Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 18

Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 18
VIÐSKIPTI 18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÚSASMIÐJAN hf., sem var í síð- ustu viku tilnefnd markaðsfyrirtæki ársins 2001 af ÍMARK, félagi ís- lensks markaðsfólks, hefur fjárfest í þremur fyrirtækjum í Eistlandi og Lettlandi fyrir alls um 160 milljónir króna, og eru umræddar fjárfesting- ar í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins um að hasla sér völl á er- lendri grund. Jafnframt verða á næstu mánuðum opnaðar tvær nýjar Húsasmiðjuverslanir hérlendis sem og ein Blómavalsverslun. Í Eistlandi hefur Húsasmiðjan fest kaup á helmingshlut í timbur- framleiðslufyrirtækinu Natural SA. Félagið var stofnað af þarlendum frumkvöðlum árið 1991 og hefur Húsasmiðjan átt farsæl viðskipti við félagið um árabil. Hjá Natural SA starfa nú um 70 manns. Samfara kaupum Húsasmiðjunnar á helm- ingshlut í félaginu verður tækjakost- ur þess stórlega aukinn og endur- bættur. Stærstum hluta þessarar uppbygginar mun ljúka innan tveggja mánaða og verður Natural SA að þeim loknum án efa eitt full- komnasta timburvinnslufyrirtæki Eistlands. „Markmið þessara breyt- inga er m.a. að auka verulega af- kastagetu og vöruframboð Natural SA og er stefnt að því að ársvelta félagsins nái 1,5–2,0 milljörðum króna á næstu þremur til fimm árum með góðri arðsemi,“ segir í tikynn- ingu frá Húsasmiðjunni. Jafnframt hefur Húsasmiðjan fest kaup á hlut í tveimur félögum í Lett- landi í samstarfi við Gísla Reynisson, en hann er í forsvari fyrir Nordic Industries sem er í umsvifamiklum viðskiptum í Lettlandi og víðar. Annars vegar er um að ræða 42,5% hlut í gluggaframleiðslufyrirtækinu Ispan Baltics SA, en samhliða þeim kaupum færir Húsasmiðjan glugga- og hurðaframleiðslustarfsemi sína til Lettlands og sameinar hana starf- semi Ispan Baltics SA, sem fram- leiðir nú þegar umtalsvert magn af samsettu gleri og plastgluggum. „Með því að færa glugga- og hurð- aframleiðslu Húsasmiðjunnar til Ispan Baltics SA næst fram umtals- vert hagræði í framleiðslunni auk þess sem mikil afkastageta fram- leiðslutækjanna mun nýtast betur á stærra markaðssvæði,“ segir í til- kynningu Húsasmiðjunnar. Hins vegar er um að ræða kaup á fjórðungshlut í timbursölufyrirtæk- inu Lako AB. Starfsemi félagsins hefur undanfarin ár takmarkast við sölustarfsemi sagaðs timburs og hef- ur það m.a. haslað sér völl sem einn af stærri útflytjendum Lettlands á afmörkuðum sviðum trjávöru. Í kjöl- far kaupa Húsasmiðjunnar er stefnt að því að hefja þar fullvinnslu timb- urs innan tíðar með það að markmiði að auka arðsemi rekstrarins. Í desember síðastliðnum keypti Húsasmiðjan allt hlutaféð í rafiðn- aðarfyrirtækinu Segli ehf., en inn- flutningur og verslun með lampa- og rafbúnað hefur verið veigamikill þáttur í rekstri fyrirtækisins. Húsa- smiðjan seldi starfsmönnum Seguls þann hluta starfseminnar sem lýtur að viðgerðarþjónustu og rafverk- töku, en innan tíðar flytur heildsölu- starfsemi Seguls til rafvörufyrirtæk- isins Ískrafts sem er í eigu Húsa- smiðjunnar. Í mars næstkomandi verður opn- uð Húsasmiðjuverslun í nýju hús- næði Seguls á Fiskislóð 2–8 og í versluninni verður lögð áhersla á að þjóna núverandi viðskiptavinum Seguls, auk þess sem verslunin mun bjóða upp á heimilis- og bygging- arvörur. Á vormánuðum verður opnuð Húsasmiðjuverslun á Egilsstöðum og verður hún fyrsta verslun Húsa- smiðjunnar á Austurlandi. Verslun félagsins á Selfossi verður flutt í nýtt húsnæði í maí og þar verður jafnframt Blómavalsverslun, en Húsasmiðjan keypti Blómaval í fyrra. Húsasmiðjan fékk nýverið úthlut- að lóð á Vogabakka við Sundahöfn undir þungavörulager sinn og þar hyggst félagið reisa 6.500 fermetra vöruhús sem búið verður fullkomn- asta tæknibúnaði til slíkrar starf- semi sem völ er á. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið til notkunar á haustmánuðum. Húsasmiðjan fjárfestir í Eystrasaltslöndum ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur keypt rösklega 4% hlut í Mint AB í Svíþjóð, sem hefur þró- að greiðslumiðlunarkerfi sem gerir GSM-farsímanotendum kleift að greiða fyrir hvers konar vöru og þjónustu í gegnum farsíma. Þjónustan er ókeypis fyrir neyt- andann og að auki mun hagkvæm- ari kostur fyrir þjónustufyrirtæki en kreditkort og debetkort. Fyrirtækið opnaði fyrir þjónustu sína í gær í Stokkhólmi og er þeg- ar búið að gera samstarfssamninga við fjölda fyrirtækja og verslana- keðja í borginni. Í tilkynningu frá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum segir að stefna Mint á næstunni sé að auka þjónustuna með auknu vöru- framboði og laða til sín samstarfs- aðila í öðrum löndum Evrópu. M.a. verði unnið að því á næstu mán- uðum að leita samstarfsaðila á Ís- landi í því skyni að bjóða upp á þjónustuna fyrir íslenska neytend- ur og fyrirtæki. Telur mikla möguleika á að ná alþjóðlegri útbreiðslu Ledstiernan AB, sem er leiðandi áhættufjárfestingarfyrirtæki í Sví- þjóð með útibú í London og Hels- inki, fjárfesti í Mint í maí í fyrra og á í dag rösklega 40% í félaginu. Ledstiernan er einnig stór hluthafi í GoPro – Landsteinar Group. „Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur miklar væntingar til Mint og telur félagið eiga mikla mögu- leika á að ná alþjóðlegri útbreiðslu á greiðslumiðlunarlausn sinni. Jafnframt má segja að hér sé um að ræða fyrsta skref Íslenska hug- búnaðarsjóðsins í að færa út kví- arnar og hefja fjárfestingar í ein- hverjum mæli erlendis. Í því sambandi telur stjórn félagsins mikilvægt að gott fjárfestingar- samstarf er nú komið á með Ledstiernan ásamt því sem unnið er að því að byggja upp fjárfest- ingarsamstarf við fleiri aðila er- lendis,“ segir í tilkynningu Ís- lenska hugbúnaðarsjóðsins. Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir 4% hlut í Mint AB Leitað verður sam- starfsaðila á Íslandi BASISBANK, fyrsti danski bankinn sem starfar eingöngu á Netinu, hef- ur hætt við að hefja starfsemi í Nor- egi. Áætlanir um það voru komnar vel á veg og höfðu fimmtán starfs- menn verið ráðnir. Segir Jakob Dahl, framkvæmdastjóri Basisbank, ástæðuna fyrst og fremst þá að bankinn hafi viljað einbeita sér að danska markaðnum. Íslandsbanki er stærsti einstaki hluthafi Basisbank. Basisbank hóf starfsemi sína 4. september sl. og eru um 20.000 not- endur skráðir. Dahl segir það þre- falt fleiri en forráðamenn bankans hafi gert sér vonir um. Til stóð að opna netbanka í Noregi og var und- irbúningurinn hafinn. „Ég veit að það hljómar einkennilega en ástæða þess að við ákváðum að halda ekki áfram var velgengni okkar hér í Danmörku. Okkur hefur gengið bet- ur en við þorðum að vona og það hefur orðið til þess að við viljum þróa starfsemina í Danmörku, t.d. fara inn á hlutabréfamarkaðinn og bjóða upp á tryggingar,“ segir Dahl. Forráðamenn Basisbank hafa verið harðlega gagnrýndir í Noregi fyrir að hætta við, í Dagens Nær- ingsliv sagði að verkefnið væri al- gerlega misheppnað. Dahl segir það óréttmæta gagnrýni, ekki sé hægt að tala um slíkt þar sem engir við- skiptavinir hafi verið skráðir. „Þetta var verkefni sem við vorum rétt að hefja. Við könnuðum stöðuna og komumst að því að við teldum ekki rétt að opna í Noregi nú. Það er rétti tímapunkturinn að hætta við, hefðum við gert það síðar hefði verið hægt að tala um misheppnað verk- efni. Engir viðskiptamenn bíða skaða af og við reynum nú eftir bestu getu að finna lausn fyrir þá fimmtán sem við höfðum ráðið. Stofnfé bankans er um 110 milljónir danskra kr., rúmur 1,1 milljarður ísl. kr. Þar af leggur Íslandsbanki FBA 41 milljón dkr. til, Vertex Man- agement í Singapore 22 milljónir og afgangurinn eru danskir fjárfestar, þó ekki bankar. Basisbank er ekki skráður á danska hlutabréfamarkaðinn og enn liggja ekki fyrir neinar tölur um af- komu að sögn Dahls. 47 manns starfa hjá bankanum í fullu starfi. Basisbank er skráður eins og hver annar banki í Danmörku en á meðal þess sem forráðamenn hans könn- uðu í Noregi var hvort hægt væri að skrá hann sem hefðbundið banka- útibú eða sem starfsemi á milli landa. Í síðarnefnda tilvikinu þarf að uppfylla færri kröfur um fjölda starfsmanna í landinu sem starfsem- in er skráð í. Dahl segir skráningu netbanka flókið mál svo og mögu- leikana á því að fólk utan Danmerk- ur geti nýtt sér þjónustu slíkra banka. Basisbank hættir við að opna útibú í Noregi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LANDIÐ AÐ lokinni þrettándabrennu og flug- eldasýningu bauð Íþróttabandalag Akraness öllum bæjarbúum í íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum til að fygljast með kjöri „íþrótta- manns Akraness 2000“. Árið 2000 hlutu Akurnesingar 23 Íslandsmeistaratitla og tvo deildar- meistaratitla. Einnig vann Stefán Gísli Örlygsson, deildaflokksmót STÍ, en Íþróttafélag Akraness er ekki búið að fá staðfestingu á því hvort það telst Íslandsmeistari eður ei. Íþróttamaður Akraness var kjör- inn Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr Golfklúbbnum Leyni (84) stig en fast á hæla hans fylgdu Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir, sundkona úr Sundfélagi Akraness (82 stig) og í þriðja sæti lenti Gunnlaugur Jóns- son, knattspyrnumaður úr Knatt- spyrnufélagi Akraness (47 stig). Kol- brún náði frábærum árangri á árinu og á Íslandsmótinu í 25 metra laug varð hún Íslandsmeistari í 6 grein- um. Kolbrún var stigahæsta sund- kona mótsins auk þess að vera með stigahæsta sund í kvennaflokki. Gunnlaugur var valinn af íþrótta- fréttamönnum DV, besti leikmaður Landssímadeildarinnar árið 2000. Helgi Daníelsson afhenti Birgi Leifi síðan Friðþjófsbikarinn sem gefinn var til minningar um Friðþjóf Danílesson af systkinum og móður. Tilnefndir voru 11 aðilar en íþrótta- félög innan Íþróttabandalags Akra- ness eru 14 talsins. Birgir Leifur stundar golfkeppni að mestu erlendis en hann bar sigur úr býtum í meistaramóti GL og er því klúbbmeistari GL árið 2000. Hann náði besta árangri íslensks kyflings frá upphafi á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust og hefur nú aðgang að nokkrum mótum á Evróputúrnum 2001 auk fasts sæt- is á áskorendamótaröðinni. Samtök íþróttafréttamanna tilnefndu Birgi Leif sem kylfing ársins á Íslandi árið 2000 og hann lenti í 5. sæti í kjöri íþróttamanns Íslands. Birgir Leifur íþrótta- maður Akraness Birgir Leifur Hafþórsson, íþróttamaður Akraness. Stykkishólmi - Fyrirtækið Dekk og smur hefur starfað í Stykkis- hólmi í tæp 7 ár og hefur dafnað vel á þessum árum. Eins og nafnið gefur til kynna hefur aðalstarfsem- in verið aðveita dekkjaþjónustu og smur. Í haust keypti fyrirtækið húsnæði í samliggjandi húsi og opnaði þar bifreiðaverkstæði sl. föstudag. Keypt hafa verið fullkomin tæki til bifreiðaviðgerða, m.a. tæki til að bilanagreina bifreiðar og gera þær athuganir sem nauðsynlegar eru þegar nýir bílar eru yfirfarnir. Auk almennra bílaviðgerða er reiknað með að fyrirtækið geti þjónustað fyrir allmörg bifreiðaumboð varð- andi að yfirfara nýja bíla svo að bifreiðaeigendur þurfi ekki lengur að fara langan veg með bílana í eft- irlit. Dekk og smur mun einnig annast endurskoðun fyrir Frum- herja. Til starfa hefur verið ráðinn Reynir Halldórsson bifvélavirki en hann er nýfluttur í bæinn með fjöl- skyldu sína. Eigendur Dekkja og smurs eru hjónin Magndís Alexandersdóttir og Sigurþór Hjörleifsson ásamt sonum þeirra. Þau eru mjög sam- hent í rekstri fyrirtækins og hafa skapað sér gott orð fyrir góða þjónustu og snyrtimennsku. Nýtt bifreiðaverkstæði opnar í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Dekk og smur í Stykkishólmi hefur fært út kvíarnar og bætt bíla- viðgerðum við þjónustu sína. Á myndinni eru Reynir Halldórsson bif- vélavirki sem mun annast bílaviðgerðirnar og Sigurþór Hjörleifsson, eigandi fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.