Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 54
MINNINGAR 54 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Fr. Björns-son fæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1909. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 21. desember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Helgu Guðmunds- dóttur, húsfreyju, f. 15. maí 1864, d. 24. júlí 1940, og Björns Hieronymussonar, verkamanns og steinsmiðs, f. 22. september 1863, d. 12. október 1939. Björn Fr. kvæntist 25. maí 1935 Margréti Þorsteinsdóttur, hús- freyju, f. 9. júní 1909. Hún lést 28. mars 1961. Börn þeirra eru 1) Birna Ástríð- ur, húsfreyja á Akureyri, f. 1. febrúar 1933, sambýlismaður hennar er Rafn Þorsteinsson. Son- ur þeirra er Snorri Björn, f. 1974. 2) Grétar Helgi, verslunarmaður í Reykjavík, f. 1. september 1935. Eiginkona hans er Helga Frið- bjarnardóttir. Börn þeirra eru a) Björn, f. 1958. Eiginkona hans er Jacalyn Fía Grétarsson og eiga þau þrjá syni. Fyrir á Björn son með Lilju Diðriksdóttur og tvo syni með fyrrverandi sambýlis- konu sinni Þóru Gylfadóttur. b) Ingibjörg, f. 1959. Sambýlismaður hennar er Magnús Þorgrímsson og eiga þau tvö börn. c) Hrafn, f. 1963. Eiginkona hans er Sigrún og kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1934. Að af- loknu prófi vann hann ýmis lög- fræðistörf í Reykjavík, m.a. setu- dómarastörf þar og víðar. Hann var aðstoðarmaður hjá lögreglu- stjóranum á Akranesi frá janúar til apríl 1935, Frá 1. desember 1936 til 1. október 1937 var hann settur sýslumaður í Árnessýslu. Hann var settur sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 8. nóvember 1937 og skipaður sýslumaður þar 8. apríl 1938 og gegndi því emb- ætti uns hann lét af störfum 1. des- ember 1977. Björn Fr. var þingmaður Fram- sóknarflokksins fyrir Rangár- vallasýslu á sumarþingum 1942 og 1959, varaþingmaður nóvember 1953 til apríl 1954 og febr. til mars 1959. Hann var þingmaður Suður- landskjördæmis frá 1959 til 1974. Björn Fr. var formaður skóla- nefndar Skógaskóla frá 1949– 1977 og formaður byggingar- nefndar skólans. Einnig var hann stjórnarformaður Kaupfélags Rangæinga frá 1955 til 1978. Auk þess gegndi hann fjölda nefndar- starfa. Björn Fr. var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1968 og Chevalier de l’Ordre Nat- ional du Merite 1966. Hann var fyrrverandi formaður og heiðurs- félagi Dómarafélags Íslands og Sýslumannafélags Íslands. Hann var fyrrverandi formaður og heið- ursfélagi Taflfélags Reykjavíkur og var sæmdur gullmerki Knatt- spyrnufélagsins Víkings árið 1991, en hann lék með meistaraflokki félagsins á árunum 1926–1933. Útför Björns Fr. fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sævarsdóttir og eiga þau þrjú börn. 3) Guð- rún, bankastarfsmað- ur í Reykjavík, f. 30. apríl 1940. Eiginmað- ur hennar var Haf- steinn Hjaltason. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Jóhann, f. 1964. Eiginkona hans er Sigríður Jónína Helgadóttir og eiga þau tvö börn. b) Margrét Sif, f. 1966. Sambýlismaður henn- ar er Júlíus Viðar Ax- elsson og eiga þau eina dóttur. c) Hafsteinn Freyr, f. 1971. Sambýliskona hans er Ragn- heiður Oddný Árnadóttir og eiga þau eina dóttur. 4) Gunnar, hag- fræðingur í Reykjavík, f. 26. ágúst 1941. Eiginkona hans er Aðalheið- ur Þorsteinsdóttir. Synir þeirra eru a) Þorsteinn, f. 1967. Eigin- kona hans er Hallgerður Gunnars- dóttir og eiga þau þrjá syni. b) Ey- vindur Grétar, f. 1970. Eiginkona hans er Elfa Ýr Gylfadóttir. Björn Fr. kvæntist aftur 8. sept- ember 1962 Gyðu Árnadóttur hús- freyju, f. 12. maí 1915. Hún lést 19. október 1964. Björn Fr. kvæntist 13. apríl 1968 eftirlifandi eigin- konu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur, fóstru og húsfreyju, f. 21. desemb- er 1928. Sonur þeirra er Björn Friðgeir, hagfræðingur í Reykja- vík, f. 2. apríl 1969. Björn Fr. lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929 Ungur komstu og æskuglaður austur í gamla Rangárþing, settist að sem sýslumaður sómdir vel þeim fjallahring. Það í önn þú undir högum upplitsdjarfur fannst þinn mátt gerðir jafnt að lesa í lögum leiðbeina og gera sátt. (P.E.) Hinn 21. desember barst okkur Rangæingum sú frétt að Björn Fr. Björnsson fv. sýslu- og alþingismaður hefði látist þá um morguninn. Ekki gátu það talist óvænt tíðindi, maður- inn ári betur en níræður, þrotinn að heilsu, þó setti okkur hljóða og minn- ingarnar streymdu að, öndvegismað- ur sinnar samtíðar í Rangárþingi var genginn til feðra sinna. Það hafði fækkað um einn af þeim, sem settu svip á bæinn með reisn. Í byrjun nóvembermáðnaðar árið 1937 ók drossía yfir gömlu hvítu hengibrúna á Þjórsá leiðin lá framhjá fallega trjá- og blómagarðinum hans Ólafs Ísleifssonar, hómópata í Þjórs- ártúni þar sem sýnin opnast til hinnar yfirbragðsfögru austurfjalla, Eyja- fjallajökuls, Tindafjallajökuls, Þrí- hyrnings og Heklu. Sveinn Jónsson, járnsmiður á Selfossi, ók hægt austur holóttan Holtaveginn. Við hlið hans sat ungur glæsilegur maður, verðandi sýslumaður Rangárvallasýslu. Hann hafði frægðarorð á sér í Reykjavík sem afburðasnjall knattspyrnumaður og spilaði með Víkingi. Þetta var Björn Fr. Björnsson sem gegnt hafði embætti sýslumannsins í Árnessýslu í tæpt eitt ár og tekið við því af kemp- unni honum Magnúsi Torfasyni og flutt það frá Eyrarbakka upp í gömlu Símstöðina á Selfossi. En nú var þess- um efnilega manni boðið framtíðar- embætti í Rangárþingi. Hermann Jónasson, þáverandi dómsmálaráð- herra, ritaði honum setningarbréfið. Síðar kom skipunarbréf frá kóngsins Kaupmannahöfn. Kristján X sendi út- flúrað bréf með stórum stimplum. Stóra bréfið frá kóngnum var í gildi í full fjörutíu ár. Það var komið kvöld þegar ungi lögfræðingurinn var orð- inn einn hjá embættisgögnunum uppi í Gunnarsholti en þar hafði embættið verið um tíma, en áður var það á Efra- Hvoli í Hvolhreppi í um þrjá áratugi. Rafljós voru ekki kveikt til að skoða embættisgögnin. Rangárþing varð ekki uppljómað af Sogsrafmagni fyrr en áratug síðar. Björn fékk þegar þaulkunnugan sýsluskrifara sér til aðstoðar, það var Páll Björgvinsson, sýslumannssonur frá Efra-Hvoli. Taldi Björn gott að hafa hann sér við hlið þegar afgreidd voru verkefni sem biðu úrlausnar. Unga sýslumanninum fannst Gunnarsholt vera úrleiðis og flutti embætti sitt eftir tvo sólarhringa nið- ur í Hvolsvöll sem hann eygði sem framtíðarstað, þótt þar væru aðeins tvo íbúðarhús og það þriðja í bygg- ingu. Auk þess var sölubúð frá Kaup- félagi Hallgeirseyjar en það hús stendur enn, minnisvarði um veröld sem var. Hann byggði vorið eftir sjálfur austan við þessi hús íbúðar- og skrifstofuhús embættisins en í því húsi var skrifstofa sýslumanns í hálf- an fjórða áratug. Björn var vel undirbúinn til að taka þátt í og leiða fjölbreytt félagsmála- störf þegar hann kom í héraðið. Sem drengur og unglingur hafði hann starfað í KFUM þar sem hinn mikli og ljúfi leiðtogi sr. Friðrik Friðriks- son vísaði veginn og kenndi honum undirstöðuatriði í tungumálum og hvatti til náms. Frá 12 ára aldri spil- aði hann iðulega á orgel á samkomum KFUM. Í viðlögum lék hann á gamla orgelið í Stórólfshvolskirkju við guðs- þjónustur af mikilli innlifun og gaf sálmalögunum virðulegan, djúpan blæ. Á æskuárum undirbjó sr. Friðrik trúrækni hans, sem var hans bjarg á langri ævi. Björn stofnaði tónlistarskóla Rang- æinga sem dafnað hefur vel með ár- unum og er í dag blómleg menning- arstofnun með á þriðja hundrað nemendur. Skák var honum hugstæð og var hann um skeið formaður Tafl- félags Reykjavíkur og tefldi mikið eft- ir að hann fluttist austur og glæddi með því skáklíf í Árnes- og Rangár- vallasýslu. Á löngum og litríkum starfsferli Björns Fr. Björnssonar, hygg ég að ekkert starf hafi hann tek- ið að sér, sem betur hæfði orku hans og áhugasviði eins og störfin við upp- byggingu skólasetursins á Skógum. Á þeim árum þurfti að glíma við leyf- isveitingar því ýmsar byggingarvörur voru þá lítt fáanlegar og fjármagn lá ekki á lausu. Rangæingar tóku til sinna ráða þá eins og þegar brýrnar voru byggðar yfir Þverá og Markar- fljót á árum áður. Framganga Skóga- skóla var honum ævarandi áhugamál. Hann mætti því alltaf þegar hann gat við skólasetningar og skólaslit og brá þar eins og annarsstaðar stórum svip á hátíðlegar athafnir. Á fimmta áratugnum þegar at- hafnamaðurinn Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnes- inga, fékk brennandi áhuga á bygg- ingu hafna í Þorlákshöfn var leitað til Rangæinga. Björn sýslumaður varð fyrirliði í héraði og tókst farsælt sam- starf við Árnesinga eins og um líkt leyti tókst við Vestur-Skaftfellinga við uppbyggingu menntasetursins og hins myndarlega byggðasafns í Skóg- um. Samstarfið til austurs og vesturs varð með ágætum og af því leiddi far- sæld fyrir Rangárþing. Sýslumennirnir í Rangárvallasýslu hafa í áranna rás haft ríkan áhuga á framfaramálum héraðsins og gegnt forystuhlutverkum í þjóðþrifamálum. Mann eftir mann til dagsins í dag. Björn Fr. Björnsson sómdi sér vel sem oddviti sýslunefndar héraðsins. Hann var einstaklega laginn við að skapa ánægjulegt andrúmsloft á fundunum enda tillhlökkunarefni sýslunefndarmanna að mæta, láta ljós sitt skína og leggja gott til mála. Það er íhugunarefni hve miklu gömlu sýslunefndirnar komu í verk. Björn sýslumaður bar sterkan og litríkan persónuleika, var orðheppinn og allt- af var stutt í glettnina. Slíkir menn gæða gráan hversdagsleikann lífi. Björn flíkaði ekki tilfinningum sínum, var í eðli sínu dulur og bar stórar sorgir með karlmennsku. Það var metnaðarfull uppbygging í Hvolsvelli á árunum sem Björn var formaður Kaupfélags Rangæinga. Að einhverju leyti í samkeppni við Kaup- félagið Þór á Hellu. Ingólfur Jónsson, sá dugnaðarmaður réð þar ríkjum. Menn spjöruðu sig vel á báðum stöð- um og kauptúnin í Hvolsvelli og á Hellu bera þess merki. Ég þekkti ekki óvild milli þeirra. Þótt sperra væri milli kauptúnanna fram eftir ár- um. Báðir voru þeir forystumenn sinnar samtíðar og síns héraðs. Ég hygg að enginn staða gefi eins mikla innsýn í mannlegt samfélag eins og staða sýslumanns í hæfilega stóru héraði. Þar má kynnast nánast flestum hliðum mannlífsíns. Það er ekki allra að leysa viðkvæm mál og hafa vinsældir af. Björn Fr. Björnsson sat fyrst á sumarþingi 1942. Síðan var hann samfleytt á Alþingi frá 1959 til 1974 sem alþingismaður Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjördæmi. Alls mun hann hafa setið 18 þing. Hann sat m.a. á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1970 og sat Ráðgjafa- þing Evróðuráðsins 1972 og 1973. Hann var víðlesinn, glöggur og hafði pólitískt nef. Í störfum sínum sem al- þingismaður horfði hann hátt og til framtíðar og vildi láta gott af sínum störfum leiða. Hann var sæmdur heiðursmerki R. Í. F. 1 janúar 1968. Einnig var Björn sæmdur Chevalier de l’Ordre National du Merite. Í meira en þrjá áratugi áttum við Björn einstaklega gott og lærdóms- ríkt samstarf fyrir mig. Gagnvegir góðrar vináttu milli heimila okkar voru meira en helmingi lengri tíma. Það var erfitt að komast yfir allt sem gera þurfti meðan við vorum einungis tveir við störfin í stóru héraði. En við unnum aðeins tveir við embættið hátt á annan áratug. Gleðistundirnar voru líka margar. Þegar álfar hoppuðu á hjarni, bardús daglegra anna gleymd- ust stundarkorn og klukkur stóðu. Björn kunni líka þá list að líta á að- stoðarmann sinn sem jafningja. Ekki skorti umræðuefnin, hvortheldur var heima í kokkhúsi eða á ferðalögum okkar á nóttu sem degi. Í blíðu og stríðu, meðan vegir voru slæmir og farartækin börn síns tíma. Alltaf hafði húsbóndi minn af miklu að miðla, glöggur á menn og málefni og minnið traust. Eftirlifandi eiginkona Björns er Ragnheiður Jónsdóttir frá Deildar- tungu, einstök myndarkona sem bjó honum traust heimili og var honum styrk stoð frá fyrstu kynnum þeirra til hinstu stundar. Ég og fólkið mitt á ógleymanlegar minningar um Björn sýslumann sem um áratugaskeið bar með sinni stóru og heimsborgaralegu persónu ferskan blæ inn á heimilið okkar. Áfram munum við hlúa að þeim góðu minningum. Það er vissu- lega þakkarvert að hafa átt með Birni svo margar samvistar- og gleðistund- ir. Guð blessi okkar kæra vin Björn Fr. Björnsson og hans ástvini. Pálmi Eyjólfsson. Afi er dáinn. Án hans verður til- veran fátækari en áður, en þó svo rík af minningum um góðan mann. Þær fyrstu þegar við systkinin vorum lítil að heimsækja afa á Hvolsvöll, þar sem hann vann sitt ævistarf. Seinna, eftir að farsælum embættisferli lauk og hann flutti með Ragnheiði og Bjössa til Reykjavíkur, minnumst við allra góðu samverustundanna á Há- vallagötu. Fjölskylduboðin hjá afa voru mörg og lífleg. Með árunum breyttist gesta- hópurinn og stækkaði, þroskaðist og fetaði mismunandi leiðir í lífinu eins og gerist og gengur. Afi breyttist hins vegar lítið, alltaf samur við sig. Íbygg- inn og virðulegur sat hann í stofunni eða gekk á milli gesta, hlustaði af at- hygli á það sem við vorum að fást við og gaf sig á tal við hina yngri jafnt sem eldri í fjölskyldunni. Þá tók hann gjarnan í nefið og þurrkaði sér síðan hressilega með munstruðum, vel straujuðum tóbaksklút, en þá átti hann marga. Ef sá var gállinn á hon- um bauð hann hinum eldri að fá sér líka. Mikið óskaplega gat verið gaman að fylgjast með þessum kúnstum hans. Ekki var síður gott að koma til afa aðra daga. Sitja með honum í fallegri stofunni, sól kannski hátt á lofti og heiðríkja sem hleypti sérstakri og hlýlegri birtu inn, fjarri ys og skark- ala hversdagsleikans. Á þessum stundum var margt skrafað og rökrætt. Um atburði sem efst voru á baugi hverju sinni eða liðna daga, stjórnmálin, bókmenntir hvers konar, íþróttir og margt fleira. Hann gat rætt um alla skapaða hluti, enda fróður mjög og stálminnugur. Afi las mikið, iðulega nokkrar bækur í einu, og það var ekki verra að hafa lesið eitthvað af þessum bókum, rétt til að vera samræðuhæfur við hann um nýjustu bækurnar. Laugardagssíðdegin hjá afa á Há- vallagötunni gátu verið nokkuð sér- stök. Frá þeim eigum við skemmtilega minningu. Afi í silkisloppnum og inni- skónum, í vínrauða hægindastólnum sínum uppi að horfa á knattspyrnu í sjónvarpinu. Best er að heilsa honum, setjast svo við hlið hans en ekki byrja strax að spjalla. Horfa fyrst á sjón- varpið og athuga hvort ládeyða er í leiknum. Ef svo er, þá er í lagi að hefja samræður. Fylgjast samt alltaf vel með leikn- um og vera viðbúinn að hætta ef stór- sóknir hefjast. Ef mikið gekk á og leikar voru fjörugir kom Ragnheiður oft bara með kaffið upp, því ekki kom annað til greina en að drekka það við sjónvarpið þegar þannig stóð á. Svona var hann afi, alla tíð með brennandi áhuga á knattspyrnu. Í essinu sínu ef vel gekk hjá hans liðum, Víkingi og Manchester United. Eftirminnilegastar verða þó alltaf samræðurnar um fjölskyldu og vini. Afi hafði mikinn metnað fyrir hönd afkomenda sinna. Hann mat mikils dugnað og framtakssemi. Lá ekki á skoðunum sínum og sagði sína mein- ingu. Ákveðinn í tali, gat verið nokkuð harður en aldrei ranglátur. Þetta var hans háttur. Þóf hvers konar og hálfvelgja var honum lítt að skapi, vildi heldur skerpa á fólki og halda því við efnið. Helst af öllu vildi hann aðstoða þegar hann gat. Hvort sem það var að kenna okkur mann- ganginn í skák, hjálpa við þýskunám eða einfaldlega gefa holl ráð. Afi var glæsilegur á velli. Hávax- inn, alltaf beinn í baki og fallega klæddur. Hann var fólki sem þekkti hann minnisstæður. Frá því við vor- um lítil hefur hann alltaf staðið ná- lægt okkur. „Eruð þið börnin hennar Guðrúnar dóttur hans Björns sýslu- manns?“ heyrðum við snemma. Skrýtið í fyrstu en síðan hefur okkur alltaf þótt vænt um að heyra þetta. Nú þegar leiðir hafa skilið um sinn þökkum við afa okkar fyrir sam- veruna og leiðsögn. Við vottum eft- irlifandi konu hans og börnum samúð okkar. Jóhann, Margrét og Hafsteinn. Illa til þess oft ég finn, ama fæ ei hrundið. Er nú horfinn afi minn, yfir breiða sundið. Mun ég lengi muna þig, mörg var slóðin valin. Góðu kynnin glöddu mig, guði vertu falinn. (F.I.) Langafabörnin Guðrún Linda Jóhannsdóttir, Helgi Freyr Jóhannsson. Nú er langri lífsgöngu afa okkar lokið. Það er undarlegt að hugsa til þess að hann, sem alltaf hefur fylgst með okkur, skuli ekki lengur vera hér. Okkur langar til að minnast hans með nokkrum orðum og um leið þakka honum fyrir allt það sem hann gaf og fyrir samfylgdina. Fyrstu minningarnar um afa eru frá þeim tíma er foreldrar okkar og við systkinin bjuggum á Hvolsvegi 21. Afi kom þá oft í mat til okkar og fannst okkur alltaf tilhlökkunarefni að fá afa í heimsókn, það var eitthvað svo hátíðlegt við það, jafnvel þótt hann og pabbi kepptust við að sussa á okkur krakkana, því ekki máttu þeir missa af neinu í útvarpsfréttunum. Afi var þá ekkjumaður í annað sinn á aðeins örfáum árum og hefur örugg- lega verið mjög einmana, en það var þó ekki hans háttur að tala um sínar tilfinningar og sorg, frekar en ann- arra af hans kynslóð. Aldamótakyn- slóðin var ekki alin upp við að bera til- finningar sínar á torg. Á þessum árum, meðan afi var einn, fórum við systkinin oft með hon- um „upp í hús“ og gistum hjá honum, því hann átti erfitt með að vera einn. Við systkinin á Hvolsvelli vorum fyrstu barnabörnin hans og nutum þeirra forréttinda að alast upp í skjóli hans á Hvolsvelli. Eftir að hann lét af embætti og flutti til Reykjavíkur vorum við alltaf velkomin til hans og Ragnheiðar. Við gengum í skóla í Reykjavík og þá var gott að koma til þeirra á Hávallagöt- una, þar nutum við gestrisni þeirra og fengum húsaskjól þegar á þurfti að halda. Afi hafði mikinn metnað fyrir hönd barnabarnanna, hann hafði sjálfur verið góður námsmaður og var umhugað um að við stæðum okkur í námi. Hann var boðinn og búinn til að leiðbeina okkur og tók flest okkar í „aukatíma“, aðallega í tungumálun- um, þýsku, frönsku og dönsku, en afi var mikill tungumálamaður og sér- staklega góður í þýsku málfræðinni. Hann fylgdist ávallt með okkur í leik, námi og í starfi hvar sem við vor- um. Þegar eitthvert okkar bjó erlend- BJÖRN FR. BJÖRNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.