Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 76
FÓLK Í FRÉTTUM
76 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í FRÉTTUM að handan er þetta
helst: Elvis lifir. Í það minnsta
eru margir sannfærðir um það.
Ótal miðlar og aðrir sem gæddir
eru skyggnigáfu (og sennilega líka
þeir sem eru algerlega sneyddir
henni) hafa haldið sig náð sam-
bandi við rokkkónginn sjálfan,
Elvis Presley enda fyrirfinnst
varla þekktari einstaklingur í
mannkynssögunni. Það hlýtur líka
að vera mikill heiður fyrir fólk að
ná sambandi við kónginn sem um
árabil hefur ýmist verið sagður lif-
andi eða dáinn af hörðustu aðdá-
endum.
Hans Holzer er þekktur dulsál-
fræðingur í Bandaríkjunum. Í
bókinni Elvis Presley speaks from
beyond: and other celebreties
ghost stories rifjar hann upp
kynni sín af frægum draugum og
frægum einstaklingum sem séð
hafa drauga eða í það minnsta
heyrt í þeim. Langáhugaverðasta
saga bókarinnar er auðvitað sú
sem snertir sjálfan kónginn og
fjallað verður um hér.
Lagar slagara
hinum megin
Fljótlega eftir að Elvis lést árið
1977 fóru að reka á fjörur Hans
Holzers fólk sem sagðist ná sam-
bandi við kónginn og væru með
skilaboð til fjölskyldunnar eða
eitthvað í þeim dúr. En Hans
trúði þeim ekki. Ekki fyrr en Dor-
ethy Sherry bankaði upp á hjá
honum. Þá efaðist hann ekki leng-
ur um að Elvis hefði einhvern boð-
skap að handan handa okkur hér á
jörð. Elvis fór um ári eftir að
hann lést að venja komur sínar á
heimili hinnar rúmlega þrítugu
harðgiftu húsmóður. Saman fóru
þau í ferðalög um huliðsheima og
lentu í ýmsum ævintýrum.
En það sem við almúgurinn vilj-
um kannski fá að vita er hver hinn
mikli boðskapur var sem Elvis
vildi koma til skila í gegnum
Sherry? Jú, að við mannfólkið ætt-
um ekki að efast um æðri tilvist,
að lífið héldi áfram eftir dauðann
og að við ættum að taka mark á
miðlum og öðrum með skyggni-
gáfu. Þá vildi hann ólmur koma
þeim skilaboðum á framfæri að
honum líkaði ekki eftirhermur
sem skopskældu ímynd hans. Gott
og vel. En hvaða skilaboð hefur
hinn merki rokkkóngur handa fjöl-
skyldu sinni og vinum? Hvaða
mikla fróðleik, hvaða sannleika
vildi hann færa okkur með hjálp
Sherry? Jú, að
hann sæi eftir því að hafa komið
illa fram við fólk. Hvern? „Bara
alla,“ svarar kóngurinn. Og hvað
segist hann aðallega hafa fyrir
stafni hinum megin? Hvað annað
en að betrumbæta slagarana og
ganga í skóla til að komast á
hærra tilverustig.
Sum sé Elvis hefur ekki mikið
að segja, kannski sagði hann allt
sem hann vildi sagt hafa í lifanda
lífi og er sáttur hinum megin að
endursemja og lagfæra „Heart-
break Hotel“ og „You Ain’t
Nothing but a Houndog“ því þar
eru víst haldnir tónleikar öðru
hverju til að létta andrúmsloftið
að sögn Sherry.
Ennþá skapstyggur
En skyldi kóngurinn hafa
þroskast hinum megin, vera yfir
okkur hin hafin, hættur að blóta
og baktala vini og vandamenn?
Aldeilis ekki. Sherry segir hann
sáran og reiðan út í þá ættingja
og vini sem gefið hafa út bók um
líf hans, þeir séu bara hreint ekki
vinir hans lengur. Sennilega ekki,
því hann er dáinn. Einnig segist
hann mjög ósáttur við að hið
mikla heimili hans, Graceland sé
orðið að ferðamannastað, það sé
hrein og bein vanvirðing. Elvis er
víst enn skapstyggur og stekkur
upp á nef sér af minnsta tilefni.
Þó að Elvis virðist lítið hafa að
segja handan móðunnar miklu, í
það minnsta ekkert sem breyta
mun gangi heimsmálanna eða
koma á eilífum frið á jörð, trúir
dulsálfræðingurinn Hans Holzer
Sherry. Ástæðan er m.a. sú að
hún var enginn æstur Elvis
Presley aðdáandi áður fyrr, er
sum sé ekki ein af þeim sem gat
ómögulega kvatt kónginn er hann
skildi við. Þá lýsti hún aðstæðum
á Hilton hótelinu í Las Vegas og
búningsherbergi kóngsins þar
mjög nákvæmlega þó að hún hefði
aldrei stigið fæti inn fyrir borgar-
mörkin. (Hún fór reyndar síðar til
Las Vegas í fylgd með vini sínum
Elvis og upplifði ótrúlega hluti á
Hilton). Þá notaði hún orðatiltæki
þegar hún vitnaði í Elvis sem vin-
ir hans staðfestu að hann hefði
notað oft. Einnig gat Sherry rifj-
að upp hitt og þetta úr fortíð
Elvis sem fáir vissu um, t.d. að
hann makaði eitt sinn hnetu-
smjöri á veggi skólans sem hann
gekk í. Sherry og Elvis
eru vinir
og það sem meira er, Elvis full-
yrðir að þau hafi verði gift í fyrri
lífum og muni hittast á ný í lifandi
lífi seinna meir.
Vildi gefa út
nýtt efni
Elvis yfirgaf ekki Sherry en
heimsóknir hans urðu fljótlega
strjálli. Eitt sinn, er hún var frá-
skilin, hafði hann samband við
hana og bað hana vinsamlega að
hjálpa sér að gefa út tónlistarefni
sem hann hefði samið hinum meg-
in – það var auðvitað trúarlegs
eðlis. Hans Holzer getur þess ekki
í bók sinni hvort að útgáfan hafi
orðið að veruleika en mikið væri
gaman að heyra hvernig tónlist
kóngsins hefur þróast síðan hann
dó.
Höfundur bókarinnar vill ekki
fullyrða að saga Sherry sé sönn en
bendir á ýmislegt sem hann telur
vera því til sönnunar. Vissulega er
margt sem Dorothy Sherry hefði
varla getað vitað nema með dul-
rænum hætti eða nánum kynnum
við Elvis í lifanda lífi og göngur
þeirra skötuhjúa um engi og
mannhaf þess heims sem flestum
okkar er hulinn eru rómantísk
lesning. En það er frekar spæl-
andi að Elvis hafi ekki eitthvað
mikilvægara fram að færa og það
að hann sé enn að dunda sér við
að endursemja gamla slagara er
líka svolítið svekkjandi. En
kannski er ætlast til of mikils af
gömlum rokkara sem varð strax
goðsögn í lifanda lífi en barðist við
skapgerðarbresti og gerir víst
enn.
Draugar fræga fólksins leggja okkur lífsreglurnar
Elvis lifir – hinum megin
AP
Þótt Elvis sé grafinn þá virðist hann seint gleymast.
AP
Elvis hefur látið hafa eftir sér handan móðunnar að hann
kunni ekki að meta eftirhermur.
Hvar skyl
di Kóngur
inn vera n
iður komi
nn?
Hver vill ekki verða trúnaðarvinur frægrar
manneskju? Og hvaða máli skiptir hvort
hún er lífs eða liðin þegar kynni hefjast?
Sunna Ósk Logadóttir las viðtal við Elvis
Presley sem tekið var rúmu ári eftir að
hann lést.
ÞAÐ ERU eflaust margir
sem hafa heyrt talað um ítalska
málarann Caravaggio, sem hét
raunar Michelangelo Merisi, en
Peter Robb kallar hann M.
Sagan segir að hann hafi ver-
ið mjög ofsafenginn maður, oft
lent í útistöðum og meira að
segja framið morð. Líf hans
hefur yfir sér þjóðsagnakennd-
an blæ, sem er svo sem ekkert
skrýtið, þannig fer oft með þá
sem skera sig úr fjöldanum og
falla ekki að viðmiðum samtím-
ans.
M fæddist árið 1571 í bænum
Caravaggio. Hann var settur til
mennta hjá listmálara í Mílanó.
Að loknu námi ferðaðist hann
um Norður-Ítalíu en foreldrar
hans voru dánir og hann eyddi
öllum arfi sínum á skömmum
tíma. Árið 1592 heldur hann til
Rómar, auralaus, til að freista
gæfunnar og öðlast frægð og
frama. Eftir skamma dvöl á
vinnustofu listmálara í borginni
kemst hann undir verndar-
væng listelskandi kardínála,
Del Monte, sem kaupir af hon-
um málverk og útvegar honum
verkefni. Caravaggio kemst
fljótlega upp á kant við yfir-
völdin í Róm, bæði hin verald-
legu og geistlegu. Hann neitaði
að beygja sig undir fyrirskip-
anir Páfagarðs um það hvernig
ætti og hvað mætti mála.
Caravaggio var hommi og það
var stranglega bannað á þess-
um tímum rannsóknarréttar-
ins. Er ekki að orðlengja það að
Caravaggio neyðist að lokum til
að flýja burt frá Róm og dvelur
í útlegð á Sikiley og í Napólí en
árið 1610 er hann allur.
Peter Robb, höfundur sög-
unnar um M, hefur sett sér það
markmið að fletta þjóðsagna-
voðunum ofan af M og tekst það
vel. Hann birtir okkur mynd af
manni, sem átti sér marga öf-
undar- og óvildarmenn. Hann
varð illilega fyrir barðinu á
þröngsýni kaþólsku kirkjunnar
en hann missti þó aldrei kjark-
inn og hætti aldrei að mála. Í
bókinni eru m.a. myndir af
nokkrum málverkum Caravag-
gios, en til þess að lesandinn
hafi fullt gagn og gaman af
lestrinum er nauðsynlegt að
hafa til hliðsjónar bók með öll-
um málverkum meistarans.
Hver sá sem hefur gaman af
að skoða málverk og kynna sér
þann heim sem þau spretta úr
ætti ekki að láta þessa bók fram
hjá sér fara.
Forvitnilegar bækur
M – maður
– morðingi
– meistari
M eftir Peter Robb. Gefin út af
Bloomsbury publishings árið
2000. 567 síðna kilja. Keypt í
bókabúð MM og kostar 1.975
krónur.
Ingveldur Róbertsdótt ir