Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BIFREIÐ valt út af Garðsvegi til móts við golfskálann á Leiru. Hálka var á veginum þegar óhappið varð. Bíllinn er mikið skemmdur og lög- reglan í Keflavík segir hann jafnvel ónýtan. Kona sem ók bílnum var flutt á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Valt á Garðsvegi SALÓME Huld Garðarsdóttir, sem vígð var til kristniboðsstarfa á sunnudag, heldur á morgun af stað áleiðis til Kenýa. Hún er kölluð til starfa af Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga sem stendur fyrir kristniboðs- og þró- unarstarfi þar og í Eþíópíu. Áður en Salóme Huld hefur störf í Pókot-héraði í vesturhluta lands- ins verður hún við nám í svahílí í nokkrar vikur. Biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, vígði Salóme Huld við guðsþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudaginn og síðar um daginn var sérstök kveðjusamkoma fyrir hana á vegum SÍK. Á myndinni eru frá vinstri: Skúli Svavarsson og Jónas Þórisson sem voru vígsluvottar, Salóme Huld, sr. Jakob Ág. Hjálmarsson sem þjónaði fyrir altari, Karl Sig- urbjörnsson biskup, sr. Valgeir Ástráðsson og Birna Gerður Jónsdóttir sem einnig voru vígsluvottar. Kristniboði vígður Morgunblaðið/Þorkell AÐ MATI Páls Agnars Pálssonar, fyrrum yfirdýralæknis, var það for- kastanlegt að heimila innflutning á nautakjöti frá Írlandi, líkt og land- búnaðarráðherra gerði fyrir jól eftir umsögn yfirdýralæknis. „Við hefð- um aldrei gert það í gamla daga,“ segir Páll sem var yfirdýralæknir í nærri hálfa öld og lét af störfum ár- ið 1989. Páll telur áhættuna of mikla til að heimila innflutninginn, miðað við upplýsingar um riðutilfelli á Írlandi, og að skynsamlegt geti orðið að stjórnvöld banni innflutning á kjöti frá kúariðusýktum löndum. „Við eigum nóg af kjöti og mjólk þannig að við þurfum ekki að vera að borða írskt kjöt. Ef við værum í neyð með kjöt og mjólk þá horfði málið öðruvísi við. Meðan á þessari hríð stendur, sem við vonum að verði ekki eilíf, verður aldrei of var- lega farið,“ segir Páll Agnar. Hann segir að eitt af því alvar- lega við kúariðu sé að engin próf sýna hvort skepnan hefur smitast eða ekki, ekki fyrr en hún er orðin 30 mánaða gömul. „Fram að þeim tíma höfum við ekki hugmynd um hvort hún er smituð eða ekki. Við búum við falskt öryggi í þessum efnum.“ Páll Agnar telur það sjálfsagt mál að banna kjötinnflutning frá löndum þar sem vitað er um kúa- riðutilfelli. „Við vitum alltof lítið um þennan sjúkdóm. Það er búið að liggja yfir þessu í ein tíu ár eða meira víða um lönd og ósköp lítið er vitað. Þetta er alvarlegur sjúkdómur þar sem fólk getur greinilega smitast af neyslu kjöts. Það er ekki rétt sem sagt hefur verið að kjöt sé saklaust þótt heilinn sé smitaður af kúariðu. Þetta smitefni fer út í blóðið og þar með út í vöðvana,“ segir Páll Agnar. Í þessu sambandi bendir hann á aðra hættu, tengda hættu á kúa- riðusmiti, sem stjórnvöld hér á landi þyrftu að íhuga. Á Páll Agnar þar t.d. við fólk sem dvaldi á Bret- landi á þeim árum sem kúariðan er talin hafa breiðst út, og segir að spurning sé hvort því sé heimilt að gefa blóð. Slíkt hafi verið bannað í sumum löndum, t.d. í Bandaríkj- unum. „Við vitum að þessi smitsjúkdóm- ur berst með blóði. Það sönnuðum við á Keldum fyrir mörgum árum með sauðfjárriðu. Ég get ekki gert annað en að hvetja menn til að fara varlega í þessum málum,“ segir Páll. Páll Agnar hafði frumkvæði að því árið 1978 að banna innflutning á kjötmjöli í fóður fyrir búfé, en kjöt- mjölið hefur verið ein helsta smit- leið kúariðunnar í Evrópu. Páll Agnar segir kúariðuna ekki hafa verið komna í hámæli á þessum ár- um heldur hafi bannið verið sett vegna hættu á salmonellusýkingum og notkunar á hormónum og sýkla- lyfjum í fóðurgjöf í nautgriparækt í Evrópu. Hann segir lyfjagjöfina hafa verið óhóflega og afleiðingarn- ar m.a. þær að lyfin urðu óvirk. Páll segir Dani hafa brennt sig á þessu, meðal annarra þjóða. Páll telur það borga sig nú fyrir Íslendinga að hafa sett sér strangar reglur um innflutning á landbún- aðarafurðum. Þróunin síðustu árin sé óskapleg og staðan ískyggileg í þeim löndum þar sem kúariðunni hefur verið haldið leyndri. Lönd eins og Danmörk og Þýskaland hafi talið sig laus við kúariðu en annað komið í ljós. Fyrrverandi yfirdýralæknir gagnrýnir stjórnvöld vegna írska nautakjötsmálsins Forkastanlegt að leyfa innflutninginn HVER íbúi Þorlákshafnar sótti bókasafn bæjarins að meðaltali 14,8 sinnum á nýliðnu ári. Gesta- komur þangað hafa meira en sjö- faldast frá árinu 1998. Ýmsar nýj- ungar hafa verið teknar upp í starfseminni undanfarin tvö ár, að sögn Jóns Sævars Baldvinssonar, for- stöðumanns Bæjarbókasafns Ölf- uss, þótt hvorki hafi orðið breyt- ingar á afgreiðslutíma né húsakosti. Áfram er opið 16 klst. á viku og enn er safngripina 24.000 að finna í 150 fermetra húsnæði á annarri hæð á Unubakka 4, þangað sem ófatlaðir bæjarbúar eiga greiða leið. Hins vegar segir Jón Sævar að innkaupastefna safnsins hafi breyst frá því sem áður var og meira framboð er nú en fyrr af skáldverkum og fræðibókum. Þá eru nú lánuð út glanstímarit, myndbönd, margmiðlunar- og tón- listarefni, auk þess sem almenn- ingur getur þar fengið aðgang að tölvum með nettengingu. Safnið hefur gengist fyrir nokkrum nám- skeiðum um Netið fyrir almenning og er framhald áformað á því. Safnið sinnir fyrst og fremst 1.320 íbúum Þorlákshafnar en sveitarfélagið hefur samning við söfnin í nágrannabæjunum Hvera- gerði og á Selfossi um þjónustu við þá íbúa Ölfuss, sem búa í dreifbýli. Samkvæmt tölum frá Jóni Sæv- ari komu í safnið 19.200 gestir á síðasta ári, og jafngildir það því að hver bæjarbúi hafi komið 14,8 sinnum á árinu í safnið. Árið 1999 voru komurnar 10.518 eða um 8 á hvern íbúa en 1998 komu 2.543 gestir í bóksafnið, sem jafngildir því að hver bæjarbúi hafi átt þang- að erindi tvisvar sinnum það ár. Aukið vægi bókasafna Jón Sævar segir að svo virðist sem bókasöfnin séu að fá aukið vægi í kjölfar upplýsingabylting- arinnar og að það sé víðar en í Þorlákshöfn sem fólk sæki þau í auknum mæli. „Mér heyrist á koll- egum mínum að alls staðar þar sem einhver starfsemi er í gangi fari heimsóknum fjölgandi,“ sagði hann. Hann segir að miklu skipti að starfsemin sé sem fjölbreyttust og að sem flestir gestir komi, hvort sem upphaflegi tilgangur heim- sóknarinnar sé að fá lánaða bók, komast á Netið, skoða tímarit, afla upplýsinga eða leita heimilda. „Þegar fólk kemur í einhverjum erindagerðum endar það yfirleitt með að fá lánað,“ sagði hann en þjónusta bókasafnsins er skilvísum lánþegum að kostnaðarlausu. Íbúar Þorlákshafnar komu að meðaltali 14,8 sinnum í bókasafnið í fyrra Sjöfalt oftar í bókasafnið en fyrir tveimur árum AÐALMEÐFERÐ í sakamáli, sem höfðað hefur verið á hendur aðilum, sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti í tengslum við stóra fíkniefnamálið, sem dæmt var í á síðasta ári, stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í gær fór fram yfirheyrsla yfir 28 ára gömlum fyrrverandi skipverja á Helgafelli, sem er ákærður fyrir pen- ingaþvætti með því að hafa flutt út fjórar milljónir króna í hollenskum gyllinum og afhent þær þar í landi einum þeirra manna sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot í stóra fíkni- efnamálinu og er talinn hafa notað peningana til að kaupa tugi kílóa af hassi. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, sak- sóknara málsins, bar maðurinn að hann hefði ekki vitað til hvers pening- arnir voru notaðir þrátt fyrir að hann bæri jafnframt að viðkomandi maður hefði margsinnis áður beðið hann að flytja fíkniefni til landsins sem hann hefði ávallt neitað. Þá sagði saksókn- arinn að maðurinn hefði verið við- staddur er bíll hins dæmda fíkniefna- innflytjanda var stöðvaður af lögreglu og fram fór fíkniefnaleit og því teldi ákæruvaldið að manninum hefði mátt vera það ljóst að sá sem hann tók að sér að flytja peningana út fyrir væri undir eftirliti vegna fíkniefnanotkun- ar. Þá hefði komið fram í framburði mannsins að honum hefði skilist að eiganda peninganna væri illa við að fara með þá til útlanda vegna hættu á að vera stöðvaður af lögreglu. Maðurinn hefur ekki áður hlotið dóma fyrir fíkniefnamál en hann er ásamt fjórum öðrum ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við stóra fíkniefnamálið. Ákæruvaldið telur brot þeirra varða við 264. grein al- mennra hegningarlaga, en brot geta varðað allt að 10 ára fangelsi. Yfirheyrslur vegna peningaþvættis Flutti inn fjórar milljónir í gyllinum RAUÐI kross Íslands ákvað á sunnudag að leggja fram einn- ar milljónar króna aðstoð við björgunarstarf í El Salvador í kjölfar jarðskjálftans sem þar varð á laugardag. Að sögn Þór- is Guðmundssonar, upplýsinga- fulltrúa Rauða kross Íslands, er jafnframt komin af stað söfn- un vegna neyðarástandsins í El Salvador. Hann segir að bæði sé verið að safna fé í það björg- unarstarf sem nú fer fram og einnig í það uppbyggingarstarf sem þarf að koma til í fram- haldinu. „Ástandið er hrikalegt þarna. Það fer heilt hverfi á ein- um stað og síðan húsþyrpingar á öðrum stöðum. Ennþá er 1.200 manns saknað og rúm- lega 400 hundruð hafa fundist látnir. Og það er lítið um að menn finnist á lífi.“ Til þess að leggja fram fé í söfnunina getur fólk hringt í númer 907 2020 og eru þá dregnar eru 500 krónur af sím- reikningnum og gefur Lands- síminn þjónustu sína. Þá getur fólk farið inn á vefsíðuna red- cross.is og sett framlag sitt í söfnunina á greiðslukort. Söfnun vegna jarð- skjálfta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.