Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jósíana SigríðurMagnúsdóttir
(Jana) fæddist í Bol-
ungarvík 26. nóvem-
ber 1919. Hún lést á
Landakotsspítala að
morgni jóladags.
Foreldrar hennar
voru Magnús Krist-
jánsson, formaður,
Bolungarvík, f. 12.
júlí 1893, d. 11. júní
1970 og Hansína
G.S.K. Jóhannesdótt-
ir frá Suðureyri, f.
23. janúar1894, d. 30.
október 1925. Systk-
ini Jönu: Guðrún, Helga (látin) og
Jóhannes.
Jana missti móður sína sex ára
gömul og var tekin í fóstur af móð-
ursystur sinni, Sigríði Híramínu
Jóhannesdóttur og manni hennar
Kristjáni Albert Kristjánssyni,
kaupmanni á Suðureyri við Súg-
andafjörð. Þar ólst hún upp við
gott atlæti í stórum systkinahópi.
Eftir lát Hansínu kvæntist
Magnús faðir hennar Júlíönu
Magnúsdóttur, bjuggu þau í Bol-
ungarvík til æviloka og eignuðust
þrjár dætur og einn son.
Jana giftist 24. apríl 1944 Stein-
ari Guðmundssyni, f. 15. febrúar
1917, foreldrar hans voru Guð-
mundur Kr. Guð-
mundsson, f. 1884, d.
1971 og Margrét
Árnadóttir, f. 1885,
d. 1967. Steinar var
oft kenndur við Hót-
el Heklu sem var
æskuheimili hans.
Dóttir Jönu: Hans-
ína Einarsdóttir, f.
1940, faðir: Hjörtur
Jónsson, látinn.
Kjörforeldrar Hans-
ínu: Einar Steindórs-
son og Ólöf Magnús-
dóttir, Hnífsdal,
bæði látin.
Börn Jönu og Steinars: Mar-
grét, f. 1945, d. 1986, Anna, f.
1946, Magnús f. 1949 og Þórdís, f.
1955, d. 1957. Barnabörn þeirra
eru fimm talsins og barnabarna-
börn þrjú.
Auk þess að vera húsmóðir
vann Jana lengst af utan heimilis.
Á sínum yngri árum við sauma-
skap. Saman ráku þau Steinar
verslunina Gosa og Leikfangahús-
ið við Skólavörðustíg. Steinar var
forstöðumaður og Jana ráðskona í
Vistheimilinu Víðinesi frá stofnun
þess, í mörg ár.
Útför Jósíönu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Nú þegar Jana tengdamóðir mín
hefur kvatt þennan heim, langar mig
að minnast hennar í örfáum orðum.
Við höfum átt samleið í ríflega þrjá
áratugi og því margs að minnast og
margt að þakka.
Efst í huga mér kemur glaðlyndi
hennar og gjafmildi, sem var einstök.
Góðar stundir á fallegu heimili þeirra
hjóna hafa verið ófáar í gegnum árin,
viðmótið hlýlegt og traust, gestrisnin
í hávegum og þá var nú Jana í essinu
sínu, því fátt gladdi hana meira en að
geta veitt sínu fólki vel. Hún var
söngelsk og hafði yndi af fallegri tón-
list. Ofarlega í hugann kemur hversu
snyrtileg og vel til höfð hún jafnan
var og hvað hún hafði mikla ánægju
af að eiga falleg föt, sem hún oftar en
ekki hafði saumað sjálf. Eins og títt
er um fólk af hennar kynslóð sótti
hún menntun sína og reynslu í skóla
lífsins. Var stundum hörð við aðra en
gerði ekki síður kröfur til sjálfrar sín.
Vildi veg síns fólks ætíð sem bestan,
áhugasöm og hjálpleg með það sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Líf hennar var ekki alltaf dans á
rósum. Ung missti hún móður sína og
varð að sjá á eftir tveimur dætrum
sínum langt um aldur fram. Engum
er heldur gefið loforð um áfallalausa
ævigöngu. Jana tók því sem að hönd-
um bar og æðraðist aldrei. Vol og víl
var henni svo víðs fjarri. Ekki fór hún
heldur varhluta af sjúkdómum. Það
var henni þungur kross að bera er
hún greindist með alzheimer-sjúk-
dóminn fyrir örfáum árum. Óhætt að
fullyrða að sá sjúkdómur hafi tekið
hana hratt og vægðarlaust. Okkur
aðstandendum hennar var það
óskaplega sárt að sjá þessa sterku
konu hreinlega hverfa frá okkur inn í
einhvern heim þar sem við oft á tíð-
um náðum ekki til hennar. Inn á milli
komu þó stundir sem við þekktum
hana Jönu okkar, þá komu hnyttin
tilsvör eins og henni einni var lagið,
eða hún gat hvesst sig, eftir því sem
efni stóðu til. Hér reyndi mest á
manninn hennar, hann Steinar. Þau
hafa gengið saman gegnum súrt og
sætt í meira en hálfa öld. Víst er um
að hann stóð á meðan stætt var. Ann-
aðist hana heima með aðstoð dagvist-
unar en þar kom að ekki var lengur
ráðið við aðstæður. Og síðustu mán-
uðina dvaldi hún á Landakotsspítala.
Þar naut hún góðrar umönnunar og
er mér bæði ljúft og skylt að þakka
öllu því góða fólki sem vinnur þar á
deild L-1. Það vinnur erfið störf af
mikilli natni og þolinmæði.
Jana trúði staðfastlega á að líf væri
að loknu þessu. Mér og mínum þykir
gott að trúa því líka og sjáum hana
fyrir okkur glaða með undangengn-
um ástvinum, lausa úr fjötrum sjúks
líkama.
Steinari og öðrum aðstandendum
sendi ég samúðarkveðjur og leita
huggunar fyrir okkur öll í þessu fal-
lega ljóði Hannesar Péturssonar:
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringir nýir
sindra þér fyrir augum.
Eygló Guðjónsdóttir.
Það er í raun ekki nema eitt orð
sem kemur upp í hugann á þessari
skilnaðarstundu, þakklæti og aftur
þakklæti fyrir svo ótal margt á þeim
38 árum sem ég hef þekkt hana Jós-
íönu.
Umhyggjusemi hennar fyrir vel-
ferð okkar og barna okkar er það
sem stendur hæst í minningunni.
Fyrir mig er það minnisstætt, hversu
öflugan „verjanda“ ég, sem tengda-
sonur hennar, átti í henni, því alltaf
tók hún minn málstað (þó svo ég ætti
það nú ekki alltaf skilið). Jólaboðin öll
til þeirra hjóna eru minnisstæð, þar
sem Jana ljómaði af gleði yfir að fá
börnin til sín og fá að stjana sem
mest við þau. Hvers konar matar-
gerð fór henni sérlega vel úr hendi og
var alltaf sérstök tilhlökkun að borða
hjá henni.
Gagnkvæm virðing þeirra hjóna
fyrir hvort öðru var það sem ein-
kenndi hjónaband þeirra Jönu og
Steinars og var kært á milli þeirra.
Það var gott að leita til þeirra með
hvers konar mál sem þurftu úrlausn-
ar, Steinar úrræðagóður og Jana
með eitthvað góðgæti og alltaf leið
mér vel eftir samveru með þeim. En
það er huggun harmi gegn að við eig-
um Steinar áfram, ungan í anda, grá-
skeggjaðan og heilsuhraustan.
Guð gefi honum styrk til að sætt-
ast við breyttar aðstæður.
En minningin lifir um hana Jönu
svo lengi sem ég lifi.
Starfsfólk L-1 Landakotsspítala
færi ég sérstakar þakkir. Guð blessi
störf ykkar.
Gísli Snorrason.
Kveðja til Jönu ömmu.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín
Eygló Ósk (Góa).
JÓSÍANA SIGRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
Björn Fr. Björnsson er genginn á
vit feðra sinna, kvaddur í hárri elli
kominn á tíræðisaldur. Björn átti að
baki óvenju langan og farsælan feril
sem embættismaður og alþingismað-
ur okkar Sunnlendinga. Hann var
kvaddur til ábyrgðarstarfa yngri en
gerist og gengur. Settur sýslumaður
Árnesinga aðeins 27 ára gamall og ári
síðar skipaður sýslumaður Rang-
æinga, því starfi gegndi hann í ára-
tugi, ástsælt yfirvald og vinur fólksins
í héraðinu.
Stjórnmálamenn fyrri tíma áttu
miklum vinsældum að fagna þótt
orrahríðin þá væri stundum óvægnari
en nú á dögum. Mín fyrstu kynni af
Birni voru á kjördæmisþingi Fram-
sóknarflokksins sem haldið var í
Vestmannaeyjum 1968, ég þá enn
undir tvítugu að sækja vettvang þar
sem ég var nánast eins og barn innan
um um alla karlana. Ég man að ég
fylgdist vel með ræðum manna og
þarna urðu allnokkur átök innan
flokksins. Faðir minn, Ágúst á Brúna-
stöðum, og Björn voru upp á sitt
besta sem alþingismenn á þessum
tíma. Báðir voru þeir sterkir persónu-
leikar og nutu vinsælda í kjördæm-
inu.
Aldrei féll skuggi á þeirra góða
samstarf og best kynntist ég því síðar
þegar ég var kominn lengra í flokkn-
um ekki síst 1974 þegar þeir voru að
láta af þingmennsku og nýir menn að
taka við kjördæminu. Vestmanna-
eyjaferðin sem ég minntist á var á
margan hátt ævintýraleg ekki síst
sjóferðin en farið var með varðskipi á
milli lands og Eyja. Á heimferðinni
var þrútið loft og þungur sjór. Fyrst í
stað var ég inni við en þar var hita-
svækja faðir minn gamall sjóari sat
umkringdur vinum sínum og brældi
vindil og var hrókur allsfagnaðar í
sínum hópi. Eftir því sem veltingur-
inn varð meiri fannst mér þörfin eftir
fersku lofti vaxa svo ég leitaði út á
mjótt þilfar þar sem menn máttu
viðra sig, þar stóð Björn í stórum hópi
vina og þeir sungu af innlifun ættjarð-
arlög, ég dáðist að þessum karlmann-
lega manni hversu vel hann naut
stundarinnar, gleðin var einlæg og
húmorinn léttur, hann stjórnaði kórn-
um. Á milli sönglaganna flugu brand-
arar og gamansögur. Hann tók mig
tali og ræddi um hversu gaman væri
að vera svona ungur, því framtíðin
væri björt, strákur sem nýtur svona
virðingar fyllist þakklæti og stundin
er greypt í huga hans um eilífð. Sjó-
veikin hvarf og söngur karlanna reis
hærra í takt við brimskaflana. Varð-
skipið klauf ölduna og áður en varði
lagðist það að bryggju í Þorlákshöfn,
ógleymanleg ferð og góð kynni við
skemmtilega menn. Björn tók ungur
ástfóstri við Rangæinga og Rangár-
vallasýslu, þar vann hann sinn starfs-
dag og sá hugsjónir rætast.
Lífsbarátta fólksins var honum
hugleikin og hann vildi verða að liði og
lá ekki á þekkingu sinni né baráttu-
þreki. Hann var sýslumaður og odd-
viti sýslunefndar sem í þá daga fór
með mikið vald og kom mörgu til leið-
ar.
Hann starfaði með kaupfélaginu og
lagðist alls staðar á árar þar sem hann
taldi sóknarfæri, menntun fólksins
var honum hjartfólgin, Héraðskólinn
á Skógum var hans óskabarn. Eftir að
kjördæmið stækkaði sinnti hann Suð-
urlandi öllu af sama áhuga. Sem odd-
viti sýslunefndar lagði hann mikið
upp úr samstarfi með Árnesingum
ekki síst í kringum uppbyggingu Þor-
lákshafnar en Rangæingar komu að
því verkefni af fullum þunga. Eftir að
Björn varð ennfremur alþingismaður
má segja að hann hafi róið á bæði
borð fyrir héraðið, hann átti við erf-
iðan andstæðing að etja sem var Ing-
ólfur Jónsson sem ekki síður var
kappsamur fyrir sitt fólk. Þeir kappar
sátu hvor í sínu þorpinu einsog jarlar,
Ingólfur á Hellu og Björn á Hvols-
velli, en þorpin einsog nú voru lík að
stærð. Báðir höfðu þeir öflug sam-
vinnufélög á bak við sig og var talið að
fáir framsóknarmenn væru á Hellu en
fáir sjálfstæðismenn á Hvolsvelli.
Svona var pólitík þess tíma og glíman
hörð um atkvæðin en báðir þessir
menn áttu aðeins eitt markmið að sjá
byggðina sína rísa og lífskjör fólksins
batna, þeir nutu glímunnar og virtu
hvor annan. Þorpin stækkuðu og fáar
sýslur landsins gátu státað af jafn
stórhuga bændum. Björn var drengi-
legur stjórnmálamaður, virti and-
stæðinga sína og lét þá njóta sann-
mælis. Framkoma hans við fólkið bar
vott um virðingu og næmi, honum
þótti vænt um það og leit á sig sem
jafningja en ekki yfirvald, þess vegna
fórst honum forystan vel. Í starfi sínu
sem sýslumaður var hann mildur og
leiðbeinandi og vildi hversmanns
vandræði leysa með sátt. Hann kunni
að velja sér samstarfsmenn og
treysta þeim til verka, slíkt skýrir
best hversu mikið starf hann komst
yfir. Þá fundum okkar Björns bar
saman síðustu árin stundum þegar
hann gekk um Austurvöll yfir á Hótel
Borg þar sem hann gladdist með vin-
um sínum yfir kaffibolla þá fann ég að
enn gneistaði af logandi pólitík innra
með honum. Hann vildi sjá flokkinn
sinn sterkan,
grundvallaratriðin voru honum
sem boðorð að haldið væri utan um
jafnræði þegnanna og að olnbogabörn
lífsins ættu öflugan málsvara.
Á köldum en heiðríkum vetrardegi
verður höfðingi héraðsins lagður til
hinstu hvílu í þá mold sem hann unni
heitt. Rangárþing mun skarta sínu
fegursta, fjallahringurinn aldrei jafn
stórbrotinn og sólsetrið roðað af glóð
nýrrar aldar einsog í kveðju og þakk-
ar skyni. Ég og Margrét kona mín
vottum eiginkonu og börnum innilega
samúð.
Guðni Ágústsson.
Haustið 1970 átti ég þess kost að
fara með foreldrum mínum á 25. alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna í
New York. Hópinn skipuðu auk okkar
Jónas Rafnar, bankastjóri og alþm.,
og Aðalheiður, kona hans, Gils Guð-
mundsson, rithöfundur og alþm., auk
þess, sem við kveðjum nú, Björns Fr.
Björnssonar, sýslumanns og alþm.
Ragnheiður, kona hans, bættist við í
hópinn síðar.
Það var sérstök upplifun fyrir ung-
ling þá í menntaskóla að fá að fljóta
með til stórborgarinnar og á slíkt
þing, sem þetta var, og að vera auk
þess í þessum félagsskap, sem var
sérlega skemmtilegur og samvalinn.
Það kom strax í ljós, hversu
skemmtilegur og gamansamur Björn
var, og í veizlum og mannamótum var
hann hrókur alls fagnaðar. Hann var
góður söngmaður og raddsterkur, og
tók það oftar en ekki að sér að stjórna
fjöldasöng. Hann komst að því, að ég
spilaði á píanó, og því bað hann mig
yfirleitt um að spila undir, sem var
sjálfsagt.
Við komuna til New York fórum við
til hótelsins í stórum átta sæta leigu-
bíl, sem þá þekktist ekki á Íslandi.
Þegar við vorum öll komin inn í hann,
þá varð Birni að orði: „Það væri ekki
amalegt að hafa einn svona bíl heima í
héraði og geta boðið sveitungunum og
kjósendum manns í ökutúr á kjörstað
í honum, – eða hvað finnst þér, Jón-
as?“ Jónas Rafnar tók strax undir
það.
Það fór jafnan vel á með okkur
Birni, enda hafði hann einstaka hæfi-
leika til að laða að sér ungt fólk, og
virtist njóta þess að hafa það í kring-
um sig, og bar sérstaka umhyggju
fyrir því. Í viðræðum og viðmóti var
hann ákaflega góðlegur og yfirlætis-
laus, og maður hafði það aldrei á til-
finningunni í viðræðum að þar færi
sýslumaður Rangæinga. Þó bar mað-
ur ósjálfrátt virðingu fyrir honum,
enda var hann jafnan virðulegur í fasi,
þrátt fyrir glettnina.
Jafnan síðan hittumst við svo varla
á götu hér heima, að hann viki sér
ekki að mér og skiptist á einhverjum
orðum við mig, enda var alltaf jafn
gaman að tala við hann.
Vinátta hans var traust og óend-
anleg, og fyrir það þakka ég nú, og bið
góðan Guð að varðveita hann, þar sem
hann er nú, og vera með aðstandend-
um öllum, sem ég votta samúð mína.
Blessuð sé minning Björns Fr.
Björnssonar, sýslumanns.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Fyrsta opinbera hvatning sem ég
fékk í lífinu var frá Birni Björnssyni
sem kveður okkur í dag. Hvatningin
var á hlaupabraut í Hvolhreppnum
fyrir meira en 40 árum. Ég var átta
ára og var að keppa í hlaupi í fyrsta
skipti, þetta var á 17. júní, og átti auð-
vitað að vera meiri skemmtun en al-
vara. Ég heyri hróp hans enn í hug-
anum, áfram, áfram, vertu fyrst, þú
getur þetta. Þetta virkaði eins og
sprengja í eyrum mér, þótt skrefin
væru stutt gætu þau orðið mörg og
hröð. Ég ætlaði ekki að valda þessum
velgjörðarmanni vonbrigðum, fyrr
skyldi ég dauð liggja.
Fátt er börnum mikilvægara, ef
nokkuð, en að alast upp með fólki sem
er hvetjandi og gefandi í senn. Þannig
minnist ég margra frá mínum æsku-
slóðum. Sýslumannshúsið sem var
heimili Margrétar og Björns stóð mér
opið frá því ég man fyrst eftir mér. Þá
voru börn þeirra flest flogin úr hreiðri
þannig að nægilegt svigrúm var fyrir
mig. Á þessu heimili var allt í senn,
mikill erill af sýsluskrifstofunni en um
leið ró og glæsileiki menningarheim-
ilis. Þar var tónlist í hávegum höfð.
Þar ríkti regla og festa.
Í þá daga tíðkaðist ekki í Hvol-
hrepp að menn ferðuðust til útlanda,
en þessi hjón voru undantekning, þau
höfðu gist París, London og Róm og
ég minnist mynda af þeim frá New
York og þótti mikið til koma. Þau
sögðu sögur af þessum stöðum sem
fengu hárin til að rísa á höfði okkar af
hrifningu, þvílíkt ævintýri og Mar-
grét gleymdi aldrei að rétta mér
minjagripi úr ferðum þeirra. Þannig
varð ég óbeinn þátttakandi í öllu sam-
an. Vænst þótti mér um Eiffelturninn
í París sem var raunar lítil plastkúla
sem mátti hvolfa og þá tók að snjóa.
Þetta þótti mér dýrgripur. Dýrmæt-
ast var þó að fylgjast með rausn og
reglusemi heimilisins, virðuleikanum
og um leið elskuseminni sem þar ríkti.
Því verður mér æ minnisstætt þegar
húsmóðirin kvaddi rétt fimmtug eftir
erfið veikindi. Ég minnist síðustu jóla
hennar og hvað þau tóku á ástvini
hennar. Ég man tómleikann í sýslu-
mannshúsinu þegar hún var farin og
hvað heimilið varð grátt og gleði-
snautt. Fleiri stóráföll áttu eftir að
mæta Birni en líka hin mikla gæfa
þegar Ragnheiður kom inn í líf hans
og breytti öllu til betri vegar eins og
sólargeisli eftir langvarandi él, sterk
og gefandi hefur hún verið honum til
hinsta dags.
Fáir menn í Rangárþingi skilja eft-
ir sig jafnmikilvæg og merk spor og
Björn. Áhrif hans á uppbyggingu
menntastofnana og samgangna bera
framsýni hans og forystuhæfileikum
glöggt merki. Hann var aldrei of stór
til að leggja því smæsta lið og aldrei
var nokkur hlutur svo ofvaxinn í aug-
um hans að honum þætti ekki ráð að
reyna ef til framfara horfði. Þess
njóta Rangæingar enn í dag.
Kynni mín af Birni höfðu djúp áhrif
á stjórnmálaskoðanir mínar og aldrei
skorti hvatningu á þeirri braut frá
honum frekar en í spretthlaupinu um
árið. En það sem mér fannst allra
vænst um í fari hans var hvað hann
gat gætt hversdagsleikann miklu lífi
og fjöri með frásagnargáfu sem var í
senn ærslafull og fyndin. Hvernig
leiftrandi gáfur hans komust á flug í
góðra vina hópi. Hvað hann var í raun
skemmtilegur maður.
Fyrir það þakka ég á kveðjustund.
Ástvinum hans öllum sendi ég mína
dýpstu samúðarkveðju.
Ingibjörg Pálmadóttir.
BJÖRN FR.
BJÖRNSSON
Fleiri minningargreinar
um Björn Fr. Björnsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein-
ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd – eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
MINNINGAR