Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 15 BÖRNUM sem náð hafa mjög góðum árangri í stærð- fræði og íslensku í sam- ræmdum prófum í 4. og 7. bekk í grunnskólum í Reykjavík, verður boðið upp á sérstök námskeið í raun- vísindum síðari hluta vetrar. Um er að ræða tilrauna- verkefni, með samvinnu Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, Landssamtakanna Heimilis og skóla og raun- vísindadeildar Háskóla Ís- lands. Tilgangurinn með verkefninu er, að börn sem geta ráðið við flókin við- fangsefni fái að spreyta sig. Starfsmenn raunvísinda- deildar Háskólans semja verkefnin en Fræðslumið- stöð Reykjavíkur og Lands- samtökin Heimili og skóli sjá um framkvæmdina. Námið verður skipulagt með þeim hætti að börnin vinna í hópum að úrlausnum verk- efna í eðlisfræði, stærð- fræði, stjörnufræði og skyldum greinum. Oft verið leitað úrlausna fyrir bráðger börn Kostnaður fyrir hvern þátttakanda er 12.000 krón- ur, sem forráðamenn greiða eins og fyrir hver önnur tómstundatilboð. Þetta kom fram á kynningarfundi sem haldinn var í gær, í fund- arsal Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Aðdragandi málsins er sá, að foreldrar og forráðamenn hæfileikaríkra barna hafa oft spurst fyrir og leitað eft- ir úrlausnum fyrir bráðger börn. Óformlegar umræður Fræðslumiðstöðvar við tvo þingmenn og nokkra há- skólamenn á haustdögum árið 2000 leiddu til formlegs samstarfs um tilraunaverk- efnið, sem ráðgert er að standi frá 27. janúar til 28. apríl 2001. Tilboð þessa efnis var sent til forráðamanna barna, sem náð höfðu mjög góðum námsárangri í samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk og verða þátttakendur um 70. Einkunnir í stærð- fræði og íslensku liggja þar til grundvallar. Tölvunefnd samþykkti að upplýsingar um námsárangur yrðu teknar saman og þær nýttar til að finna þau börn í grunnskólum Reykjavíkur sem verkefnin gátu átt er- indi til. Í ráði er að börnin vinni saman í hópum að úr- lausnum verkefnanna, með leiðsögn sérfræðinga frá Háskóla Íslands og kennslu- ráðgjafa frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Það ræðst svo af reynslunni hvort framhald verður á tilboðum til bráðgreindra barna í fram- tíðinni, og þá með hvaða hætti. Hvað eru bráðger börn? Hópur bráðgerra skóla- barna hefur víða verið skil- greindur. Sameiginlegt ein- kenni þeirra er fyrst og fremst mikill vitsmuna- þroski og há greindarvísi- tala. Þroski bráðgerra barna getur annars verið mjög breytilegur. Sama barn get- ur verið misjafnlega á vegi statt hvað varðar félagsleg- an, líkamlegan, tilfinninga- legan og vitsmunalegan þroska. Bráðger börn eru góð að leysa þrautir og vilja gjarnan fá samþætt og opin verkefni, sem kalla ekki endilega á eitt rétt svar. Þau sækjast ekki eingöngu eftir háum einkunnum, heldur lausnum á raunverulegum vandamálum. Bráðger börn eiga gott með að hugsa óhlutbundið og finna auð- veldlega regluleika í flókn- um verkefnum, en þau eiga hins vegar ekki alltaf auð- velt með að velja eitt rétt svar á krossaprófi, vegna þess að þau leita gjarnan leiða til að réttlæta alla svarmöguleika. Það er al- gengur misskilningur að bráðger börn séu sjálfbjarga um viðfangsefni og framtíð þeirra sé mjög örugg og full af tækifærum, þau viti hvert þau vilja stefna og ráði nán- ast við allt sem þau taka sér fyrir hendur. Dýpkun þekkingar, færni og skilnings Markmið þessa tilrauna- verkefnis er að bjóða upp á heildstæð viðfangsefni af sviði raunvísinda, sem fela í sér margvíslegar lausnir vandamála. Þess er vænst að börnin dýpki þekkingu, færni og skilning sinn á þeim sviðum sem þau fást við og þau kynnist hlutverki vísinda og tækni í nútíma- þjóðfélagi. Jafnframt verður stefnt að því að örva áhuga barna, jafnt stúlkna sem drengja, á vísindastörfum og raunvísindanámi og er þar ekki síst vísað til manngild- ishugmynda og þess hvernig menn nýta sér vísindalega þekkingu mannkyninu til hagsbóta. Loks verður það innbyggt í verkefnin að börnin þjálfist í samstarfi við aðra og því að setja nið- urstöður sínar og hugmynd- ir fram. Gera athuganir á Yatsý Nemendum verður skipt í 5 manna hópa sem hver vinnur tvö verkefni á tíma- bilinu, eitt á fyrri hluta og eitt á seinni hluta. Um verð- ur að ræða fjölbreytilegt val verkefna af sviði raunvís- inda. Eitt þeirra er t.a.m.: „Að nota þurrís sem slökkvi- efni.“ En þurrís er koltví- sýringur á föstu formi við –78°C. Haft verður samstarf við slökkviliðið um rann- sóknir á hagnýtingu þurríss við slökkvistörf. Einnig fjalla nemendur um eðlis- fræðileg lögmál sem hér búa að baki. Annað dæmigert verkefni er rannsóknir á sviði líkindafræði; nemendur gera ýmsar athuganir á spil- um eins og t.d. Yatsý og gera líkindarannsóknir. Einnig rannsaka þeir líkindi í happdrættum og lottói. Þegar hver 5 barna hópur hefur lokið verkefni sínu þarf hann að búa verkefnið til kynningar og vera tilbú- inn að útskýra niðurstöður sínar í töluðu og myndrænu máli. Stefnt er að slíku upp- gjöri allra verkefnanna í lok apríl. Einnig er stefnt að 2–3 almennum fyrirlestrum fyrir allan hópinn um mál- efni af sviði raunvísinda sem eru í deiglunni hverju sinni. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Heimili og skóli og raunvísindadeild HÍ taka höndum saman Námskeið í vís- indum fyrir af- burðanemendur Reykjavík Morgunblaði/Þorkell Frá kynningarfundinum um tilraunaverkefnið um bráðger börn. Talið f.v.: Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, Meyvant Þórólfsson, kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Jónína Bjartmarz, alþingismaður og formaður landssamtakanna Heimili og skóli, Pétur Blöndal alþingismaður og Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur. MEIRIHLUTI hreppsráðs Bessastaðahrepps hefur samþykkt að ganga til við- ræðna við Garðabæ um sameiningarmál en ekki var samstaða um málið í ráðinu. Niðurstaðan varð hins vegar sú að tveir fulltrúar frá Sjálfstæðisfélaginu og einn sameiginlegur fulltrúi frá Á- og H-lista munu ásamt sveitarstjóranum funda með bæjaryfirvöldum í Garðabæ á næstunni. Bessastaðahreppur átti í sumar frumkvæði að við- ræðum sveitarfélaganna sunnan Reykjavíkur um sameiningu þeirra fjögurra, þ.e. Bessastaðahrepps, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. Þeim viðræð- um lauk síðla hausts þegar Kópavogur batt enda á þær og í kjölfarið munu Bessa- staðahreppur og Garðabær ræða sameiningu. Formleg samstarfsnefnd verður ekki stofnuð Í fundargerð hreppsráðs Bessastaðahrepps kemur fram að ekki verður stofnuð formleg samstarfsnefnd sveitarfélaganna tveggja eins og lög um sameiningu sveitarfélaga gera ráð fyrir. Viðræðurnar eru fremur hugsaðar sem upplýsingaöfl- un fyrir Bessastaðahrepp til frekari ákvarðanatöku varð- andi hugsanlega stækkun sveitarfélagsins. Í viðræðunum er stefnt að því að fara í gegnum lang- tímaáætlanir sveitarfélag- anna tveggja, m.a. hvað varðar byggðaskipulag, þjónustu við íbúa og fjár- mál. Stefnt er að því að nið- urstaða viðræðnanna liggi fyrir í mars og að í fram- haldinu verði tekin ákvörð- un um næstu skref. Í gróf- um dráttum kemur fernt til greina, þ.e.: að láta af sam- einingarhugleiðingum á kjörtímabilinu; fara í sam- bærilegar viðræður við önn- ur sveitarfélög, t.d. Hafnar- fjörð; kynna niðurstöður viðræðna fyrir íbúum Bessa- staðahrepps og kanna fyrir vorið hug kjósenda til form- legra viðræðna með skoð- anakönnunum eða taka upp formlegar viðræður við Garðabæ um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.            Bessastaðahreppur ræðir við Garðabæ um sameiningu Bessastaðahreppur FRAMKVÆMDIR við nýtt þjónustuhús við ylströndina í Nauthólsvík standa nú yf- ir, en það er verktakafyr- irtækið Völundarverk sem vinnur verkið. Í bygging- unni verður búningsaðstaða fyrir 200 manns og snyrti- aðstaða sem getur annað 500 gestum. Miðað er við að þjónustuhúsið verði risið næsta sumar. Morgunblaðið/Vilhelm Þjónustuhús rís í Nauthólsvík Nauthólsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.