Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TRILLUR
● Léttu þér vinnuna
● Gerðu langar vega-
lengdir stuttar og
þungar vörur léttar
● Sterk plastgrind og
öflug hjól með legum
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
SOCO trillur
- liprar og léttar -
KYNNING verður á starf-
semi AtvinnuLífsinsSkóla,
ALS, hjá Ferðaþjónustunni
Öngulsstöðum III næstkom-
andi fimmtudag, 18. janúar kl.
17.
Á fundinn mæta Kristín
Jónsdóttir sem veitir Endur-
menntunarstofnun HÍ for-
stöðu, Kristján Jónsson, lekt-
or við HÍ, en hann er
aðalkennari á viðskiptanám-
skeiðum ALS og fulltrúi úr
hópi nemenda á fyrsta nám-
skeiði ALS.
AtvinnuLífsinsSkóli er
einkafyrirtæki sem stendur
fyrir hagnýtum námskeiðum
fyrir fólk í atvinnulífinu.
Markmiðið er að ná hámarks-
árangri á lágmarkstíma og til
þess eru þau haldin með
heimavistarformi þar sem
nemendur einbeita sér að
náminu ótruflaðir af öllu öðru.
Fyrstu námskeiðin sem
ALS stendur fyrir eru 100
tíma viðskiptanámskeið, tvisv-
ar sinnum 5 dagar, með mán-
aðar millibili. Þessi námskeið
eru byggð á 300 tíma þriggja
anna rekstrar- og viðskipta-
námi sem hafa ekki annað eft-
irspurn hjá Endurmenntunar-
stofnun. Næstu tvö námskeið
hefjast 8. og 22. febrúar næst-
komandi og stendur innritun
yfir hjá Endurmenntunar-
stofnun Háskóla Íslands.
Kynning á
Atvinnu-
Lífsins-
Skóla
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur-
eyri hefur sent frá sér tilkynningu
þar sem fram koma þakkir til allra
þeirra sem veittu á einhvern hátt
stuðning svo að herinn gæti glatt
aðra um jólahátíðina.
Hjálpræðisherinn
Þakkir fyrir
stuðning
STJÓRN Einingar-Iðju í Eyjafirði
samþykkti á fundi nýlega ályktun þar
sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að
sjá til þess að breytingar sem nú
standa fyrir dyrum á varðskipunum
tveimur fari fram hér á landi.
„Það er mikill samdráttur hjá fyr-
irtækum sem sérhæfa sig í smíði og
viðgerðum á skipum og hefur komið
til uppsagna starfsmanna,“ segir í
ályktun Einingar-Iðju. Enn fremur
segir þar að það hljóti að vera þjóð-
hagslega hagkvæmt fyrir Íslendinga
að halda vinnunni hér innanlands þar
sem menn borga sína skatta og
skyldur.
Viðgerð á varðskipum
fari fram innanlands
Stjórn Einingar-Iðju
GRUNNUR að geðheilsu fullorðins
manns er lagður í móðurkviði.
Þetta sagði Sigmundur Sigfússon,
geðlæknir á Akureyri, í tilefni af
því að kynnt var útkoma bók-
arinnar „Nýja barnið“ en hún
fjallar um hugmyndafræði, aðferð-
ir og árangur samnefnds þróun-
arverkefnis Heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri.
Bókin er unnin af starfsmönnum
heilsugæslustöðvarinnar og hand-
leiðendum verkefnisins, Huldu
Guðmundsdóttur félagsráðgjafa og
sérfræðingi í sállækningum og Sig-
mundi Sigfússyni geðlækni. Land-
læknisembættið gefur bókina út.
Þróunarverkefnið „Nýja barnið“
var unnið á árunum 1992-1997 sem
þáttur í heilsuvernd og fjöl-
skylduverndarstarfi Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri.
Vinnulag þessa verkefnis hefur
nú verið tekið upp í daglegu for-
varnarstarfi stöðvarinnar sem við-
bót við hefðbundna mæðra-, ung-
barna-, og skólaheilsuvernd, en
það felst m.a. í nánu samstarfi
heimilislækna, mæðraverndar,
ungbarnaverndar, fjölskylduráð-
gjafar og skólaheilsugæslu.
Allt að 40% barnshafandi
kvenna þurfa aukinn stuðning
Vinnulagið byggir á þeirri hug-
myndafræði, að takist foreldrum
að mynda heilbrigð og sterk til-
finningatengsl við barn sitt strax
eftir fæðingu sé mun auðveldara
að veita því þá félagslegu örvun og
öryggiskennd sem nauðsynleg er
til að það fái þroskað þá sam-
skiptahæfni, sem barninu er nauð-
synlegt veganesti út í lífið. Með
þessu vinnulagi mun í fyrsta sinn á
Íslandi markvisst unnið að velferð
barnsins og fjölskyldu þess strax
frá upphafi meðgöngu með sér-
stöku tilliti til tilfinningatengsla.
Niðurstaða höfunda af greiningu
áhættuþátta var sú að um 30-40%
barnshafandi kvenna hafa þörf fyr-
ir aukinn stuðning, áfallaúrvinnslu
eða einhver meðferðarúrræði.
Þróunarverkefnið „Nýja barnið“
fékk viðurkenningu Evrópudeildar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar árið 1997. Verkefnisstjórar
þess voru Hjálmar Freysteinsson
heimilislæknir og Karólína Stef-
ánsdóttir fjölskylduráðgjafi, en við
kynningu á bókinni greindu þau
frá helstu þáttum þess. Karólína
gat þess að um afar krefjandi
vinnu hefði verið að ræða og tíma-
freka, en einnig gefandi og
skemmtilega.
Hún sagði bókina m.a. nýtast
starfsfólki á heilbrigðisstofnunum,
til kennslu á heilbrigðissviði og
einnig hefði hún almennt notagildi.
Elja og dugnaður
Sigurður Guðmundsson land-
læknir sagði verkefnið einstakt að
mörgu leyti, starfsfólk heilsu-
gæslustöðvarinnar hefði með elju
og dugnaði unnið að því um árabil,
eða frá 1992 og nú sæju menn
hversu merkilegt starf þarna hefði
verið unnið.
Hulda Guðmundsdóttir sagði að
þegar væri farið að spyrjast fyrir
um bókin á heilsugæslustöðvum
víða um landi og greinilegt að
áhugi væri fyrir þessu verkefni
sem unnið hefði verið á Heilsu-
gæslustöðinni á Akureyri.
Nýja barnið, þróunarverkefni Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, komið á bók
Markvisst unnið að
velferð barns frá
upphafi meðgöngu
Morgunblaðið/Kristján
Útgáfa bókarinnar Nýja barnið sem er þróunarverkefni Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri. Við borðið sitja aðalhöfundar bókarinnar, f.v.
Hulda Guðmundsdóttir, Anna Karólína Stefánsdóttir og Hjálmar Frey-
steinsson. Með þeim á myndinni er Sigurður Guðmundsson landlæknir.
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands,
VÍS, opnaði nýja tjónaskoðunarstöð
á Akureyri fyrir helgi. Félagið hefur
rekið slíka stöð við Furuvelli síðustu
10 ár, en keypti á liðnu ári um 300
fermetra nýbyggingu við Frosta-
götu 4c á Akureyri.
Sigurður Harðarson, umdæmis-
stjóri VÍS á Norðurlandi, sagði að í
kjölfar flutninganna hefði umsjón-
armaður bifreiðatjóna félagsins
einnig flutt aðsetur sitt, farið af
skrifstofu félagsins við Glerárgötu
og í hina nýju tjónaskoðunarstöð.
„Þetta er liður í því að veita betri
þjónustu, en nú þurfa þeir sem leita
þurfa til okkar vegna tjóns á bifreið-
um sínum einungis að fara á einn
stað þar sem þeir fá þjónustu á ein-
um stað,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að VÍS hefði kapp-
kostað að veita Akureyringum sem
besta þjónustu og væri hún sam-
bærileg og annars staðar.
Rúmlega 800 bílar fóru um tjóna-
skoðunarstöð VÍS á Akureyri árið
1999, en tölur fyrir síðasta ár liggja
ekki endanlega fyrir að sögn Sig-
urðar. Hann sagði þó að vitað væri
að um aukningu væri að ræða milli
ára. Tjónum í umferðinni hefði fjölg-
að og eins hefði markaðsstaða
félagsins orðið sterkari.
Í salnum er góð lýsing en bílar
eru gjarnan myndaðir og upplýsing-
um um þær bifreiðar sem seldar eru
er komið fyrir á Netinu. Tölva er í
salnum og geta áhugasamir skoðað
hvað er á boðstólum af tjónabílum
og gert tilboð ef því er að skipta.
Sigurður sagði að sala á slíkum bíl-
um gengi verr en áður. Afkoma
þeirra sem keypt hafa slíka bíla til
að gera upp og selja síðan aftur hef-
ur versnað og færri sjá sér því hag í
að kaupa slíka bíla.
Í hinni nýju tjónaskoðunarstöð
fer einnig fram kynning á þeim ör-
yggisbúnaði sem seldur er um vef
VÍS á Netinu og þar er einnig mið-
stöð útleigu á barnabílstólum á
svæðinu.
Morgunblaðið/Kristján
Brynjar H. Jónsson innan um skemmda bíla í nýja húsnæðinu.
Vátryggingafélag Íslands opnar
nýja tjónaskoðunarstöð
Liður í betri
þjónustu
FRAMKVÆMDIR við fyrri áfanga
vesturkants Fiskihafnarinnar á Ak-
ureyri eru komnar vel á veg og lá
fyrsta skipið, togarinn Norma Mary,
við festar þar um hátíðarnar. Þá er
unnið að smíði 36 metra bátabryggju
milli austur- og vesturkant Fiski-
hafnarinnar, þar sem verður fram-
tíðarviðlegupláss fyrir hafnsögubáta
Hafnasamlags Norðurlands.
Hörður Blöndal hafnarstjóri sagði
að næsta mál á dagskrá væri að rífa
burt nefið, þar sem núverandi að-
staða hafnabátanna er, en áður en
það verður gert í vor þarf að vera bú-
ið að smíða nýju bátabryggjuna.
Einnig verður ráðist í dýpkun Fiski-
hafnarinnar í vor og næsta haust er
stefnt að því að halda áfram að nið-
urrekstri á stálþili vesturkantsins til
norðurs. Viðlegukanturinn er um
120 metrar í dag en hann verður
lengdur um 70 metra.
Þá er verið einangra hús á vest-
urkantinum sem notuð verða til að
afgreiða rafmagn og vatn til skipa.
Að sögn Harðar er stefnt að því ljúka
framkvæmdum í Fiskihöfninni 2002.
Hafnasamlag Norðurlands
Ný bryggja fyrir
hafnsögubátana
Morgunblaðið/Kristján
Unnið við smíði nýs viðlegukants fyrir hafnsögubáta Hafnasamlags
Norðurlands milli austur- og vesturkants Fiskihafnarinnar. Þá er verið
að leggja lokahönd á afgreiðsluhús fyrir vatn og rafmagn.