilanna, Siggi og Stína höfðu til- dæmis mikinn metnað fyrir garðinum sínum og var hann sá fallegasti í hverfinu. Ógleymanleg eru ferðalögin ekki síst á Galtarlækjarhátíðina þar sem hópur vina og nágranna glöddust saman ár eftir ár með krakkana litla. Það var spilað á spil á kvöldin, dansað og sungið fram á nótt. Mig minnir að tjaldið hans Sigga hafi verið kallað Glaumbær en það var bæði stærra og veglegri en tjöld okkar hinna. Ekki má heldur gleyma þeim góða sið þeg- ar gamlir vinir úr Hraungerðis- hreppnum hittust og héldu árlega þrettándahátíð, svona vel entust vina- bönd úr lítilli sveit. Síðar skildu Siggi og Stína og hópurinn fjarlægðist nokkuð. Ég vil hér minnast á eitt at- vik sem var og er mér ógleymanlegt. Þá bað Siggi mig að koma með sér vestur í Grundarfjörð og gerast hand- langari hjá sér. Hann hafði tekið að sér að klæða húsið hennar Ásu í Koti að utan. Fann ég þá vel hversu góður verkmaður og stjórnandi hann var, þarna var hann kominn á rétta hillu enda lagði hann trésmíðar fyrir sig sem ævistarf og lauk sveinsprófi í greininni. Síðar kynntist hann ástinni á nýjan leik, hann og Hrönn stofnuðu fallegt heimili með stóra fjölskyldu. Þegar fundum okkar bar saman var vináttan söm, ég fann að hann var hamingjumaður og stelpurnar hans gerðu það gott og litli drengurinn hans og Hrannar var nýr sólargeisli, barnabörnin voru einnig nýtt líf og hann leit á börnin hennar Hrannar sem sín. Þau Hrönn eignuðust sitt helgisetur uppi á Skriðufelli, þar var unaðsreitur sem hann gladdist yfir, þar átti hann skjól fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Siggi gekk ekki heill til skógar síðustu árin þótt hann fengi nokkra bót meina sinna og all mörg góð ár eftir hjartaaðgerð. Bestu kynni lífsins verða til í æsku þar myndast þráður sem aldrei slitn- ar sé vináttan góð, þetta finnur mað- ur æ betur eftir því sem árunum fjölgar. Hins vegar saknar maður þess í óðagoti og róti samtímans að gefa sér ekki oftar tíma og tækifæri til að gleðjast með þeim mörgu sem maður er bundinn frá þeim tíma. Sig- urður Guðmundsson var góður ferða- félagi, í návist hans leið manni vel. Hann var tilgerðarlaus, átti létta lund, bjó yfir góðum húmor og snjöll- um tilsvörum í hita leiksins. Í eðli sínu var hann fremur feiminn og hlédræg- ur maður sem ekki mátti vamm sitt vita. Á kveðjustund þökkum við Margrét kona mín allar góðu sam- verustundirnar, vottum eiginkonu, börnum og öldruðum föður djúpa samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Guðni Ágústsson. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Hvað felst í lífi okkar, hver er til- gangurinn? Til hvers er lifað? Hvaða spil eru okkur gefin og hvernig spilum við úr þeim? Getur verið að við förum sjálf illa með spil- in sem okkur eru gefin og er þá við nokkurn að sakast nema okkur sjálf? En verra er að sitja uppi með þá ábyrgð að hafa eyðilagt spilin fyrir öðrum. Eða hreinlega að hjálpa þeim ekki með stokkinn sinn. Það þarf oft ekki mikið til. Mörg okkar eru með góð spil á hendi en kunna ekki leikinn. Eiga jafnvel fá- ein tromp á hendi sem ekki er kunn- átta til að nýta. Þar ættum við að skerast í leikinn, ábyrgð okkar er að leiðbeina og liðsinna. En gerum við það? Erum við kannski of upptekin af okkar góðu spilum og kætumst jafnvel yfir því hversu klaufalega sumir bera sig að spilamennskunni? Við ætlumst jafnvel á sama tíma til aðdáunar af hendi hins fákunnandi yfir okkar frábæru spilamennsku. – En hvernig bregst hinn mislukkaði spilamaður við? Hann sem þekkir ekki spilin, hann leggur þau kannski til hliðar og situr hjá. Smám saman týnir hann spilum sínum einu af öðru og á ekki lengur neinn mögu- leika á að spila með. Og hver eru viðbrögð hans? Víst er að sá spilari er hér um VALGEIR MAGNÚS GUNNARSSON ✝ Valgeir MagnúsGunnarsson fæddist í Neskaup- stað á Norðfirði 18. febrúar 1965. Hann lést 22. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Ása Gunnarsdóttir, f. 13. 7. 1946, og Gunnar Bjartmarsson, f. 22.2. 1940. Ársgam- all fluttist hann með fjölskyldu sinni til Kópavogs. Þar og í Reykjavík bjó hann til dauðadags. Útför Valgeirs fer fram frá Digraneskirkju ídag og hefst at- höfnin klukkan 15. ræðir átti möguleika á betri leik. En úr varð ekki. Ganga mátti að því vísu að Valgeir var til staðar til að fylgjast með hinum. En ekki til að skerast í leikinn. Þennan hægláta mann mátti sjá í miðborg Reykjavíkur dag hvern. Gjarnan á gangi upp eða niður Lauga- veginn. Ekki áreitti hann neinn, en vera kann að einhverjum sem ekki þekktu hann gæti hafa staðið af honum stuggur. Sá ótti var ástæðu- laus. Hér var á ferð hrekklaus mað- ur sem var boðinn og búinn að leggja öðrum lið, ef bara einhver hefði beðið þess. Skáldið Einar Ben hefði sjálfsagt kallað hann land- hlaupa. En fyrir öllum afleiðingum er orsök. Afleiðing lífshlaups þessa manns á sér orsök. Hana geta þeir fundið er til þekkja. Hér var á ferð maður er ef til vill féll ekki inn í lífs- mynstur okkar hinna. Ekki er mér kunnugt um hvað varð Valgeiri að aldurtila, enda skiptir það engu máli. En eitt tel ég víst að ekki átti hann sér neina óvildarmenn. Getur verið að ljósadýrð jólanna, þessi ótvíræði vottur lífsgæðanna hafi orðið honum að endingu um megn? Eitt er víst að miðbærinn er vissu- lega fagurlega skreyttur. Getur ver- ið að þessi ljós- og gleðigjafi okkar hinna hafi orðið Valgeiri ofviða? Það að komast að því endanlega, að þú ert ekki með í leiknum og átt þess ekki möguleika? Mig langar að vitna enn í Einar Benediktsson. Í ljóði hans Einræður Starkaðar seg- ir: En mundu þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Var kannski betra að vera ekki með og fylgjast bara með úr fjar- lægð? Eyþór Eðvarðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.