Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu Toyota Hilux D-cab disel
2400. 4 dyra, nýskráður 6.10.2000,
ekinn 2.000 km, 33 tommu breyttur,
brettakantar, plast í skúffu, krókur,
stigbretti. Ásett verð 2.790.000.
Ath. skipti
ÞÓTT lengsta kennaraverkfalli sög-
unnar sé lokið er enn eftir að gera
fjölmarga kjarasamninga milli ríkis,
sveitarfélaga og viðsemjenda og ann-
arra aðila. Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari segir að nokkur fjöldi
mála sé í vinnslu án þátttöku embætt-
isins og önnur í formlegri vinnslu.
Fiskimannafélögin þrjú eru enn
með lausa samninga og hefur litlu
miðað í þeim efnum. Flugumferðar-
stjórar eru jafnframt með mál sín hjá
ríkissáttasemjara og hafa verið
haldnir nokkrir fundir með þeim og
viðsemjendum. Þórir segir að
minnsti gangurinn sé líklega hjá sjó-
mönnum. Þar hafi deilan verið lengi í
gangi og litlu miðað. Fátt efnislegt
hafi verið borið á borð í viðræðum en
útgerðarmenn vakið umræðu um
breytingar á hlutaskiptakerfinu. Sjó-
menn hafi þó ekki ljáð máls á slíku
nema hugsanlega með markaðsteng-
ingu aflans.
Boðað hefur verið til fundar í
kjaradeilu Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis á morgun. Sleipnismenn
hættu í verkfalli í júlí sl. en samninga-
viðræður hafa ekki komist almenni-
lega í gang, ekki síst vegna dómsmála
sem hafa verið rekin út af verkfallinu.
Félag skipstjórnarmanna, sem er
innan Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, hefur vísað kjaraviðræðum
yfirmanna hjá Landhelgisgæslunni
til ríkissáttasemjara og Matvís fyrir
hönd bryta hjá Landhelgisgæslunni.
Stærst að umfangi eru mál sem
snerta ríkið og sveitarfélögin, að sögn
Þóris, og skipta þau tugum en aðeins
fáein þeirra eru komin til sáttameð-
ferðar hjá ríkisáttasemjara. Viðræð-
ur eru við lögreglumenn, launanefnd
sveitarfélaga ræðir við slökkviliðs-
menn og bæjarstarfsmenn o.s.frv.
Um 500
samningsumboð
Sigurður Óli Kolbeinsson, fram-
kvæmdastjóri launanefndar sveitar-
félaga, segir að viðræður séu í gangi
við fjölmarga viðsemjendur nefndar-
innar, þar á meðal leikskólakennara,
slökkviliðsmenn og félög innan Al-
þýðusambands Íslands. Einnig séu
að fara í gang viðræður við bæjar-
starfsmannafélögin, sem er næstfjöl-
mennasta starfsstéttin sem launa-
nefndin semur við. Innan þeirra raða
eru um 5 þúsund stöðugildi en að
sjálfsögðu mun fleiri starfsmenn.
Stöðugildi leikskólakennara eru
u.þ.b. 900 og verða fundir við þennan
hóp í dag og fram eftir vikunni. Hjá
ASÍ eru um 1.500 stöðugildi og hefur
launanefndin samningsumboð vegna
70–80 félaga innan ASÍ en stefnt er
að gerð sameiginlegs samnings sem
flestra þessara félaga á vettvangi
Starfsgreinasambandsins. Þá er unn-
ið að samningum við fjölmörg önnur
félög, þ. á m. þroskaþjálfa, sjúkraliða
og ýmis félög innan Bandalags há-
skólamanna. Alls er launanefndin
með rúmlega 500 umboð frá sveitar-
félögunum.
Sigurður Óli segir að samningar
séu ekki í sjónmáli á næstu dögum.
Margir hafi verið að bíða eftir nið-
urstöðum í málum kennara. Hann
segir hugsanlegt að mál verði langt
komin í lok þessa mánaðar á einstaka
vígstöðvum. Þá verður fundað stíft
þessa viku með leikskólakennurum.
Fjölmargir samn-
ingar ennþá lausir
MEÐAN vegfarendur bíða eftir að
græni karlinn birtist virðist sem bíl
sé ekið á ljóshraða framhjá þeim. Ef-
laust hefur bílnum verið ekið á lög-
legum hraða en ljósmyndarinn beitt
óvenjulegum hraða í myndatökunni.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ys og þys
RANNSÓKNADEILD lögreglunn-
ar á Akureyri handtók um helgina
tólf manns, átta karla og fjórar kon-
ur, vegna aðildar þeirra að tveimur
fíkniefnamálum. Annað þeirra kom
upp í Eyjafjarðarsveit og hitt á Ár-
skógssandi.
Upplýsingar bárust deildinni um
að sala á fíkniefnum færi fram á bæ
einum í Eyjafjarðarsveit síðastliðið
föstudagskvöld. Samkvæmt upplýs-
ingum frá rannsóknadeildinni var
maður sem var að koma frá um-
ræddum bæ handtekinn, en í kjölfar
þess styrktust grunsemdir um að
sala á fíkniefnum ætti sér þar stað.
Fulltrúar rannsóknadeildarinnar
fóru heim að bænum og ræddu við
húsráðanda. Við húsleit fundust 100
grömm af hassi, 15 grömm af kókaíni
og 15 grömm af amfetamíni auk þess
sem hald var lagt á skotvopn á staðn-
um. Húsráðandi var handtekinn og
færður á lögreglustöð til yfirheyrslu
ásamt með þremur öðrum sem á
bænum voru. Á meðan á húsleit stóð
komu tveir menn til viðbótar að bæn-
um og vegna grunsemda um aðild að
málinu voru þeir einnig handteknir,
þannig að alls voru í þessu máli sjö
manns handteknir, tveir konur og
fimm karlar.
Þremur þeirra var sleppt strax að
yfirheyrslu lokinni, en þrír voru úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald fram á
næsta föstudag. Þeim var hins vegar
sleppt í gær, mánudag, þar sem mál-
ið taldist fullrannsakað og upplýst.
Á sunnudag bárust lögreglu einn-
ig upplýsingar um að fíkniefnaneysla
og jafnvel sala færi fram í húsi einu á
Árskógssandi. Þar voru fimm hand-
teknir, þrír karlar og tvær konur.
Við húsleit fundust um 20 g af hassi
og áhöld til neyslu. Fólkið var flutt til
yfirheyrslu á lögreglustöðina og
gistu fangageymslur en var sleppt
síðdegis í gær. Málið er talið upplýst.
Rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar fíkniefnamál í Eyjafirði
Tólf handteknir vegna
tveggja fíkniefnamála
Hald lagt á töluvert magn fíkniefna
STÚDENTARÁÐ hefur auglýst eft-
ir einkunnum frá kennurum við Há-
skóla Íslands. Eiríkur Jónsson, for-
maður Stúdentaráðs, segir að þetta
sé í annað sinn sem gripið sé til þess-
ara ráðstafana en svo virðist sem
áralöng venja hafi skapast fyrir þeim
ósið kennara að draga það að skila
frá sér einkunnum. Á heimasíðu
stúdentaráðs, www.shi.hi.is, er listi
yfir þau 10 námskeið sem mest eru
komin í vanskil á hverjum tíma. Þar
kemur í ljós að námskeiðin Reikn-
ingshald I og II eru í mestum van-
skilum og skammt á eftir koma Fjar-
skiptaverkfræði og Inngangur að
uppeldis- og menntunararfi.
Eiríkur segir að auglýsingin hafi
valdið miklum titringi meðal kenn-
ara en um leið bætt einkunnaskilin.
Þetta var gert í fyrsta sinn sl. vor. Þá
voru 32% prófa í vanskilum en Eirík-
ur segir að ástandið sé skárra núna,
eða á milli 20-25% í vanskilum.
Eiríkur segir að dráttur á ein-
kunnaskilum geti haft veruleg áhrif
á framvindu náms fyrir stúdenta.
Menn útskrifist ekki fyrr en þeir hafi
fengið einkunnir. Um 7 þúsund
manns stunda nám í HÍ og þar af eru
um 40-50% á námslánum og segir Ei-
ríkur að ætla megi að um 3 þúsund
manns séu að bíða eftir afgreiðslu
námslána en fái ekki krónu fyrr en
þeir geti framvísað upplýsingum um
námsárangur. Ákveðnir kennarar
eru komnir tíu daga fram yfir skila-
frest og námsmenn í þeim námskeið-
um eru enn að bíða eftir niðurstöðum
úr prófum til að fá námslán vegna
náms í september til desember.
Auglýst eftir
einkunnum
frá kennur-
um í HÍ
ÍSLENSKT björgunarfólk
verður ekki sent á hamfara-
svæðið eftir jarðskjálftann í El
Salvador en beiðni barst um
slíkt frá Sameinuðu þjóðunum
til Almannavarna ríkisins í
gærmorgun. Ákvörðunin var
tekin í ljósi ákvörðunar banda-
rísku almannavarnanna í gær
um að ekki kæmi að gagni að
senda bandarískar björgunar-
sveitir til að leita að fórnar-
lömbum sem grófust undir
húsarústum í jarðskjálftanum
síðdegis á laugardag.
Auk beiðninnar um björgun-
arsveitir barst almannavörnum
svonefnd UNDAC-beiðni frá
Sameinuðu þjóðunum í Genf á
laugardagskvöldið. Íslendingar
buðu fram aðstoð sína en síðar
barst tilkynning um að ákveðið
hefði verið að taka björgunar-
fólk frá S-Ameríku og nokkra
spænskumælandi menn og
konur frá Evrópu.
Ekki talin koma
að gagni ytra
Sólveig Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Almanna-
varna ríkisins og stjórnandi ís-
lensku alþjóðabjörgunarsveit-
arinnar, sagði í fréttatilkynn-
ingu í gær að til að hægt væri
að taka upplýsta ákvörðun um
hvort gagn væri að því að senda
íslensku alþjóðabjörgunar-
sveitina hefði verið aflað nánari
upplýsinga um hvernig björg-
unarstarfið gengi í El Salvador.
Eftir hádegi í gær hefðu svo
þær upplýsingar fengist í kjöl-
far stöðufundar Almannavarna
Bandaríkjanna að Bandaríkja-
menn myndu ekki senda björg-
unarsveitir til El Salvador þar
sem þeir álitu að það myndi
ekki koma að gagni við björgun
mannslífa. Með hliðsjón af
þessum upplýsingum og að
höfðu samráði við skrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í Genf
hefði því verið tekin sú ákvörð-
un að senda ekki íslensku al-
þjóðasveitina.
Íslenskt
björgun-
arlið ekki
sent til El
Salvador