Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 13 JÓHANN Pétur Harð- arson lögfræðinemi vann að rannsókn sl. sumar þar sem íslensk- ar reglur um verð- bréfaviðskipti starfs- manna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu fyr- ir eigin reikning voru athugaðar. Auk þess voru ágrip af efni er- lendra laga og reglna um starfsmanna- viðskipti með hliðsjón til laga, reglugerða og fylgnireglna fjármála- fyrirtækja í Dan- mörku, Svíþjóð, Bret- landi og Bandaríkjun- um tekin saman. Rannsóknin og hugmynd um efni var unnin og þróuð í samvinnu við Pál Hreinsson lagaprófessor og seg- ir Jóhann það hafa verið góðan skóla að vinna með Páli. Íslenska fyrirkomulaginu formlega ábótavant Útgangspunktur rannsókn- arinnar var að sögn Jóhanns að skoða fyrirkomulag á íslenskum reglum og bera þær saman við sam- bærilegar reglur erlendis. „Erlendis er markaðurinn þróaðri þar sem meiri reynsla, saga, þekk- ing og velta setur mark sitt á rétt- arreglur fjármagnsmarkaðar. Hug- myndin var að nýta hluta þessarar þekkingar og yfirfæra hana á ungan fjármálamarkað á Íslandi,“ sagði Jó- hann og benti á mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki hefðu trausta ímynd þar sem vafasamir við- skiptahættir viðgengust ekki. Hér ættu að gilda sömu grundvallarlög- mál og á stærri mörk- uðum. „Það eru til reglur hér á landi en ekki mik- il reynsla t.d. á bak við framkvæmd eða fylgni þeirra. Það var því ætl- un okkar að athuga hvort þetta fyr- irkomulag væri form- lega virkt hér á Íslandi, í öðru lagi að skoða hvernig það er erlendis og hugsanlega draga einhvern lærdóm og yf- irfæra hann yfir á Ís- land. Þetta drógum við saman til að hjálpa til við að skapa umræðu- grundvöll. Í þriðja lagi hnykktum við á hversu mikilvægt innra eftirlit hjá fjármálafyrirtækjum er og lögð- um áherslu á nauðsyn þess til að fyr- irtæki gæti talist virt á traustum fjármálamarkaði.“ Jóhann segir nið- urstöðu rannsóknarinnar sýna að ís- lenska fyrirkomulaginu sé formlega ábótavant þar sem reglur hafi ekki nægilega trygga réttarstöðu. „Einnig er lítil eða nær engin reynsla við framkvæmd þeirra og þá sjaldan sem reynt hefur á þessi ákvæði hefur það verið gert þannig að það hefur ekki verið upplýsandi fyrir markaðinn. Þessi sterka hefð að fyrirtækin finni hvata hjá sjálfum sér til að hafa sitt í lagi hefur heldur ekki myndast nægilega tryggilega, en þetta er nauðsynlegt svo fyr- irtæki öðlist traust.“ Til að færa þetta til betri vegar segir Jóhann nauðsynlegt að festa betur í sessi réttarstöðu þessara ákvæða sem eru núgildandi og gera það með tryggari og þéttari hætti. Traust ímynd á fjármagnsmarkaði Jóhann Pétur Harðarson SIGRÍÐUR María Tómasdóttir og Hauk- ur Agnarsson mann- fræðinemar gerðu síð- asta sumar rannsókn á viðhorfi Íslendinga í garð útlendinga eftir kynslóðum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf fólks til innflytjenda á Íslandi þar sem viðhorf þriggja mismunandi aldurs- hópa voru könnuð. Sérstök áhersla var lögð á að skoða nið- urstöður yngsta aldurs- hópsins þar sem þær gætu aðstoðað við að þróa fræðsluefni um málefni inn- flytjenda fyrir skólastigin. Unnur Dís Skaptadóttir, lektor í mann- fræði, og Guðrún Pétursdóttir, verk- efnisstjóri hjá Miðstöð nýbúa, höfðu umsjón með verkefninu. „Við höfum mikinn áhuga á þess- um málum og fannst umræðan raun- verulega vera mjög neikvæð í garð innflytjenda á Íslandi. Í byrjun höfð- um við á tilfinningunni að fordómar færu minnkandi eftir því sem neðar drægi í aldri og vildum skoða hvort sú tilfinning ætti við rök að styðjast eða ekki,“ sagði Haukur þegar hann var spurður hvers vegna þetta verk- efni hefði orðið fyrir valinu. Niðurstöður könnunarinnar komu rannsakendum á óvart þar sem þær benda til þess að mikill munur sé á milli kynslóða í afstöðu til innflytj- enda. Afstaða til innflytjenda virðist vera neikvæðari með nýjum kyn- slóðum sem sýnir að sögn Hauks nauðsyn fjölmenningarlegrar kennslu í íslensku samfélagi þegar á grunnskólastigi. „Niðurstöður okkar Sigríðar benda til þess að fordómar fari vaxandi eftir því sem neðar dregur í aldri og yngsti hópurinn, 16–25 ára, virðist hafa meiri for- dóma í garð innflytjenda en hinir,“ sagði Haukur. „Það er þetta viðhorf að þú telur þig ekki hafa neina for- dóma en í allri þinni hugsun og skoð- unum kemur önnur niðurstaða í ljós. Við heyrðum oftar en ekki fólk segja að það hefði enga fordóma – það vildi bara ekki hafa innflytjendur í umhverfi sínu.“ Haukur segir marga ekki geta viðurkennt eigin fordóma. „Miðhópurinn reyndist hafa minnsta fordóma og virðist vera viðmóts- þýður gagnvart innflytjendum, hverjar svo sem ástæður þess eru. En til þess að sporna gegn þeirri þróun að yngsta fólkið hafi mestu fordómana þarf að koma með meiri fjölmenningartengsl inn í grunn- skólana þar sem samfélagið er alltaf að þróast í þá átt að verða fjölmenn- ingarlegra,“ sagði Haukur. Kynþáttafordómar og kynslóðirnar Sigríður María Tómasdóttir Haukur Agnarsson RAGNAR Ingimarsson, for- stjóri Happdrættis Háskóla Ís- lands, segir að ekkert óeðlilegt sé við notkun Happdrættisins á erlendri dægurlagatónlist í auglýsingu fyrir Happdrættið en það var gagnrýnt af Pétri Péturssyni þul í Morgun- blaðinu á laugardag. Ragnar sagði að um bak- grunnstónlist í auglýsingunni væri að ræða líkt og í fjölda- mörgum auglýsingum frá öðr- um aðilum sem aldrei hefðu verið gerðar neinar athuga- semdir við. Jafnframt væru áhorfendur í auglýsingunni ávarpaðir á skýrri íslensku. Bakgrunnstónlistin væri er- lendur slagari og alsiða væri að spila erlenda tónlist í ljósvaka- miðlum í eigu ríkisins jafnt sem annarra. Það gæti ekki verið skynsamlegt að skylda fyrir- tæki til að nota einungis ís- lenska tónlist með íslenskum textum í auglýsingum sínum og þjónaði ekki nokkrum tilgangi hvað varðaði verndun tungunn- ar. Það gilti ekki hvað síst þeg- ar einungis um bakgrunnstón- list í auglýsingu væri að ræða, þar sem jafnframt fylgdi tal og texti á góðri og skýrri íslensku. Ekkert óeðlilegt INNLENT HHÍ um tónlist með auglýsingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.