Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ ÁKVÖRÐUN yfirdýralæknis að heimila Nóatúni að flytja inn rúm 6 tonn af nautalundum frá Írlandi milli jóla og nýárs hefur sætt gagnrýni, einkum frá umhverfis- og heilbrigð- isnefnd Reykjavíkur og Neytenda- samtökunum. Þessir aðilar telja að innflutningurinn brjóti í bága við gild- andi reglur og benda m.a. á fjölda kúariðutilfella í Írlandi, auk þess sem mörg Evrópuríki hafi bannað inn- flutning á öllu kjöti frá Írlandi. Á móti heldur yfirdýralæknir því fram að farið hafi verið að reglum í málinu og ekkert bendi til þess að riðusmit sé í nautalundunum. Vísindamenn séu sammála um að heilahrörnunarsjúk- dómurinn Creutzfeldt-Jacob, sem kúariðan getur valdið, berist ekki með úrbeinuðu nautakjöti. Að mati hæstaréttarlögmanns gætu stjórn- völd sett lög er bönnuðu innflutning með vísan til kúariðunnar sérstaklega og spyr sami lögmaður hvort stjórn- völd hafi sofnað á verðinum í þessum efnum. Lögfræðilega þykir þetta mál hins vegar flókið og hefur landbún- aðarráðherra, eins og kemur fram í blaðinu í dag, óskað eftir áliti frá lagaprófessor vegna þessa máls, bæði til að kanna hvort stjórnvöld hafi farið eftir lögum og reglum í írska nauta- kjötsmálinu og eins hvort og hvernig takmarka mætti kjötinnflutning enn frekar en verið hefur. Umdeild auglýsing ráðherra Í gagnrýni á innflutninginn frá Ír- landi hefur verið vísað til auglýsingar þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, frá því í maí 1999 um innflutning á sláturaf- urðum sem ekki hafa fengið hitameð- ferð. Auglýsingin byggist á reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins. Í auglýsingunni er m.a. tekið fram að innfluttum afurð- um þurfi að fylgja opinbert uppruna- vottorð og sömuleiðis opinbert heil- brigðisvottorð frá upprunalandi sem staðfesti að „engir sjúkdómar sem eru á lista A frá OIE (Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni) hafi fundist í landinu í 6 mánuði fyrir útflutning. Hið sama gildir um þá sjúkdóma á lista B frá OIE um heilbrigði dýra, eins og segir í auglýsingunni. Nú hefur komið í ljós að kúariðu- sjúkdómurinn er á þessum lista B og á blaðamannafundi sem yfirdýra- læknir og landbúnaðarráðuneytið efndu til sl. föstudag kom fram að á árinu 2000 komu upp 145 kúariðutil- felli á Írlandi, en þeim fer fækkandi. Á þessum sama fundi staðfesti yfirdýra- læknir, Halldór Runólfsson, að við leyfisveitingu á innflutningnum frá Írlandi hefði ekki legið fyrir vottorð um að engir dýrasjúkdómar hefðu fundist í upprunalandinu síðustu sex mánuði, líkt og kveðið er á um í aug- lýsingunni. Á þessum fundi sagði Guðmundur B. Helgason, ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, að nauðsynlegt væri að hafa í huga að þessar reglur væru ekki í samræmi við gildandi lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og heldur ekki í samræmi við þær skuldbindingar sem Ísland hefði undirgengist hjá WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, í tengslum við GATT-samningana. Viðurkenndi Guðmundur að reglurn- ar væru gallaðar og upplýsti að end- urskoðun á þeim hefði farið fram um nokkurt skeið. Í greinargerð vegna innflutnings- ins, sem yfirdýralæknir lagði fram á fyrrnefndum fundi, kemur m.a. fram að forsendur leyfisveitingarinnar eru lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og gildandi reglur um innflutn- ing á sláturafurðum sem ekki hafa fengið hitameðferð, samanber áður- nefnda auglýsingu landbúnaðarráð- herra. Við afgreiðslu á nautalundun- um, sem sendar voru frá Írlandi gegnum Danmörku, lágu tilskilin vottorð fyrir, þar á meðal opinber yf- irlýsing um að allur taugavefur hefði verið fjarlægður við slátrun á viðkom- andi gripum. Í greinargerðinni bendir yfirdýralæknir á að áður hafi verið leyfður innflutningur á nautalundum frá Danmörku. Samkvæmt áliti vís- indanefndar Evrópusambandsins (ESB) frá 28. nóvember árið 2000 hafi kúariða á Írlandi verið undir stjórn þarlendra yfirvalda, þ.e. að eftirlit Íra hafi verið viðurkennt sem „hið besta“ innan ESB. Í lögum nr. 25 frá árinu 1995 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, sem sett voru í kjölfar GATT-samn- inganna er Ísland undirgekkst, segir m.a. að óheimilt sé að flytja inn nokkr- ar vörutegundir til að hindra dýra- sjúkdóma. Afurðir spendýra eru þar á meðal. Hins vegar er landbúnaðar- ráðherra heimilt að leyfa innflutning á þessum vörum „að fengnum með- mælum yfirdýralæknis, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum“, eins og segir í lögunum. En var yfirdýralækni þá heimilt að leyfa innflutninginn án þess að hafa tekið tillit til fyrrnefndrar auglýsing- ar og reglugerðar? Um það vilja lög- fróðir menn, sem Morgunblaðið ræddi við, ekki fullyrða og telja það flókið viðureignar útfrá sjónarmiðum lögfræðinnar. Hins vegar vegi heil- brigðissjónarmiðin þungt í þessum efnum þegar um jafnalvarlegan sjúk- dóm og kúariðu er að ræða. Ásgeir Þór Árnason hæstaréttar- lögmaður, sem á sínum tíma sótti í undirrétti mál Hagkaups gegn ríkinu í skinkumálinu svokallaða, bendir á, þegar hann er spurður um írska kjöt- málið, þá grundvallarreglu að í raun- inni megi flytja allt inn til landsins. Síðan komi ýmis ákvæði í lögum sem takmarka innflutning, m.a. með tilliti til heilbrigðissjónarmiða þegar um matvörur er að ræða. Ýmis lög um framleiðslu búvara heimili landbún- aðarráðherra að banna innflutning á búvörum. „GATT-samningurinn skyldaði okkur til að banna ekki innflutning á neinum landbúnaðarafurðum. Við getum hins vegar sett bann af heil- brigðisástæðum, sem er gilt sjónar- mið, en síðan getum við sett tolla og gert það nánast óbærilegt að flytja inn landbúnaðarvörur annars staðar frá. Við verðum hins vegar að flytja inn tiltekið magn og þá komu kvótar til sögunnar. Lagaheimildin er fyrir hendi, að takmarka megi innflutning á búvörum af heilbrigðisástæðum, en þá þarf að vera búið að setja reglu- gerð um það. Eins og í þessu tilviki hefði átt að vera búið að setja ein- hverja reglugerð um bann við inn- flutningi vegna kúariðunnar. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert. Við höfum kannski sofið á verðinum í þeim efnum. Yfirdýralæknir getur ekki allt í einu tekið það upp hjá sjálf- um sér, hann verður að byggja á lög- um eða reglum,“ segir Ásgeir Þór. Hann bendir á að tollayfirvöldum beri að stöðva innflutning búvara, liggi ekki öll leyfi eða vottorð fyrir. Yfirdýralæknir sé aðeins umsagnar- aðili fyrir landbúnaðarráðherra, sem formlega veiti innflutningsleyfi. Við þá umsögn hljóti yfirdýralæknir að vinna eftir þar til gerðum reglum. Að mati Eiríks Tómassonar laga- prófessors, sem vinnur nú að álits- gerð um nautakjötsmálið að beiðni landbúnaðarráðherra, væri hægt að setja lög er bönnuðu innflutning á kjöti vegna kúariðufaraldursins í Evrópu ef Ísland væri ekki bundið af alþjóðlegum skuldbindingum. Heil- brigðissjónarmið eru lögmæt sjónar- mið en því hefur verið haldið fram að slík ákvæði séu einungis tæknilegar hindranir. Takmarkanir á innflutn- ingi hafa verið dulbúnar af öðrum ástæðum en heilbrigðisástæðum. „Mér finnst þessi nýju viðhorf sem upp eru komin sýna að aldrei er of varlega farið í þessum efnum. Yfir- dýralæknar hafa varað við því að ýmsir sjúkdómar, sem þekktir eru er- lendis, geti borist til landsins, sé aðgát ekki höfð. Ísland hafi þá landfræði- legu sérstöðu að geta varnað þessu sem aðrir geta ekki, t.d. á meginlandi Evrópu,“ segir Eiríkur. Neytendasamtökin bættust í gær í hóp gagnrýnenda á innflutning írska nautakjötsins þegar þau sendu frá sér yfirlýsingu. Þar er þess meðal annars krafist að stjórnvöld tryggi að ekki sé flutt inn kjöt frá löndum þar sem kúa- riða hefur komið upp. Fylgja þurfi fast eftir að fullnægjandi vottorð fylgi með innfluttum kjötvörum, bæði nautakjöti og matvörum þar sem nautakjöt er hluti vörunnar. Minnt er á að ekki hafi verið sýnt fram á að kúariða geti ekki borist með kjötvöðv- um, eins og yfirdýralæknir hafi haldið fram. Neytendasamtökin krefjast þess einnig að stjórnvöld banni án tafar notkun á kjöt- og beinamjöli í fóður allra dýra sem ætluð eru til mann- eldis, og einnig að verksmiðjan Kjöt- mjöl hf. hætti þegar framleiðslu sinni á kjötmjöli. Neytendasamtökin krefj- ast þess að fram fari rannsókn óvil- hallra aðila á því hvernig kjöt- og beinamjöl, sem framleitt hefur verið hér á landi, hefur verið notað. Einnig hvort slíkt mjöl hafi verið flutt inn. Um tvö tonn seldust af írsku nautalundunum Nóatún hefur verið helsti innflytj- andi á kjötvörum til landsins og af yf- irlýsingu, sem verslanakeðjan sendi frá sér í gær og birt er hér á síðunni í heild sinni, má sjá að innflutningurinn hefur aðeins numið um 2% af allri kjötsölu fyrirtækisins og 98% sölunn- ar eru því frá innlendum framleiðend- um. Matthías Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Nóatúns, sagði við Morgunblaðið að af rúmum 6,4 tonn- um af írska kjötinu hefðu um tvö tonn selst fyrir áramótin. Vegna umræð- unnar síðustu daga hefði kjötið verið tekið úr sölu í síðustu viku og sett í frystigeymslu þar til yfirvöld hefðu tekið afstöðu í málinu. Að sögn Matthíasar keyptu veitingahús hér á landi ekki þetta írska kjöt í heildsölu af Nóatúni. Um mögulega smásölu til veitingahúsa eða mötuneyta gat hann ekki fullyrt um. Aðspurður sagði Matthías ljóst að vegna írska kjötsins yrði ekki áform- aður innflutningur á nautakjöti hjá Nóatúni í bili. „Við bíðum átekta með hvað yfir- völd koma til með að gera í málinu til frambúðar. Við keyptum kjötið sem heilbrigða vöru og uppfylltum öll skil- yrði sem við þurftum og höfum þurft að gera,“ sagði Matthías. Hann tók fram að Nóatún hefði gætt þess að sérmerkja erlent kjöt sem verið hefur á boðstólum til þess að það væri vel aðgreint frá því íslenska og kaupend- ur þyrftu ekki að fara í grafgötur um hvað þeir væru að kaupa. Deilt á ákvörðun yfirdýralæknis að heimila innflutning á nautalundum frá Írlandi Banna mætti innflutning með lögum Morgunblaðið/Golli Um fjórum tonnum af nautalundum, sem Nóatún flutti inn frá Írlandi og átti eftir óselt, hefur nú verið komið fyrir í frystigeymslum. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórn- völd grípi inn í og banni innflutning frá kúa- riðusýktum löndum. Fram kemur í grein Björns Jóhanns Björnssonar að Nóatún hefur tekið írsku nautalundirnar úr sölu og lagt nautakjötsinnflutning til hliðar í bili. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur óskað eftir álitsgerð Ei- ríks Tómassonar lagaprófessors á innflutningi á nautalundum frá Ír- landi, sem yfirdýralæknir heimilaði Nóatúni fyrir síðustu jól. Meðal þess sem ráðherra vill að Eiríkur kanni er hvort farið hafi verið að gildandi lög- um þegar innflutningurinn var heim- ilaður. Í framhaldi af því er Eiríki ætl- að að kanna með hvaða hætti, miðað við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands, hægt er að tryggja það með lögmætum leiðum að kjöt, sem hugs- anlega kann að vera sýkt eða kemur frá sýktum svæðum, komist ekki inn í landið. Eiríkur sagðist í samtali við Morg- unblaðið vinna að málinu á næstu dögum. Það væri flókið og gæti tekið sinn tíma. Hann sagðist vinna að mál- inu ásamt starfsmönnum landbúnað- arráðuneytisins og annarra stjórn- valda, s.s. utanríkisráðuneytisins. Eiríkur rak svipað mál fyrir Hæstarétti 1993-1994 fyrir þáverandi landbúnaðarráðherra þegar Hag- kaup reyndi að flytja inn skinku en var bannað af stjórnvöldum. Hag- kaup fór í mál, tapaði í undirrétti en hafði sigur gegn ríkinu í fjölskipuðum Hæstarétti. „Í stjórnarskránni, 75. grein, er mælt fyrir um atvinnufrelsi og í því felst að viðskipti, þar á meðal inn- flutningur til lands, er öllum heimill, en hægt er að takmarka eða banna slíkan innflutning. Það verður þá að gerast með skýrum hætti í lögum. Ef ríkið grípur til þess að synja um leyfi til innflutnings, án þess að hafa fyrir því skýra heimild í lögum, þá kann ríkið að verða skaðabótaskylt. Þetta er sá útgangspunktur sem ég mun vinna með. Ríkið þarf að fara hér að með gát þar sem verið er að takmarka frelsi sem mælt er fyrir um með stjórnarskránni. Það verður ekki gert með reglugerð heldur einungis lög- um. Það er von að menn vilji fara með varúð hér, en jafnframt þarf að fara að lögum,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra í gær. Umdeildur innflutningur á írskum nautalundum Ráðherra óskar álits- gerðar lagaprófessors MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist önnur yfirlýsing frá Nóatúni: „Vegna umfjöllunar um inn- flutning á írsku nautakjöti vill Nóatún koma á framfæri að kjötið hefur verið tekið úr verslunum Nóatúns á meðan opinberir aðilar fjalla um málið. Nóatún hefur sett umrætt nautakjöt í frystigeymslu þar til afstaða yfirvalda liggur fyr- ir. Ítreka skal að öll tilskilin heil- brigðisvottorð voru til staðar við innflutning kjötsins og öllum heil- brigðisreglum fylgt út í æsar. Írsku nautgripirnir sem hér um ræðir voru af ósýktu svæði. Þeir voru sérstaklega rannsakaðir fyr- ir slátrun eins og fram kemur í vottorði írska landbúnaðar- ráðuneytisins til að ganga úr skugga um að ekki hafi fundist merki um kúariðu í þeim. Það skal sérstaklega tekið fram að nauta- kjötið frá Írlandi kemur eingöngu frá viðurkenndum kjötframleið- endum. Stefna Nóatúns er að vera ein- göngu með úrvals kjötvörur á boðstólum. Ávallt hefur verið leit- að til viðskiptaaðila sem hafa get- að sýnt fram á að öllum reglum sé framfylgt við framleiðslu og slátr- un. Nóatún hefur til margra ára flutt inn kjötvörur erlendis frá, svo sem nautakjöt frá Danmörku, kalkún frá Svíþjóð, hreindýr og endur frá Finnlandi. Um 98% af kjötvörum Nóatúns koma frá inn- lendum framleiðendum. Aldrei hafa komið upp nein vandamál vegna innflutnings erlendra kjötvara, enda lágu ætíð fyrir full- komin heilbrigðisvottorð réttra yfirvalda. Nóatún mun halda sömu stefnu í viðskiptum við kjötframleiðend- ur og ávallt gæta þess að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks matvöru.“ Yfirlýsing frá Nóatúni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.