Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 55 is þá sendi hann afar skemmtileg sendibréf, blaðaúrklippur og hringdi til að fylgjast með okkur. Afi hafði mikinn hug á að Björn flytti aftur til Íslands frá Bandaríkjunum og honum varð að ósk sinni, því í ár flutti Björn heim og hitti afa því oft þetta síðasta ár sem hann lifði. Á Hávallagötunni hittist stórfjöl- skyldan í glæsilegum boðum hjá Ragnheiði og afa og var hann hrókur alls fagnaðar. Afi var skemmtilegur maður og sannkallaður gleðigjafi á góðri stund. Við systkinin frá Hvolsvelli, makar okkar og börn þökkum afa fyrir alla hans elsku í okkar garð og vottum Ragnheiði og börnum hans samúð. Björn, Ingibjörg og Hrafn. Björn Fr. Björnsson var einn þeirra sem snemma á tuttugustu öld- inni brutust til mennta með því að vinna fyrir sér með námi. Hann lauk stúdentsprófi árið 1929 og lagaprófi í febrúar 1934. Strax á öðru ári eftir að hann lauk prófi var honum falið vandasamt embætti sýslumanns, fyrst í Árnessýslu um skeið og síðar í Rangárvallasýslu en hann tók við því embætti í nóvember 1937 og gegndi í full 40 ár. Þegar ég kynntist Birni fyr- ir réttum tuttugu árum hafði hann fyrir nokkru lokið löngum og farsæl- um embættismannsferli sínum. Þau Ragnheiður höfðu flust frá Hvolsvelli á Hávallagötuna í Reykjavík, þar sem þau höfðu haft sitt annað heimili á meðan Björn sat á Alþingi. Kynni mín af Birni voru á vettvangi fjölskyld- unnar. Hann hafði kvænst inn í fjöl- skyldu Jóns, eiginmanns míns, sem dvaldi á uppvaxtarárum sínum oft- sinnis á heimili þeirra hjóna og naut vináttu Björns alla tíð. Ég varð þess fljótt áskynja að Björn var mikilhæfur maður. Per- sónuleiki hans og myndugleiki setti svip á heimilið á Hávallagötunni og á þá samhentu fjölskyldu sem varð tengdafjölskylda mín. Hann var fróð- ur um margvísleg málefni, sinnti bók- lestri og ræktun hugans. Ragnheiður og systur hennar sáu til þess að sam- verustundir fjölskyldunnar voru ófá- ar. Ekkert tilefni var of smátt til að koma saman og fagna. Við þessi tæki- færi var oft glatt á hjalla. Björn lét skoðanir sínar á mönnum og málefn- um óspart í ljós, hvort sem um var að ræða atburði líðandi stundar eða liðna tíð. Hann opnaði mér sýn á fjölmarga hluti sem áður höfðu verið mér fjar- lægir. Björn var gæfumaður, að minnsta kosti þann tíma ævinnar sem ég þekkti hann. Hann bjó við tiltölulega góða heilsu og átti því láni að fagna að eiga stóran hóp barna, barnabarna og barnabarnabarna. Þau Ragnheiður létu sér annt um hina stóru fjölskyldu hans. Fjölskylda mín naut einnig um- hyggju þeirra. Dætur mínar og Jóns voru velkomnar á heimili þeirra í stuttar og stundum lengri heimsókn- ir. Þrátt fyrir háan aldur var ekki að sjá að ærsl sem fylgja börnum trufl- uðu. Hafði hann ætíð á orði eftir slíkar heimsóknir að gaman hefði verið að hafa þær og þær væru velkomnar aft- ur. Líkamlegir kraftar Björns höfðu farið þverrandi um nokkurt skeið en hann hélt andlegri heilsu allt fram til hins síðasta. Við leiðarlok þakka ég honum samfylgdina. Guð blessi minn- ingu hans. Erla S. Árnadóttir. Haustið hefur verið óvenju milt hér sunnan heiða og það sem af er vetri sömuleiðis. Þrátt fyrir lækkandi sól hefur heiðríkja og birta einkennt veð- urfarið svo elstu menn muna vart slíkt. Þannig heiðríkja er líka yfir minningu Björns Fr. Björnssonar, fyrrverandi sýslumanns og alþingis- manns, sem kvaddi þennan heim á vetrarsólstöðum eftir langa og við- burðaríka ævigöngu, á 92. aldursári. Björn Fr. Björnsson var Reykvík- ingur en átti nær alla starfsævi sína heimili í Rangárvallasýslu þar sem hann var sýslumaður í fjóra áratugi og þingmaður, fyrst fyrir Rangár- vallasýslu og síðar Suðurlandskjör- dæmi. Það þótti ekki sjálfsagt á fyrstu áratugum aldarinnar að aðrir gengju menntaveginn en þeir sem áttu nokk- uð undir sér í veraldlegum gæðum. Því var ekki þannig farið með Björn, hann var ekki alinn upp í allsnægtum, en þeim mun ríkari var heimanmund- ur hans í andlegum efnum. Hann braust til mennta, varð stúdent frá MR 1929 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1934. Ungum var honum falið ábyrgðar- mikið starf í þágu samfélagsins sem hann gegndi af trúmennsku allt þar til hann settist í helgan stein, kominn fast að sjötugu. Ég kynntist Birni fyrir hálfum öðr- um áratug þegar ég tengdist fjöl- skyldu Ragnheiðar, konu hans. Það hefur löngum verið mikill samgangur innan fjölskyldunnar, heimsóknir á Hávallagötuna tíðar, og samveru- stundir með Birni og hans góðu fjöl- skyldu því orðnar æði margar í gegn- um árin. Þar er gestum ævinlega tekið opnum örmum, spurt og spjall- að og slegið á létta strengi. Kímnin var sjaldnast langt undan þegar Björn var annars vegar og hann kunni frá mörgu að segja, bæði fólki og viðburðum. Hann hafði jafnan ákveðnar skoðanir sem hann var alla tíð trúr, skoðanir sem áttu rætur í þeim jarðvegi og þeim kjörum sem hann var alinn upp við. Björn var afskaplega hlýr maður og velviljaður. Hann lét sig varða hag og heill ættingja og vina og ekki síst fylgdist hann grannt með ungu kyn- slóðinni, jafnvel þótt drjúg mannsævi skildi í aldri. Þannig laðaði hann að sér unga fólkið sem leið vel í návist hans og ósjaldan mættust kynslóðirn- ar yfir tafli, spilastokk eða fótbolta- leik í sjónvarpi. Knattspyrnan var raunar eitt af að- aláhugamálum Björns, hann fylgdist vel með henni allt fram undir það síð- asta, var einlægur stuðningsmaður Víkings enda sjálfur leikmaður liðsins um langt skeið á sínum yngri árum, og varla leið sá dagur að hann horfði ekki á fótbolta sér til ánægju og dægrastyttingar. Samhliða embættismennskunni var Björn líka stjórnmálamaður eins og algengt var. Hann var sannur framsóknarmaður og gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn á langri starfsævi. En hann naut ekki einungis trausts flokkssystkina sinna til trúnaðarstarfa, heldur var hann líka valinn af sýslungum sínum í Rangárvallasýslu til margháttaðra forystustarfa í héraði og af starfs- félögum sínum í sýslumanna- og dóm- arastétt til að leiða þeirra félagsstörf. Við Björn ræddum oft stjórnmál eins og vonlegt var. Þótt hann væri sestur í helgan stein frá daglegu stjórnmála- vafstri og öðrum störfum hafði hann brennandi áhuga á þjóðmálum og skoðanir á mönnum og málefnum sem hann lá ekki á. Í þeim efnum réðu ekki flokkslínur afstöðu hans. Hann studdi dyggilega Reykjavíkurlistann og þátttöku Framsóknarflokksins þar og þótti afar mikilsvert að félags- hyggjuflokkarnir héldu meirihluta sínum í borginni. Hvenær sem við hittumst spurði hann fregna og átti jafnan góð ráð að gefa. Fyrir þau vil ég þakka nú þegar leiðir skilur. En þrátt fyrir sameiginlegan áhuga á stjórnmálum var það fyrst og fremst fjölskyldan sem batt okkur Björn vináttuböndum og það er mér dýrmætt að hafa átt svo drjúga sam- leið með honum. Þótt hann sé nú far- inn í þá ferð sem við eigum öll vísa og hafi efalaust verið hvíldinni feginn, býr söknuður í brjósti þeirra sem nú kveðja kæran vin. Eftir langa veg- ferð, gifturík störf og trygglyndi í garð ættingja og vina fylgir hlýr hug- ur Birni á vit nýrra heimkynna – og vissa um að „... eftir liðinn dag, þá áttu í vændum fagurt sólarlag“ svo vitnað sé í Rangæinginn Guðmund skóla- skáld. Ástvinum öllum færi ég samúðar- kveðjur um leið og ég kveð Björn Fr. Björnsson með virðingu og þökk. Árni Þór Sigurðsson. „Þar féll mikill höfðingi.“ Sú varð mín fyrsta hugsun er mér barst andlátsfregn Björns Fr. Björnssonar er gegndi sýslumanns- embætti í Rangárþingi í fjörutíu ár, tímabilið 1937 til 1977. Fátítt er að embættismenn gegni starfi svo langa tíð í sama héraði. Fer þá saman vel- vilji og skilningur á högum fólksins og á móti virðing þess, er skapast af góð- um kynnum við valdsmanninn, sem fór vel og skynsamlega með sitt áhrifamikla embættissvið. Þeir verða aldrei langlífir í embætti sem beita þegnana ítrustu viðurlög- um og eru dreissugir í viðmóti. Björn Fr. sýslumaður kunni að slá hörpu lífsins, var allra manna skemmtileg- astur, glæsimenni, vel íþróttum bú- inn, tónelskur, lék á slaghörpu og org- el og söng af innlifun á góðra vina fundi. Nú eru liðin 24 ár síðan Björn lét af embætti sýslumannsins í Rangár- þingi. Enn þann dag í dag er hann sýslumaðurinn, með greini, þegar tal- ið berst að þeim er embættinu hafa gegnt. Björn sýslumaður var settur til að gegna embætti í Árnessýslu um eins árs skeið 1936–1937, og þótti takast vel til um hans störf þar. Hann stóð m.a. að flutningi sýsluskrifstofu frá Eyrarbakka að Selfossi, sá hvert stefndi um miðstöð Árnesþings, stað- inn við Ölfusárbrú, á krossgötum til allra átta innan héraðs. Þegar kom í Rangárþing, var að- setur sýslumanns í Gunnarsholti, hafði verið svo í liðlega eitt ár. Björn sá að þessi staður, langt úr alfaraleið í sýslunni, gat ekki orðið framtíðarað- setur sýslumanns. Hann tilkynnti því SJÁ BLS. 56. háyfirvöldunum í Arnarhváli, að hann flytti aðsetur embættisins og það strax. Hann fór á Hvolsvöll, leigði þar í húsi Kaupfélags Hallgeirseyjar (síð- ar Kaupfélags Rangæinga) húsnæði fyrir embættisskrifstofu. Hinn ungi sýslumaður sá að aðstaðan yrði að batna, hann þurfti einnig að koma fyr- ir fjölskyldunni. Hann réðst í hús- byggingu á eigin reikning og byggði bæði embættisbústað og sýsluskrif- stofu undir einu þaki. Húsið fór upp á tíu mánuðum, inn var flutt árið 1938. Þetta var þrek- virki, unnið af eldmóði og bjartsýni, því ekki átti hinn ungi sýslumaður digra sjóði og varð að leita á náðir lán- astofnana. Mér hefur ávallt þótt þessi fram- ganga Björns Fr. Björnssonar með slíkri reisn að fátítt má telja, enda ekki um neinn meðalmann að ræða. Á starfstíma Björns Fr. fluttist skrifstofa embættisins í nýtt húsnæði eða 1973, í sambýli við Landsbanka Íslands, hagræði fyrir báðar stofnanir og fólkið í héraðinu. Loks hafði þá fjölskylda Björns Fr. sitt íbúðarhús allt til umráða en það gefur auga leið að mikið hefur mætt á húsmæðrum vegna gestagangs. Allt var það þó leyst af ljúfu geði, höfðingsbragur yfir húsi og húsráðendum. Sá er þessar línur ritar hefur nú starfað sem sýslumaður Rangæinga í 15 ár. Frá tíð Björns Fr., árin 1977 til 1985 var sýslumaður Böðvar Braga- son nú lögreglustjóri í Reykjavík. Það var gott að taka við búi eftir þessa ágætu menn. Sýslumannsembættið hefur ávallt notið virðingar og velvilja íbúanna. Verður að telja að sýslu- menn hafi átt nokkurn þátt í þeirri af- stöðu, ásamt öndvegisstarfsfólki. Fundum okkar Björns Fr. sýslu- manns bar fyrst saman á aðalfundi sýslumannafélags Íslands í nóvember 1973. Þótti mér Björn höfðinglegur í þeim hópi, í raun engum líkur, vel eygður, hárprúður, frjáls af sér, orð- hagur, snarpur í ræðustóli, húmorinn mikill og atlæti við nýgræðinga afar jákvætt og jók okkur sjálfstraustið. Já, hann Björn gaf af sér, var þó ekki allra, en engum sýndi hann annað en kurteisi. Björn Fr. sat lengi á Alþingi Ís- lendinga. Hann var ekki auglýsinga- eða málskrafsmaður á þeirri sam- kundu, en þegar hann fór í ræðustól, var mælt af viti og vel ígrundaðar hans tillögur. Um hann má segja að hann tók aðeins til máls, ef hann taldi sig hafa eitthvað bitastætt fram að færa, en ekki til að láta á sér bera. Björn Fr. hefði orðið góður dóms- málaráðherra og enginn eftirbátur þeirra framsóknarmanna er gegnt hafa því embætti. Hitt er svo annað mál að hann mun ekki hafa nennt að standa í þeirri metorða biðröð, né orð- ið sælli þó hnossið hefði fallið honum í skaut. Björn Fr. þurfti nefnilega oln- bogarými og visst frjálsræði. Þó Björn Fr. Björnsson yrði fyrir þungum sorgum í lífinu, missti tvær eiginkonur, hlaut hann þó mikið lífs- lán. Hann eignaðist fjögur mannvæn- leg börn með fyrstu eiginkonu sinni. Eiginkona hans frá 1968, Ragnheiður Jónsdóttir frá Deildartungu, var hon- um afburða góður lífsförunautur sem hann elskaði og virti. Son eignuðust þau, hinn mætasta mann. Ég veit að ég mæli fyrir munn þeirra Rangæinga er þekktu Björn Fr. Björnsson sýslumann að þeir kveðja nú vin og forustumann í hér- aðsmálefnum, sem lengi verður minnst. Vottuð er samúð eiginkonu, börnum, öðrum skyldmennum og venslafólki hins látna. Friðjón Guðröðarson.                               !        "  #    $%&&             !"#  ## $  % &   ##  ' %         ( )*  ##     * )+(,   ## -  -(  -  -  -( .                                          !""#     ! "  ! #$   "  $&     $&  '(!)($( * & " ( ( " + ,&   $&   $-. " --.                                   !"# $ %$# $ $ "   $ %$# & '( % "     %$# )%% *# + %$# " !#,'#! #                                                !  "      #$%   & #$%  '  $$  $ ( ) #$%     ! !  #$% $$  ' *   ,,-                                 !  "    " #    $%%&   ! "# "!"$% ! & ! "!$'& !  ' !'& !(
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.