Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 70
70 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG LAS á dögunum sögu ungrar
stúlku sem vér skulum nefna Siggu.
Sigga var lítil góð telpa sem gekk vel
í skóla, var með hæstu einkunnir í
öllum greinum. Kennarar hennar
sendu hana á ýmis námskeið, s.s. í
eðlisfræði, list og ljósmyndun.
Framtíðin björt beið hennar í
faðmi hamingjusamrar fjölskyldu.
Hún átti ástríkan föður, sem naut
virðingar hvar sem hann fór, ekki
sízt innan fyrirtækisins, sem hann
vann hjá. Þannig lifði fjölskyldan í
nokkur ár hamingjusömu lífi, en
þegar Sigga var u.þ.b. 12 ára gömul
fór áfengisdrykkja föður hennar úr
böndunum. Á örskömmum tíma
breyttist hann úr ástríkum föður í
skelfilegt skrímsli. Hann drakk daga
sem nætur og svo byrjaði hann að
beita Siggu, bróður hennar og móður
ofbeldi. Oft máttu þau tímunum sam-
an fela sig inni í skáp. Færi svo að
hann fyndi þau sparkaði hann þeim
út úr húsinu, jafnvel á sokkaleistun-
um einum, þótt snjór væri úti. Þetta
ástand varaði árum saman og fyrir
Siggu og fjölskyldu hennar varð lífið
æ erfiðara. Sigga var ein af þeim sem
leituðu á vit áfengis og síðar annarra
vímuefna til að deyfa sársaukann hið
innra, eða það hélt hún, saga hennar
endaði þó vel en hún birti mér sann-
indi gömul og ný.
Vímuefnin eru um allt, falin undir
fögru yfirborði, jafnvel farða menn-
ingar. Fleira og fleira ungt fólk
kemst í kynni við eiturlyf, fyrst er
það áfengið og neyzla þess, þar á eft-
ir koma svo önnur eiturlyf. Kostn-
aðurinn af stefnuleysinu í áfengis-
varnarmálum tekur sinn alvarlega
toll. Aukið aðgengi að áfengi eru
leiðarljósin í dag og allir vita eða eiga
að vita að það eykur neyzluna, það
sýnir og sannar reynsla annarra
þjóða.
Í skýrslum Hagstofunnar má lesa
að áfengisneyzla 1999 hafi verið
meiri en áður hefur mælzt, eða rúmir
5,9 alkóhóllítrar á hvert mannsbarn
14 ára og eldra eða eins mikið og
jafnvel meira en í Svíþjóð og Noregi.
Þannig jókst áfengisneyzla um 11%
á árinu, og hvorki meira né minna en
þriðjungs aukning á bjór. Á Græn-
landi minnkar neyzlan úr 21 lítra nið-
ur í 9, á hinum Norðurlöndunum er
hlutfallið svipað og áður, aðeins hjá
okkur Íslendingum eykst hlutfallið.
Eitt er alveg ljóst að eftir að bjórsal-
an var leyfð hefur heildarneyzla
áfengis aukist verulega, þvert ofan í
allar spár bjórsinna.
Nú heyrast raddir, einkum frá
verzlunarstéttinni, um að leyfa eigi
sölu á léttvíni og bjór í matvöruverzl-
unum undir yfirskini margumrædds
frelsis. Þeir sem á þann veg tala láta
sig afleiðingarnar litlu varða. Nei,
hvað skyldi þá líka varða um það þótt
það auki á drykkjuskap og óham-
ingju í kjölfarið. Til er fræg setning í
stuðla sett: „Um leið og gullið skellur
í skrínu, skreppur sál úr eldsins
pínu.“ Máske áfengisauðvaldið trúi á
þessa gömlu bábilju? Allavega virð-
ist mönnum á þeim bæ standa á
sama um hinar hörmulegu afleiðing-
ar þessa. Er ekki kominn tími til að
stemma á að ósi?
BJÖRN G. EIRÍKSSON,
sérkennari.
Hugleiðing um
bindindismál
Frá Birni G. Eiríkssyni:
HINN 23. desember birtist í Morg-
unblaðinu grein sem bar yfirskrift-
ina umönnunarstörf, verðmæti og
umbun og er frá
starfsmönnum í
heimaþjónustu í
Bólstaðarhlíð.
Fram kemur í
greininni mis-
skilningur sem
ekki verður hjá
komist að leið-
rétta. Vísað er til
þess að starfandi
sé nefnd á vegum
heilbrigðisráðuneytisins um ímynd
ellinnar og það að starfa með öldr-
uðum. Rétt er að undirrituð á sæti í
nefndinni en hlutverk hennar er m.a.
að finna leiðir til að gera umönnun-
arstörf eftirsóknarverðari og bæta
ímynd þeirra í samfélaginu. Fram
kemur að greinarhöfundar telja að
störf í heimaþjónustu hafi þróast
meira yfir í almenn þrif í stað þess að
sinna félagslega þættinum. Undir
þetta vil ég taka en það getur þó ver-
ið mismunur milli hverfa, einnig má
rekja þetta til manneklu undanfar-
inna ára. Þessu þarf að breyta.
Varðandi það að störf mín innan
nefndarinnar hafi opnað augu mín
fyrir störfum fólks við umönnun vísa
ég til starfa minna á undanförnum
árum þar sem ég hef unnið að því á
ýmsum sviðum að auka virðingu og
þekkingu á heimaþjónustu og
umönnunarstörfum. Þannig hafa til
dæmis verið byggð upp sérstök nám-
skeið fyrir heimaþjónustu þar sem
markmiðið er m.a. að byggja upp
starfsmenn til að takast á við krefj-
andi verkefni í starfi.
Varðandi launaþáttinn sem tekinn
er upp í greininni þar sem rætt er
um að starfsmenn hafi ekki fundið
fyrir þeim launahækkunum sem ég
nefndi í grein minni frá í nóv. sl. þá
er verið að fjalla um þá samninga
sem gerðir hafa verið við ríkið og
hjúkrunarheimilin en ekki um samn-
inga við Reykjavíkurborg, enda eru
þeir lausir nú um áramótin og verið
að vinna við undirbúning þeirra. En
laun í heimaþjónustu eru greidd
samkvæmt Reykjavíkurborgar-
samningi.
Að öðru leyti tel ég eðlilegast að
við hittumst á fundi og förum yfir
málin og það sem kann að vera óút-
skýrt fái sína umræðu þar.
Með félagskveðju.
ÞÓRUNN H.
SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
varaformaður Eflingar.
Umönnunarstörf,
verðmæti og umbun
Frá Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur:
Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir
!
"#$
% !
! !
& '
!
(
!
! &
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.