Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 52

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 52
MINNINGAR 52 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigursæll Benja-mín Magnússon, fyrrverandi veit- ingamaður, fæddist í Þorvaldarbúð á Hellissandi 25. des- ember 1910. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 19. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Friðriksdótt- ir og Magnús Sig- urðsson, þau eru bæði látin. Sigursæll var einn fjögurra systkina. Sigursæll hóf búskap með eft- irlifandi konu sinni, Olgu Stef- ánsdóttur, hinn 27. janúar 1940. Foreldrar hennar voru Sigrún Gestsdóttir og Stefán Eiríksson myndskeri. Sigursæll og Olga eignuðust einn son, Stefán Sig- urð Sigursælsson, f. 13.5. 1940, hann kvæntist Esth- er Ásgeirsdóttur og áttu þau þrjú börn: Ástu Sigríði Stef- ánsdóttur, f. 4.10. 1961, Stefán Magn- ús Stefánsson, f. 14.3. 1964, d. 11.12. 1988, og Olgu Jó- hönnu Stefánsdótt- ur, f. 19.12. 1966. Sigursæll lærði matreiðsu á Palads Hotel í Kaupmanna- höfn og starfaði lengst af sem veit- ingamaður, m.a. á Hótel Valhöll, Matstofu Austur- bæjar, Sælakaffi og Ártúni. Auk þessa sá hann um rekstur Tjarn- arbúðar í Oddfellowhúsinu í um áratug. Útför Sigursæls fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Afi var af þeirri kynslóð sem veit ekki hvað orðið sérhlífni merkir, en veit að iðjusemi, heiðarleiki og sam- viskusemi er dyggð. Hafi einhver komið inn í þennan heim með tvær hendur tómar þá var það hann afi okkar. Fyrstu fimm æviárin bjó hann hjá föður sínum og systur hans í Ólafsvík. Hann missir síðan föður sinn aðeins fimm ára gamall og var þá settur í hendur vandalausra. Afi var „boðinn niður“ eins og hann orð- aði það sjálfur, þegar hreppurinn setti hann í hendur þess sem lægst bauð til að taka hann að sér. Eins og tíðkaðist á þeim tíma var vistin mis- jöfn og hann mundi vel eftir frosta- vetrinum mikla 1918 og horfði sjálf- ur upp á börn fósturforeldra sinna deyja úr barnaveiki þann vetur. Sjálfur var hann hætt kominn og minntist oft orða héraðslæknisins þegar hann sagði: „Ef hann lifir af nóttina, þessi, ja þá er honum borg- ið.“ Tíu ára gamall var hann farinn að vinna frá klukkan átta á morgn- ana til tíu á kvöldin. Við getum ekki skilið til fulls hvílík raun það hefur verið fyrir svo ungan dreng að vinna svona langan vinnudag. Afi var vistaður á fjórum stöðum fram að fermingu og á sextánda ári flytur hann til hjónanna Guðrúnar Þorleifsdóttur og Sigurðar Guð- mundssonar í Ytri-Njarðvík. Þau mætu hjón reyndust honum vel og hafði afi það á orði að þau hefðu í raun verið hans einu foreldrar. Afa dreymdi um að verða sjómaður og sótti þess vegna námskeið í vélstjórn nítján ára gamall og réð sig í fram- haldi af því sem annan vélstjóra á síldarbátinn Sjöstjörnuna frá Akur- eyri. Örlögin höguðu því þannig að afi fór aðeins eina veiðiferð sem vél- stjóri því hann var ráðinn sem mat- sveinn í næstu veiðiferð. Engan und- irbúning hafði hann til þeirra starfa en með matreiðslubók Jónínu Sig- urðardóttur undir hendinni tókst honum að vinna sitt verk og skila því vel. Í framhaldi af þessari reynslu ákvað afi að læra meira á þessu sviði og hóf nám á Hótel Skjaldbreið í matreiðslu. Síðar fór hann eina ferð á danska skipinu Stauning, sem mat- sveinn, þótt hann talaði enga dönsku. Um borð í Stauning lærði hann að matreiða að dönskum hætti og ákvað að reyna að komast í matreiðslunám hjá hinu fræga Palads Hotel í Kaup- mannahöfn og það tókst honum. Afi lauk prófi einu og hálfu ári á undan áætlun árið 1937. Hann sigldi síðan um hríð, þar á meðal stríðsárin, en starfaði því næst á Hótel Valhöll á Þingvöllum, veitingastaðnum Heitt og kalt í Hafnarstræti og Café Höll í Austurstræti. Þekktastur er hann sjálfsagt fyrir að hefja rekstur Mat- stofu Austurbæjar og síðar Sæla- kaffis og Ártúns. Að auki rak hann í áratug Tjarnarbúð í Oddfellowhús- inu og var einn eigenda og hótel- stjóri Hótel Valhallar á Þingvöllum. Það var auðlegð fólgin í því að fá að taka þátt í störfum með afa. Hann kenndi okkur virði vinnunnar og já- kvætt viðhorf til hennar. Hann lagði ríka áherslu á að allir skiluðu sínu og hann treysti okkur til þeirra verka sem hann fól okkur. Iðjusemi, heið- arleiki og samviskusemi voru honum ætíð hugleikin. Ferðir okkar í sumarbústað afa og ömmu við Þingvallavatn eru okkur einkar minnisstæðar. Afi var mikið fyrir það að hafa snyrtilegt í kring- um sig og var sífellt að dytta að bú- staðnum, hann var sjaldan verklaus nema stöku sinnum á sólríkum dög- um að hann lagðist til sólbaðs í laut- ina sína. Lautin var hans unaðsreitur og staður til slökunar. Á þessum stað safnaði hann orku til frekari verka. Við lærðum snemma að virða þennan stað og veita honum frið þegar hann þurfti á að halda, enda voru þessar stundir ekki margar. Oftast var mik- ið um að vera og nutum við systkinin leiðsagnar afa við veiðar í Þingvalla- vatni. Við stelpurnar vildum oft held- ur vera í dúkkuhúsinu sem afi og pabbi smíðuðu, en líklega hefur hon- um fundist nauðsynlegt að við lærð- um að draga björg í bú. Bróðir okkar Stefán, sem látinn er fyrir mörgum árum, var öllu duglegri við veiðarnar og að fara út á bát með afa. Það ríkti alltaf eftirvænting í ung- um hjörtum að fara í afmælisveisl- urnar til afa á jóladag. Þetta voru alltaf jólaveislur með sérstöku yfir- bragði og enginn þarf að efast um að veisluborðið hafi ekki verið hlaðið kræsingum og afi var alltaf glæsi- lega klæddur. Tvær ungar dömur áttu það líka til að kíkja inn í skápana svo lítið bæri á og skoða öll fallegu bindin hans afa síns, það voru skemmtilegar stundir. Afi okkar var sigldur maður og sjóaður í þeirri lífsbaráttu sem ein- kennir kynslóð hans. Hann hafði frá mörgu að segja og var fús til að fræða yngri kynslóðir um þær breyt- ingar sem íslenska þjóðin fór í gegn- um á síðustu öld. Svefnstaðir afa voru allt frá því að vera fjósið í Ber- vík í Breiðavíkurhreppi til ríkulega útbúinna hótelherbergja í höfuð- borgum Evrópu. Afi var sveitar- ómaginn sem lét draumana rætast og varð heimsborgari fyrir eigin dugnað og atorku sú minning mun ætíð lifa með okkur. Ömmu okkar, Olgu Stefánsdóttur, og öllum ættingjum okkar færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu um einstakan mann. Ásta Sigríður Stefánsdóttir, Olga Jóhanna Stefánsdóttir. Í dag er kvaddur Sigursæll Magn- ússon, einn af brautryðjendunum í íslenskum veitingarekstri og góður félagi til margra ára. Sigursæll var einn þeirra sem sátu stofnfund Sambands veitinga- og gistihúsa árið 1945 og sá síðasti sem var til frá- sagnar um þann atburð, en SVG var forveri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann var síðan virkur félagsmaður allt þar til hann hætti veitingarekstri fyrir örfáum árum síðan. Í bókinni „Gestir og gestgjafar“ sem SVG gaf út í tilefni af 50 ára afmæli sínu árið 1995 og Gylfi Gröndal skrifaði, er heill kafli um Sigursæl þar sem sagt er að æviferill hans sé í raun saga ís- lensku þjóðarinnar í hnotskurn og má það til sanns vegar færa. Hann bjó við ótrúlega bág kjör í bernsku sem sveitarómagi, eins og það var kallað, en braut sér leið frá fátækt og basli til mennta í Kaupmannahöfn þar sem hann lærði veitinga- mennsku frá 1934 til 1937. Sigursæll var duglegur og vinnusamur og ákveðinn í að sjá sér og sínum vel farborða. Hann sigldi stríðsárin en eftir það starfaði hann við veitinga- rekstur á Íslandi, fyrst á Hótel Val- höll á Þingvöllum, á veitingastaðnum Heitt og kalt í Hafnarstræti og Café Höll í Austurstræti. Hann rak síðan Matstofu Austurbæjar og síðar Sælakaffi sem hann var jafnan kenndur við. Hann rak ennfremur Tjarnarbúð í Oddfellowhúsinu og var einn eigenda og hótelstjóri á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Hér á skrifstofu samtakanna eigum við eft- ir að sakna heimsókna Sæla, en hann kom jafnan í heimsókn fyrir jólin og á vorin. Alltaf kom hann færandi hendi, yfirleitt með blóm til okkar og sagði okkur sögur úr lífi sínu yfir te- bolla. Þegar okkur bárust fréttir af andláti hans vorum við að íhuga hvað við gætum sent honum á jóladag í til- efni af níræðisafmæli hans. Nú get- um við aðeins sent honum hinstu kveðju sem við gerum með þessum fátæklegu orðum. Á 45 ára afmæli SVG árið 1990 var Sigursæll sæmd- ur heiðursmerki sambandsins í þakklætisskyni fyrir störf í veitinga- rekstri. Nú vilja veitingamenn enn og aftur þakka Sigursæli fyrir allt hans starf í þágu samtakanna og greinarinnar allrar. Samtök ferðaþjónustunnar senda ekkju Sigursæls og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Erna Hauksdóttir. Í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskirkju Sigursæll B. Magn- ússon fyrrverandi veitingamaður eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu en hann lést á Landspítalanum 19. desember sl. Kynni okkar Sigursæls hófust vorið 1964 er ég falaðist eftir vinnu hjá honum og félaga hans Ragnari heitnum Jónssyni sem oft var kennd- ur við Þórscafé en þeir ráku á þess- um tíma Hótel Valhöll á Þingvöllum. Sigursæll og Olga kona hans ráku einnig þekktan matsölustað, Sæla- café, sem margir Reykvíkingar sem komnir eru yfir miðjan aldur kann- ast við. Mér er enn í fersku minni er fund- um okkar bar saman, tveir lífsreynd- ir veitingamenn að ræða við 22 ára gamlan kennara sem var að falast eftir sumarstarfi sem fólgið var í því að sjá um daglegan rekstur á Hótel Valhöll og umsækjandinn hafði enga þekkingu eða reynslu á veitinga- eða hótelrekstri. En í minningunni voru báðir þessir menn hlýlegir og þægi- legir í viðmóti og einhverra hluta vegna fékk ég starfið. Ég varð þess fljótlega áskynja að Sigursæll gerði ekki síður kröfur til sjálfs sín í starfi en starfsmanna sinna. Hann var sívinnandi og gekk í hvaða starf sem var ef á þurfti að halda og hafði vakandi auga með rekstrinum. Sigursæll var mikið snyrtimenni og vildi ekki að kastað væri til hönd- um við vandasöm verk. Uppvaxtarár Sigursæls munu hafa verið erfið og eins gott að treysta á sjálfan sig í lífsbaráttunni og eitt er víst að lífshlaup hans var ekki ætíð dans á rósum. Eins og ger- ist í lífinu slitnaði samband okkar í mörg ár þar sem ég bjó bæði úti á landi og erlendis en árið 1974 gekk ég í Oddfellowregluna og hófust þá kynni okkar að nýju sem héldust til dauðadags. Það var eftirtektarvert hversu ern Sigursæll var og sótti hann alla fundi ef veikindi hömluðu ekki en það var afar sjaldan. Nú síðustu vikur hafði hann ekki treyst sér til að hitta félag- ana í Oddfellow þar sem hann hafði orðið fyrir slysi en vildi ekki sleppa jólavökunni sem haldin var 10. des. s.l. Þetta var hans síðasta koma í Oddfellowhúsið en þar hafði hann m.a. séð um veitingarekstur um ára- bil. Því þaðan var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans Olgu og Stefáni syni þeirra hjóna mína dýpstu samúð. Sigurjón Fjeldsted. Vinur minn, Sigursæll Magnússon veitingamaður, hefur nú kvatt þenn- an heim, næstum níræður að aldri. Nokkra daga vantaði upp á að Sig- ursæll gæti haldið upp á 90 ára af- mælið eins og hann stefndi að, en hann lést hinn 19. desember sl. eftir stutta sjúkralegu. Það má segja að Sigursæll hafi fengið þá ósk sína uppfyllta, að þegar að því kæmi að hann kveddi þennan heim þá myndi það ekki taka langan tíma. En þann- ig var einmitt Sigursæll, hlutirnir þurftu að gerast fljótt, hann hafði ekki þolinmæði í að bíða. Þótt að mikill aldursmunur hafi verið á okkur Sigursæli áttum við auðvelt með að umgangast hvor ann- an og ófáar eru þær stundirnar á sl. árum sem við settumst niður og röbbuðum. Hann sagði mér oft frá æskuárum sínum og eins frá því þeg- ar hann gerðist matsveinn og síðar veitingamaður sem var fyrir hreina tilviljun, en hann hafði ráðið sig á unga aldri sem vélamaður á bát, en þegar kokkurinn lét ekki sjá sig um borð var hann fenginn til að sjá um eldamennskuna. Þannig hófst saga Sigursæls sem matsveins og síðar stórveitingamanns. Þegar ég rúm- lega tvítugur útskrifaðist úr Mat- sveina- og veitingaskólanum árið 1968, var Sigursæll einn af prófdóm- urunum. Á þeim tíma þekktumst við Sigursæll ekki mikið. Það var ekki fyrr en um 1980 að leiðir okkar lágu saman, hann var eigandi að Veitinga- staðnum Ártúni og ég yfirmat- reiðslumaður hjá Veitingamanninum sf., sem hafði keypt hluta í veitinga- stað Sigursæls. Það voru ófáar stór- veislurnar sem við Sigursæll unnum saman að og þá kynntumst við fyrir alvöru. Sú vinátta sem tókst með okkur á þessum árum hefur síðan haldist og má segja að daglegt sam- band hafi verið á milli okkar, þó svo að við hættum að starfa saman. Sig- ursæll var mikill veitingamaður í sér og hafði gott auga og smekk fyrir því hvernig hlutirnir ættu að vera. Hann var mikið snyrtimenni, var ávallt vel til fara og talaði oft um það nú hin seinni ár að þessi og hin jakkafötin hefðu verið keypt í „heimsreisunni“ miklu, en þá „reisu“ fór Sigursæll með nokkrum veitingamönnum fyrir um 50 árum og talaði oft um. Sig- ursæll hafði harða skel sem ekki allir komust í gegnum og hann var kannski ekki allra. En ég tel mig hafa komist nokkuð vel í gegn og þegar í gegn var komið komst ég að því að hann hafði mjög hlýtt hjarta, sem kannski of fáir fengu að njóta. Ekki má gleyma að geta Olgu konu Sigursæls, þeirra miklu lista- konu sem hann var ákaflega stoltur af og talaði oft um og hve vel hann væri giftur. Margar veislurnar sá hún um og var stoð hans og stytta í gegnum allan hans veitingarekstur, en þau hjónin sáu um veitingar m.a. í Oddfellowhúsinu í Reykjavík í mörg ár og í Valhöll á Þingvöllum, stofn- uðu Sælakaffi í Brautarholtinu svo eitthvað sé nefnt. Með Sigursæli er horfinn mikill persónuleiki og veitingamaður sem seint gleymist. Hann ásamt mörgum mikilhæfum veitingamönnum hér fyrr á árum ruddi brautina við erf- iðar aðstæður og yngri veitingamenn njóta góðs af í dag. Ég kveð þennan aldurhnigna „ungling“ og þakka þær stundir sem við áttum saman, þær eru mér ógleymanlegar. Olga mín, Guð styrki þig og fjöl- skyldu þína í sorg ykkar. Lárus Loftsson. Þegar maður hugsar um lífið og dauðann verður manni á að láta hug- ann reika um það hve misjafnan tíma þeir fá sem fæðast í þennan heim og stundum kemur fram í hugann ljóð- lína þjóðskáldsins ástsæla „og lítil börn, sem aldrei verða menn“. Það varð þó aldeilis ekki með Sig- ursæl B. Magnússon, sem við kveðj- um nú því hann varð svo sannarlega að manni þrátt fyrir erfiða æsku við bág kjör en hann mátti líka muna tímana tvenna og var nokkuð farið að halla undan fæti áður en yfir lauk en hann vantaði aðeins sex daga í ní- rætt. Sigursæll gekk til liðs við Oddfellowregluna árið 1964 í stúku nr. 10, Þorfinn karlsefni, og var síðan einn af stofnendum st. nr. 19, Leifs heppa, þá 85 ára og þrátt fyrir háan aldur var hann afskaplega duglegur að sækja fundi og einmitt á einum slíkum þegar okkar árlega jólavaka skyldi haldin kom fallið í orðsins fyllstu merkingu þar hann datt í gólfið og lærbrotnaði og var fluttur á sjúkrabörum á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fékk blóð- tappa um nóttina og þar með var þetta búið og hann andaðist hinn 19. desember. Við stúkubræður hans vorum farnir að hlakka til að fagna með honum 90 ára afmælinu á jóladag og þá ekki síður hann sjálfur og í því sambandi var hann búinn að biðja mig um að útbúa mynd, sem skyldi fara í blöð til að segja frá þessum tímamótum en nú birtist myndin í staðinn með minningargrein. Okkur, sem verið höfum með hon- um í þessum félagsskap, finnst þetta ákaflega sorglegt þó svo að margur myndi þakka fyrir að verða þetta fullorðinn. Við vorum búnir að láta útbúa handa honum staf, sem hann gæti stuðst við m.a. þegar hann var að koma til fundar við okkur, en fallið kom bara áður en af þessu gæti orðið svo að stafurinn verður úr þessu að- eins tákn um vináttuna og virðingu okkar fyrir honum Sæla eins og hann var nú oftast kallaður. Við kveðjum góðan félaga og bróð- ur með söknuði en sýnu er söknuður- inn mestur hjá Olgu, sem nú á eftir aðeins tvö ár í nírætt, og syni þeirra, Stefáni. Svo skyndilega breyttist allt og það sem átti að verða afmælisveisla á jólum var að sorgarstundu og kveðjuathöfn. Megi góður Guð styrkja þau á þessum sorgarstundum nú um jól og áramót. Þórir H. Óskarsson. SIGURSÆLL BENJAMÍN MAGNÚSSON                                 !"              ! #$$% &!! ' ( #$$!$) *+  '&,!!  - #$$!! ./0 .&%!$) &! 12 #$$!! ) %0 %!$) )   #$$!! ' //-"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.