Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ K O R T E R Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44 Sérverslun með íslenskt góðmeti Mikið úrval af harðfiski og hákarli. Saltfiskur, flattur og flök, sólþurrkaður, útvatnaður, mareneraður. Saltfiskrúllur og saltfiskbollur. Plokkfiskur. Orðsending til þorrablótsnefnda: Eigum harðfisk og hákarl í þorratrogin og útbúum einnig þorrabakka. Sendum um land allt. Pantanasími: 562 2738, fax 562 2718 Tilboð H3 pera 24v/70w Vörunr. 035 3324 Verð kr. 249 H3 pera 12v/55w Vörunr. 035 3320 Verð kr. 149 Hella vinnuljós 135x75 mm Vörunr. 010 1GA005060041 Verð kr. 1.868 Tilboðið gildir til 22. janúar meðan birgðir endast ☎ 535 9000 ÍSLENDINGAR búsettir erlendis eru ekki skráðir í prentaðri síma- skrá Landssímans en með stofnun netsímaskrár Landssímans, sima- skra.is, árið 1998 gafst fyrrnefndum tækifæri til að láta skrá takmark- aðar upplýsingar um sig, þ.e. nafn og tölvupóstfang. Nýverið var þessu breytt og nú gefst Íslendingum er- lendis kostur á því að fá skráðar mun ítarlegri upplýsingar. „Nú höfum við lokið við að setja upp nýtt skráningarkerfi sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að skrá mun ítarlegri upplýsingar en áður. Fólki gefst nú tækifæri að skrá nafn sitt, heimilisfang, símanúmer, netfang, veffang, póstnúmer, fylki, land og kennitölu,“ segir Svavar Benediktsson, vörustjóri netsíma- skrár Landsímans, simaskra.is. Til- gangur þess að skrá kennitölu er að sögn Svavars sá að ef viðkomandi skráir sig síðan aftur undir kenni- tölu þá uppfærist skráningin. Ekki í prentuðu símaskránni „Undanfarið höfum við verið að kynna þessa auknu þjónustu fyrir fjölmörgum Íslendingum erlendis sem og sendiráðum og Íslendinga- félögum víða um heim. Rétt fyrir jól byrjuðum við síðan að taka við skráningum,“ segir Svavar og bætir við að nú hafa vel yfir 1.500 Íslend- ingar búsettir erlendis skráð sig hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort umræddar upp- lýsingar muni birtast í prentuðu símaskránni sem væntanleg er inn- an skamms segir Svavar að það sé ekki fyrirhugað að sinni. „Hver veit hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum, kannski opnast einhverjir skemmtilegir möguleikar. Prentaða símaskráin kemur út árlega og því hentar hún ekki vel fyrir þessar upplýsingar. Hluti af þeim Íslend- ingum sem skrá sig erlendis breytir títt um heimilisfang, stoppar jafnvel stutt erlendis og svo framvegis, og þá eru upplýsingarnar orðnar ómarktækar. Með því að birta upp- lýsingarnar á Netinu er hægt að vita nákvæmlega hvar viðkomandi er hverju sinni því einn af valmögu- leikum við skráningu er að merkja hvenær umrædd skráning dettur úr gildi. Upplýsingarnar verða því fyr- ir vikið mun marktækari.“ Skráningar Íslendinga í Danmörku fjölmennastar Af þeim sem hafa skráð sig á simaskra.is eru Íslendingar búsettir í Danmörku langfjölmennastir að sögn Svavars. Þá koma þeir sem búsettir eru í Bandaríkjunum og síðan þeir sem búa í Noregi og Sví- þjóð. „Skráning hefur gengið mjög vel og nýlegar mælingar sem fram- kvæmdar hafa verið af óháðum að- ilum gefa til kynna að simaskra.is sé ein vinsælasta íslenska heimasíð- an. Þá má geta þess að skáningin er aukin þjónusta fyrir viðskiptavini Landssímans og stendur þeim til boða að kostnaðarlausu.“ Önnur nýjung á heimasíðunni er „símaskráin mín“ en þar gefst not- endum kleift að koma upp sinni eig- in símaskrá. „Um er að ræða virka tengingu frá símaskrárgagnagrunninum yfir í símaskrá hvers og eins. Ef breyt- ingar verða á högum fólks til dæmis ef það flytur eða bætir við skrán- ingu sína þá uppfærast þær breyt- ingar um leið yfir í einkasímaskrár fólks. Í raun má segja að hér sé um að ræða rafræna útgáfu á minn- isblaði símnotenda sem Landssím- inn hefur boðið viðskiptavinum sín- um upp á frá árinu 1915 en þess má geta að símaskráin var fyrst gefin út af Landssímanum árið 1906. Þessi þjónusta er liður í þeirri stefnu Landssímans að nýta Netið til að auka hagkvæmni og þjónustu við landsmenn enn betur með auk- inni tækni.“ Associated Press Í símaskrá Landssímans á Netinu www.simaskra.is er nú hægt að nálg- ast upplýsingar um Íslendinga sem búsettir eru erlendis og fá uppgefin símanúmer, vefföng og heimilisföng þeirra sem hafa látið skrá sig. Um 1.500 manns hafa þegar látið skrá sig Upplýsingar í netsímaskrá Landssímans um Íslendinga búsetta erlendis Pitsur eru vinsæll og ódýr skyndimatur en heimsókn á pitsustað gæti þó reynst dýr- keypt, ef marka má niðurstöður könnunar danska matvælaeftir- litsins sem kannaði tugi pitsu- staða á Jótlandi. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að á 78% pitsustaðanna var hreinlæti stórlega ábótavant og allt of hátt hlutfall baktería í þeim sýnum sem tekin voru. Á alls 42 pitsustöðum sem matvælaeftirlitið heimsótti var bakteríuhlutfallið of hátt og fá- ein dæmi voru um að listería fyndist, en hún veldur mjög al- varlegum matareitrunum og má alls ekki finnast í mat. Þá olli það áhyggjum eftirlitsins að þrátt fyrir viðvörun eftir fyrstu heim- sóknina um að hreinlæti væri áfátt, var ástandið eftir sem áð- ur slæmt á þriðjungi pitsustað- anna. Niðurstaða eftirlitsins var sú að auk þess sem almennu hreinlæti væri oft ábótavant, væru mörg dæmi um að hráar og upphitaðar matvörur væru ekki skildar að sem skyldi, að soðinn og bakaður matur væri ekki kældur nægilega hratt og að kæliaðstaða væri víða léleg. Danskir pitsustaðir taki sig á Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Komnar eru á markað hreinsivörur frá þýska fyrirtækinu Dr. Beck- mann. Um er að ræða 12 tegundir af af svokölluðum blettabönum sem ætlað er að afmá 120 mismunandi blettategundir. Blettabanarnir eru unnir úr lífrænum efnum og þeir eru án kemískra efna. Í fréttatilkynn- ingu frá innflytjanda, Ásvík ehf., kemur fram að auk þessa eru ýmis önnur hreinsiefni fáanleg frá þessu fyrirtæki s.s. blettaklútar, keramik- hreinsir, fægilögur, ofnhreinsihlaup, þvottaefni fyrir litasmit, blettasápa, gardínuhreinsiefni, og blettarúlla. Hreinsivörurnar fást í öllum helstu matvöruverslunum. Ásvík ehf. sem sér um innflutning og dreif- ingu er til húsa að Lindarseli 15. Blettabanar Nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.