Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 73
DAGBÓK
H
ö
n
n
u
n
:
G
u
n
n
a
r
S
te
in
þ
ó
rs
so
n
/
F
ÍT
/
0
1
.2
0
0
1
Safnaðarheimili Háteigskirkju
Háteigsvegi • Sími 553 8360
F é l a g í s l e n s k r a l i s t d a n s a r a
Allir aldurshópar frá 4 ára
Innritun og upplýsingar í síma 553 8360 frá kl.15-18
Kennsla hefst 10. janúar
Jákvæð hugsun
Meira sjálfsöryggi
Upplýsingar í síma 694 5494
Næstu námskeið hefjast
15/1 í Reykjanesbæ og 18/1 í Reykjavík.
Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
Námskeið og einkatímar
Hjá Svönu
Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
Útsalan hefst
á morgun
LAUGAVEGI 36
Opnaðu
augun
30% verðlækkun á öllum
gleraugnaumgjörðum & gleri.
ÞEGAR vikið er út af við-
tekinni venju í vörn er hug-
myndin oft sú að vekja
makker til umhugsunar. Það
er viðtekin varnarregla að
spila „ofan af röð“ og þess
vegna ætti makker að
kveikja á perunni þegar
reglan er brotin:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ D862
♥ 3
♦ ÁKG97
♣ 1054
Vestur Austur
♠ 5 ♠ G10
♥ KG1042 ♥ Á9876
♦ D86 ♦ 5432
♣ Á973 ♣ KD
Suður
♠ ÁK9743
♥ D5
♦ 10
♣ G862
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Vestur spilar út hjarta-
gosa og austur tekur fyrsta
slaginn með ás og verður
augljóslega að skipta yfir í
lauf. En hvaða lauf? Eina
leiðin til að sannfæra mak-
ker um tvíspil í litnum – og
þar með nauðsyn þess að yf-
irdrepa síðara laufið – er að
spila fyrst drottningunni,
svo kóngnum. Slíkt brot á
grundvallarreglu fær mak-
ker til að staldra við og
hugsa.
Þetta er tiltölulega einfalt
dæmi, en staðan gefur tilefni
til frekari hugleiðinga. Í
hvaða röð ætti austur að
spila laufum sínum með
KDx eða KDxx? Hin hefð-
bundna aðferð er að spila
fyrst kóng, síðan drottningu
frá upphaflegum þrílit, en
fyrst kóng og svo smáu með
fjórlit. Sem skiptir oft máli
þegar makker þarf upplýs-
ingar um lengd sagnhafa í
litnum.
Fleiri atriði hanga á spýt-
unni þegar um hjón blönk er
að ræða. Til dæmis er vara-
samt að spila út drottning-
unni í upphafi frá stökum
hjónum, því ef sagnhafi tek-
ur fyrsta slaginn með ás,
veit makker ekki um kóng-
inn hjá útspilaranum. Með
ásinn í blindum er ennfrem-
ur óráðlegt í mörgum tilfell-
um að spila drottningunni
inni í miðju spili, því það
blekkir makker varðandi
kónginn. Það er í rauninni
aðeins þegar miklar líkur
eru á því að makker sé með
ásinn í litnum að rétt er að
brjóta regluna og spila
drottningunni frá KD. Að
því leyti er þessi staða allt
önnur en ÁK tvíspil, en þá er
iðulega rétt að taka fyrst á
kónginn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hlédrægur og skilar
því mynd þinni afleitlega til
annarra, en í raun ertu bæði
raungóður og ráðhollur.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Láttu ekki aðra hrifsa til sín
það sem í raun er þinn hlut-
ur. Gættu þess að haga
væntingum þínum alltaf í
samræmi við það sem þú
veist mögulegt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Flýttu þér hægt. Sígandi
lukka er best og því eru all-
ar sviptingar til lítils, þegar
upp er staðið. Einhver kem-
ur þér verulega á óvart í
dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Leggðu þitt af mörkum svo
samstarfið gangi áfallalaust
fyrir sig. Fáðu aðstoð, ef
það er það sem þarf til þess
að þú getir staðið við þitt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Taumlaus sjálfselska hittir
aðeins þann fyrir, sem beitir
henni. Þess vegna skaltu
söðla um og sýna öðrum til-
litssemi og virðingu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú stefnir í að þú hittir fyr-
ir þá sem eru sama sinnis og
þú og reiðubúnir til þess að
vinna málstað ykkar braut-
argengi. Vertu viðbúinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það getur reynst mikil
kúnst að segja nei, þegar
það á við. Hertu upp hug-
ann, því endalaus undan-
látssemi skilar þér bara örð-
ugleikum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einlægni er það sem þú
þarft að hafa í huga, þegar
þú talar fyrir þeim málefn-
um, sem þú berð fyrir
brjósti. Leikaraskapur fell-
ur bara um sjálfan sig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu að sýna ögn meiri
þolinmæði, því að öðrum
kosti áttu á hættu að missa
allt út úr höndunum á þér.
Þú þarft á öðrum að halda.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Byrjaðu bara með það sem
þú hefur við höndina og
annað mun berast þér eftir
því sem við á, þegar verk-
efninu fer að miða eitthvað.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu ekki erfiðar minning-
ar úr fortíðinni standa í vegi
fyrir þér, þegar þú hefst nú
handa á nýrri öld. Horfðu
fyrst og fremst fram á veg-
inn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér tekst einhvern veginn
ekki að ná til þeirra, sem þú
vilt að kynnist málstað þín-
um. Endurskoðaðu áætlun
þína og breyttu henni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er bara rétt að segja
öðrum sannleikann um það
sem manni finnst. Öll und-
anbrögð leiða til misskiln-
ings sem þú getur ekki ann-
að en tapað á.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í gær,2. janúar, varð átt-
ræð Guðrún Þorvalsdóttir,
Grandavegi 4, Reykjavík. Í
tilefni þess tekur hún á móti
vinum og vandamönnum nk.
laugardag 6. janúar í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða kl.
15–18.
GULLBRÚÐKAUP. Hinn 26. desember sl. áttu 50 ára hjú-
skaparafmæli hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Valtýr Sæ-
mundsson, Mávabraut 16, Keflavík.
LJÓÐABROT
VÍSUR
...Eik veit eg standa
í bláfjalli
regindigra
og ríka að kvistum,
hver af vovindum
vatzt og knúðist,
barðist baðmur,
en blöð losnuðu.
Kvist leit eg standa
í kyrrum dal
lágan og lítinn,
laufum grænan;
hann af byl skæðum
barðist hvergi,
en geymdi blóm og barr
í blálogni...
Stefán Ólafsson.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í A-flokki
York skákhátíðarinnar er
lauk fyrir stuttu. Enski stór-
meistarinn Peter Wells
stýrði hvítu mönnunum
gegn Alexei Barsov frá Ús-
bekistan. 25.Rg5! Rh6?
25...fxg5 hefði veitt mun
meira viðnám þar sem eftir
t.d. 26. Hxf7 Dxc7 er ekki á
hreinu hvernig hvítur held-
ur áfram til sigurs.
26.Hxd7! Db6+
26...Dxd7 27. Dxh6 er
unnið á hvítt. 27.Kh1
fxg5 28.Hfxf7! Dg6
29.Hfe7+ Kf8 30.Df3+
Kg8 31.He6 og svartur
gafst upp. Skeljungs-
mótið var haldið 30.
desember sl. Alls voru
7 stórmeistarar með af
20 þátttakendum.
Staða efstu manna varð
þessi: 1. Hannes Hlífar
Stefánsson 16 ½ vinn-
ingar af 19 mögulegum 2.-4.
Helgi Áss Grétarsson, Helgi
Ólafsson og Þröstur Þór-
hallsson 14 ½ v. 5. Jóhann
Hjartarson 13 v. 6. Margeir
Pétursson 12 ½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
!!!
"# # $
%
&"
&
&
&
'
(
)&"
*
+ &
, "
& &
-./0 1
2
& -00
(
&
2.-00 3 -.-/
$
-.0 4 -.-/ 3 -./0
Þetta er í síð-
asta skiptið
sem hund-
urinn sækir
blaðið!
Minningarkort Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna
www.skb.is/framlog/minningarkort.html Sími 588 7555